Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST1982.
Sýmngar — Tonleikar — Bækur
Kvikmyndir
BING & GRONDAHL KYNNIR
FJÖLBREYTNIPOSTULÍNS
Dönsku postulínsverksmiöjurnar
Bing & Grondahl opnuöu í gær list-
sýningu aö Kjarvalsstööum. Á
sýningunni getur að líta sjaldgæfa
postulínsmuni, muni eftir íslenska
listamenn, verðmætt safn jólaplatta
og verk eftir nútímalistamenn.
Sýningin er fyrsta listsýning Bing &
Grondahl hér á landi en áöur hefur
fyrirtækið haldiö hér sölusýningar.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum
eru fáeinar styttur gerðar eftir högg-
myndum Bertels Thorvaldsen. Stytt-
umar eru úr ómáluöu og óglerhúö-
uðu biskvípostulíni, en fyrstu munim-
ir sem Bing & Grondal framleiddu
voru einmitt munir eftir Thorvald-
senafþessutagi.
Heildarsafn jólaplatta Bing &
Grondahl hefur veriö hengt upp á
vegg á Kjarvalsstööum. Athygli
vekur aö þama er að finna nokkra
platta sem hafa verið framleiddir
sérstaklega f yrir Islandsmarkaö.
Á ganginum fyrir framan Vestur-
. sal Kjarvalsstaða eru sýndir munir
sem Bing & Grondahl fjöldafram-
leiðir eftir verkum nútímalista-
manna. Margir þessara muna em
alger andstæöa bláu postulínsstytt-
anna sem fyrirtækið er þekktast
fyrir. Þessi hluti sýningarinnar ætti
því að koma þægilega á óvart. Meöal
nýjunga í framleiöslu verksmiöj-
anna eru veggflísar eftir Sigrúnu
Guðjónsdóttur, eða Rúnu.
Munirnir frá Bing & Grendahl eru
handskreyttir enn þann dag í dag og
því em engir tveir munir nákvæm-
lega' eins. Einn af skreytingamönn-
um Bing & Grondahl hefur flutt verk-
stæði sitt til Islands í tilefni af
sýningunni og þar gefst fólki tæki-
færi til aö sjá stellið Empire hand-
skreytt.
Tólf fyrirtæki keppa í boröskreyt-
ingum á Bing & Grondahl sýning-
unni. Sýningargestir geta því aflaö
sér nýrra hugmynda aö borðskreyt-
ingum.
Á meöan Bing & Grondahl sýningin
stendur em fáanlegir pappadiskar
til aö nota í samkeppni um bestu
diskaskreytinguna. Diskamir fást
hjá öllum umboösmönnum Bing &
Grondahl og hver búð veitir styttu í
fyrstu, önnur og þriöju verðlaun.
Bing & Grondahl sýningin stendur
aöeins í fimm daga og henni lýkur
næstkomandi mánudagskvöld.
Sýningin er opin alla dagana frá
klukkan 14 til 22.
-SKJ.
Viltu skoða Þórsmörk eða
ganga með Hengladalsá?
Fjölbreytnin í listmunum frá Bing & Grendahl er mikil. Hér sést sýnishorn af
hvítum styttum sem sýndar era á Kjarvalsstöðum.
DV-mynd Þó. G.
Heimsfræg
andlit í Lista-
safni alþýðu
Verk franska ljósmyndarans
Denise Colomb em nú til sýnis í
Listasafni alþýðu. Áriö 1948 hófst
ljósmyndaferill Colomb og í fyrstu
tók hún aðeins fjölskyldumyndir
jafnframt því sem hún æföi sig í
myrkraherberginu. Þannig kynntist
hún möguleikum t jáningarmiðilsins.
Nokkmm árum seinna sá skáldið
Antonin Artaud myndir Denise og
sat fyrir hjá henni. Kynni hennar af
skáldinu uröu afdrifarík því eftir aö
hún myndaði þaö hóf hún aö ljós-
mynda ýmsa heimsþekkta lista-
menn.
I ljósmyndum sínum af listamönn-
; um reynir Denise Colomb aö höndla
„falinn sannleika” sem er í senn
, listamaöurínn og verk hans. I
formála að sýningarskrá fyrir
I sýningu Colomb er vitnað til um-
jmæla hennar um iistgreinina ljós-
; myndun: „Því eins oghún segir sjálf
þá er túlkun og tjáning ljósmynd-
arans ekki „uppfinning í eiginlegri
merkingu heldur umfram allt ákveö-
iö val, sem getur allt eins verið
leif tursýn augnabliksins.”
A sýningunni í Listasafni alþýðu
getur aö líta ljósmyndir af mörgum
heimsfrægum manninum. Meðal
þeirra má nefna: Chagall, Braque,
Miro, Lansky, Le Corbusier,
Picasso, Max Ernst og þannig mætti
lengitelja.
Sýningin í Listasafni alþýðu er
: opin frá klukkan 14 til 22, en henni
1 lýkur nú á sunnudagskvöld.
-SKJ
Aðalferð Utivistar um helgina
verður á Sprengisand. Lokiö veröur
við gerð Hallgrímsvörðu. Byrjað var
á henni í fyrra. Hún er reist til
heiöurs Haligrími Jónassyni, kenn-
ara og rithöfundi.
Hin helgarferð Utivistar er í Þórs-
mörk. Þar verður gist í skála félags-
ins í Básum. Lagt verður af stað í
báöar ferðirnar frá Umferðarmið-
stööinni klukkan 20 á föstudags-
kvöld.
Á sunnudaginn verða tvær ferðir á
vegum Útivistar. Klukkan 8 verður
lagt af stað í Þórsmörk. I Hvalfjörð
verður fariö klukkan 13. Þar verður
gengið á Þyril. I dagsferðimar
, klukkan 13. Lagt verður af stað frá irnar og er heimkomutími um kvöld-
Umferðarmiðstöðinni í allar ferð- matarleytiðásunnudag. -GSG.
, verður einnig lagt af stað frá
Umferðaimiðstööinni.
Heimkomutími hjá Utivist er um
kvöldmatarleytiö á sunnudag úr
öilum ferðunum.
Ferðafélag Islands fer í fjórar
helgarferðir klukkan 20 á föstudags-
kvöld. Farið veröur í Þórsmörk.
' Einnig verður ferð í Landmanna-
; laugar og Eldgjá. Þriðja ferð Ferða-
; félagsins er Fjallabaksleið syðri að
Álftavatni. Að lokum verður fjórða
‘ helgarferðin á Hveravelli, með við-
komu í Hvítárnesi. Er þetta síðasta
ferð sumarsins á þessar slóðir.
Á sunnudaginn verða tvær dags-
i férðir á vegum Ferðafélagsins. Sú
; fyrri er í Brúarskörð og Rauðafeli.
Lagt verður af stað klukkan 9. I
seinni ferðinni veröur gengið með-
fram Hengladalaá og hefst sú
Denise Colomb tók þessa mynd af fransk-ungverska myndiistarmanninum
Vasarely árið 1967.
Ferðalög