Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Tjarnarbrekkan og Suðurgatan um eða rétt fyrir 1890. Þetta er það svœði þar sem unglingspiltar léku knattspyrnu á uppgangstim- um fótboltans hér á landi. - gluggað í 75árasögu Víkings þar sem greint er frá bernsku- árum knatt- spyrnunnar hérálandi Kapplið annars flokks Vikings 1917. Á myndinni sjást í efstu röð frá vinstri: Lárus Einarsson og Walter Ásgeirsson. í miðröð: Ragnar Blön- dal, Gísli Pálsson, Tómas Jónsson, Óskar IMorðmann, Jón Brynjólfs- son, Stefán Pálsson og Snorri B. Arnar. í neðstu röð frá vinstri eru: Björn Eiríksson með fótboltatuðruna dýrmætu. Við hlið hans er þáver- andi formaður Vikings og stofnandi félagsins, Axel Andrésson, og honum á hægri hönd er Hjálmar Bjarnason. um hrygg fórum við aö læra knatt- spyrnureglurnar og leika eftir þeim. Og með vaxandi þroska og skilningi varö okkur smám saman ljóst, hversu góð áhrif knattspyrnan getur haft á drengi, ef leikið er eftir réttum reglum.” Annars staðar segir Axel Andrés- son svo frá: „Á þessum árum voru umferöar- vandamál varla til, því að bifreiðar voru ekki komnar til sögunnar. Göt- urnar voru því leikvangur barnanna. En er drengirnir fóru að iðka knatt- spyrnu, urðu þeir fljótt að hverfa þaöan og á aðra afvikna staði, þar sem gluggarúður voru ekki í hættu. Gulllóðin svokallaða, þar sem Odd- fellowhúsið var síðar reist, var knattspyrnuvöllur við okkar hæfi, þangaö til viö leituðum út á víðan vang og síðast á sjálfan íþróttavöll- inn á Melunum. Einn góðviðrisdag vorum við fimm drengir saman komnir á gulllóðinni. Viö fengum þá flugu í höfuöiö að stofna knatt- spyrnufélag eins og þeir fullorönu höfðu gert. Þetta fannst okkur snjöll hugmynd og létum þetta berast. Drengirnir í miöbænum vildu ólmir vera með og fjölmenntu á stofnfund- inn, sem haldinn var í kjallaranum á Túngötu 12, vel aö merkja, í geymsluplássi, því að um veglegri fundarstað var ekki að ræða fyrir snáða á okkar aldri. Alls mættu 32 drengir á fundinum. Var þá félagið formlega stofnað og því gefið nafnið Víkingur með samþykki fundarins. Þetta var 21. apríl 1908.” ,,Fœddir eöa fluttir inn í félagiö. ” Iþróttasamband Islands gaf árið 1919 út litiö kver sem ber nafnið' „Knattspyrnufélagið Víkingur 1908- 1918”. Er þar fjallað um fyrstu tíu árin í sögu Víkings. Getið er opin- berra kappleikja, hverjir léku þá af' Víkings hálfu, lög félagsins er að finna í kverinu, stjórnir félagsins og hverjir geröust félagsmenn í Víkingi frá 1908 fram á árið 1919. Rit þetta hefst á eftirfarandi hátt: „Félagiö er stofnaö 21. apríl 1908 af þeim Axel Andréssyni, Emil Thor- oddsen, Davíð Jóhannessyni, Páli Andréssyni og Þórði Albertssyni. 1908-1913 háði félagið enga opinbera kappleiki, en keppti við félag, sem kallað var „Fótboltafélag Miðbæ- inga”, og bar Víkingur ávallt hærri hlut. Æfingar voru stöðugt haldnar þegarveðurleyfði.” Baldur Andésson, cand. theol. og bróðir Axels, skrifaði skemmtilega grein um fyrstu ár Víkings og barátt- una við „Fótboltafélag Miðbæinga” í 25 ára afmæhsblað félagsins. Þar er eftirfarandi að finna: „Meölimir hans voru lengi framan af bundnir við Suðurgötuna og nágrenni hennar. Mátti því meö sanni segja, að menn væru „fæddir inn í Víking” eða hefðu „flutzt búferlum inn í Víking”. Ef einhver strákurinn á þessum slóðum hefði gerzt meðlimur annars knatt- spyrnufélags á þessum árum, þá hefði hann verið tahnn óalandi og óferjandi og að réttu lagi átt að búa annars staðar í bænum. Miklar orustur med berserksgangi Á næstu árum háði Víkingur or- ustur miklar við Knattspyrnufélag Miðbæinga. Voru í því liði kappar miklir og man ég sérstaklega eftir „Kela í Grjóta” og „Magga Bryn- jólfs”, sem jafnan gengu berserks- gang í orustum. Orusturnar voru háöar upp á Nýjabæjartúni, og stundum var orustugnýrinn svo mik- ill, að Bjarni gamli hringjari, sem bjó þar nálægt, heyrði hann og varö litið út um gluggann, og blöskraði honum þá aðfarir strákanna á gras- rnu í gróandanum, og kom hann þjót- andi og stökkti báðum kappliðunum á flótta. En ekki leið langur tími áður en ófriðarblika sást í austri (Væringjar, síðar Valur), og lengi haföi ófriöar- ský grúft yfir vestri (KR), og í þeim svifum urðu Víkingar varir við öflug- an óvinaher á næstu grösum (Fram). Fóru Víkingar þá að dæmi margra frægra herkonunga, aö þeir sættust við Miðbæinga og gerðu bandalag við þá um að þeir skyldu veita þeim liö gegn fjandmönnun- um.” Suðurgötuklíkan var ekkert smásmíöi! Það hefur trúlega verið árið 1912, sem strákarnir í Fótboltafélagi Mið- bæinga gengu til liös við Víkinga, en það ár er Þorkell Þórðarson (Keli í Grjóta) skráður félagi í Víking, sam- kvæmt fyrrnefndu kveri ÍSI. Magnús Brynjólfsson, sem nefndur er í sömu andrá og Þorkell, og þeir sagðir hafa gengiö berserksgang í orustum, var formaður Víkings árið 1927. Væringjar, sem Baldur nefnir var yngri deild KFUM, sem gekk til Uðs viðValáriðl916. Emil Thoroddsen, einn af stofn- endum Víkings, greinir á eftirfar- andi hátt frá stofnun Víkings: „Ein aðalorsökin til þess, hve knatt- spyrnulífið hefir blómgazt hér í Reykjavík, voru barnauðugu fjöl- skyldurnar, sem höfðu aðsetur í Suð- urgötunni á því herrans ári 1908. I hverju húsi í götunni voru þá 2-4 hálf- stálpaðir strákar. Suðurgötuklíkan var ekki neitt smásmíöi, og henni barst liðsstyrkur úr öllum nærliggj- andi götum. KR, sem þá hafði veriö við lýði í allmörg ár, var aðallega bundið við Vesturgötuna og hliðar- götur hennar. Það varö Suöurgöt- unni fljótlega metnaðarmál að verða ekki síðri en Vesturgatan.” . . þar med var þeirri œfingu lokid. ” Félagið átti ekki einu sinni knött, og það leið langur tími áður en gjald- kerinn var búinn að tína svo marga fimm- og tíeyringa út úr vösum fast- heldinna félagsmanna, að þaö nægði fyrir nothæfum knetti. Framan af var notazt viö míniatur-knött, sem var einkaeign eins af félagsmönnun- um, og hafði þann ágæta eiginleika, að hann lá kyrr eins og klessa, þó hann kæmi niöur á jörðina úr háa lofti. Þetta fyrirkomulag hafði þann annmarka, að eigandi knattar- ins var nokkurs konar einvaldsherra á vellinum, og ef ekki var látið að hans vilja í einu og öllu, þá fór hann í fýlu, tók eign sína og labbaði heim, og þar með var þeirri æfingu lokiö.” Þar með látum við lokiö þessum útdrætti úr sögu Knattspyrnufélags- ins Víkings en fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á að kynna sér efnivið bókarinnar nánar má geta þess að bókin er til sölu í Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar, í Sportvali við Laugaveg og einnig í herbúöum Vík- ings við Hæðargarð. það nýjasta í GAROHÚSGÖGNUM frá Danmörku. Vönduð og falleg vara. Einnig sýnum við það nýjasta í framleiðslu okkar, fallegar veggsamstæður í stofuna, Ijósar og dökkar. Allt í stíl í unglinga- og barnaherbergi Minnum á þessi vinsælu og vönduðu íslensku húsgögn. Margar viðartegundir — ekta viður. Góð lakkáferð. Ath. ný þjónusta • Smíðum fataskápa eftir máli. • Góðir greiðsluskilmálar á öllum vörum verslunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.