Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. JASS - J ASS - JASS - J ASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS „Það hefur ekki veríð hægt að læra þá músik, sem er kennd hér, áður," segir Friðrik Karísson, gitaríeikari í Mezzoforte, en hann er kennari og nemandi FÍH-skólans. D V-m ynd GVA. Friðrik Karlsson: Skemmtilegt og lærdóms- rikt að keirna „I»ctð vantaði soxófón í lúðrasveitina99 smitaður a£ tónlistarbakteríunni fyrir lífstíð Friörik Karlsson gítarleikari í Mezzoforte sameinar það aö vera kennari og nemandi viö FÍH skólann. Hann hefur raunar komið víðar viö sem kennari og nemandi því aö hann er aö taka lokapróf frá Tónskóla Sigur- sveins í klassískum gítarleik, en viö þann skóla kennir hann einnig. I FÍH skólanum er hann í einkatímum hjá Bimi Thoroddsen í jassgítarleik og í hljómfræði og útsetningum hjá Vil- hjálmi Guöjónssyni. Kveikjan að endurreisn jasstónlistar — Hvað er merkilegast við skólann? „Þaö hefur ekki verið hægt aö læra þá músík sem er kennd hér áöur. Þá stuðlar skólinn aö uppgangi jasstón- listar. Hann er kveikjan aö endurreisn jasstónlistar hér á Islandi. Eftir aö rokkið kom varö jassinn undir. Nú koma hljóðfæraleikarar sem byrja á jassi hér í skólanum og þaö hlýtur aö valda grundvallarbreytingu. Skólinn stuölar líka aö því aö þessi tónlist veröi viðurkennd sem alvörutónlist en ekki talin glamur. Þetta er líka eðlileg þró- un. Þegar tónlist er búin aö vera til nógu lengi er hægt aö pakka henni saman, skilgreina og greina þannig aö hægt er aö kenna hana.” — Hvað um hinn almenna rokkspil- ara? „Þeir hafa verið aö koma hér inn, sem er mjög jákvætt. Maður var hluti af þessu sjálfur á sínum tíma.” — Nú hefur þú kennt hér. Hvernig hefur þér fundist það? „Þaö er sérlega skemmtilegt og lær- dómsríkt aö kenna.” — Hvaða áhrif heldurðu að skólinn eigieftiraðhafa? „Hann á eftir að auka viöurkenningu jasstóhlistar og vafalaust eiga eftir aö útskrifast úr honum góðir jassleikar- ar.” I kennslustofum sem liggja upp aö hljómleikasal skólans millilentu tón- listarmennirnir eöa sveiflukettirnir fy rir og eftir spilamennskuna. Sigurður Long hefur verið í skólan- um frá byrjun og er að læra á tenór- saxófón. Hann spilar líka á alt- og sópransaxófón, hafði raunar nýlokið viö aö spila á sópran meö einni hljóm- sveitinni. Hann vinnur í Hampiðjunni með náminu í tónlistarskólanum. Spuröur aö því hvort hann væri í hljómsveit utan skólans sagöist hann vera í hljómsveit meö Vilhjálmi Guö- jóns, yfirkennara jassdeildar utan hans. Reyndar væru allir meölimir hennar í skólanum. Hann taldi sig eyða 4—5 tímum í tónlistina á dag, eöa nán- ast öllum frítíma sínum. Hann hafði ekki verið í tónlistamámi aö ráði áður en hann byrjaði í skólanum. Þegar skólinn hófst voru rýmri inntökuskil- yröi en nú eru. Hann var ánægöur meö skólann vegna þess aö hann gæfi mönnum kost á því aö spila í hljóm- sveitum og aö þar fengi maöur að spila jass. Hvað framhaldsnám varðaði, sagðist hann því ekki fráhverfur. íslenska sjávarfönksambandið Einar Bragason var þarna sveittur eftir spilamennsku. Hann hefur líka veriö frá upphafi í skólanum og er að læra á flautu og sax. Hann stundar nám í Fjölbrautaskóla Garöabæjar og er búinn aö vera frá upphafi í skólan- um. Hann sagðist spila í Tilraunaband- inu, Gítarbandinu og big bandinu. Þá væri hann í hljómsveit utan skólans sem nefndist The Icelandic Seafunk Corporation. Hann sagðist hyggja á tóniistarnám í framtíðinni. „Þaö sem maöur hefur mest hugsað um er Berk- lee. Þó hefur maöur einnig velt því fyrir sér aö fara annað ef maöur finnur eitthvaö sambærilegt.” Er tónlistarbakterían ættgeng? „Ef einhver í f jölskyldunni spilar, þá hefur þaö hvetjandi áhrif.” Hvers vegna valdir þú saxófón? „Eg byrjaði á klarinettu í tónskóla í Garðabæ. Það vantaöi saxófón í lúðra- sveitina í Garðabæ og þar var til hljóð- færi þannig að ég ákvaö að prófa. Á þeim tíma var maður í lúðrasveit, fót- bolta og skátunum. Maður gerði ekki upp viö sig aö fara út í tónlistina fyrr en maður fór í fyrstu bílskúrshljóm- sveitina.” Fá f ræðilegan grundvöll Innan um nemendur af yngri kynslóð- inni mátti á jasskvöldinu sjá eldri nemendur. Kennaramir spila líka gjaman meö þeim hljómsveitum sem þeir stjórna þannig aö erfitt var aö henda reiður á hver væri nemandi og hver kennari. Hjalti Gíslason trompet- leikari er í hóni eldri nemenda og sækir eingöngu tíma í teoríu í skólanum. Hann hefur veriö í big bandi undan- farin þrjú ár og kom: „Til aö koma fræðilegum grundvelli undir þetta og sjá hvaö væri að gerast hérna í leið- inni. Margir kennaramir hérna vora að spila í big bandinu og þaö teymdi mig útíþetta. Hjalti lék með hljómsveit fyrir 25 árum og hefur einnig leikið meö lúöra- sveitum. Ég spuröi hann með hvaöa grúppu hann spilaöi í skólanum: „Bara þeirri sem æfir kl. 4 á laugar- dögum.” SGV Sigurður Long saxófónleikari. Helgar tónlistinni nær allan frítima sinn. DV-mynd GVA. „Ef okhur fínnst eitthroð gott þú spilum við það” Þegar okkur bar aö garði á jass- kvöldi FlH skólans var yfirkennari jassdeildar skólans, Vilhjálmur Guöjónsson, að hamra á píanó með fyrsta bandi kvöldsins. Eftir að hljóm- sveitin haföi leikiö lagið svifum viö á hann. Hann lét til leiðast en þó þaninn eins og gítarstrengur því að hann átti eftir að spila meö ööm bandi, auk þess sem hluti hljóöfæra hafði lokast inni í bakherbergi og menn vom aö koma til hans í öngum sínum. Blaðamaöur haföi virkilega á tilfinningunni aö ver- iö væri aö tef ja hann. Vilhjálmur kenn- ir annars hljómfræöi og tónheyrn viö skólann, auk þess sem hann kennir á saxófón og hefur kennt á gítar. — Hvað eru mörg bönd i skólanum? „Böndin eru um tíu í tengslum við skólann.” — Hvaða músík er spiluð í þessum böndum? „Eg gæti nefnt gamalt swing, be bop, cool jazz, fusion og jassrokk, sem er verið aö leika núna,” segir Vil- hjálmur og bendir í gegnum vegginn í átt til tónleikasalarins þar sem eitt bandiö keyrir á fullu. „Það er eigin- lega ekkert af þessu hreint rokk því það eru jasshljómar í þessu öllu.” Ekki dægurtónlist Ég legg fyrir hann varfæraislega spuraingu um afstöðu skólans og nem- enda hans til dægurtónlistar. VUh|álmur Guðjónsson yflrkennari jassdeildar „Þetta er ekki dægurtónlist sem viö leikið hér en þetta er ekki dægurtónlist erum að fást við hér. Það getur að vísu í þeim skilningi að hér sé fengist við lög verið jafnvel diskóívaf í sumu sem er sem eru efst á vinsældalistanum eða Vilhjálmur Guðjónsson, yfirkennari jassdeildar FÍH-skólans. „Þetta erekki dægurtónlist sem við erum að fástvið hér." DV-mynd GVA. spiluð í óskalagaþáttum. Við útilokum hins vegar ekki neinar stefnur. Ef okk- ur finnst eitthvað gott þá spilum viö þaö.” Ég spyr hann um rokkáhugamenn úti í bæ og í skólanum. Hvaða tengsl eru innbyrðis? Nú er sögð mikil gróska í rokkinu. „Munurinn á þeim sem hér eru og sveitum úti í bæ liggur aöallega í vinnubrögöum. Við spilum tónlist sem er skrifuð og þaö er tímaspamaöur. Viö vitum að fjöldi bílskúrsbanda og tölvupoppsveita hefur aukist gífur- lega. Fjöldi nemenda í jassdeildinni hér er svo mikill að þaö hljóta að vera tengsl úr skólanum yfir í þessar sveit- ir.” Semja í ýmsum stfltegundum — Hvaða nýjungar kemur þessi skóli með? „Það er nýjung aö þegar menn eru komnir eitthvað áfram fara þeir að skrifa út fyrir böndin sín alls konar út- setningar, auk þess sem þeir semja fyrir þau. Þeir skrifa útsetningar fyrir allt frá litlum kombóum upp í fimm til sex lúðra. Á jasskvöldum er tónlistin yfirleitt tekin upp á segulband og síðan geta menn hlustað og heyrt hvaö kem- ur vel út og hvað illa. Nemendur þurfa aö semja í ýmsum stíltegundum svo sem ballöðu, latin, swing, svo eitthvað sénefnt.” — Þið hafið fengið kennara erlendis frá? „Já, við höfum fengið ýmsa menn í heimsókn. Hingað hafa komið og hald- ið námskeið Joe Newman, sem var fyrsti trompetisti hjá Count Basie, Jon Paul Indeberg, sem er norskur barítónsaxisti, Pétur östlund, tromm- ari, og Jón Páll gítarleikari. Þá kom hingaö nýlega, í annað sinn, gítarleik- arinn Paul Weeden til námskeiöa- halds. Aö þessu sinni kom Lou Bennet organisti, búsettur í Frakklandi, meö honum. — Hvaða áhrif hafa þessar heim- sóknirhaft? „Þær hafa aukið víösýni okkar og kynnt nýja strauma vegna þess að flestir þessir tónlistarmenn hafa verið gjörólíkir innbyröis.” — Hvers konar fólk eru nemendura- ir hér. Er þetta blandaður hópur? „Þetta er fólk á öllum aldri. Mikið af því skólafólk. Nú, svo er fólk sem stundar vinnu úti í bæ og útskrifaö fólk úr ýmsum skólum.” Þegar þama er komið sögu er það að verða Ijóst að Vilhjálmur á aö spila meö hljómsveitinni sem er að tygja sig á svið. Þaö er því ekkert annað að gera en sleppa honum við svo búið. -SGV JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - J ASS - JASS - JASS - J ASS - J ASS - JASS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.