Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. MIÐVIKUDAGUR23. MARS1983.
Tilefnislaust
samningsbrot
— segir Ragnar Halldórsson
um yf irvinnubannið í álverinu
Yfirvinnubann verkamanna í ál-
verinu í Straumsvík, sem gekk í gildi
á sunnudaginn, hefur enn engin áhrif
haft á rekstur verksmiöjunnar. En
aö sögn Ragnars Halldórssonar, for-
stjóra Isal, má búast viö aö áhrifa
þess kunni að gæta í framtiðinni í þá
átt að draga verði úr f ramleiðslunni.
Yfirvinnubannið var sem kunnugt er
sett vegna mikils vinnuálags og ó-
þrifa í kerskála álversins.
Ragnar Halldórsson sagði í sam-
tali við DV að ástandið væri að þessu
leyti mun betra en það hefði verið
fyrir mánuðL Vinnuálagið og óþrifin
hefðu stafaö af tímabundnum erfið-
leikum. Rafskaut hefðu blotnað og
skemmst og því hefðu sum kerin
þurft að standa opin. Ragnar sagði
ennfremur að það hefði verið löngu
ljóst að starfsfólki myndi verða
fækkað. Ráðningartímimargrahefði
hins vegar verið framlengdur og
hefði verkalýðsfélagið kvartað und-
an því. Það væri því undarlegt þegar
verkalýðsfélagið kvartaði einnig
undan því að ráðningartími þeirra
sem búið væri að segja upp hefði
verið f ramlengdur enn lengur.
Ragnar sagðist álita að boöun yfir-
vinnubannsins væri bæöi tilefnislaus
og auk þess brot á samningum.
ÓEF
Atvinnuleysisdagar:
Fækkunmilli mánaða,
fjölgun milli ára
Skráðum atvinnuleysisdögum hér
á landi fækkaði um 15 þúsund í
febrúarmánuði síðastliðnum miðað
við mánuðinn á undan. Atvinnu-
lausum fækkaði samtímis um 720 á
landinuöllu.
Rösklega 36 þúsund atvinnuleysis-
dagar voru skráöir í febrúar og
jafngildir það að 1676 manns hafi
verið skráðir atvinnulausir allan
mánuöinn, sem svarar til 1,6 af
hundraði af áæQuðum mannafla á
Vöruskiptajöfnuður:
Hagsf æður í febrúar
Vöruskiptajöfnuður landsmanna
var hgstæður um 260 milljónir króna
í febrúar. Verðmæti útflutnings nam
um 1.250 milljónum króna en verö-
mæti innflutnings um 990 milljónum
króna. Þessar upplýsingar koma
fram í fréttatilkynningu frá Hag-
stofu islands.
Januarmánuður var islendingum
óhagstæöari. Séu tveir fyrstu
mánuðirnir lagðir saman er vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 80
milljónirkróna.
-KMU
vinnumarkaðnum. 1 janúar í ár voru
hins vegar skráðir um 51 þúsund at-
vinnuleysisdagar sem jafngildir 2400
manns eða 2,2 af hundraði mann-
afla.
Miðað við sama tíma í fyrra er
þetta þó engan veginn glæsilegur
árangur. I febrúarmánuöi þá voru
skráðir á landinu rösklega 20 þúsund
atvinnuleysisdagar eða um 16 þús-
undfærriennú.
Glansinn fer svo gjörsamlega af
þeim tölum sem birtar eru nú ef
miðað er við meðaltal skráðra at-
vinnuleysísdaga í febrúarmánuði
árin 1975—1982 en það hljóðar upp á
14 þúsund daga. Gefur þetta glögga
mynd af því ástandi er ríkir á at-
vinnumarkaðnum hérlendis um
þessarmundir.
riAMC
VILTU
£ ^ nýjan — nýrri — eldri —
A S    dýrari — édýrari
Komdu á þeim gamla og veldu sjálf ur.
ÚRVAL AF NOTUÐUM
BÍLUM Á FRÁBÆRUM KJÖRUM
Fíat132 78
Fíat 125P 77
Fíat 127 '74
Ford Cortina '75
Ford Torino '72
Chevrolet pickup '74
Wagoneer 74
Wagoneer '75
Wagoneer 72
Scout 74
Trabant station 79
Fíat 126 75
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-18.
OPIÐ SUNNUDAG KL. 13-18.
FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI
EGILL
davib sigurosson m. i v/ii n iái syicqnw
UIOJUVEGI 4. KÓPAVOGI.SÍMAR 77202 - 77200  //     V ILnUriLil VlUUUlH
SMIÐJUVEGI 4 KOP. SIMAR 77200-77720.
F I A T
Mezzoforte tekur lagið fyrir breska áhorfendur i þættinum Top Of The Pops i
siðustu viku. Talið er að um 12 milljónir manna horfi á þátt þennan í viku hverri.
Eins og sjá má er myndin tekin af sjónvarpsskermi en BBC neitar ljósmyndurum
alf arið um að taka myndir i upptökusölum sinum.
DV-mynd Einar Ólason
Mezzoforte:
LITLA PLATAN
MEÐAL TÍU EFSTU
Á BRESKA LIST-
ANUMINNAN TÉDAR
— segja sérf ródir
Að dómi sérfróðra manna er það
næsta víst að litla platan með Mezzo-
forte, sem að undanförnu hefur þeyst
upp breska vinsældalistann, verði
komin í hóp tíu vinsælustu platna
þarlendis áður en langt um h'ður.
Byggir þessí spádómur á því aö þessa
vikuna færöist platan upp um 12 sæti,
úr 29. í 17. og það án þess að áhrifa
þáttarins Top Of The Pops sé farið að
gæta að ráði i sölunni, en semkunnugt
er kom Mezzoforte f ram í þessum þætti
í síðustu viku. Að öllu jöfnu hefur þessi
þáttur síöur en svo slæm áhrif á plötu-
sölu þeirra listamanna sem þar koma
fram.
En þaö er ekki bara litla plata
Mezzoforte, sem selst í Bretlandi.
Stóra platan er einnig á hraðri leið upp
sölulistann og situr þessa vikuna í 28.
sæti hans en var í 43. sæti í fy rri viku.
Til að fylgja þessum vinsældum
hljómsveitarinnar eftir hafa Steinar
h/f ákveðíð að gefa út tveggja laga
plötu í næsta mánuði og verða lögin á
henni tekin af stóru plötunni Surprise
Surprise eins og lögin á þeirri smá-
skífu, sem nú er hvað vinsælust. I maí-
mánuði næstkomandi verða síðan
tekin upp glæný lög á litla plötu. Á
þannig að halda Bretum við efnið
þangað til hljómleikaferð Mezzoforte
hefst þar i landi í júní.
-SþS
Laxárf élagið ályktar:
Engar veiði-
heimildir til
Færeyinga
— meðan þeir stunda laxveiðar í sjó
„Aðalfundur     Laxárfélagsins
samþykkir að skora á ríkisstjórnina
að beita sér fyrir alþjóðasamþykkt
um bann við laxveiði í sjó," segir í
ályktun sem félag um Laxá í Þing-
eyjarsýslu hefur sent forsætisráð-
herra. Félö'g stangveiðimanna á
Akureyri og Húsavík eru í Laxár-
félaginu.
„Fundurinn telur orðið augljóst að
laxveiði í sjó byggist nú mest á
ræktun fisksins og því sé eölilegt að
þeir, sem til slikrar ræktunar stofna,
eigi að njóta ávaxta erfiðis síns og
tilkostnaðar.
Sérstaklega vill fundurinn vekja
athygli á hinní stórfelldu minnkun á
laxveiði í ám á norðausturhorni
Islands sem miklar líkur benda til að
stafi af mjög auknum laxveiðum
Færeyinga í hafinu milli Islands og
Færeyja. Skorar fundurinn því á
stjórnvöld að fella niður allar
veiðiheimildir Færeyinga innan fisk-
veiðilögsögu Islands þar til laxveið-
um þessum verður hætt," segir í
ályktuninni.
Stjórn Laxárfélagsins skipa nú:
Sigurður Samúelsson, Reykjavík,
formaður, Gísli Konráðsson, Akur-
eyri, Helgi Bjarnason, Húsavík,
Jóhannes Kristjánsson, Akureyri,
Olafur Benediktsson, Akureyri og
önundur Asgeirsson, Reykjavík.
-KMU

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40