Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983
13
áÉk „AÖ rafveita skuli geta, í skjóii einokun-
W araðstöðu sinnar, boðið upp á slíkan ólög-
legan reikning og svo hótað iokun ef ekki er
greitt möglunarlaust, lýsir vel, hve bágborin
réttarstaða raforkunotenda er."
Iðnaðarráðuneytið neitaði beiðni Neytendasamtakanna um að fá til umsagnar efnislegar breytingar á
gjaldskrám og breytingar á reglugerðum rafveitna og hitaveitna. . .
eða aðra hitun (með fullum gjöldum).
Á febrúarreikningi eins notanda,
sem kaupir raforku til iðnaðar, bæði
skv. órofnum hitataxta og daghita-
taxta, eru skráðir gjaldskrárliöir D2
og D4 skv. gjaldskrá, sem gengin er úr
gildi. Einingarverðin eru hins vegar
skv. núgildandi töxtum Dl og D2. Þetta
er væntanlega gert til þess að hægt sé
að standa skil á söluskatti og verðjöfn-
unargjaldi. Slíkur reikningur er að
sjálfsögðu ólöglegur, þar sem rafveit-
unni ber að skrifa út reikninga sína
skv. gildandi gjaldskrám m.a. til þess
að notendur geti yfirfarið þá. Að raf-
veita skuli geta, í skjóli einokunarað-
stöðu sinnar, boðið upp á slfkan ólög-
legan reikning og svo hótað lokun, ef
ekki er greitt möglunarlaust, lýsir vel,
hve „bágborin réttarstaða raforkunot-
enda" er.
Raf veitan f ær
mismunandi tekjur
skv. sama taxta
Rafveitustjóri hefur reynt að rétt-
læta vaf asama hækkun á órof num hita-
taxta með því að veriö sé að koma á
réttlátari taxta, miðað við tilkostnað.
En er það réttlátt að rafveitan fái mis-
munandi gjald frá tveirhur notendum,
sem kaupa skv. sama taxta? Til skýr-
inga skal tekið dæmi:
Tveir notendur kaupa raforku skv.
órofnum hitataxta, annar, notandi A,
til húshitunar en hinn, notandi B, til
iðnaðarhitunar. Báðir greiða 1,19
kr/kWh og auk þess fastagjald, 2.153
kr/ár. Af greiðslu notanda B fær raf-
veitan 0,84 kr/Kwh og 1.511 kr/ár, en
fyrir ríkið innheimtir hún 0,35 kr/kWh
og 642 kr/ár. Greiðslan frá notanda A
rennur hins vegar óskipt til rafveitunn-
ar. Hans greiðsla til rafveitunnar er
því 42,5% hærri en greiðslan frá not-
anda B enda þótt báðir kaupi raforku
skv. sama taxta.
Að raforkunotendur skuU þurfa að
sæta sliku misrétti og það þrátt fyrir
mótmæli þriggja bæjarfulltrúa af ell-
efu, lýsir vel, hve „bágborin réttar-
staða raf orkunotenda" er.
Gafst raf veitan
upp á að innheimta
fastagjaldið?
Eins og ég gat um í grein minni um
bágborna réttarstöðu raforkunotenda
var sett fastagjald, 2.153 kr/ár á órof-
inn hitataxta, einan allra taxta, að
mínu mati til að útloka aö hægt væri að
kaupa skv. honum raforku á blásara
húshitunarkerfa. Á áðurnefndum
febrúarreikningi raforkunotandans,
sem kaupir raforku skv. órofnum hita-
taxta, Dl, er ekkert fastagjald. Varla
gleymir rafveitan að innheimta fasta-
gjald, sem svo fast var sótt að koma á,
að sækja þurfti rökstuöning til næsta
bæjarfélags. Ástæðan hlýtur að vera
sú að rafveitan hafi guggnað á aö inn-
heimta g jaldið.
Niðurlag
I grein rhinni um bágborna réttar-
stöðu raforkunotenda skýrði ég frá
neitun iðnaðarráðuneytis á beiðni
Neytendasamtakanna um að fá til um-
sagnar efnislegar breytingar á gjald-
skrám og breytingar á reglugerðum
rafveitna og hitaveitna. Varðandi veit-
ur sveitarfélaga var neitunin einkum
byggö á því sjónarmiði að það væri
hlutverk hlutaðeigandi sveitarstjórna
að gæta hagsmuna notendanna, það er
að segja að sá aðili, sem ráðherra hef-
ur veitt einkarétt, á jafnframt að gæta
hagsmuna viðskiptavinarins. Ég trúi
ekki öðru en að flestir séu sammála um
að slíkt brýtur í bága við öll lýðræðis-
leg sjónarmið og að þessi afstaða ráðu-
neytisins lýsi betur en f lest annað, hve
„bágborin réttarstaða raforkunot-
enda" er. Það hlýtur að teljast
lýðræðisleg og sanngjörn krafa að sá,
sem vald hefur til að veita einhverjum
aðila einkarétt, hlýtur jafnframt að
hafa skyldur til aö gæta þess að einka-
rétturinn sé ekki misnotaður og að
réttarstaða viðskiptavinanna sé vél
tryggð.
Ekki þarf að lesa lengi í reglu-
geröum og gjaldskrám opinberra þjón-
ustufyrirtækja til aö sjá að þær hafa
frá upphafi verið settar án nokkurs
samráðs við notendur eða fulltrúa
þeirra. Auk þess hafa notendur engan
aðila til að snúa sér til nema dómstól-
ana, þegar upp kemur ágreiningur.
Af þessu tvennu er Ijóst að réttarstaða
viðskiptavina opinberra þjónustufyrir-
tækja er mjög bágborin. Þeir þing-
menn, sem reynt hafa að bæta rétt um-
ræddra notenda, hafa verið of fáir og
hefur barátta þeirra þess vegna ekki
borið árangur. Vonandi taka einhvern
tima sæti á Alþingi nægilega margir
menn, sem vilja bæta réttarstööu viö-
skiptavina opinberra þjónustufyrir-
tækja.
Gísli Jónsson
•           prófessor
• „En hvers vegna hefur verið keyptur floti
umfram þarfir síðustu árin? Vegna
byggðastefnunnar mundu margir segja. En
það er ekki rétt. Hér hef ur verið tekin upp smá-
byggðastefna á kostnað eiginlegrar byggða-
steiiiu. . ."
„Þessum stöðum og íbúum þeirra er sannarlega enginn greiði gerður með þvi að grafíð sé undan út-
gerðargrundvelli þeirra með Hólmavikurtogara, svo að dæmi sé tekið. . ."
mundu margir segja. En það er ekki
rétt. Hér hefur verið tekin upp smá-
byggöastefna á kostnað eiginlegrar
byggðastefnu er gæti átt sér eðlilegar
efnahagslegar forsendur. Að því
verður vikið hér á eftir.
Úti fyrir Vestfjörðum hafa verið
gjöfulustu fiskimið landsins. Þar eru
margir útgerðarbæir og eru þrír þeirra
stærstir, þ.e. Patreksfjöröur,
Bolungarvík og Isafjörður með
samtals 54% íbúa Vestfjarðakjö'r-
dærnis. Þessum stöðum og íbúum
þeirra er sannarlega enginn greiði
gerður með því að grafið sé undan
útgerðargrundvelli þeirra með Hólma-
vikurtogara, svo að dæmi sé tekið. Það
verður að telja byggðastefnu með
öfugu formerki. Vestfirðir hafa rýrar
orkulindir (Surtarbrandur í Stálfjalli
hlýtur að vera vonarpeningur) og
undirstaða atvinnulífsins getur ekki
orðið önnur en útgerðin. Byggð á þarna
að ýmsu leyti í vök að verjast miðað
við þjónustukröfur nútimans og þannig
fækkaði Vestfirðingum á síðasta ári.
Eina leiðin til að snúa vörn í sókn er að
bæta aðstööu stærstu staðanna og
styrkja þjónustugrundvöll þeirra.
Þarna hamla samgönguerfiðleikarnir
mjög, en þá verður að yfirstíga eftir
bestu getu. Isafjörður er höfuðstaður-
inn. Fullnægjandi tengsl við Bolungar-
vík nást vonandi með endurbyggðum
Oshlíðarvegi. Varðandi Breiðadals-
heiðina til Flateyrar er vart um annað
að ræða en grafa 600 m göng í gegnum
efsta hlutann og hafa góða snjóplóga í
notkun sinn hvorum megin á vetrum
þar sem við höfum varla ráð á að f ara í
gegnum fjallið neðar. Siðan þarf að
flýta brúargerð yfir Dýrafjörð og losna
þannig við nær 30 km krók fyrir fjörð-
inn til Þingeyrar. Með þessum fram-
kvæmdum væru þjónustutengsl á Vest-
fjörðum orðin önnur og víðlendari en
áður og minni staðirnir gætu notið Isa-
fjaröar sem aldrei fyrr með gagn-
kvæmum hagnaði. Þarna væri verið að
hlúa að rótum byggðarinnar til fram-
búðar en ekki að veikum greinum sér-
staklega sem geta brugðiö til beggja
vona hvort eð er og mega ekki íþyngja
grundvellinum. Með öðrum orðum,
byggðastefna í takt við þjóðfélags-
þróunina en ekki smábyggðastefna
sem ætlað er að hamla gegn því sem
atvinnulífinu hentar og hugur fólks
stenduralmennt til.
Hér hefur verið tekið dæmi af útgerð-
inni en ekki er þau síður að f inna í land-
búnaðinum svo sem í Inndjúpsáætlun-
inni. Þrátt fyrir þá áætlun mun tvísýnt
um búsetu á mörgum bújörðum við
Djúpiö og gæti þar orðið enn eitt dæmið
um f jármuni á glæ kastað. Isfirðingar
eru áreiöanlega fúsir til að lifa á G-
mjólk einhvern hluta vetrar ef aðstaða
þeirra batnað að öðru leyti og fiski-
miðin fyrir utan verða ekki ofveidd.
Annars er hætt við að margir tækju að
pakka saman. Sama er að segja um
Bolvíkinga. Nýmjólkurleysi á þorra
verður þeim ekki að aldurtila, en
steinar úr Oshliðinni gætu orðið það.
I Norðurlandskjördæmi eystra eru
þrír bæir stærstir, þ.e. Akureyri, Húsa-
vík og Dalvík með samtals 67% af
íbúum kjördæmisins. Þessum stöðum
og íbúum þeirra er vissulega enginn
greiði gerður með því að grafið sé
undan útgerðargrundvelli þeirra með
Þórshafnartogara, svo tekið sé hlið-
stætt dæmi og á Vestfjörðum. Þvert á
móti er verið að rýra möguleika þeirra
til aö verða vaxandi máttarstólpar á
Norðurlandi og þar meö verið að skapa
hættu f yrir viðgang alls landshlutans.
Okunnir gætu haldið að forystumenn
í þjóðmálum þarna væru mest með
hugann við hagsmuni 2/3 hluta kjós-
enda sinna en svo undarlega bregður
við að þeir hafa meira og minna verið
úti aö aka á Langanesi á síðari árum.
Þess í stað hefðu þeir átt að leggja
höfuðáherslu á hagsmuni stóru hérað-
anna, þ.e. Aðaldals, Eyjafjarðar og
Skagafjarðar og sem besta tengingu á
milliþeirra.
Smábyggðastefnan hefur þannig
glapið mönnum sýn og er hún þó lik-
lega enn hættulegri lífvænlegustu
byggðakjörnunum úti um landið held-
ur en höfuðborgarsvæðinu. Jákvæð
byggðastefna verður að miðast við
hagsmuni landshlutanna í heild og svo
auðvitað þjóðarheildarinnar, sem
verið er að sliga, því steyti skúta
hennar á skuldaskerinu verður öll
íslensk þjóðarbyggð í hættu.
Valdimar Kristinsson
viðskiptafræðingur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44