Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR16. JtJLl 1982.
SYNINGITILEFNIAF ARIALDRAÐRA
I tilefni af ári aldraðra veröur á
laugardaginn opnuö á Kjarvals-
stööum sýning sem kölluö er „Oft
hefur ellin æskunnar not". Á sýning-
unni veröa verk eftir ýmsa alþýðu-
listamenn. Margir þeirra hafa tekið
til við listgrein sína þegar þeir hættu
öðrum störfum sakir aldurs. Einnig
verða á sýningunni handmenntaverk
unnin í ýmis efni; tré, járn, stein,
leöurogfleiriefni.
Myndhöggvararnir Asmundur
Sveinsson og Sigurjón Olafsson hafa
lánað verk eftir sig á sýninguna.
Meðal annarra sem eiga verk á sýn-
ingunni eru Gríma, Samúel Jónsson í
Selárdal, og Oskar Magnússon.
Hrafnhildur Schram og Finnur
Fróöason sáu um uppsetningu sýn-
ingarínnar.
1 tengslum við sýninguna á Kjar-
valsstöðum verður einnig efnt til
málþings á vegum Samtaka líf eyris-
þega ríkis og bæja. Fyrsta málþingið
verður næstkomandi þriðjudag , 20.
júlí kl. 20.30. Þar mun Jón Snædal
Jæknir ræða spurninguna: Hvað er
hægt að gera til að halda andlegum
og líkamlegum kröftum. Á eftir
verða spurningar og umræður sem
dr. Friðrik Einarsson stjórnar.
A fimmtudag mun Valborg Bents-
dóttir ræða spurninguna: Hvenær er
eðlilegt aö menn láti af störfum?
Siðar verður efnt til málþinga um
fleiri mál. Framkvæmdanefnd sýn-
ingarinnar mun gefa út sýningar-
fréttir sem fá má hjá gæzlufólki á
Kjarvalsstöðum. I þeim geta menn
kynnt sér hvað í boði er hver ju sinni.
I sambandi við söfnun sýningar-
muna á „Oft hefur ellin æskunnar
not" hafa verið tekin á myndbönd
viðtöl við aldraö fólk sem að hand-
mennt vinnur. Friðrik G. Friðriks-
son sá um viðtölin. Myndbandasýn-
ingin tekur þrjár og hálfa klukku-
stund og verða sýningar yfirleitt
tvisvar á dag á meðan á sýningunni á
KjarvaJsstöðum stendur.
Sýningarnefndina skipa: Eggert
Asgeirsson, Finnur Fróðason, Ás-
laug Sverrisdóttir, Friðrik G.
Friðriksson, og SverrirKristinsson.
Hulda Á. Stefánsdóttir og séra
Sigurður H. Guðmundsson munu
opna sýninguna „Oft hefur ellin æsk-
unnar not" klukkan 15 á morgun.
Hún er opin daglega frá kl. 14 til 22.
iSýningunni lýkur 8. ágúst og er að-
gangurókeypis.
-SKJ
Finnur Fróðason og Hrafnhfldnr Schram sjá um uppsetulngu sýningarinnar „Oft hcfur ellin sskunnar not". Þau
halda hér á f orkunnarf allegri skútu en að baki þeirra má sjá málverk eftir Grimu.               DV-mynd Þó. G.
MOSARINORRÆNA
steínhöggmyndir Rudskringumhúsið
Sýningar
Jurtasýningin I Norrmna húxlnu er harla fróðlag. Hér að otan sést
mosinn homolothecium sericeum.                  DV-mynd: Þó.G.
Sýning Norræna hússins á íslenzk-
um jurtum á án efa eftir að koma
mörgum á óvart A sýningunni gefur
að lita fjðldann allan af mosum en
auk þess má á sýningunni sjá
þörunga, fléttur, lyng og fleiri plönt-
ur. Gróöurinn á sýningunni er þannig
vaxinnaðfæstir veita honumað jafn-
aði athygli né hafa tækifæri til að
virða hann fyrir sér.
Bergþór Jóhannsson sá um
uppsetningu sýningarinnar fyrir
hönd Náttúrufræðistofnunar Islands,
en Norræna húsið f ór þess á leit við
Náttúrufræðistofnunina að hún sæi
um uppsetningu sýningar á íslenzk-
um jurtum. 1 fyrra sumar voru ís-
lenzkir stcinar til sýnis i anddyri
Norræna hússins.
Salurinn í kjallara Norræna húss-
ins er nú lokaður vegna viðgerða.
Einnig er unnið aö lagfæringum á
stéttum umhverfis húsið. Umhverfis
Norræna húsið standa nú höggmynd-
ir danska myndhöggvarans Johns
Ruds. Hann hcfur látið þau orð falla
aö honum mundi verða mikið ágengt
fengi hann f 61k til að taka hendurnar
upp úr vösunum og strjúka stein-
' höggmyndirnar. Höggmyndir Ruds
eru líka þægilegar hvort heldur horft
er á þær eða hönd strokiö yf ir þær.
-SKJ
Manuela Wiesler leikur á einleikstónleikum i HaUgrimskirkju á sunnudags-
kvöldið.
Mynd: Ásgeir Long.
MANUELA LEIKUR í
HALLGRÍMSKIRKJU
1 Manuela Wiesler leikur einleik á flautu i Hallgrimskirkju klukkan 20.30 á
sunnudagskvöld. A efnisskránni eru fimm áköll eftir André Jolivet, tilbrigði
um La Folia eftir Marin Marais og Sónata eftir Hilding Rosenberg. Að tón-
leikum loknuni verða kvöldbænir. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við
'f ramlögum í orgels jóö Hallgrimskirkju.
í                                                  -SKJ
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24