Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982.
Menning
Menning
Menning
Menning
1972-1982
Septembersýningin 1982 kom eins og
venjulega en staldraði aðeins Ör-
skamma stund ao Kjarvalsstöðum.
Myndirnar héngu uppi í rúma viku og
er það alltof stuttur tími fyrir svo yfir-
gripsmikla og f jölbreytilega sýningu.
Byltingarmenn?
Einu sinni byltingarmenn, nú viður-
kenndir listmálarar, halda september-
mennirnir sína árlegu samsýningu til
að kynna listunnendum afrakstur
vinnunnar.
Þegar rætt er um septemberhópinn
(eina reglulega listhópinn sem safnast
utan um ákveðna hugmynd?) klingir í
hugum margra: abstrakt, abstrakt!!
Jú, þetta eru nokkrir af þeim lista-
mönnum sem fyrstir kynntu abstrakt-
listina hér á landi í lok 5. áratugarins.
En hvernig stendur abstraktið í dag?
Við getum sagt að septemberhópurinn
sé einskonar „mælikvarði" á íslenska
abstraktlist. Og hér á sýningunni
kemur greinilega fram að hluti þessar-
ar kynslóðar hefur snúið sér meir og
meir að raunveruleikanum. Myndirn-
ar hér á sýningunni eftir Jóhannes
Jóhannesson sýna glögglega þessa
breytingu sem raunar hefur verið að
gerjast hjá listamanninum á síðast-
liðnum árum. Jóhannes hefur mikið
unnið með hálf-lífræn form og nú
undirstrikar hann þessa náttúruskír-
skotun meö þvi að setja inn áberandi
sjóndeildarhring sem gef ur þessum líf-
rænu formum ákveðnari og skýrari
skyntengsl — svo sem laufblöö eða
fuglar. En á sama hátt eru tengslin
milli umhverfisins og formanna, milli
forgrunnsins og bakgrunnsins fremur
óskýr, þar sem formunum virðist nán-
ast stillt upp í rýminu. Maður setur því
ósjálfrátt spurningarmerki við þessar
myndir sem vitna þó um athyglisvero-
ar breytingar í málverki listamanns-
ins. Myndin Stormur eftir Jóhannes er
eflaust heillegasta og besta úrlausnin
af þessum landsiags-a bstr aktionum.
Kristián Davíðsson
Minni breytingar koma fram í mynd-
verkum Kristjáns Davíðssonar, sem
sýnir hér ærslafullar og kraftmiklar
expression abstraktionir sem vísa þó
(eins og reyndaráður!) beintí ákveðin
náttúrufyrirbrigði. En þessi náttúru-
upplifun í verkum listamannsins er þó
frekar afleiðing en forsenda að list-
sköpun hans. Hér grundvallast mál-
verkið á samhljómun lita og óendan-
legri hreyfingu, sem listamaðurinn
gefur ákveðið streymi á myndfletin-
um. En þar sem verk listamannsins
eru túlkunarlega séð opin og óráðin er
eðlílegt að áhorfandinn lesi út úr þeim
(þ.e. út úr þessu streymi) samsvar-
andi form/hreyfingu sem hann getur
fundið i islenskri náttúru eins og t.d.
flæðarmál og hraun. Myndin „Rauða-
sandsrima III" er mögnuð „synthesa"
á expressionískri list hugmynd og
næmri náttúruskirskotun.
Valtýr
Valtýr Pétursson er þó greinilega
figuratifasti septembermaðurinn.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í
myndverki listamannsins, sem yfirgaf
abstraktið og málaði um tíma óráðið
landslag. En á síðastliðnum árum hafa
áhorfendur mátt greina nákvæmari og
skýrari vinnubrögð hjá listamanninum
sem lagt hefur áherslu á aö umbreyta
okkar hversdagslega umhverfi í nán-
ast geometrískar uppstillingar. Og þó
svo við getum f undið ákveðna hvata að
þessari myndgerð listamannsins segir
hún okkur fyrst og fremst að Valtýr
notar geometríska stilf ræði — sitt upp-
haflega myndmál — til að þýða og lýsa
nærtækum veruleika. Og ennfremur að
þrátt fyrir hversdagsleg myndefni þá
eru þetta myndir sem byggjast á rök-
réttri innri samsetningu þar sem raðað
er upp möguleikum og samspili
geometríska eininga. Myndin Uppstill-
ing er ágætt dæmi um hvernig lista-
maðurinn einfaldar hversdagslegt um-
hverfi í geometrískan formheim. Það
verður því fróðlegt að sjá hvort lista-
maöurinn nálgist abstraktionina enn
frekar og hvort hans fígúratífa reynsla
eigi eftir að gefa honum endurnýjað
sjónarhorn á hugtakiö abstraktion.
Abstrakt listmálari
Guðmunda Andrédóttir er abstrakt-
málari, sem markað hefur sér nokkuð
þröngt svið þar sem hún hefur leitað og
gert athyglisverðar rannsóknir á rými,
línu og nokkrum formgerðum. Síðast-
liðinár hafa málverk hennar einkennst
af hreyfi- og flatarmöguleikum hring-
formsins, sem átti eftir að ala af sér
bylgjuformin, sem í senn voru lifandi
en þó ávallt bundin á myndflötinn. Við
finnum enn þessar rannsóknir hjá
listakonunni, en auk þess hafa komið
inn í myndverk hennar, eins og t.d.
Rökkur nýir rythmar, línur með öra
hreyfingu sem endurtekin er yfir
myndflötinn. Þessi „línurit" gefa
myndverki Guðmundu dýnamískara
yfirbragð, sem skemmtilegt verður að
fylgjast með í hinni nákvæmu úr-
vinnslu listakonunnar.
Þorvaldur
Skúlason
Þorvaldur Skúlason kemur enn einu
sinni fram með endurnýjaðar og heil-
steyptar myndir. Hann hef ur fjarlægst
hin hvössu flugform sem liðu gjarnan
yf ir djúpt myndrýmið. Hann vinnur nú
með myndbyggingu utan um einn eða
fleiri kjarna. Það er sem formhreyfing
fyrri mynda listamannsins hafi verið
u
n
b
TH
f
b
K
v
li
u
lí
S
ei
n
a
0
Þ
ú:
ir
li
Rökkur "82 aftír Guðmundu Andrósdóttur. hlýir rythmar eru komnir inn i myndverk listakonunnar sem
fengið hafa dýnamiskara yfirbragö.
Rauðasandsrima '82 eftír Kristján Davíðsson. Hér grundvallast málverkið á samhljómun   lita   og  óendanlegri
hreyfingu  sem  listamaðurinn gefur  ákveðið streymi.
Málverk "82 eftír Þorvald Skúlason. Það er sem formhreyfíng fyni mynda
listamannsins hafi verið heisluð é myndfletinum sem nú elur af sér magn-
aða spennu milli hringforma og boglína.
beisluð á myndfletinum. En við þaö
skapast ákveðin spenna milli hring-
formanna eða milli hringformanna og
boglínanna sem umleika þau. Þessi
spenna er síöan mögnuö með því að
„lýsa upp" litinn umhverfis línur og
form. Þannig framkallast viss „víbra-
tion" sem þó er ávaflt hugvitsamlega
beisluð. Þessi sería gaf áhorfendum
gott tækifæri til að kynnast fjölda
úrlausna á einni formhugmynd.
KariKvaran
Karl Kvaran sýndi f jögur stór mál-
verk og sýndu þrjú þeirra okkur
athyglisverðar breytingar hjá lista-
manninum. Karl sem ávallt hefur
unnið með skýrt afmörkuð form og
afgerandi litaandstæður, vill nú gefa
litnum nýjar sjónrænar víddir. Þetta
gerir hann með því að grisj'a yfirborö
myndarinnar með hvitum lit, sem um
leið hleypir i gegn hógværum lit-
brigðum. Teikningin sem hefur ávallt
verið allsráðandi í myndverki lista-
mannsins hefur dregist inn í hvítt
heildarf ormið sem dreift er yf ir mynd-
flötinn. En þessi verk eru langt frá því
að vera einlitamyndir því listamaður-
Stormur '82 eftir Jóhannas Jáhannesson. Ustamaðurinn hefur mikið unnið
hálf-lifræn form en undlrstrtkar nú þessa náttúruupplifun mað fíariægum
sjóndeildarhring.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36