Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 8
8 Útlönd Séra lan Paisley hefur enn verið neitað um vegabréfsáritun til Bandarikjanna. Bandaríkin vísa Paisleyfrá Bandari.sk stjórnvöld hafa neit- að séra Ian Paisley um vegabréfs- áritun til Bandarikjanna á þeirri forsendu að vera hans í Banda- rikjunum stríddi gegn hagsmunum rikisins. Talsmaður bandariska ut- anríkisráðuneytisins sagði að um- sókn Paisleys um vegabréfsáritun til nokkurra daga heimsóknar hefði veríð neitað vegna þess að „æsingakenndar yfirlýsingar hans gengju gegn hagsmunum Banda- rikjanna, sem fælust í því að friðsamleg lausn fengist á vanda- máium N-írlands.” í janúarmánuðí á síðasta ári var séra Paisley einnig neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Fjársvikí Ungverjalandi Nú er lokið réttarhöldum í fjár- svikamáli miklu sem kom upp i Búdapest fyrir tveim árum. Fjöru- tíu og þrír sakborningar voru dæmdir til fangelsisvistar, frá tveggja til fimm ára. Meðal ákærðra voru fasteignamatsmenn, starfsmenn borgarinnar, iög- fræðingar og eigendur fasteigna. Þeir voru kærðir fyrir það að verð- leggja eignir, sem borgín keyptí til að byggja ný hverfi, alitof hátt og að skipta með sér hagnaðinum. Meðal hinna dæmdu var Istvan Mona lögfræðingur og einn ung- versku landsliðsmannanna, sem unnu gullverðlaun í nútima fimmt- arþraut á ólympíuieikunum í Mexíkó. Hjúskaparfræösla íSovétríkjunum Samkvæmt fréttum i sovéska dagblaðinu Moskovsky Kosmolets hafa sumir skólar í Sovétríkjunum tekið upp hjónabandsfræðslu fyrir unglinga. Tíðni skilnaða í Sovét- ríkjunum hefur þrefaldast á síð- ustu tuttugu árum og um leið hefur fæðingum fækkað, þrátt fyrir að stjórnvöld bjóði töluverða fjár- hagslega hvata fyrir foreldra. Nú giftist ungt fólk að meðaitali tveim árum fyrr cn áður í Sovét- ríkjunum og er oft sálfræðilega óundirbúið fyrir hjúskap. Þriðjung- ur hjónaskilnaða verður innan fimm ára frá giftingu. Þess vegna hafa skólar tekið upp tilraunir í hjúskaparfræðslu fyrir eldri nemendur og þegar hefur verið ákveöið að taka upp kyn- ferðisfræðslu í skólum um landið aUt. Nunnumoröin Yfirréttur í San Vincente í EI Salvador hefur úrskurðað að ekki hafi tekist að finna næg sönnunar- gögn tíl að réttiæta málsókn á hendur fimm Uðsmönnum þjóð- varnarUðsins fyrir morö á fjórum bandariskum trúboðum fyrir tveim árum. Rannsóknardómaranum, Bern- ardo Rauda Murcia, var skipað að safna meiri sönnunargögnum, en hann lauk rannsókn sinni í nóvem- ber síðastUðnum og taldi þá nægar sannanir fyrir hendi til að réttlæta ákæru. DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd \ Byrjadir að undir- bjóða OPEC-olíuna Strax þykir nú byrjaö aö grafa undan samkomulagi OPECs um verðið á oUunni og margir spá því að þaö eigi eftir að falla niður í 25 dollara fatiö inn- anskammstíma. Sovétríkin eru strax farin að bjóða sína oUu á 1,25 dollurum lægra verði en áður og Egyptar hafa lækkað sína oUu um 2 dollara. — Búist er við að Bretar ákveði upp úr helginni verðið á NorðursjávaroUu sinni og heyrist fleygt að það verði 50 til 75 sentum undir verði NígeríuoUunnar. Ef Bretar láta af þessu verða þá færist prísinn á NorðursjávaroUunni niður fyrir þau mörk sem Nígería og fleiri OPEC-ríki settu og hótuöu verð- stríði ef neðar væri fariö. Framleiðsla á NorðursjávaroUu er kostnaðarfrek og það þykir Uklegt til þess að halda aftur af Bretum að lækka verðið, auk þess sem þeim mun auðvitað um og 6 að lenda í verðstríði við sölusamtök OPECs. Rændu hvftum bónda í Zimbabwe Ný ólga kraumar nú í Matabelelandi í Zimbabwe, þar sem hvítum bónda var rænt í gær og annar sætti árás. Sex menn, sem rændu manninum, lögðu um leið fram kröfu um aö tveir af foringjum ZAPU-samtaka Nkomos verði látnir lausir eUa verði bóndinn drepinn og sex útlendir feröamenn, sem rænt var í júU síðasta sumar. Þarna var átt við Gabengwa og Mas- uku, tvo háttsetta foringja Zipra- skæruliða Nkomos, en þeir eru hafðir í haldi, ákærðir fyrir fööurlandssvik. Stjórnarhermenn í Bulawayo. Sendir gagngert til þess að bæla niður róst- ur, sem fyrrum skæruUðar Nkomos eru sagðir valdir að. Joshua Nkomo, leiðtogi þeirra, flúði Zimbabwe í síðustu viku og sakaði Mu- gabe forsætisráöherra um að sitja um líf sitt. TU útlendu ferðamannanna sex hef- ur ekkert spurst síðan þeir voru teknar tU fanga af skæruUöum í júlí síðasta sumar, þar sem þeir voru á ferð eftir veginum miUi Bulawayo og Viktoríu- fossa. Þá fréttist í gær af öldruðum, hvítum bónda, sem hrakti f jóra blakka árásar- menn af höndum sér og feUdi einn þeirra, þegar þeir gerðu árás á bónda- bæ hans (um 40 km suðaustur af Bula- wayo). Er taUð að þarna hafi verið að verki félagar úr Zipra-skæruliðasam- tökunum. Deilur um skrúd- göngu írskra í N.Y. Um mUljón manns safnaðist við eina aöalgötu New York í gær til þess að fylgjast með skrúðgöngu írskættaðra á degi heUags Patreks, sem er árlegur viðburður í New York, en hefur vakið nokkurn sty r þetta árið. En ýmsir frægir írskættaðir Bandaríkjamenn, eins og Ted Kennedy og Moynihan, sniögengu hátíöarhöldin að þessu sinni vegna þess að stórmar- skálkur átthagasamtaka írskættaðra, Michael Flannery, var enn hafður í fyUcingarbrjósti. — Flannery er frægur af stuöningi sínum við írska lýðveldisherinn (IRA). Cooke kardínáli, sem söng messu í tilefni dags heilags Patreks, sem er þjóðardýrðlingur Ira, lét hjá líða í þetta sinn að fylgjast með skrúðgöng- unni, sem þó hefur verið vani. Stjórn Irska lýðveldisins og ýmsir einstakUngar hafa harmað forystu manns eins og Flannerys, sem styður ofbeldissamtök. Reagan harður gegn glæpum Reagan Bandaríkjaforseti hefur far- ið fram á þaö við þingið í Washington, að lög um rannsókn glæpamála verði tekin td endurskoðunar. Meöal annars viU hann leyfa að sönnunargögn, sem fengin eru með ólöglegum hætti, verði notuö við réttarhöld og einnig vUl hann að mjög verði takmarkað leyfi til að bera við geðveiki, sem vörn. Reagan segir í bréfi tU þingsins að grund- vallarbreytingar á löggjöfinni séu nauðsynlegar, ,,ef löggæsluyfirvöldum á að takast aö ná undirtökunum í bar- áttunni gegn glæpum.” Ef af verður yrði breytingin á ,,úti- lokunar reglunni” markverðust, en hún kveður á um að sönnunargögn, fengin með ólöglegum hætti, megi ekki nota í réttarhöldum. Þetta hefur leitt tU þess að glæpamenn hafa sloppið refsingarlaust vegna smávægilegra tæknUegra mistaka lögreglumanna. Einokun gegn Laker? Sir Friddie Laker sakaði stóru flugfélögin um að bafa rottað sig saman gegn „Skýjalestinni” hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna íhugar nú rannsókn á nokkrum stórum flugfélögum sem starfa á flugleiðum yfir N-Atlantshaf. Tilefni rannsóknarinnar er kæra Sir Freddie Laker á hendur nokkrum stórum flugfélögum fyrir óheiðar- lega samkeppnishætti gagnvart „Skytrain” Lakers, sem fór á haus- inn á síðasta ári. Lög í Bandaríkjun- um sem kveða á um bann viö hringa- myndunfyrirtækja eru mjög ströng. Meðal flugfélaga sem nefnd hafa verið í þessu sambandi, en talsmenn dómsmálaráöuneytisins neita að láta uppi gegn hvaða félögum rann- sóknin mun beinast, eru Pan Am, Trans World Airways, British Air- ways, Lufthansa, Swissair og Brit- ish Caledonian Airways. Laker hefur þegar höfðað mál á hendur stóru flugfélögunum. Meðal annars kærir hann þar Mcdonnell- Douglas fjármálastofnunina fyrir að hafa talið Laker Airways trú um að lán sem félagið hafi sótt um myndi fást, en síðan, á örlagastund, neitað því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.