Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 6
22
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982.
iHvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
Kjarval, Magnús
og Hönnun’82
— síðasta sýningarhelgi
og listamenn. Sýningimni er einnig
ætlaö aö vekja athygli almennings á
íslenzkum húsgögnum og list-
iönaöarverkum. Síöasti sýningar-
dagur þessara þriggja sýninga er 20.
júní en þangað til veröa þær opnar
frá 14—22 daglega.
•SKJ
Þrem sýningum á Kjarvalsstöðum
lýkur nú um helgina. Þaö eru sýning
á verkum Jóhannesar S. Kjarvals,
sýniljóö og ljóðskúlptúrar Magnúsar
Tómassonar og sýningin Hönnun ’82.
Sýningin á verkum Kjarvals sem
nú stendur yfir ber nafniö „Af trön-
um Kjarvals”. Hún er ýtarleg kynn-
ing á safni því er listamaðurinn færöi
Reykjavíkurborg aö gjöf. Meðal
verkanna eru olíumálverk, vatnslita-
myndir og teikningar. Gylfi Gíslason
sá um uppsetningu á þessari sýn-
ingu.
Sýning Magnúsar Tómassonar
„Sýniljóð og skúlptúrar” er afrakstur
ársstarfs listamannsins, en hann
varö fyrstur manna valinn til aö
gegna starfsheiti „borgarlista-
manns”. Hér á landi er Magnús
einkum þekktur fyrir hlut sinn í
starfsemi SUM, en hann tók þátt í
stofnun SUM og rak um skeið gallerí
meö sama nafni. Magnús hefur tekiö
þátt í fjölda samsýninga hér og er-
lendis og einnig haldið einkasýning-
ar.
I vestursal Kjarvalsstaöa stendur
yfir þriöja sýningin og ber nafnið
„Hönnun ’81”. Að þessari sýningu
stendur stjórn Kjarvalsstaöa og
stjómarnefnd markaösátaks í þágu
húsgagnaiðnaöarins. Tíu íslenzk iön-
fyrirtæki og 25 listamenn taka þátt í
sýningunni, en tilgangurinn meö
henni er meöal annars aö leiða
saman framleiöendur iönaöarvara
Án titils eftir Magnús Tómasson.
Af sýningunni Hönnun S?
GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður i diskó-
tekinu um helgina frá klukkan 10—03, það er
diskósalur 74, tónlistin úr safni ferðadiskó-
teksins. Grétar býður alla velkomna og óskar
gestum góðrar skemmtunur. Hljómsveitin
Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins
öll kvöld helgarinnar.
LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu
dansamir. Valgerður Þórisdóttir syngur
undir leik hljómsveitar Rúts Kr. Hannesson-
ar.
HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld,
gömlu dansamir.
LEIKHÚSK JALLARINN: Föstudags- og
laugardagskvöld — „kjallarakvöld”
skemmtiþáttur 1 og 2 í kjaliaranum „dúa”.
HÖTEL SAGA: Hljómsveit Ragga Bjama sér
um fjöriö á laugardagskvöldið.
SNEKKJAN: Dansbandið leikur föstudags-
og laugardagskvöld. Matsölustaðurinn Skút-
anopinsömukvöld.
Hótel Borg: Diskótekiö Dísa sér um diskó-
snúninga bæði fdstudags- og iaugardags-
kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit
Jóns Sigurössonar með tónlist af vönduöu tagi
sem hæfir gömlu dönsunum.
SIGTÚN: Opið föstudags- og laugardags-
kvöld, bingó, spilað á laugardag klukkan 14.
Matsölustaðir
REYKJAVlK
ASKÚR, Laugavegi 28 B. Simar 18385 og
29355: Opið kl. 9—24 alla daga. Vínveitingar
frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnu-
dögum.
ASKÚR, Suðurlandsbraut 14. Simi 81344: Opið
kl. 11-23.30.
TORFAN Amtmannsstíg, sími 13303: Opið
alla daga vikunnar frá klukkan 10.00—23.30.
Vínveitingar.
KOKKHÚSIÐ Lækjargötu 8, simi 103440: Opið
alla daga vikunnar frá klukkan 9.00—21 nema
sunnudaga er opið frá klukkan 10.00—21.00.
TOMMABORGARAR Grensásvegi 7, sími
84405: Opiðalla daga fráklukkan 11.00—23.00.
SVARTA PANNAN á horninu á Tryggvagötu
og Pósthússtrætis, sími 16480: Opið alla daga
frá klukkan 11.00—23.30.
GOSBRUNNURINN Laugavegi 116, sími
10312. Opið virka daga frá klukkan 8.00—21.00
og sunnudaga frá klukkan 9.00—21.00.
ASKÚR, næturþjónusta, simi 71355: Opið á
föstudags- og laugardagsnóttum til klukkan
5.00, sent heim.
WINNIS, Laugavegi 116, sími 25171: Opið alla
daga vikunnar frá klukkan 11.30—23.30.
LÆKJARBREKKA við Bankastræti 2, sími
14430: Opið alla daga frá klukkan 8.30—23.30
nema sunnudaga, þá er opið frá klukkan
10.00—23.30. Vínveitingar.
ARNARHOLL, Hverfisgötu 8—10, simi 18833:
Opið alla virka daga í hádeginu frá klukkan
12.00-15.00 og aUa daga frá kl. 18.00-23.30. A
föstudags og laugardagskvöldum leika
Magnús Kjartansson og Finnbogi Kjartans-
son í Koníakklúbbnum, vínveitingar.
MENSA, veitingastofa Lækjargötu 2, 2. hæð,
sími 11730: Opið aUa daga nema sunnudaga
frá klukkan 10.00—19.00 og sunnudaga frá
klukkan 14.00—18.00.
POTTURINN OG PANNAN, Brautarholti 22:
Opiðfrá 8.00-23.30.
RÁN, Skólavöröustig 12, simi 10848: Opiö
klukkan 11.30—23.30, léttar vínveitingar.
BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Oðinstorg. Simi
25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10—
23.30 á sunnudögum.
ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2.
Sími 82200: Opið kl. 7—22. Vínveitingar.
HOLLYWOOD, Armúla 5. Borðapantanir í
sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 ÖU
kvöld vikunnar. Vínveitingar.
HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Simi 13340: Opiö
kl. 11-23.30.
HOTEL HOLT, Bergstaðastræti 37.
Borðapantanir í síma 21011. Opið kl. 12—14.30
og 19—23.30. Vínveitingar.
HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavikurflugvelli.
Borðapantanir i sima 22321: Blómasalur er
opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30
og 19—22.30. Vínveitingar. Borðapantanir í
Súlnasal í síma 20221. Matur er framreiddur
föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vínveit-
ingar.
KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar
12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miðnætti til kl.
23.30. Vínveitingar.
KRÁIN við Hlemmtorg. Simi 24631. Opiö aUa
daga kl. 9—22.
LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Simi 31620. Opiö
8- 24.
NAUST, Vesturgötu 6—8: Boröapantanir í
síma 17759. Opið aUa daga kl. 11—23.30.
NESSV, Austurstræti 22. Sími 11340. Opið kl.
11-23.30 aUadaga.
OÐAL við AusturvöU. Borðapantanir í sima
11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnu-
daga tU fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og
laugardaga.
ÞORSCAFE,. Brautarholti 20. Boröapantanir
í sima 23333. Matur framreiddur föstudaga og
laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar.
AKUREYRI
BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22.
Simi 90-21818. Bautinn er opinn alla daga kl.
9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30—21.30.
Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl.
11.30— 14 og 18.30—21.30. Vínveitingar.,
HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87—89. Sími 96—
22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur
tU kl. 21.45. VUnveitingar.
HAFNARFJðRDUR
GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sími 54424. Opið
aUa daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er
opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og
vínveitingar.
SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1-3.
Boröapantanir í síma 52502. Skútan er opin
9— 21 sunnudaga til fimmtudaga og 9—22
föstudaga og laugardaga. Matur er fram-
reiddur í Snekkjunni á laugardögum kl. 21—
22.30.
AKRANES
STILLHOLT, Stillholti 2. Sími 93-2778. Opið kl.
9.30— 21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og
sunnudaga. Léttar vínveitingar eftir kl. 18.
BREYTINGAR Á
DAGSKRÁ
MATTHIASSONS
Jens Matthlasson með bamahóp í föndurvinnu.
Gífurlega góð aðsókn hefur verið
að námskeiöum sænska lista-
mannsins Jens Matthiasson, en hann
hefur verið með föndurvinnustofu
fyrir böm í Norræna húsinu þessa
vikuna. Böm frá dagvistunar-
stofnunum í Reykjavík sóttu fyrstu
þrjú námskeiðin, en á morgun er
almennt námskeið. I það var strax
fullbókað og vegna mikillar
aðsóknar verður haldiö eitt auka-
námskeið fyrir börn og foreldra á
morgun, laugardag klukkan 14:00.
Innritun fer fram á skrifstofu
Norræna hússins, en ekki verður
unnt að taka við fleiri en fimmtán
bömum.
A mánudagskvöldiö 21. júní
klukkan 20:30 heldur Jens Matthias-
son svo fyrirlestur um verkefni lista-
manna á dagvistunarstofnunum og
nefnir hann ,,Har en konstnár paa
dagis att göra?” Áður hafði verið
auglýst að fyrirlestur þessi yrði
haldinn föstudaginn 18. júni.en hann
hefur sem sagt verið fluttur fram til
mánudags.
-SKJ.