Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						401
Lánum til orkuspar-
andi aðgerða hef ur
fækkað stórlega
— umsóknir mun færri á síðasta ári
enáriðl981
DV. FÖSTUDAGUR18. MABS1983
Lánum til orkusparandi viðgerða á
húsum fækkaði verulega á síðasta ári.
Arið 1981 voru veitt 189 slík lán en í
fyrra aöeins 104. Umsóknum um þessi
lán hefur f ækkað í hlutfalli við lánveit-
ingarnar því að flestir þeir sem sækja
umlánin fáþaufyrreðasíðar.
Helgi Guðmundsson, deildarstjóri
hjá Húsnæðisstjórn rikisins, sagði að
meðallán í fyrra heföi verið 52.200
krónur. Á árinu 1981 var það hins veg-
ar 31.500 krónur. Lánað er til þess sem
inetið er að kosti að framkvæma helm-
inginn af þeirri viðgerð sem gera þarf.
Ekki sagðist Helgi geta sagt til um það
hví áhugi manna á lánunum hefði
minnkað svo mjög. I grein sem Sigurð-
ur Tómasson, starfsmaður Orkuspam-
aðarnefndar, skrifaði á neytendasíðu
DV í fyrradag segir að þessi fækkun á
umsóknum skjóti mjög skökku við þeg-
ar lesnar eru í dagblöðum fréttir af
óhófseyðslu á orku. Lætur hann með
þessu að þvi liggja að áhugi manna á
þvi að spara orkuna sé kannski meiri í
orði en verkL
Það sem af er þessu ári haf a aðeins 3
umsóknir borist um lán til orkuspar-
andi aðgerða. Sex slíkar umsóknir bár-
ust á síðasta ársfjórðungi síöasta árs.
Þessi tímabil hafa þótt köld og hefði
þvi kannski verið ástæða til orkusparn-
aðar.
Lánin skiptust þannig eftir lands-
fjórðungum: Á Vesturland fóru 10 (29
árið áður), á Vestfirði 20 (57 árið áð-
ur), Norðurland vestra 8 (13 árið
áður), Norðurland eystra 5 (17 árið áð-
ur), Austurland 46 (54 árið áður),
Suðurland 13 (17 árið áður) og á
Reykjanes f óru 2 lán, sama tala og árið
1981. Rétt til Iána eiga þeir, sem búa
við olíukyndingu, rafhitun og tvær
hitaveitur, á Egilsstöðum og Suður-
eyri. Athygli vekur eftir fréttir í sjón-
varpi á föstudaginn um mikinn upphit-
unarkostnað á Egilsstöðum að engin
umsókn hefur borist þaðan.
Annað mál er að lán til alhliða endur-
bóta á húsum hafa aukist mjög. Þar
inni í eru eflaust miklar úrbætur í
orkueyöslu. Slík Ián eru veitt til þeirra,
sem ætla út í endurbætur, sem kosta
yfir 217 þúsund og búa í 20 ára húsum
eða eldri.
DS
Trjákvoðuverksmiðja á Húsavík:
Viðunandi
arðsemi
Finnska verkfræðifyrirtækið Ekono
hef ur nú skilað skýrslu til iðna ðarráðu-
neytisins um hagkvæmni og arðsemi
trjákvoðuframleiðslu hér á landi.
1 skýrslunni segir að niðurstööur
arðsemiútreikninga séu viðunandi, en
þó þyrfti að lækka framleiðslukostnað
frá því sem áætlað hafi verið til að
bæta arðsemi og samkeppnisstöðu
verksmiðjunnar. Afkastavextir eru
áætlaðir 12,2% miðað við full afköst.
Stofnkostnaður verksmiðjunnar er
áætlaður rúmir tveir milljarðar króna,
án vaxta á byggingartíma og rekstrar-
f jármagns, en þar af eru 255 milljónir
áætlaðar í hafnarmannvirki á Húsa-
vík. Við það hefur verið miðaö að verk-
smiðjan risi á Húsavik ef af fram-
kvæmdum verður, en staöarvalsnefnd
iðnaðarráðuneytisins vinnur þó enn að
athugun á þeim þætti.
I skýrslunni er gert ráð fyrir að verk-
smiðjan myndi framleiöa um 150 tonn
af trjákvoðu, sem nota mætti við:
vinnslu á dagblaðapappir og pappírs-l
þurrkum, en það er svipuð afkastageta
og hjá stærstu verksmiðjum í þessari
iðngrein. Flytja þyrfti inn um 300 þús-
und tonn af viðarbolum á ári, sem hrá-
efni til verksmiðjunnar, og benda
athuganir til að hagkvæmast væri að
kaupa það frá Kanada. Gert er ráð fyr-
ir því að meirihluti framleiðslunnar
myndi fara á markað í Vestur-Evrópu
eöa allt að 65% og um 20% til Banda-
ríkjanna. Starfsmannafjöldi verk-
smiðj unnar er áætlaður 133 menn.
Ýmsar athuganir þurfa að fara fram
áður en hægt verður að taka afstöðu til
hvort ráðist verður í framkvæmdir.
Kanna þarf frekar hvernig staðiö verð-
ur að hráefnisöflun, markaðsmál og
væntanlegt söluverð afurða. Þá mun
þurfa aö fara fram tilraunavinnsla til
að ganga úr skugga um hvort hráefnið
stenst gæðakröfur. Ef af framkvæmd-
um verður er reiknað með að erlendir
aöilar eigi hlutdeild í verksmiðjunni til
að tryggja langtímasamninga um
kaup á verulegu magni afurðanna.
ÓEF;
Áhugamem um jafnrétti milli landshluta:
Telja kjördæma-
málið of lítið rætt
Hópur áhugamanna úr Vesturlands-
kjördæmi um jafnrétti milli landshluta
hélt fund í Borgarnesi þann 8. mars
síðastliðinn. Urðu menn sammála um
að umræða um jöfnun atkvæðisréttar
hefði verið mjög einhliða og veigamikl-
ir þættir hefðu gleymst.
Má þar nefna ýmiss konar misrétti,
sem dreif býlisbúar verða að þola, svo
sem í verðlagningu orku og símaþjón-
ustu. Fundurinn álítur að ef umræðan
um jafnrétti ibúa landshlutanna á að
vera marktæk, hljóti hún að taka til at-
riöa sem þessara.
Fundarmenn ákváöu að vinna sam-
an aö raunverulegu jafnrétti allra
landsmanna og heitir fundurinn á þing-
menn kjördæmisins að halda vöku sinni í
þessummálum.
Pétur Valdimarsson kom frá Akur-
eyri og kynnti stofnun og starfsemi
hliðstæðra samtaka á Akureyri.
Bráðabirgðastjórnskipa: Þorvaldur
H. Þórðarson Stykkishólmi, Kristínn
Jónsson Búðardal og Ríkharð
BrynjólfssonHvanneyri.        PÁ
LOK-AÐ
Sædýrasafnið i HafnarfírOi hefur aldrei náð aO verða sá unaðsreitur sem margir dýragarðar erlendis eru.
Þeir, sem að safninu standa, segja fíérskort vera ástœðuna en ekki eru ailir á sama máli. En hversem
ástæðan er — safnið er lokað og hefur verið það i tvö ár.
Samband dýraverndunarf élags íslands
með áskorun til menntamálaráðherra:
Dýrin í Sædýra-
saf ninu verði
flutt burt þaðan
Samband dýraverndunarfélaga Is-
lands hef ur nýverið sent áskorun til
menntamálaráðherra um að láta
f ly tja þau dýr, sem enn lif a í Sædýra-
safninu í Hafnarfirði, í önnur söfn
erlendis eða lóga þeim ella.
I áskoruninni er sagt frá því að
rúm tvö ár séu liðin síðan Sædýra-
safninu var lokaö almenningi vegna
mikils fjárskorts. 1 maí 1982 hafi for-
ráðamenn safnsins sótt um heimild
til að opna það aftur en þaö leyfi hafi
ekki verið veitt. Rétt sé að geta þess
að safnið hafi alltaf verið rckið með
undanþágu en ekki fullu rekstrar-
leyfi, þar sem það hafi hvergi nærri
fullnægt kröfum um dýragarða. Síö-
an segir: „1 sambandi við umsókn
um opnun safnsins í maí 1982 var
lögð fram mikil áætlun um aukna
starfsemi í safninu og nam áætlaður
stofnkostnaður kr. 25.000.000.- —
tuttugu og fimm milljónum króna.
Ekki var gert ráð fyrir að ein króna
af þessum kostnaði færi í að bæta að-
búnað þeirra dýra sem fyrir eru í
safninu. Hefur þó ástand safnsins og
vanbúnaður veriö stanslaust vanda-
mál sbr. bréf Páls A. Pálssonar, yfir-
dýralæknis, dags. 23.2. 1977 o.fl.
Augljóst er að framangreindar
skýjaborgir hafa einungis verið ætl-
aðar til að slá ryki í augu þeirra
aðila, sem forráðamenn safnsins
hafa reynt að ná framlögum frá til
rekstrar safninu. Þessar blekkingár
hafa ekki náð tilgangi sínum, því að
illa gengur að tryggja safninu fram-
lag frá opinberum aðilum.''
Vitnað er í skýrslu sem Hagvangur
gerði í apríl 1982 um arðsemi yfir-
byggðs skemmtigarðs. Þar kemur
fram að á árunum 1977—1981 hafi
hagnaður safnsins af hvalveiðum,
framreiknað til verðlags í apríl 1982,
ásamt styrkjum, verið 21545.000
krónur. Sú staðhæfing að bygging
hvallaugar hafi reynst fjárhag
safnsins ofviöa, eins og forráoamenn
safnsins hafi borið við, standist þvi
ekki. „Það er öldungis óskiljanlegt
og ósæmilegt að líöa það," segir í
áskorun Sambands dýraverndunar-
félaga Islands til menntamálaráö-
herra, „að þessi dýr séu misnotuð á
þennan hátt, til að forstöðumaður
safnsins og samstarfsmenn hans geti
stundað hvalveiðar og selt hvali til
annarra þjóða, sjálfum sér til fram-
dráttar en ekki þeim dýrum, sem nú
eru í safninu, í skjóli þess að þeir reki
dýragarð á Islandi og að þaðan komi
hvalirnir."               jjjh
Höf um beðið í tvö ár
eftir rekstrarleyf i
— segir Hörður Zóphaníasson, st jórnarf ormaður
Sædýrasafnsins
„Sædýrasafnið hefur beöiö eftir
svari við beiðni um rekstrarleyfi í
tvö ár og það væri löngu búið aö gera
á þvi andlitslyftingu og opna það al-
menningi ef rekstrarieyfi hefði verið
fyrii hendL" Þetta sagði Hörður
Zóphaníasson skólastjóri, sem er
stjórnarformaður Sædýrasafnsins í
Hafnarfirði, vegna áskorunar Sam-
bands dýraverndunarfélaga Islands
til menntamálaráðherra. I ööru lagi
hefur sljórn safnsins margsinnis ít-
rekað þann möguleika að hætta
rekstri safnsins og leggja það niður,
en fjölmargir aðilar hefðu látið þá
skoðun í ljós að reyna ætti að bæta
rekstrargrundvöll fyrirtækisins og
halda rekstrinum áfram. I þeim hópi
voru meðal annarra bæjarráð
Hafnarfjarðar og þingmenn Reykja-
neskjördæmis. Meðal annars þess
vegna haf i safninu verið haldið gang-
andi þó að það haS ekki veriö opið al-
menningi i langan tíma.
Hörður sagði að stjórn safnsins
hefði látið teikna framtíðarhús fyrir
meginstarfsemi safnsins. Sædýra-
safnið hafi greitt af þessu allan
kostnað enda liti stjórnin svo á að
teikningarnar og áætlun sem Hag-
vangur gerði í fyrra um starfsemi
safnsins sé undirstöðuatriði þegar
tekin er ákvörðun um f ramtíð þess.
I áskorun Sambands dýraverndun-
arfélaga, sem Jórunn Sörensen skrif-
ar undir, er sagt frá því að henni og
fulltrua sambandsins í dýravernd-
arnefnd rikisins hafi verið bannaður
aðgangur að Sædýrasafninu þann 22.
janúar, daginn eftir brunann, sem
varð í Ijónahúsi safnsins. Um það
sagði Hörður að vegna langrar og
leiðinlegrar reynslu af rangfærsluin
og ósanngirni þeirra Jórunnar
Sörensen og Sigríðar Asgeirsdóttur,
um málefni Sædýrasafnsins, hafi for-
stöðumaöur neitað þeim aðgangi að
safninu, enda hafi það ekki verið opið
almenningi. Hins vegar hafi tveir
lögreglumenn gert skýrslu um
ástand safnsins um þetta leyti og þar
hafi komið fram meöal annars, að
annað hafi ekki verið að sjá en aHt
hafi verið í lagi með dýrin. Ennfrem-
ur sagði Hörður að strax eftir brun-
ann hafi verið ákveðið að gera gagn-
gerar breytingar við endurnýjun á
apa- og ljónahúsinu. Miðvikudaginn
9. mars hafi byggingarnefnd Hafnar-
fjarðar samþykkt nýjar og breyttar
teikningar aöslíku húst
Varðandi þau ummæli Jórunnar að
forstöðumaður     Sædýrasafnsins
stundi hvalveiðar, sjálfum sér til
framdráttar, en ekki til að bæta að-
stöðu dýranna í safninu, vildi Hörður
ekki segja annað en að hann mót-
mælti því. Taldi hann þetta ærumeið-
andi ummæli og myndi forstöðu-
maðurinn líklega leita réttar síns.
JBH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44