Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983.
í tengslum við söfnunina:
SÁÁ heldur
sex kynn-
ingarfundi
—á fjórða þúsund gjaf abréf hafa boríst
SÁÁ gangast á morgun fyrir kynn-
ingarfundum víöa um land i tengslum
viö söfnun samtakanna semnú stendur
yfir. Fundir veröa klukkan 15 á eftir-
töldum stóöum: Fjölbrautaskóianum í
Keflavík, Heppuskóla Höfn í Horna-
firöi, fundarsal Mjólkurfélags Borg-
firöinga í Borgarnesi, Tryggvaskála
Selfossi og Félagsheimili Patreks-
fjarðar. Klukkan 17 er svo fundur í
FestiíGrindavík.
Kynnt veröur starfsemi SÁÁ vítt og
breitt og ennfremur landssöfnuninn.
Aö sðgn Valdimars Jóhannessonar,
sem stjórnar söfnun SÁÁ, hefur hún
gengið mjög vel og hafa á fjórða þús-
und bréf borist. Einkum hafa heimtur
verið góðar utan af landi. Valdimar
sagði að fólk væri hvatt til að gera góö
skil því aö það væri mikil vinna að
vinna úr sendingunum og koma þeim í
banka. Yfirleitt sagði hann fólk bregð-
ast vel við, meö fáeinum undantekn-
ingum.
Valdimar var spuröur hvað hæft
væri í því aö aðgangsharka væri meiri
en góðu hófi gegndi, einkum í sam-
bandi við símhringingar. Bar hann það
algerlega til baka og sagði hér aöeins á
ferð neikvæðar raddir. „Það er
kurteislega farið að þessu og eingöngu
notaðir simar hjá Frjáísu framtaki.
Það eina sem verið er að gera er aö
Veðurtil
útivistar
Veður ætti ekki að spilla útivist
landsmanna um helgina. Samkvæmt
spá Veðurstofunnar verður hæg aust-
an- eða norðaustanátt ríkjandi. Frost-
laust verður víðast hvar. Ekki ætti þó
að spilla að klæða sig í regnfatnað því
að sunnanlands má búast við smárign-
ingu með köflum en slydduéljum um
norðanvert landið.                   -KMU.
hvetja fólk til að senda bréfin sem
fyrst inn til að auðvelda úrvinnslu,"
sagði Valdimar.
Kynningarfundirnir, sem haldnir
eru á sunnudag, eru byrjunin á 30
funda röð sem verður á næstunni. Að
sögn Valdimars hafa fundir af þessu
tági verið mjög vel sóttir, fólk væri
áhugasamt og lengdust fundirnir oft
vegna fjölda spurninga sem gestir
hefðu f ram að bera.
-PA
Slökkviliöið i Reykjavik var með æfingu á svæði sinu rétt hjá Nauhólsvik eftir hádegið igær. Var verið að
æfa að slökkva í oliubruna. Kveiktu þeir i oliu og myndaðist við það kolsvartur reykjarmökkur. Um tima
varð að hætta æfingunni þar sem Fokkervél var að koma inn til lendingar og lagði mökkinn yfir flug-
brautina sem hún ætlaði að lenda á. Æfingunni var siðan haldið áfram og viðkomandi flugbraut ekki not-
uð meira á meðan á æfingunni stóð.
JGH/DV-myndS.
Kvöldvorrósarolía
allra meina bót?
Stórfrétt Dagblaösins/Vísis fimmtu-
daginn 10. mars var að í ákveðnum
búðum í Reykjavík fengist efni sem
kallast kvöldvorrósarolia sem „hefur
verið notað til að bæta eða lækna m.a.
gigt, liðagigt, háan blóðþrýstirig, of
hátt kólesteról í blóði, kransæðasjúk-
dóma, blóðtappa í æðum, margs konar
taugaveiklun, geðveiki (þ.á m. geð-
klofasýki), heila- og mænusigg, psori-
asis, exem, ýmiss konar ofnæmis-
sjúkdóma, augnþurrk, offitu, drykkju-
sýki, timburmenn og margt fleira. Auk
þess er nú verið að reyna kvöldvor-
rósarolíu við mörgum fleiri sjúkdóm-
um, þ.á m. parkinsonsveiki."
Stór fyrirsögn er á forsíðu og þar
segir m.a. að fólk læknist af krabba-
meini við notkun olíunnar og inni í
blaðinu er meira en blaösíöa til að upp-
lýsa ágæti þessa efnis.
Hver  er tilgangurinn með svona
blaðamennsku? Að vekja athygli á DV
og selja blaöiö? Auglýsing fyrir þá sem
selja umrædda vöru? (NB. Munið að
kaupa zink-töflur, þær kosta aðeins kr.
75,10 pr 100 st.) Eða er þekkingarstig
þeirra manna sem standa að útgáfu
Dagblaðsins/Vísis slíkt að þeir raun-
verulega trúiþessusjálfir?
Að vekja upp falskar vonir hjá fólki
sem haldið er alvarlegum og jafnvel
banvænum sjúkdómum er illa gert og
getur valdið svo miklum skaða aö ekki
er hægt að ætla að blaðamennirnir geri
þaðviljandi.
Prostaglandin er hópur efna sem
gegna stjórnunarhlutverki í líkaman-
um. Líkaminn myndar þessi efni úr
fjölómettuöum fitusýrum og gerir það
eftir þörfum og, eins og segir réttilega
í DV, þá hafa verið leiddar líkur aö því
að sumir sjúkdómar stafi af misvægi í
framleiðslu þessara efna og að e.t.v.
megi hafa áhrif á gang þeirra með því
að breyta framleiðslu viökomandi
prostaglandins. Hér er um að ræða
mjög f lókið stjórnunarkerf i, sem menn
raunar þekkja lítið, en þekkingin hefur
þó farið vaxandi á undanförnum árum
og vonir standa til að hana megi nota
innan fárra ára til að hjálpa í vissum
sjúkdómum. Enn er þó langt í land.
Það sem Dagblaðið/Vísir raunar
heldur fram er að allir ofantaldir sjúk-
dómar stafi af því að þaö skorti
gammalinoleicsýrur (sem er virka
efnið í kvöldvorrósarolíunni að sögn
blaðsins) og þá megi lækna einfaldlega
með því að taka inn viðkomandi efni og
af fréttinni má ætla að því meira sem
inn er tekið því betra.
Hiö sanna er að það hefur aldrei
veriö sýnt fram á að nokkur sjúkdóm-
ur stafi af skorti á gammalinoleicsýru
og þess vegna eru litlar likur á því að
aukin inntaka hafi áhrif til lækninga.
Líkaminn er mjög flókinn og í honum
eru þúsundir stjórnunarefna sem hann
myndar eftir þörfum, þótt stundum
bregði út af. En til að geta bætt úr því
verður að þekkja bilunina (ástæðu
sjúkdómsins) og vita hvernig hægt er
aö beina starfseminni aftur inn á rétta
braut. En aðeins í því tilfelli, þegar um
skortsjúkdóm er að ræða, t.d. vítamín-
skort, batna sjúkdómar við inntöku
viðkomandi efnis. Að gera því skóna aö
eitt ákveöiö efni lækni nær alla sjúk-
dóma er álíka og að halda því f ram að
gera megi við allar bilanir á bíl með
því að hella á hann smurolíu, og því
meiri olíu sem hellt er á bilinn því
beturgangihann.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson
læknir.
NÝR VÖRULISTI
860blaösíöna glæsilegur
vor- ogsumarlisti!
I þessum vandaða pöntunarlista frá Grattan Internatíonal er
aö finna á 860 blaðsíöum næstum allt sem hugurinn girnist, og
margt á frábæru verði.
HRAÐPÖNTUNARÞJÖNUSTA: Afgreiöslufrestur pantana er
aðeins 3 vikur.
* Glœsilegur tískufatndður * barnafatnaður * dömu- og herra-
fatnadur * skór * búsáhöld * vefnaðarvörur * sportvörur * hús-
gögn, heimilistœki, * úr, klukkur og skartgripir * hljóm-
flutningstœki og hljóðfœri * teppi og dúkar * tjöld, viðlegubún-
aður, garðáhöld og margt, margt fleira.
íkllar vörur á einumstad og á gódu verði!
"K7
Pantanasími 43766
KötlufellsmorðiS
íHæstarétti:
Reyndi að
byria
manni
sínum
eitur
Mál ákæruvaldsins gegn Björgu
Benjamínsdóttur var flutt f yrir Hæsta-
rétti síðastliðinn þriðjudag. Búast má
við dómi í næstu viku.
Björg var í undirrétti dæmd í 16 ára
fangelsi fyrir að hafa orðið eiginmanni
sínum að bana með því að hella yfir
hann bensíni, þar sem hann lá sofandi í
rúmi sínu, og kveikja í. Gerðist þetta i
íbúð að Kötlufelli 11 í janúarmánuði
áriðl981.
Við yfirheyrslur hefur Björg játað aö
hafa lengi hugsað um að fyrirfara
manni sínum. Hún haf i talið þetta einu
leiðina til að losna úr hjónabandinu.
Hún hefur ennfremur viðurkennt að
hafa áður reynt að bana manni sinum,
sumarið 1980, er hún blandaði aceton-
efniivínglashans.
-KMU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40