Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 18
18 Agnes Löve býr í sérstaklega skemmtilegu timburhúsi í Kópa- voginum ásamt manni sínum, Ingimar Jónssyni námsstjóra, og tveim sonum. Húsiö stendur hátt og útsýni fallegt, enda segir Agnes aö hún þurfi mikiö á því aö halda. Húsiö er eins og lítill ævintýraheimur, ja&it aö utan sem innan, og enn ævintýra- legri veröur blærinn þegar tónar frá píanói Agnesar berast út í kyrröina semþama rikir. Hún tók hlýlega á móti gestkom- endum, sjálf nýkomin inn úr dyrunum frá starfi sínu í Þjóðleik- húsinu þar sem hún vinnur aö uppsetningu á óperunni ,,SiJki- tromman” eftir Atla Heimi Sveinsson sem verður frumflutt viö opnun Listahátíöar 5. júní. Agnes æfði ennfremur söngvarana í Meyja- skemmunni, en við byrjum á byrj- uninni. „Enginn fyrirmyndarnemandi" — Eg byrjaöi aö læra aö spila á píanó þegar ég var átta ára. Þá var keypt píanó á heimili mitt og strax tekið fram aö ég ætti ekki aö gutla á þaö heldur læra. Eg læröi hjá Helgu Laxness í tvö ár og fór síðan í Tón- listarskólann í Reykjavík þar sem ég lærði í sjö ár. Ég haföi strax óskap- lega gaman af þessu en veit samt ekki hvort ég hef nokkum tíma haft einhverja sérstaka tónlistarhæfi- leika. .. Þaö er eins og þaö tilheyri menntun telpna aö læra á píanó, strákamir eru frekar úti viö í fót- bolta o.þ.h. En ég fór snemma aö spila sjálf þau lög sem ég haföi áhuga á og keypti mér jafnvel nótur sem ég réö ekkert við! Ef ég heyrði eitthvað sem mér fannst fallegt var labbað í næstu búð og athugað hvort til væru nótur svo að ég gæti spilaö sjálf. Þetta voru Beethoven sónötur og Chopin, svo aö eitthvað sé nefnt, og ég sullaði í þessum nótum afturábak og áfram. Ég efast nú samt um aö ég hafi verið eitthvað sérstaklegaduglegurnemandi... Á veggjum hanga myndir af tón- skáldum og á einum stað sé ég fiölu. Spilarhúnáfiðlu? — Nei, þaö geri ég ekki lengur. Aftur á móti var ég í Laugarnesskól- anum þegar ég var barn og þá var Ingólfur Guöbrandsson söngkennari þar. Það er áreiöanlega engin til- viljun hvað mikið af okkar tónlistar- fólki var í Laugarnesskólanum á þessum árum þvi aö þaö má segja að þá hafi verið kominn vísir að fastri tónlistarkennslu í Laugames- skólanum, svona eins og tíökast erlendis. Skólinn keypti 20 fiölur og svo voru fengnir 20 nemendur til aö leika í fiðlusveit. Við fengum þarna kennslu á fiðlu og með mér í þessum hópi voru Rut Ingólfsdóttir, Þorgeröur Ingólfsdóttir og Sólrún Garðarsdóttir sem nú spilar með Sinfóníuhljómsveitinni. Tónlistar- lífiö í skólanum var mikið, þar var alltáf sungið, viö vorum í kórum, og Helena Eyjólfsdóttir var þá orðin barnastjama. Þetta andrúmsloft gerði það að verkum að öllum fannst gaman að læra að syngja og spila á hljóðfæri. Fyrstu fiðluna mína, sem er þarna uppi á vegg, eignaðist ég þegar ég var 10 ára. Þó varð minna úr fiðluleik hjá mér en til stóð. Við Ásdís Þorsteinsdóttir, sem nú er einnig fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveitinni, hittumst á hverjum degi í mörg ár og spiluðum saman. Það varð því úr að ég spilaði á píanóið en Ásdís á fiðluna. Þetta gerðum við alveg frá 12 ára aldri og þar til viö urðum 16 eða 17 ára en þá fór Ásdís til náms í Þýzkalandi. Við spiluðum saman, bæöi í Tónlistarskólanum og í Gagnfræöaskóla Austurbæjar, þar sem Ásdís var í skóla, og einnig komum við fram á kirkjukvöldum hjá Laugameskirkju. — Kom þetta ekki niður á náminu ? — Nei, ég held ekki að maður taki eitt fram yfir annað. — Við Ásdís hittumst til dæmis gjarna á kvöldin þegar aðrir notuðu tímann til að vera úti við eða sinna sínum áhugamálum. Þetta var okkar áhugamál og við eyddum öllum okkar f ristundum við að spila. — Svo fórst þú í framhaldsnám til Þýzkalands? — Já, mig hafði alltaf dreymt um að fara út til að læra meira. Fyrstu tvö árin mín í Tónlistarskólanum kenndi Katrín Dalhoff mér en Rögn- valdur Sigurjónsson hin fimm. Það varð þó ekkert úr að ég lyki burt- fararprófi þaðan því að ég trúlofaöi mig að haustlagi þegar ég var 17 ára. Þá var unnusti minn á leiö til Þýzka- lands í framhaldsnám svo að ég fylgdi á eftir honum sumarið á eftir. Eg var svolítið súr fyrst þegar ég kom út til Leipzig og sá að ég átti að læra svo margar námsgreinar því að ég var bara komin út til aö læra aö spila á píanó. Fyrst þurfti ég að taka próf í þýzku til að geta tekið inntöku- próf í tónlistarháskólann. Það próf tók ég upp á 4,0 sem nægði mér til aö komast í inntökuprófiö. Að öðrum kosti hefði ég þurft að veraeitt ár við læra þýzkuna svo að fjórir komu sér vel að þessu sinni! Með píanónáminu þurfti ég að taka f jöl- margar aörar námsgreinar, s.s. hljómfræði, tónlistarsögu, uppeldis- fræði, sálarfræði, kennslufræði og sitja fyrirlestra í listasögu og margt fleira. Það hefur komið sér vel síðar að hafa lært þetta þó mér hafi ekki verið vel við það þá. „Eitt árfyrir hvort barn" —Hvað varstu lengi í námi þarna. — Eg var í sjö ár. Þau áttu upphaf- lega að vera fimm en ég eignaöist báða syni mína úti og eins og allar mömmur vita er bömurn, semdvelja á dagheimilum, gjamt til aö grípa alla sjúkdóma sem ganga. Það er ár á milli drengjanna og þaö var aldrei svo að þeir veiktust samtímis. Það var alltaf fyrst annar, sem svo smitaði hinn, svo að þetta tafði fyrir. Eg sótti þess vegna um námsframleng- ingu í eitt ár er, reklor skólans sá um að ég fengi tvö ár, eitt fyrir hvort barn. Þannig urðu árin sjö. Þá var maöurinn minn búinn með sitt nám svo að hann fór að skrifa doktors- ritgerð á meðan ég lauk mínu námi og svo þegar ég var búin var hann ekki búinn. Eg dreif mig þá heim með drengina, um haustiö 1967, en svo dróst þaö að maðurinn minn gæti varið ritgerðina svo að hann kom ekki heim fyrr en um vorið. — Hvernig var að búa í Þýzka- landi? — — Ja, það gekk á ýmsu á þessum námsárum okkar og satt að segja vildi ég ekki upplifa það aftur. J Húsin í Leipzig eru gömul og þar var engin hitaveita. Það þurfti því að fara á fætur klukkan 6 á morgnana og byrja á að henda út öskunni úr koiaofninum, sækja kolin og hita upp og það var fyrst um áttaleytið sem ég gat þá farið að spila. Þá voru drengirnir báðir á dag- heimili svo að Ingimar fór með þá þangað á meðan ég sá um að hita upp. Þeir fengu allan mat á dag- heimilinu svo aö það var ekkert annað að gera en koma þeim á fætur og af staö. Viö áttum ekkert á þessum árum nema fötin okkar og einn gamlan bíl. Þaö var hreinasti „lúxus” að eiga bil til að koma börn- unum á milli. Þvottavél átti ég ekki heldur og þvoði því alltaf allt í hönd- unum, bleiur og tilheyrandi. Loksins þegar ég svo eignaðist þvottavél þá var hún fyrir riðstraum, en það var jafnstraumur i íbúðinni svo að hún stóð alltaf ónotuö á eldhúsgólfinu. Sennilega hefur hún horft glottandi á mig þegar ég var að þvo í höndunum! Seinna gat ég svo notað hana, þegar við vorum flutt í aðra íbúð, enda þurfti ég þá ekki eins mikið á henni að halda. En ég veit semsagt hvað það er aö búa i kulda og ég hugsa að fáir Islendingar njóti þess eins vel og ég að hafa hitaveitu. Og þvottavélin mín — ég fer oft niður ogklappa henni! — Var ekki erfitt að vera í námi meðtvölítilbörn? —Það var varla hægt. Það var ekki einu sinni algengt að aö ungar stúlkur færu til náms í útlöndum, hvað þá að eignast tvö böm, með árs millibili, í náminu. Enda áttum við ekki annarra kosta völ þegar eldri drengurinn fæddist en að láta hann á vikuheimili, þ.e.við fórum með hann á mánudögum og sóttum hann aftur á föstudagskvöldum. Þetta var þó sem betur fer bara í skamman tíma. Þegar sá yngri fæddist var ekki hægt að koma honum inn á svona heimili. Þá vorum við komin í mjög slæma aðstööu því að við höföum engan þarna úti sem gat litið eftir honum. Við komum hingað heim í frí um jólin og þá varð úr aö við skildum hann eftir hér heima hjá mágkonu minni sem var í góðri aðstöðu til að annast hann. Hann var þriggja mánaöa þá og svo fór Ingimar heim um sumarið ogsóttihann. — Var ekki vond tilfinning að skilja bamið sitt eftir í ööru landi? — Jú, það var ægilegt. Enda sá ég þá að ég vildi heldur basla með þá báða heldur en láta þá frá mér, enda hafa þeir ekki farið frá mér síðan, fyrr en þá kannski núna, enda orðnir fullorðnir, Þorsteinn verður tvítugur i næstu viku, og lýkur þá jafnframt stúdentsprófi, og Jón er 18 ára, verður 19 á þessu ári, og hann er í Menntaskólanum í Hamrahlíð. — Spila þeir á hljóðfæri? — Nei, þeir spila bara á plötu- spilarann! Sá eldri er mikið fyrir popptónlist en sá yngri er fyrir klassískt. Maðurinn minn hefur líka áhuga á klassiskri tónlist en þegar strákarnir voru litlir urðu þeir hrein- lega ofmettaðir af tónlistinni hjá mér og báöu mig þá oft um að spila ekki. Núna hef ég svo góða aðstöðu héma heima að ég get lokaö mig af svo að þeir heyra ekki til mín ef þeir vilja fá frið. „í einangrun" — En svo við snúum okkur aftur að Þýzkalandi, var ekki óskaplega erfitt að búa í svona kulda eins og þið gerðuö? — Jú, sérstaklega man ég eftir einum vetri þegar Þorsteinn var lítill og Jón á leiðinni. Þann vetur var 30 stiga frost allan veturinn og kol vom skömmtuð. Skammturinn var svo lítill aö þó aö við hituöum bara upp annað herbergið yfir daginn þá þmtu birgðimar á tveimur dögum. Á nóttunni sváfum við svo dúðuð öllum þeim sængum sem við gátum. Þennan vetur var öllum skólum lokað til að spara kol en tónlistar- skólinn, sem ég var á, átti hús úti í sveit og þangað vorum við flutt í 6 vikur þegar mesti kuldinn var. Annars efast ég bara um að við hefðum haft þennan vetur af. Þetta voru dýrðlegar vikur, það var eins og ,Ég vildi ekki upplifa þetta aftur. . . " Texti: Anna Kristine Magnusdóttir » jmr „tmði viö þ Agnes Löve í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.