Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983.
17
„Ættiaðnú
fullúonúnni líkams-
bygginau eftir 4-5 ár9
?9
að sér og kom hohum á fætur sem þótti
ótrúlegt afrek. Uizarov vakti óhemju
athygli fyrir þetta. Skömmu síðar tók
hann að sér frægan rússneskan geim-
fara sem haföi slasast illa. Hann komst
einnig á fætur. Og það var ekki að
sökum að spyrja: Hizarov varö dáður
og virtur um öll Sovétríkin.''
„Engir uppskurðir —
ekkertblóð"
Og Oskar heldur áf ram:
„Núna er verið að byggja nýjan,
fullkominn spítala á sömu lóð og sá
gamli er. Þar verður pláss fyrir 600
manns. Gamli spítalinn verður
notaður sem rannsóknarstöð og þar
verða vistaðir langlegusjúklingar."
— En hefur engin önnur þjóö tekið
þessa læknisaðferð upp?
„Það hefur ekki verið hingað til, en
þar er að vera breyting á. Ilizarov
heldur ekki aðferðunum, sem hann
beitir, sem hernaðarleyndarmáli.
Oöru nær. Hann hefur feröast heilmik-
ið til aö kynna þetta. Hann hefur meðal
annars farið til Italíu, Japans og Kúbu,
svo að eitthvað sé nefnt til að kynna
þetta fyrir þarlendum læknum.
Japanir eru eitthvað byrjaðir á þessu.
Og svo vissi ég til þess aö Italir voru að
fá send tæki þegar ég var þarna úti.
Annars leita margir Italir til sjúkra-
hússins í Kurgan. Það byrjaði á því að
þekktur Itali, sem ég kann þó ekki að
ncfna, hafði spurnir af Ilizarov og
leitaði til hans. Þetta var fyrir 4—5
árum og eins og gengur spurðist þetta,
og síðan hafa Italir streymt til Kurgan.
Italir eiga með sér samtök fólks, sem
eiga við þennan bæklunarvanda að
stríða. Ég heyrði þá tölu að þar væru
um 1400 manns sem svo væri ástatt
fyrir.
Reyndar er það svo í hugum okkar
margra að þegar talað er um læknis-
meðferð dettur okkur strax í hug
uppskurðir, blóð, lyfjameðferð og
annað í þeim dúr. En það er engu slíku
fyrir að fara á sjúkrahúsinu í Kurgan.
A þessarí mynd sjást tækin sem llizarov hcfur hannað sjálfur og notar við
lenginguna. Á þremur stöðum eru nokkrus konar prjónar reknir igegnum
beinið....
Fólkið fær að vísu einhver deyfilyf
meðan veriö er að strekkja, til að lina
þjáningarnar, en þau eru tekin eins
fljótt af og mögulegt er. Þarna eru
engir hnífar notaðir, því það þarf
sjaldan að skera. Þetta minnir mann
kannski frekar á smíðaverkstæði en
sjúkrahús!"
— Hver borgar fyrir læknisaðgerð-
irnar?
„Rússarnir borga það, en svo hitt,
það er að segja f erðakostnað og annað,
borga sjúkUngarnir."
— Hvaðan eru sjúklingarnir sem
leitatilDizarov?
„Þeir eru víðsvegar að. Það eru
margir Italir þarna, eins og ég sagði
áðan. Svo voru þarna á meðan við
vorum 2—3 Kurganbúar og svo f ólk frá
Mongólíu, Tíbet, Rúmeníu, Búlgaríu,
Júgóslaviu, Tékkóslóvakíu, Ungverja-
landi og Kúbu. Og svo einn Islending-
„Geturorðið 160—180
sentímetrará hæð"
— Hvað tekur hver aðgerð langan
tíma?
„Það er misjafnt. Það eru engir tveir
sjúklingar eins. Hver og einn er tekinn
í nákvæma röntgenmyndatöku og eftir
þeim er svo ákveðið hvar og hvernig
þessar svokölluðu þvingur á að nota.
Eg held ég megi segja að hver aðgerö
taki frá hálfu ári og upp í þrjú. Það er
svona 8 mánaða törn að lengja um 15
sentímetra' og svo bætist þjálfunin við.
Til dæmis kemur þarna fólk semhefur
beinbrotnaö illa i siysum. Þaö hefur þá
verið gert að brotinu einhvers staöar
, og hér heldur Helgi á áðurnefndum pr/ónum.
it      l*m~: mt   —k
Helgi, ásamt nokkrum sjúklingum, á spitalanum iKurgan.
annars staöar og ekki tekist sem
skyldi, segjum annan fótinn hafa styst.
Þá er byrjað á því að brjóta upp brotið
og síðan er leggnum þrýst saman og
látið gróa vel, kannski í heilt ár. Þá eru
tækin sett á og svo er fóturinn togaður
álengdina.
Ef við tökum Helga sem dæmi. Þá
voru fótleggir hans lengdir um 18 sentí-
metra. Það er hægt aö lengja meira
eftir 1—2 ár, þegar fótleggirnir eru
nógu sterkir aftur til að þola það. Fót-
leggirnir lengdust um einn millimetra
á dag. Það má ekki reyna um of, því að
fæturnir þurfa hvild á milli. Þessi að-
ferð hjálpar vaxtarstöðvunum til að
fara af stað aftur. Þær eins og taka við
sér, þó aðeins í stuttan tima að visu. Til
dæmis sögðu þeir eðlilegt að Helgi
myndi hækka eitthvað sjálfkrafa fyrir
utan lenginguna. Á stundum getur
fóturinn s jálfur skekkst við þessa með-
ferð, en þá eru bara losaðar skrúfur á
tækjunum og fóturinn réttur.
Eftir svona 1—2 ár fer Helgi aftur út
og þá verða lærleggir hans lengdir um
svona 12—15 sentimetra og eftir 1—2 ár
þar frá verða handleggir hans lengdir
um 15 sentimetra."
— Hvers vegna er þetta tekið í
áföngum?
„Þetta er svo erfitt og það fylgja
þessu miklar þjáningar, þess vegna er
ekki talið rétt að gera þetta nema i
áföngum. Þar fyrir utan þurfa
strangar og erfiðar æfingar að fylgja
strax eftir aðgerðina, en það væri
varla hægt ef allt væri gert í einu."
— Hvernig er um vöðvana?
„Þaðtognar á þeim líka."
— Hvað getur Helgi orðið hár að
lokum?
„Það má reikna með að hann verði
160 til 180 sentimetrar á hæð."
„Eftir4-5árætti
Helgiaðhafa
náð fullkominni
fíkamsbyggingu"
— Nú tók Helgi engin lyf með þessu.
En er ekki strangt mataræði sem
hann þarf að fylg ja ?
„Hann má ekki þyngjast á meöan
beinin eru að styrkjast. Méð mataræði
þá er það kalk og aftur kalk, fiskur og
nóg af lýsi, sem er aðalatriðið."
— Hvenær má gera ráð fyrir, að
Helgi hafi náð fullkominni líkams-
byggingu?
„Það fer eftir því, hversu lengi hann
er að byggja sig upp, en ætli það megi
ekki gera ráð fyrir 4 til 5 árum."
— Hvernig hafa læknar hér brugðist
við þessari merkuaðgerð?
„Þeir voru nú heldur vantrúaðir á
þetta í fyrstu, en mér sýnist þeir vera
aðtaka viðsérnúna."
— Nú varst þú með Helga allan
timann úti þessa ellefu mánuði. Ætlar
þú lík a með honum næst?
„Það er ekki ákveðið enn. Kannski
einhver læknir fari með honum til að
kynna sér þetta. Annars er mjög
aigengt að foreldrar barnanna, sem
þarna eru, skiptist á um að vera hjá
þeim."               4
— Eru það einkum börn sem þarna
eru?
„Já, annars er þarna fólk allt frá
átta ára aldri upp í sextugt. Algengast
er þó að sjúklingarnir séu á aldrinum
14-16 ára."
— Taka þeir ekki yngri sjúklinga en
áttaára?
„Nei, fyrr verða krakkar ekki með-
vitaðir um skavanka sinn. Meðferðin
reynir svo mikið á þolrif in í s júklingun-
um. Þeir verða að vera harðir og
Hamingjusöm fjölskylda að lokinni vel heppnaðri aðgerð. „Ég á samt eftir að fara tvisvar tilþeirra aftur.
niœst lengja þeir lærleggina og svo handleggina," sagði Helgi.
IDV-myndir Óskar Einarsson og GVAi.
— sjá næstu síðu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40