Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 55. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983.
Spurningin
Hef urðu f ylgst með
HM-keppninni
í handknattleik?
Ester Axelsdóttir húsraóðir: Já, ég hef I
fylgst meö henni. Þeir hafa nú veriö
dálítið slappir, Islendingar, og heföu:
mátt standa sig betur.
.^rr
Þ6rir Þorleifsson, gerir ckkert sem
stendur: Nei, þaö hef ég ekki gert. Ég
er lítill áhugamaður um íþróttir.
Agnar H. Jóhannesson, starfsmaður
Hagkaups: Já, mér finnst landsliðið
haf a staðið sig vel.
Hrefna Ásgeirsdóttir nemi: Nei, ekki
neitt, hef ekki áhuga á þvi.
ögmundur Friðfimisson, starfsmaður
hjá Sveini Egilssyni: Nei, elskan mín
góða, ég er orðinn allt of gamall fyrir
íþróttir.
Erla Sveinsdóttir flugfreyja: Nei, ekki
að öðru leyti en því hvort Islendingar j
vinna eða ekki.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
i
Keppnín fer fram á merktum leiðum sem að Islendingar sjálfír keyra nú I tíma og ótíma, "'segir0927-1880meðalannars.
BANN
VIÐ RALL-
KEPPNI:
Reynt að höfda til
þjóöernisrembings
0927-1880 hringdi:
Áskorun tU dómsmálaráðherra.
Það er stórfurðulegt hvernig sumum
mönnum tekst að stöðva einstök mál
með því að höfða til þjóðerniskenndar
manna þó svo að það sé í engu rökréttu
samhengi við raunveruleikann.
Sumir menn reyna með þessu að
vekja upp einhvern þjóðernisrembing
hjá aimenningi ef það mætti verða til
þess að stöðva hin einstöku mál. Svo
er nú háttaö h já þeim sem eru að reyna
að koma í veg fyrir að rallkeppnin
verði haldin hér í sumar. Þaö eru engin
atriði sem mæla á móti þessari keppni
sem ekki er hægt að leysa. Keppnin fer
fram á merktum leiðum sem Islend-
ingar sjálfir keyra nú í tíma og ótíma
án þess aö athugasemdir séu gerðar.
En þegar nokkrir útlendingar koma þá
ætlar allt aö verða vitlaust.
Það eru hins vegar mörg atriði sem
mæla með þessari keppni, svo sem
beinar gjaldeyristekjur strax í sumar,
auglýsing landsins á erlendum vett-
vangi, sem ekki virðist af veita, sem
stuðla að auknum feröamannastraumi
á næstu árum og aukin sala á íslensk-
um afurðum erlendis sem þó vegur
kannski þyngst. AUt þetta eru verð-
mæti upp á hundruð mUljóna króna
sem síðar munu skila sér í auknum
kaupmætti launafólks.
Við ættum kannski að einangra okk-
ur  algerlega   frá   umheiminum,  til
dæmis að hætta að skipta við erlendar
þjóöir, borða allan okkar fisk sjálfir
o.s.frv.
Það yrðu bágborin lifskjör
okkar landsmanna þá, en það er
kannski ætlunin að komast smám sam-
an niður á steinaldarstigið aftur. Það
er mál til komið að menn fari að snúa
við blaðinu. Ég lýsi yfir fyilsta stuðn-
ingi við Omar Ragnarsson í þessu raU-
máU og skora á dómsmálaráðherra að
gefa leyfi fyrir þessu.
Vistheímíli aldraðra of hlaðin:
Er ekki hægt að gera þjóöarátak?
— gamla fólkid getur ekki barist sjálft
2088-2727 skrifar:
Nú er ár aldraðra liðið. Mikiö hefur
verið talað og gert í sambandi við það.
En hefur verið gert nóg, er hægt að
gerameira?
Hvað er t.d. hægt að gera fyrir
vesalings gömlu mömmu mína sem
komin er yfir nírætt ?
Hún hefur ekki gert annað af sér en
að verða svo gömul og veik að hún þarf
hjúkrun aUan sólarhringinn. Hún er
búin að vera heima í mörg ár og með
hjálp aðstandenda hefur það verið
hægt.
Nú er svo komið að heimUisfólkið
getur ekki meira vegna veikinda og
annarra ástæðna.
En hvar er staöur fyrir gömlu kon-
una í þjóðfélaginu, hún hefur alllaf
borgað sína skatta og skyldur, skuldar
engumneitt?
Það er búið að leita tU eUiheimUanna
og það elskulega fólk sem þar vinnur
er allt af vilja gert til að hjáipa, en það
er ekkert pláss. Þar er aUt yfirfuUt og
sums staðar starfsfóikiö ofhlaðið störf-
um vegna þrengsla.
Ef haft er samband við eUUieimUi,
hjúkrunarheimUi, heimahjúkrun,
heimUishjálp og félagsfræðinga þá
kernur þeim saman um að það sé
neyðarástand í bænum vegna þessa
gamla vefka fólks, sem versnar dag
frá degi.
Það er ekki nóg að tala um þetta, það
verður að gera eitthvað.
Þarf ekki átak eins og krabbameins-
söfnunina í haust og svo núna söfnun-
ina gegn áfengisvandanum?
Eða er það virkilega þannig hér á Is-
landi að það sé ekki sama hvaða sjúk-
dóm fólkiö hefur? Sá sem er gamaU og
veikur nýtur ekki sömu mannréttinda
og aðrir sem veikir eru.
Gamla f ólkio getur ekki barist sjálft,
því þaö er orðið of lasið og farlama.
Það er heldur ekki vant að gera kröfur
til annarra heldur en sjálf s síns.
Aöstandendur gamla fólksins geta
ekki barist nema takmarkað því þeini
finnst þeir vera að svíkja gamla fólkið
og það líti þannig út að þeir vUji losna
við það, og er því of t misskUið.
En það veit enginn fyrr en reynir
hvað það er að hjúkra gömlu fólki daga
og nætur. Það er 168 tíma vinna á viku,
ef engin hjálp fæst. Mesta hjálp frá
bæjarf élaginu eru 8 tímar á dag 5 daga
í viku, þaö er 40 tímar, þá eru eftir 128
timar sem oftast sama manneskjan
verður að leggja á sig, það er ÖU kvöld,
aUar helgar og sjö nætur í hverri viku.
Þetta er fyrir utan venjuleg heimilis-
störf, vinnu utan heimUis og auðvitað
er ekkert eftir sem heitir persónulegt
líf eða frelsi.
Það eru til lög um vinnuvernd og
svona vinnu er ekki hægt að ætlast tU
af neinum, því það er ekki mannlegt að
framkvæma þetta og er til að eyði-
leggja hverja manneskju.
Það vUja aUir verða gamUr, en eng-
inn vUl verða sjúkur og hjálparvana og
þurfa að leita á náðir annarra með allt.
Á síðustu árum er búið að gera ótrú-
lega mikið fyrir gamalt fólk, og það
fólk sem unnið hefur að þeim málum á
sérstakan heiður skUið fyrir óeigin-
gjörn og skilningsrík störf. Það sem
vantar mest núna er h júkrunaraöstaöa
fyrir sjúkt, gamalt fólk.
Hvað er hægt að gera ?
„Á siðustu árum er búið að gera ótrúlega mikið fyrir gamalt fólk. og það
fólk sem unnið hefur að þeim málum á sórstakan heiður skilið fyrír óeigin-
gjörn og skilningsrík störf. Það sem vantar mest núna er hjúkrunaraðstaða
fyrir sjúkt, gamalt fólk," segir 2088-2727 meðal annars í bréfí sinu.
Er hægt að leysa þennan vanda með
því að setja upp bráðabirgðahús eins
og gert hefur verið við suma skóla, þar
sem nemendaf jöldinn er of mikill? Þar.
þyrftu ekki að vera dýrustu sjúkra-
rúm, eins og eru t.d. á gjörgæslu eða
þar sem fólk er mikið veikt. Mamma
mín hefur í mörg ár leigt sjúkrarúm
frá Rauða krossinum, þaö er einíalt og
sterkt og hefur dugað vel.
Þessir dýru spítalar sem búið er að
byggja og er verið að byggja  leysa
ekki aUan þennan vanda, þó þeir leysi
mikil vandamál, því þeir eru strax
orðnir yfirfulUr áður en þeir eru
opnaðir.
I næstum hverri einustu fjölskyldu
er gamalt fólk og fyrir flestum liggur
það fyrir að verða gamaU.
Við getum litið í eigin barm og hugs-
að hvað bíður ömmu og afa, mömmu
og pabba eða okkar sjálfra þegar á
hjálpþarfaðhalda.
Þetta er mál aUrar þjóðarinnar, ekki
baramitt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48