Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						27022
AUGLYSINGAR
SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIOSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611
RITSTJORN
SÍÐUMÚLA 12—14
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983.
Fjölmiðlakönnun kynntígær:
DV RYFUR EINOKUN
MORGUNBLAÐSINS
DV er aö rjúfa einokunaraöstöðu
Morgunblaösins á íslenskum dag-
blaöamarkaöi. Þetta kemur fram í
fjölmiölakönnun Sambands íslenskra
auglýsingastofa, en könnunin var
kynnt á blaöamannafundi í gær.
Hagvangur hf. vann könnunina sam-
kvæmt tvö þúsund manna úrtaki úr
þjóöskrá. Könnunin sýnir aö nú mun-
ar litlu á þessum tveimur stóru
keppinautum á blaöamarkaönum.
Samkvæmt könnuninni er Morgun-
blaöiö lesiö af 69,83% þjóöarinnar en
DV af 64,17% þjóðarinnar. Svipað
giidir um helgarútgáfur þessara
tveggja blaða. 73,71% þjóðarinnar
lesa helgarútgáfu Morgunblaðsins
en 68,36% helgarblaö DV. Önnur blöð
erulangtaðbaki.
Flestir þeirra sem eru á aldursbil-
inu 20—34 ára lesa DV eða 64,77%.
Næstflestir á þessu aldursbili lesa
Morgunblaðiö. Þetta er sá hópur sem
er aö stofna eða hefur nýlega stofnað
sitt heimili. Morgunblaðið hefur aft-
ur á móti vinninginn meöal þeirra
sem eru komnir yfir fimmtugt, en
DV fylgir þar næst á eftir.
DV er langmest lesið allra blaða
meðal fólks í sjávarútvegi. Svipaður
fjöldi fólks í iönaði les DV og
Morgunblaðið. Flestir í opinberri
þjónustu lesa Morgunblaðið, en DV
kemur næst. I landbúnaði lesa flestir
Tímann en DV fylgir á eftir.
DV er mest lesið blaða í kaupstöð-
um landsins. Morgunblaöiö fylgir
þar á eftir. Á höfuðborgarsvæðinu er
Morgunblaðiö mest lesið en DV fylg-
ir á eftir. I dreifbýli er Tíminn mest
lesinn en DV kemur þar á eftir.
-JH
Könnunin
skýrðábls.4.
er    nanar
Ottó Ólafsson hjá Gylmi, Krístín
Þorkelsdóttir hjá Auglýsingastofu
Kristinar og Gunnar Steinn Páls-
son hjá Auglýsingaþjónustunni
glugga hór i skýrsluna og leita
svara við spurningum blaða-
manna.
DV-mynd: GVA
SENDIRAÐSBILAR
VORU STÖÐVAÐIR
Dýpkunarskipið Grettir:
Sökk út af
Garðskaga
Bandarisk sendiráösbifreið var, að
tilmælum lögreglunnar á Keflavíkur-
flugvelli, stöðvuð við Arnarneshæðina
af Kópavogslögreglunni um klukkan
þrjú í gærdag.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Keflavíkurflugvelli var verið
að kanna hvort viðkomandi sendiráðs-
starfsmenn hefðu heimild frá
yfirmönnum sendiráðsins til kaupa á
tollf rjálsum varningi á Keflavíkurflug-
velli. En slík heimild er nauðsynleg.
I ljós kom að sendiráðsstarfsmenn-
irnir voru ekki með slíka heimild þrátt
fyrir að þeir hefðu keypt vörur á Kefla-
víkurflugvelli og verið heimilað að
f ara í gegnum liliðið.
1  framhaldi af þessu  voru  tvær
bandariskar sendiráösbifreiðir stöðv-
aðar síöar í gær í hliðinu og sendiráðs-
starfsmenn   beðnir   um   heimildina.
Einnig þeir höfðu hana ekki.
Itrekað var við sendiráðsstarfs-
mennina að þeir yrðu að hafa þessa
heimild og í framhaldi af því var þeim
leyft að fara ferða sinna.
-JGH
Dýpkunarskipið Grettir sökk um
fimmtán sjómíliir norður af Garð-
skaga um klukkan þrjú i gærdag.
Varðskipið var með Gretti ásamt
prammaítogi og varveriðaðdraga
sMpíð f rá Hafnarfirði tii H úsa viku r.
Lagt var af stað frá Hafnarfirði
um klukkan fimm i fyrradag. Þegar
skipta voru stödd um 25 sjómílur
norðvestur af Garðskaga, um klukk-
an fliam í gærmorgun, slitnaði taug-
ta á milli prammans og Grettis.
Stuttu siðar tók Grettir að hallast og
hvolfdisíðan.
Var hann dreginn þannig þar til
skipin voru stödd 15 sjómílur norður
af Garöskaga klukkan þrjú í gærdag
aðGrettirsókk.
Grettir kom ttl landsins árið 1977
er hann leysti gamla Gretti af hólmi.
Að sögn Aðalsteins Júlíussonar
vita- og hafnamálastjóra var Grettir
aðfullutryggður.
-JGH
Kapalkerfi fái leyfí
— þingmenn úr þremur f lokkum leggja slíkt til
„Alþingi skorar á ríkisstjórnina að
beita sér fyrir að þau fjölmörgu
kapalkerfi, sem nú eru starfandi
víðsvegar um landiö, fái leyfi til
áframhaldandi starfsemi í samræmi
við túlkun gildandi laga."
Þannig hefst þingsályktunartil-
laga sem Albert Guðmundsson og
fleiri þingmenn hyggjast leggja
fram.
Síðar í tillögunni stendur: „Ríkis-
stjórnta skipi jafnframt nefnd fimm
manna sem hafi eftirlit með starf-
semi kapalstööva, þar til önnur skip-
an er ákveðin með lögum.''
Á meðal þeirra sem skrifað hafa
undir tillöguna (sem flutningsmenn,
auk Alberts, eru Halldór Blöndal,
Pétur Sigurðsson, Friörik Sophus-
son, Guðmundur G. Þórarinsson og
Karl Stetaar Guönason.
-JGH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40