Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						27022
AUGLYSINGAR
SÍDUMÚLA33
SAAÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTIll
86611
RITSTJORN
SÍÐUMÚLA 12—14
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1983.
Ef stir hjá
m Bandalagi
jafhaðaimanna
Bandalag jafnaðarmanna hefur nú
ákveöið framboöslista í ö'llum kjör-
dæmum. Þessir eru í fjórum efstu
sætunum f þeim k j ördæmurn sem DV
hefur ekki þegar birt listann í:
Reykjavík: 1. Vilmundur Gylfason,
Reykjavík, 2. Kristín S. Kvaran,
Reykjavík, 3. Stefán Benediktsson
Reykjavík, 4. Jónína Leósdóttir,
Reykjavík. Reyk]anes: Guðmundur
Einarsson, Kópavogi, 2. Þórður H,
Olafsson, Reykjavík, 3. Ragnheiður
Rikharðsdóttir, Mosf ellssveit, 4.
Pétur Finnsson, Grindavík. Vestur-
land: 1. Kristófer Már Krislinsson,
Reykholti, 2. Carmen Bonits, Borgar-
nesi, 3. Hrönn Ríkharðsdóttir, Akra-
nesi, 4. Hjörleifur Kristjánsson
Ölafsvík. Vestfirðir: 1. Kristján
Jðnsson, Reykjavík, 2. Lúðvík
Helgason, Tálknafiröi, 3. Guðni
Kjærbo, Kjúku, Strandasýslu, 4.
Helgi Sæmundsson, isafirði. Norður-
land vestra: 1. Þorvaldur Skaftason,
Skagaströnd, 2. Ragnheiður Olafs-
dóttir, Skagafirði, 3. Sigurður Jóns-
son, Akureyri, 4. Valtýr Jónsson,
Siglufirði. Austurlaud: 1. Grétar
Jónsson, Stöðvarfiröi, 2. Samúel Ingi
Þðrisson, Seyðisfirði, 3. Þorlákur
Helgason, Selfossi, 4. Árni Róberts-
son.VopnafiröL           -JBH.
Söfnun SÁÁ:
NÝ HRINA
SÁA mun á næstunni senda út
gjafabréf til allra karlmanna á
landinu á aldrinum 20 tíl 30 ára. Áður
hafði öllum karlmönnum á aldrinum
30 til 70 verið sent gjafabréf aö upp-
hæð 1800 krðnur. I aldurshópnum 20
til 30 ára eru um 25 þúsund manns.
Að sögn Valdimars Jðhannssonar,
framkvæmdastjóra fjársöfnunar-
innar, er ástæðan fyrir þessariaukn-
ingu sú að rnikillar óánægju gætti
meöal manna í þessum aldurshópi aö
fá ekki að taka þátt í söfnuninni.
Sagði Valdimar að söfnunin gengi
„ljómandivel."           -ÓEF.
Banaslys
Níu ára dengur lést á sjúkrahúsinu
á Akureyri um hádegisbilið í gær af
völdum meiösla sem hann hlaut í
umferðarslysi fyrr um morguninn.
Atvik voru þau aö drengurinn, sem
var á reiöhjóh, kom út af bflastæði
Glerárstöðvar OLIS við Tryggva-
braut og lenti i hliðinni á olíubil, sem
ók vestur eftir Tryggvabrautinni.
Drengurinn hlaut mikil meiösli og
var fluttur á sjukrahúsið á Akureyri
þar sem hann svo lést i hádeeinu i
gær.                   -JGH.
LOKI
Bandalag Jafnaðarmanns
ætlar að reynast hið rétta
heiti.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í kosningunum:
E/gn fyr-
ir alla
— eitt meginmarkmiðanna
Kosningayfirlýsing Sjálfstæðis-
flokksins var kynnt á blaðamanna-
fundi í gær og ber hún yfirskriftina
Frá upplausn til ábyrgðar.
Þar er megináhersla lögð á að ná
vcrðbólgunni niður með samstilltu
átaki og að ríkið gangi á undan með
því að draga úr eyðslu sinni og skatt-
heimtu. Skráning gengis sé miðuð
við stöðu atvinnuvega og jafnvægi í
milliríkjavið.skiptum.
I yfirlýsingunni kemur og fram að
eign fyrir alla sé og verði megin-
markmið     Sjálfstæðisflokksins.
Þannig fái þeir 80% lán sem eru að
eignast sína fyrstu íbúð. Tekjustofn-
ar Byggingarsjóös rikisins verði
einnig efldir verulega.
Flokkurinn vill að tekjuskattur á
atmennar launatekjur veröi afnum-
inn, jafnframt því sem persðnufrá-
dráttur nýtist láglaunafólki að fullu.
Eignarskattur á íbúðir verði
lækkaður. I stað þess að atvinnu-
fyrirtæki greiði í opinbera fjár-
festingarsjóði verði heimilað aö
leggja hluta hagnaðar i eigin fjár-
festingarsjðði.             -pÁ.
Bandalag Suðurnesja og Bandalag Kópavogs:
Hætta
stuðningi
—við Bandalag jafnaðarmanna
Bandalag Suðurnesja og Bandalag
Kópavogs, sem lýst hijfðu yfir stuon-
ingi við Bandalag jafnaðarmanna,
hafa nú hætt við að styðja lista
Bandalagsins í komandi kosningum.
Ástæðan er sú aö lista þeim er upp-
stillingarnefnd félaganna tveggja
lagði fram, var hafnaö af miðstjórn
Bandalags jafnaðarmanna og lagði
miöstjórnin fram eigin lista, sem
ekki er skipaður fólki úr fyrrnefnd-
umfélögum.
„Þessi vinnubrögð eru ekki nógu
lýöræöisleg að okkar matí," segir
Loftur Þorsteinsson verkfræðingur,
en hann skipaði efsta sæti þess lista,
sem hafnað var. Loftur sagði að
þetta sé spurning um vinnubrögð og
greinilegt sé að miðstjórn Bandalags
jafnaðarmanna hafi haft annað mat
á bæði vinnubrögðum og einstakling-
um en uppstiUingarnefnd félaganna.
Talið er líklegt að félögin tvö muni
gefa út yfirlýsingu á næstunni, þar
sem þau hvetji stuðningsmenn sína
til að styðja ekki lista miðstjórnar-
innar i koma ndi kosningum.
-SþS
Gluggar aru nú komnir i vaggskreytinguna.
D V-mynd: Einar Ólason.
Gluggar skornir í verðlaunamálverk
„Það er alveg furðulegt að sömu
menn og veittu stúlkunni verðlaun
skuli hafa samþykkt þetta," sagði
reiður Seltirningur í samtali við DV.
Urgur er nú í ýmsum á Nesinu vegna
glugga sem skornir hafa verið í
skemmuvegg einn langan. A veggnum
er nefnilega stærsta málverk á tslandi.
Gluggarnir eru í því miðju.
Tvær 17 ára gamlar skólastúlkur á
Seltjarnarnesi   máluðu   vegginn
¦jH
sumarið 1976. önnur þeirra, Fríða
Gisladðttir, hafði sigrað í samkeppni
sem efnt var til í skólum bæjarins, um
skreytingu á vegginn.
Skreiðargeymsla Isbjarnarins var i
húsinu þegar myndin var máluð á
vegginn. Nesval keypti síðan skemm-
una og ætlaöi að innrétta þar vöru-
markað. Þegar leyfi fengust ekki til
slíks var skemman seld Pétri Snæland
hf. og saltfiskverkuninni Hilmi hf. I
þeim hluta sem gluggarnir eru á er
Pétur Snæland nú að innrétta aðstöðu
f yrir starfsemi f yrirtækisins.
„Þessi mynd var sett til bráða-
birgða, til að fá léttleika yfir vegginn,"
sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
st jóri Scltj arnarness.
„Þessi húsveggur hafði farið mjög í
taugarnar á okkur. Hann blasti mjög
við þegar komið var innan frá Reykja-
vik.
Annað sjónarmið er komið upp núna.
Búið er að breyta nýtingu hussins.
Þarna er komið verkstæði á tveimur
hæðum. Jafnvel verður þarna verslun í
endanum Síðan er líka fyrirhugað að
byggja handan Nesvegarins töluvert
hærri hús þannig að þetta verður ekki
sá staður sem áður var. Þetta kemur
ekki til með að blasa eins við. En vitan-
lega er eftirsjá að myndinni sem
slíkri," sagöi Sigurgeir.      -KMU.
Svona ieft veggurlnn út sumarið 1976.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40