Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						27022
AUGLYSINGAR
SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611
RITSTJORN
SÍDUMÚLA12—14
FOSTUDAGUR 18. MARS 1983.
BODA YFIRVINNU-
BANN í ALVERINU
Yfirvinnubann mun ganga í gildi í
Álverinu í Staumsvík á sunnudaginn,
samkvæmt samhljóða samþykkt á
félagsfundi starfsmanna. Með þessu
vilja starfsmenn mótmæla þrifum í
kerskála álversins og óeðlilega
miklu vinnuálagi.
„Þetta er okkar nauðvörn. For-
raðamenn álversins hafa beinlínis
kallað á þessi viðbrögð," sagði
Sigurður T. Sigurðsson, varafor-
maður verkamannafélagsins Hlífar,
„nauðvörn" vegna vinnuálags og éþrifa
i samtali við DV. „Yfirvinna hefur
oft farið yfir leyfilegt hámark, sem
eru fimm vaktír á tveggja vikna
timabili, en á sama tima er verið að
segja upp starfsfólki. Þetta þýðir
aukið álag á þá starfsmenn sem fyrir
eru. Það hefur einnig verið básúnaö
hvað hér séu góðar mengunaryarnir
en samt eru ker látin standa opin,
sem er algjörlega bannað, og auk
þess er ekki nógu vel staðið að
þrifum. Þar að auki hafa samskipti
milli ráðarnanna og verkafólks ekki
verið góð — ég vil ekki orða það
stífar en svo," sagði Sigurður en
benti á að yfirmenn fengju væntan-
lega sinar fyrirskipanir að utan.
örn Friöriksson, trúnaðarmaður í
álverinu, segir að vinnuaðstæður þar
séu nú þær verstu sem menn muni
eftir. Fyrir utan að ker séu látin
standa opin þá sé sjaidan þrif ið rykið
af gólfunum og þá helst þegar gestir
koma til að skoða verksmiðjuna.
„Einu svörin sem við fáum eru þau
aö me nn geri það stundum heim a hjá
sér að taka til og gera fínt þegar
gestir koma í heimsókn. En þetta
þyrfti aö gerast á hverjum degi,"
sagðiörn.
Ekki náðist samband við Ragnar
HaHdórsson, forstjóra ísals, í
morgun til að inna hann álits á þessu
máli.
OEF
Prófkjör
krata fyrir
vestan kært
Alþýðuflokksfélag Patreksfjarðar
hefur kært prófkjör flokksins í kjör-
dæminu 6. mars síðastliöinn. Félagið
telur að framkvæmd prófkjörsins hafi
ekki verið í samræmi við reglur.
Kæran verður tekin fyrir á
kjördæmisþingi flokksins á Isafirði
næstkomandi sunnudag. Kæran mun
einnig  fara  fyrir  aðrar  stofnanir
flokksins.
Formaður     Alþýðuflokksfélags
Patreksfjarðar, Gunnar R. Pétursson,
vildi í morgun ekkert ræða við DV um
mál þetta. Samkvæmt öðrum
heimildum kæra Patreksfirðingar
meðal annars vegna þess að kjörgögn
bárust ekki með verulegum hluta at-
kvæða.                  -KMU.
Láglaunabæturnar:
Færrifá
ávísun núna
Liðlega 25 þúsund einstaklingar sem
litlar eöa engar láglaunabætur fengu í
desemberúthlutuninni fá ávísun frá
Það er ekki í samræmi
við reglur að fella Sig-
hvat.
fjármálaráðuneytinu nú öðru hvoru
megin við helgina.
Þá fer i póst önnur úthlutun lág-
launabóta sem ákveðið var að greiða
vegna vísitöluskerðingu bráðabirgða-
laganna. Voru þá greiddar út liðlega 50
milljónir króna og var notast við
skattaframtöl frá 1982 — þ.á.e.s.
tekjur á árinu 1981 til að finna út
hverjir ættu að fá bætur.
Stór hluti þeirra sem fengu láglauna-
bætur í desember fá ekki núna. Þeir
þrír meginhópar sem bætast við eru
tekjutryggingaþegar, námsfólk með
hærri námsfrádrátt en 5.438 kr, nema
það hafi börn á framfæri sínu, svo og
einstaklingar með mjög lágar tekjur.
Þannig getur verið að eiginmaður sem
f ékk sendar bætur í desember en haf ði
þó góðar tekjur árið 1981 fái ekkert
núna en eiginkona hans, sem litlar
tekjur haf ði þá, f ái ávisunina í staðinn.
. Sú upphæð sem greidd verður út í
dag nemur 22,8 milljónum króna og f er
hún til 25.400 einstaklinga en 38 þúsund
einstaklingar fengu senda greiðslu í
desember.                 -kip.
Islenski fáninn dreginn að húni í fyrsta skiptiáhinu nýja skipi.
DV-myndGVA
NYTT
HAFSKIP:
RANGÁ
Hafskip eignaðist í gær þetta skip. Þaö hefur hlotið nafnið Rangá og á að
sigla á Norðursjávaráætlun á móti Selánni. Skipið er keypt af norska f yrirtæk-
inu Fred Olsen á rúmlega 3 milljónlr dollara. Þaö er systurskip Selárinnar og
Skaftárinnar, sem reynst hafa Hafskipi vel. ÖU eru skipin svonefnd fjólhæfn-
isskip.
DS
Dæmdurfyrir
of hátt verð
á ýsuf laki
Jón Sigurðsson, kaupmaður i
versluninni Straumnesi í Breiöholti,
var síðastliðinn þriðjudag dæmdur í
Sakadómi Reykjavíkur til að greiða
sekt, fimm þúsund krónur, fyrir aö
hafa þann 19. apríl i fyrra selt ýsuflak
á verði sem var tólf af hundraði hærra
en leyfilegt var. Dómnum hefur verið
áfrýjað til Hæstaréttar.
Kaupmaðurinn var talinn hafa brot-
ið gegn verðlagslögum og ákvörðun
Verðlagsstofnunar með því að selja
ýsuflak á verði sem svarar 27 krónum,
hvert kíló, meðan leyfilegt verð var
rúmar24krónur.
Dóminn kvað upp Haraldur Henrýs-
son sakadómari. Verjandi kaupmanns-
ins var Sveinn Snorrason hæstaréttar-
lögmaður.                -KMU.
Unnarkjöt-
vörurhækka
íverði
Unnar kjötvörur, svo sem pylsur,
kjötfars og fleira þess háttar, hækka i
verði í dag. Verðhækkunin er á bilinu
20,6—23,9%. Er þetta vegna þeirrar
verðhækkunar sem varð a kjöti í upp-
hafi mánaðarins. Kjötfarskilóið fer nú
úr 55,50 krónum í 67,70 krónur. Kíló af
pylsum hækkar úr 86,90 krónum í
104,80 krónur.                DS
Nærfjörutíu
árekstrará
f imm tímum
Um f jörutíu árekstrar urðu í Reykja-
vik á tímabilinu f rá klukkan 16.30 fram
til kl. 22 í gær. Nær allir árekstrarnir
voru minni háttar og orsakavaldurinn
var í flestum tilvikum gríðarleg hálka,
sem myndaöist i höfuðborginni seinni
partinnígær.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
urðu alLs 45 árekstrar í gærdag. A
meðan árekstrarbylgjan stóð yfir fóru
lögreglumenn nánast beint úr einum
árekstriyfiríannan.         -JGH
VinnuslysíGlit:
Klemmdist
áfingrum
Vinnuslys varð í leirbrennslunni GUt
við Höfðabakka 9 á níunda timanum i
gærkvöldi.
Atvik voru þau að ungur starfs-
maður fyrirtækisins var að mylja leir
og vildi þá svo óheppilega til að hann
kleimndist á f ingrum er hann lenti með
fingurna á milli tveggja valsa, sem eru
viðmulningsvél.
Að sögn eins starfsmanns fyrirtækis-
ins í morgun er maðurinn ekki eins
mikið meiddur og leit út fyrir í gær-
kvöldi en hann var samt enn á Borgar-
spítalanumímorgun.         -JGH
Áreksturá
Höfðabakka
Harður árekstur varð rétt við Höfða-
bakkabrúna laust eftir hádegið í gær.
Lentu þar tveir bílar, Toyota og Ford
Escort, saman með þeim afleiðingum
að kona úr Toyotunni var flutt á slysa-
deild. DV er ekki kunnugt um hye
meiösli hennar eru mikil.       JGH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44