Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1982, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 26. ÁGtJST 1982.
5
BORGARRAÐIALDREI VER»
SÝND ÖNNUR EINS ÓVIRDING
— segir Sigurjón Pétursson um af greiðslu borgarstjóra á samningi við verksmiðjumar við Seljaveg
fundi,” sagði Sigurjón Pétursson,
borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins,
þegar hann var inntur álits á þeirri
ákvörðun borgarstjóra að undirrita
samning viö Kolsýruhleðsluna og Eimi
við Seljaveg tveim dögum áður en
samningurinn átti að koma til umf jöll-
unarí borgarráði.
Ibúar viö Seljaveg hafa um margra
ára skeið mótmælt starfsemi þessara
efnaverksmiðja og óskað eftir því við
borgaryfirvöld að þau yrðu flutt. Lóða-
samningur fyrirtækjanna rennur út
innan skamms en þau sóttu um að fá
að halda áfram starfsemi á þessum
stað næstu 30 árin. Þegar málið kom
fyrir borgarráð á síðasta ári var
ákveðið að Kolsýruhleðslunni yrði gef-
inn kostur á að framlengja samninginn
til 10 ára en ekki var tekin afstaöa til
Eimis. Ennfremur var ákveðið að
hafnar yrðu viðræður um flutning
fyrirtækjanna.
Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í
samtali við DV aö samþykkt borgar-
ráðs í fyrra hefði verið ívilnun sem
ekki hefði verið hægt að afturkalla
bótalaust. „Eftiraðþessiraðilarhöfðu
„Borgarráði hefur aldrei verið sýnd
önnur eins óvirðing af embættismanni
á þeim tima sem ég hef setið þar
Sigurjón Pétursson: Ég efast ekki um
lagalegan rétt borgarst jóra en þetta er
siðleysi.
Bing&Grandahl:
OPNA LISTSÝN-
INGU Á KJARVALS-
STÖÐUM í DAG
Listsýning dönsku postulínsverk-
smiðjunnar Bing & Grondahl á Kjar-
valsstöðum hefst í dag klukkan 14.
Sendiherra Dana á tslandi J.A.W.
Paludan opnar sýninguna að við-
stöddum forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur.
Meðal muna á sýningunni eru af-
steypur af styttum eftir Bertel Thor-
valdssen og flísar unnar eftir fyrir-
myndum Rúnu,sem fullu nafni heitir
Sigrún Guðjónsdóttir. Á listsýning-
unni getur að líta sýnishorn frá
fyrstu árum Bing & Grondahl verk-
smiðjanna, jafnt sem nýja gripi.
Margir listmunir sem Bing & Gren-
dahl hefur nýlega hafið framleiðslu á
eru ákaflega frumlegir og ættu að
falla að smekk nútímamanna.
Listsýning Bing & Grondahl stend-
ur til mánudagskvöldsins 30. ágúst
og er opin frá kl. 14 til 22 daglega.
-SKJ.
undirritað samninginn tel ég það
embættisskyldu mína að framfylgja
ákvörðun borgarráðs og undirrita
hann líka, enda engin tillaga komið
fram í borgarráði um annað. Það sem
hefur vakað fyrir ákveönum aöilum
innan borgarráðs núna er að kanna
hvort unnt væri að afturkalla leyfi
fýrirtækisins um áframhaldandi starf-
semi þarna til 10 ára. En ég taldi
nauðsynlegt að uppfylla skyldur
borgarinnar og undirrita samninginn
og það gerði ég,” sagði Davíð Oddsson.
Davíö undirritaði samninginn á
sunnudaginn, eða tveim dögum áöur
en umræða átti að fara fram um hann í
borgarráði. „Eg tel að borgarstjóri
hafi undirritaö samninginn vegna þess
að hann hafi talið aö ekki hafi veriö
meirihluti í borgarráði fyrir stað-
festingu hans,” sagöi Sigurjón Péturs-
son. ,,Ég er ekki að efast um lagalegan
rétt hans en þetta er siðleysi. ”
Miklar umræður urðu um þetta mál
á borgarráðsfundi á þriðjudaginn og
var Albert Guðmundsson andvígur því
hvemig málið var leyst. Segir í bókun
sem hann lét gera á fundinum að skoð-
un hans sé sú að umrætt borgarhverfi
eigi að skipuleggjast sem íbúðahverfi
og hverfa eigi hið fyrsta frá skipulagi
um iðnaðarhverfi á þessumstað.
ÓEF.
2z^°Pian
•K'SÁr*™"'"""""'"'’"”
pian - g:öríA
yjorið svo vel!