Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST1982.
19
: ■
Sýningar — bókmenntakynning — tónleikar — íþróttir
FRIMEX1982 AÐ KJARVALSSTODUM
Frímerkjasýningin FRIMEX 1982
var opnuö fúnmtudaginn 19. ágúst.
Hún er haldin í tilefni af 25 ára afmæli
Félags frímerkjasafnara. Veröur hún
opin fram til mánudagsins 23. ágúst.
Á sýningunni veröur sérstök heiðurs-
deild þar sem sýnd veröa 46 áöur
óþekkt umslög sem komið hafa í leit-
irnar við skráningu skjala í Þjóð-
skjalasafni. Hér er um aö ræöa einn
merkasta og stærsta fund gamalla
íslenzkra frímerkja sem sögur fara af
og þykir frimerkjaáhugamönnum
þetta mikill fengur. A sýningunni
veröa meöal annars 10 umslög sem frí-
merkt eru meö fyrstu islenzku frí-
merkjunum, skildingamerkjunum
sem gefin voru út áriö 1873, auk bréfa
meö auramerkjum sem notuö voru hér
á landi á árunum 1876 til 1902. Eru þar
á meðal mörg bréf, einstök í sinni röö,
með frímerkjum sem áður voru óþekkt
eöa afar f ágæt á bréfum.
Á sýningunni veröa einnig mörg
erlend söfn sem fengið hafa viðurkenn-
ingar á sýningum erlendis, safn
gamalla íslenzkra póstkorta og Póst-
og símamálastofnunin mun sýna
Sýningar
gamla póstmuni. A sunnudeginum
milli klukkan 14 og 17 verður í gangi
skiptimarkaöur meöfrímerki og mynt.
Sérstakt pósthús veröur opiö á sýn-
ingunni alla dagana svo og verzlun þar
sem seld veröa umslög og sýningar-
blokk sem félagiö hefur látið gera.
-ÓEF.
Umslag úr embættisskjalasafni
landfógcta sem verður til sýnis á
afmælissýningu Félags frímerkja-
safnara um heigina.
j/
' r / «*
■" S J', Á
>
■■■pM
íii-iaii
zi
/J'a,
Staffan Larsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Chrichan Larsson munu halda tónleika í Norræna húsinu á sunnu-
daginn.
Þrír ungir hljómlistar-
menn í Norræna húsinu
* Staffan Larsson fiöuleikari,
Chrichan Larsson sellóieikari og
Anna Guöný Guðmundsdóttir píanó-
leikari halda tónleika í Norræna
húsinu á sunnudagskvöld. Þau munu
flytja verk eftir Sveinbjöm Svein-
bjömsson, Hans Eklund, Brahms
og Beethoven. Tónleikamir hefjast
klukkan 17.00.
Staffan og Chrichan Larsson eru
fæddir í Stokkhólmi og hlutu fyrstu
tónlistarmenntun sína við Tónlistar-
háskólann þar. Siöan skildu leiöir
þeirra bræðra. Chrichan hélt til
Parísar og Sviss en Staffan til
London. Kennarar Chrichans hafa
veriö G. Gröndahl, P. Boufil, R. Fla-
, chot og M. Rostropovit j. Staffan náut
leiðsagnar M. Parikian og W. Pleeth
íLondon.
Anna Guðný hefur lokiö þriggja
ára námi viö Guildhall School of
Music and Drama i London. Þar nam
|hún hjá James Gibb og Gordon
Back. Hún lauk post-graduate
diploma í kammermúsik síöasta vor.
Fyrir tónleikana munu miöar fást
viöinnganginn.
-SKJ.
Eva Werdenic-Maranda:
Gestur Langbróka
sýnir grafík og
keramik-
••
verk
Eva Werdaiic-Maranda sýnir um
þessar mundir grafík- og kera-
míkverk í Gallerí Langbrók. Eva
fæddist áriö 1950 í Hainburg viö
Dóná. Arið 1969 hóf hún myndlistar-
nám í Vín en aö námi þar loknu hélt
hún til framhaldsnáms í Póllandi.
Eva vinnur jöfnum höndum aö kera-
mik og grafík. Á sýningunni í Gallerí
Langbrók sýnir hún þó fleiri grafík-
myndir en keramikverk. Gallerí
Langbrók er opið frá klukkan 12 til
18, mánudaga tii föstudaga.
-SKJ.
Myndlist
Hér sjást nokkrir af keramikmunun-
um sem Eva Werdenic-Maranda
sýnir í Galleri Langbrók. Hún sýnir
einnig graf ikmyndir.
DV-myndir S.