Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
DAGBLAÐIÐ& VtSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982.
,... afþviaðislenzkaþjöðin ersvo veigefin".
talaði ágæta islenzku, eins og indíánar
gera margir þar noröur frá. Einar sagði
við indíánann. „Hvað er þetta maður,
ertu fslendingur?" Og þá svaraði ind-
íáninn að bragði: „Nei, ég er Skagfirð-
ingur." Þetta þótti Einari furðulegt, að
maðurinn skyldi segja þetta. Ég held að
honum hafi fundizt að þarna væri
skortur á landfræðiþekkingu, eða jafn-
vel kunnáttu í íslandssögu, eða
Evrópusögu jafnvel. En ég held að
indíáninn hafi vitað betur, eins og þeir
segja hér, að hann hafi litið á Skaga-
fjðrðinn sem heimkynni sérstakrar
þjóðar. Enda var hann uppalinn af
Skagfirðingum, hafði verið tekinn í
fóstur sem barn eða unglingur, og
hafði heyrt mikið um Skagafjöröinn,
en aldrei neitt sérstaklega minnzt á
fsland. Það er svona eins og með bréfið
sem ég sagði þér frá, að ef maður miðar
við Skagafjörð, þá er óþarfi að bæta
þar miklu við.
Þú f æddist i torfbæ, er þafi ekki?
Jú, það er hverju orði sannara.
Byggingarlag gömlu bæjanna var
örugglega séríslenzkt þó að sniðið væri
að nokkru leyti komið frá Noregi.
Þetta var ákaflega skemmtilegur
íslenzkur arkitektúr, en nú er þetta al-
gjörlcga horfið. Þar held ég að islenzkir
arkitektar mættu varðveita dálítið
meira en þeir hafa gert. Þetta bygg-
ingarlag finnst mér hafa horfið full-
skjótt.
Finnst þér ekkl islendingar gera
mikiO af þvi aO rifa allt niOur sem áOur
hefu veriO byggt, þegar a aO breyta til?
Jú, þeir gera það nú fullmikið. Það
hefur aldrei skapazt nein rótgróin til-
finning á fslandi fyrir gömlum bygg-
ingum, þvi þær voru ekki til.
Ætlar þú aO snúa heim aftur i lokin,
eOa vera hérna áfram?
Ja, lokin eru nú ekkert nærri, vona
ég. En ég hef nú alltaf gætt þess að
skipuleggja ekki of langt i framtíðina,
því ef maður gerir slíkt, þá stenzt
ekkert.
Hvar viltu láta grafa
Þig?
Þa gæti ég kannske spurt öOruvisi.
Hvar vUtu láta grafa þig, Haraldur?
„Ég ætlast til að allir
viti hvar Skagafjöröur er"
Það hef ég nú ekki sko hugleitt og
hef eiginlega engar óskir í því sam-
bandi. Ég man eftir gömlu fólki í
Skagafirði þegar ég var krakki, sem lét
búa til handa sér líkkistu þegar
það var á miðjum aldri til
að hafa þetta nú alit saman tilbúið, og
um leið og var búið að smiða líkkist-
urnar, þá ákvað fólkið að lil'a áfram,
og lifði þessar kistur. Ég held þær hafi
fallið í stafi, þornað upp og orðið
ónýtar. Kannske er þetta eitthvað sér-
islenzkt, að hugsa um legstaðinn, því cg
þekki til gamals fslendings hér norður í
fslendingabyggð, sem smiðaði sjálfur
handa sér likkistu. Ég held hann hafi
nú ekkert verið bölsýnn sérstaklega, en
hann vildi hafa allan varann á og vera
reiðubúinn ef kallið kæmi. Svo kom
það ekki, svo hann reif kistuna og
byggði úr henni skáp. Ég sá skápinn.
Hingað koma arlega margir islenzkir
nemendur. Hvernig flnnst þér þeir
standa sig?
Ja, þetta er ákaflega vel gefið fólk,
af því að íslenzka þjóðin er svo vel
gefin, eins og einhver sagði við mig um
daginn. Hann afgreiddi þetta nú bara á
einu bretti. Ég held að það sé ágæt
stefna að fslendingar komi hingað til
náms, og sérstaklega til Manitóba, i
sem flestum greinum. Mér finnst að
það ætti að greiða götu þessa fólks
jafnvel meira en gert hefur verið, og
það eru margar ástæður til þess. Hér
eru merkileg vísindi í ýmsum greinum,
og það er tiltölulega ódýrt að nema
hérna miðað við önnur lönd.
En það komst
einhver bókasafnari
í spilið
Her er íslenzkt bókasafn. Er þetta
eitthvaO sérstakt?
Ja, þaö er eina bókasafnið í Kanada
sem hefur sæmilega gott úrval af bæði
forníslenzkum og íslenzkum nútíðar-
verkum. Það er örugglega stærsta
islenzka bókasafnið í Kanada, og er
núna stærsta sérsafnið við háskólann,
að því er ég bezt veit. Ekki myndi ég
samt ætla að við hefðum neitt hér af
bókum sem væri ekki til heima. Ég tel
það mjög ótrúlegt. Nú veit ég ekki hvað
merkilegasta skáldsaga heims, svo ég
vitni í Guttorm Guttormsson, er til
víða, en við eigum eintak af Love and
Prlde eftir Jóhannes Birkiland, sem
kallaði sig, held ég, Summerleaf. Hún
kom með safni Stephans G. Hún mun
vera eins og skýringarnar við Nýja
testamentið sem prentaðar voru í
Núpufelli snemma á sautjándu öld, því
hún mun eiginlega ekki vera   neins
staðar til. Hún var samt prentuð hér í
Winnipeg, og er víst merkilegasta
skáldsaga í veröldinni.
Að hvaOa leyti?
Guttormur Guttormsson sagði mér
það, og ég trúði öllu sem hann sagði.
Jóhannes var mjög óvenjulegur höf-
undur, nokkuð galinn, skrifaði sjálfs-
æfisögu sína sem heitir Harmsaga æfl
minnar. Það var lesið og ungir höf-
undar á íslandi hafa stúderað hann
mjög mikið núna síðustu áratugi. Það
er minna vitað að þessi maður skrifaði
lika á ensku, eina skáldsögu, og lika
ljóð. Ef svo reynist að eintök af henni
sé ekki annars staðar að finna, þá er
þetta náttúrlega sérstakt safn. Það
munaði engu að ég eignaðist Love and
Pride. Sonarsonur Stephans G., sem er
nú látinn, sagðist vera viss um að hann
ætti eintak af henni, að afi hans hefði
átt meira en eitt, og sagðist ætla að gefa
mér hana. En það var einhver bóka-
safnari búinn að heimsækja hann.
Að týna tungunni
Einu sinni sagOir þú mér sögu, aO þú
hefOir verið beðinn um aO koma
norOur i IslendingabyggOir af þvi aO
elnhver öldungur hefði veikzt og var
allt i einu farinn aO tala fslenzku og
hafði gleymt enskunni, svo þaO sklldi
hann enginn....
Þetta var nú á sjúkrahúsi hér í
Winnipeg. Þetta hefur komið fyrir mig
tvivegis, að ég hef séð öldunga gleyma,
eða orðið vitni að því að öldungar
gleymdu ensku gjörsamlega í bana-
legunni. Þetta er mér sagt að sé ekki
einsdæmi með þessa tvo fslendinga, að
þetta komi fyrir annað þjóðarbrota-
fólk. Um annað tilvikið hefur nú verið
skrifað. Þetta skeði niðri í Bandaríkj-
unum, í New York, og í hlut átti mjög
frægur maður, þekktur rithöfundur og
fræðimaður, sem hafði meðal annars
skrifað hátt í fjörutíu bækur á enska
tungu. í hitt skiptið hér í Winnipeg var
þaö líka rithöfundur, og einn 'af
þekktustu dómurum þessa fylkis, sem
átti í hlut. Hann var nú nánast að bana
kominn, og dóttir hans var í heimsókn.
Hún hringdi til min og sagði að þetta
væri ákaflega erfitt, hann hefði mikið
að segja gamli maðurinn, en hún væri
sýnilega algjör útlendingur, og ,,ég
skammast min óskaplega fyrir það, á
þessari stundu," sagði hún, ,,að hafa
ekki lært islenzku það vel að ég gæti að
minnsta kosti skilið, en ég skil ekki orö,
svo þú verður að koma." Þetta reynd-
ist vera rétt, því gamli maðurinn starði
þarna á dóttur sína cins og hún væri
útlendingur sem talaði á annarlegri
tungu, og hann sagði við mig þegar ég
kom inn á sjúkrastofuna ,,Já, ég veit
að þú skilur mig þó aldrei eftir einan."
Og ég sagði „nei, það geri ég ekki."
Svo tókum við tal saman í isienzku.
Það hafa sagt mér læknar, að það megi
allir búast við því ef þeir flytja úr sínu
heimalandi eða út fyrir sinn hrepp, og
Hfi nógd lengi til þess að verða gamal-
menni, að þá sitji þeir að lokum uppi
með móðurmálið eitt og geti hvorki
talað né skilið aðrar tungur.
Þannig hafa margir þurft aO leita til
Haralds Bessasonar, bæOi þeir sem eru
nýkomnir aO heiman og þeir sem aldrei
geta komlzt helm aftur. Þegar ég fór
aftur út i þennan mikla kulda um há-
nótt datt mér þetta seinasta atvik aftur i
hug. „Þú skllur mig þó aldrei eftir
einan." Þetta hafa margir sagt viO
Harald og vitaO aO þaO gerir hann ekki.
'-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32