Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983.
Sælkerinn
Sælkerinn
Sælkerinn
Sælkerinn
KJOTKAUPMENN - HVERS VEGNA
ERUÐ ÞIÐ Aö EYÐIIÆGG J A K JÖT?
Mörgum  finnst  þetta  eflaust
furðuleg     spurning.     Hvaöa
kaupmaöur ætti aö hafa hag af því aö
eyðileggja þá vöru sem hann er að
selja? I flestum kjötbúðum má sjá
fallegar þunnar kjötsneiðar. Fljótt á
litið eru þessar kjötsneiðar freist-
andi og skiljanlegt að þær seljist vel
því í raun er ekkert annað að gera en
að krydda kjötið og fleygja því á
pönnuna. En ef betur er að gáð þá
eru þessar kjötsneiðar skornar niður
og þeim svo rennt í gegnum einhvers
konar vél sem pressar kjötið þegar
þaö fer í gegnum einhverja valsa.
Þetta er hrein skemmdarverkastarf-
semi, því kjötið veröur mun verra
viö þessa meðferö. Að vísu verður
slæmt kjöt „fallegra" eftir þessa
meðferð en það verður ekki betra á
bragðið, það veröur verra ef eitthvað
er. Það sem gerist er að í raun er
hluti kjötsafans pressaður út úr því
með þessari meðferð, kjötið er
marið, þannig að á meöan kjötiö
liggur í afgreiösluborðinu rennur
safinn úr því og ef einhver safi er
eftir í kjötinu þegar því er pakkað
Það er nóg að banka kjötið rétt áður en það er matreitt.
inn fer hann í umbúöirnar. Þegar svo
er búið að matreiða — grilla eða
glóða þetta kjöt — þá er það þurrt,
seigt og um fram allt bragðlaust.
Þaö á ekki að þurfa aö berja eða
merja gott kjöt. Það á að klappa
kryddið inn í það með flötum lófan-
um eöa með flötu hnifsblaði. Einnig
er hægt að þynna kjötiö með því að
slá þaö ótt og títt með þungum hníf
en höggin verða að vera létt og það á
að gerast rétt fyrir matreiðslu á því.
Kjöt með miklum sinum á ekki aö
steikja í sneiðum eða nota í snitsel,
það má nota á annan hátt, t.d. i pott-
rétti. Sælkerasíöan skorar á
neytendur að kaupa ekki þetta kjöt
því þetta er gölluð vara. Sælkerasíð-
an trúir því ekki að óreyndu að
kjötiönaöarmenn taki þátt í þessari
framleiöslu. Kaupmenn hljóta að
hafa boðið þessa vöru í góðri trú og"
ekki vitað betur. Hættiö þessari
framleiöslu, kaupmenn góðir, því
framförin í ykkar grein hefur verið
gífurleg að undanförnu og þið eruð
svo sannarlega á réttri leið. Hættiö
því þessari starfsemi semfyrst.
Sfldarpakki
sælkerans
Nú er hægt að fá í betri fiskbúðum
saltsíld og eins og sælkerasíðan
hefur margsinnis bent á og flestir
vita boröum við Islendingar allt of
lítið af þessum frábæra mat — síld.
Hér kemur uppskrift að síld bakaðri í
álpappír í ofni. Ein síld er hæfileg á
mann. Þaö skal tekið fram aö þessi
uppskrift er sænsk, auðvitað. Þið
kaupið saltsíldar eftir þörfum og
biðjið fisksalann að flaka þær, sem
hann gerir örugglega með glöðu geði.
Þegar heim er komið er síldin sett í
kalt vatn og látin liggja í því í 10
tíma. Annað sem þarf í þessa upp-
skrif t ef miðað er viö 2 síldarflök er:
4 tómatar
2harðsoðinegg
2 meðalstórir laukar
dill
Þið smyrjið mataroliu á miðjan
álpappirinn og raöiö niðursneiddum
lauk í miðjuna. Þá er síldarflakið
lagt ofan á laukinn (roðið niöur
þegar búið er að roðfletta eða
hreistra síldina). Þá er tómatsneið-
unum raðað ofan á flakið og eggja-
sneiðunum ofan á tómatinn og síðast
er þurrn dilli stráð yfir eða fersku ef
það er til. Kryddið með nokkrum
kornum af sítrónu eða hvítum pipar
og síðast er smjörklípa (i matskeið)
sett á flakið. Þá er síldinni pakkað
vel inn í álpappirinn. I hverjum
pakka er sem sagt: eitt síldarflak.
Síldarpakkarnir eru settir í eldfast
fat og því stungiö inn í 225° heitan ofn
í 20 mín. Með þessum rétti má hafa
soðnar kartöflur og gróft brauð.
Pilsner eða gott hvítvín, já eða
rauðvín, ótrúlegt en satt, italska
vínið Lambrusco, sem fæst hér í
verslunum ÁTVR og passar prýðis-
vel með þessum gómsæta rétti, sem
auðvelt er aðmatbúa.

Saltsíld bökuð í álpappír er sælgæti.
.'•
S0
Arabar eru góðir í matargerð og þeir snæda mikið af kjúklingum. Ekki er
okkur kunnugt hve góðir kokkar þessir eru, en arabakjúkling kunna þeir að
meta.
Æraba-
kjúhlingur
Að undanförnu hefur sælkerasiðan
reynt eftir fremsta megni aö kynna
rétti frá hinum ýmsu löndum og nú
er komiö að heimi araba, nánar
tiltekið frá Líbanon. Þetta er auðveld
uppskrift. Það eina sem þiö rekið
kannski augun í er að í þessari
uppskrift eru hnetur sem kallast
„Pinjenhnetur" eða „Pivien-
hnetur". Hnetur þessar fást í nátt-
úrulækningaverslununum,     t.d.
Heil.suhu.sinu  við  Skólavörðustig.
Það sem þarf í réttinn er:
Hrísgrjón
llaukur
1 kjúklingasúputeningur
100—150 g Pinjenhnetur
1 kjúklingur
Byrjið á því að saxa laukinn og lif r-
ina úr kjúklingnum. Þetta er brúnað
í potti ásamt 1 msk. af hnetunum.
Þá er hrísgrjónunum, súputeningn-
um og vatni bætt í pottinn og
hrísgrjónin soöin eftir þörfum eða
þar til allur vökvi er horfinn. Látið
þá pottinn standa á kaldri hellu í 10—
15 mín. Þá er kveikt á bakarofninum
oghitinnhafður250°.
Kjúklingurinn er þurrkaður og
kryddaður með salti og pipar. Hann
er síðan fylltur með hrisgrjónunum
og saumað fyrir eða notaðir kjöt-
prjónar. Berið svo „klarifierat"
smjör á kjúklinginn, þ.e.a.s. brætt
smjör sem á aðeins aö bráöna í
litlum potti og hvíta froðan veidd
ofan af og síðan pensluð á kjúkling-
inn. Kjúklingurinn er síðan steiktur
eða glóðaður í ofninum þar til hann
er tilbúinn en það má sjá með því að
stinga með gaffli i lærið og ef ekkert
blóð er í safanum sem sprettur
fram þá er kjúklingurinn tilbúinn.
Meðan kjúklingurinn er í ofninum er
afganginum af hnetunum komið á
pönnu og þær brúnaðar í smjöri.
Kjúklingurinn er svo skorinn niður,
hrísgrjónin sett á fat og kjúklinga-
bitarnir of an á og siðast er hnetunum
dreift yfir fatið. Þetta er bragðgóður
réttur sem auðvelt er að matbúa.
Með þessum rétti hafa arabar gott
hrásalast og svo drekka þeir vatn
eða ávaxtasafa með. Sem sagt
einfalt og gott.
Umsjón:
Sigmar B.
Hauksson.
Uhtíbll i4 \SQ\£ HÁMtcJ - Ol  I 3&H löhU uíua
-aitan
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40