Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
DV.L
TURBULENCES, ilmurinn, sem túlkar síbreytileik konunnar,
en undirstrikar jafnframt persónueinkenni hennar.
TURBULENŒS er afurð náttúrunnar.
Angan engri lík, - frá blómum og jurtum óspilltrar náttúru.
Samsetningin er síðan fullkomnuð í háborginni París.
TURBULENCES frá REVILLON
FRANSKUR SEIÐUR FYRIR NÚTlMAKONUR
Hversdogsréttur
soóinn í Potta-Seyöi
Þórunn Sigurðardóttir er með
holla og ódýra uppskrift
matreidda í Potta-Seyði
4 tómatar
1 paprika
2 kartöflur
1  rauðlaukur
2  perlulaukar
3  hvítlauksrif
150 g tómatmauk
2 msk matarolía
1 msk mint sósa
(fæst í litlum glösum)
1 msk Teryaki sósa (eða soya)
basilikum, svartur pipar
Skeriölaukanasmáttoggrænmetiðísæmilega
stóra bita. Blandið öllu saman í poka, lokið og
sjóðið Í35 mínútur. Beriðfram með nýju, grófu
brauði, stráið gjarnan rifnum osti yfir jafninginn.
Þetta er hollur og hressandi réttur sem borða má
bæði heitan og kaldan. Hann er líka góður með
steiktu kjöti eða kjötkökum.
'&EVAl D trY9gfr bragðfoetrl
9CTVIR ogholkzrimaí
^ Plastprent ht.
Elsi
íslu
— gruiJ
Sunnudaginn 13. nóvember síðastlið-
inn var þess minnst í Neshreppi utan
Ennis á Snæfellsnesi aö 80 ár eru liðin
síðan kirkja sú er nú stendur á
Ingjaldshóli var vígð. Ekki er vitað til
annars en að kirkjan hafi veriö fyrsta
steinsteypta kirkja á landinu og til
marks um það þá var fyrsta stein-
steypta húsið í Reykjavík byggt 1903.
Þessi kirkja var reist á öðrum stað en
kirkjur höfðu staðið frá 1317 er fyrsta
kirkjan á Ingjaldshóli var vígð. Saga
staðarins er því orðin bæði löng og
merk og ekki er vitað til þess að sú
saga hafi nokkurs staðar verið skráð
samfelld. Verður í þessari blaðagrein
aðallega stuöst við samantekt Guðjóns
Halldórssonar, fyrrverandi forstjóra
Fiskveiðasjóðs, en hann hefur í mörg
ár verið að viða að sér heimildum um
kirkjustaðinn. Það á eftir að kanna
mikið af heimildum og því ljóst að hér
verður aðeins stiklað á stóru en víst er
að mikið á enn eftir að koma í leitirnar.
Byggingarsaga
Undir Jökli er Ingjaldshólskirkja
elsti kirkjustaðurinn og samkvæmt
elstu heimildum mun bænahús eða
hálfkirkja hafa staðið á Ingjaldshóli
um árið 1200. Eins og áður sagði var
fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli reist 1317
og byggði hana Gunnar Hauksson
bóndi sem þá átti Ingjaldshól. Árni
biskup Helgason vígði kirkjuna þá um
haustið og var hún helguö guði, Mariu
mey, píslarvottunum Cosma og
Damian og öllum heilögum.
Frá 1317 stóðu allar kirkjur á sama
stað inni í núverandi kirkjugarði en
kirkja sú sem nú stendur var reist
norðan við kirkjugarðinn. Fyrir nokkr-
um árum mátti sjá hornsteina þá sem
gömlu kirkjurnar hvíldu á í gegnum
aldirnar en sökum þess hve kirkju-
garðinum er illa við haldið þá er
ómögulegt að sjá þá nú.
Kirkja sú sem reist var 1317 var þá
þriðja stærsta kirkjan á landinu, ein-
ungis kirkjugarðarnir í Skálholti og á
Hólumvorustærri.
Því miður er það svo að eftir 1317 er
rúmlega 370 ára eyða í þeim heimild-
um sem nú eru tiltækar. Kirkjunnar er
næst getið í Fitjastaðaannál, en þar er
sagt frá því er kirkjan fauk 11. febrúar
1694.1 þeim annál segir: „Tók ofan efri
hlutann allan, allt að bitum fyrir utan
kórinn því hann var heillegri en fram-
kirkjan, kominn aö falli." Strax hefur
verið gerður reki að endurreisn kirkj-
unnar því sumarið 1695 kemur
konungsbréf þar sem mælt er fyrir um
endurreisn kirkjunnar sem var svo
lokið 1696. Um þetta segir í Hestsannál
— „var þá ger kirkjan að Ingjaldshóli.
Hafði konungsbréf útkomið sumaríð
hið fyrra að allar kirk jur á Islandi heil-
ar og hálfar skyldu eftir þeirra
formegan til hennar byggingarkostnaö
leggja. Það allt til samans var 400
r.dl."
Næst segir af kirkjubyggingum 1743
en það árið lét Guðmundur sýslumaður
Sigurðsson (f. 1700 - d. 1753), er þá bjó
á Ingjaldshóli, byggja kirkju „ramm-
gera". Einnig lét hann steypa úti í
Danmörku kirkjuklukku sem enn er
notuð og ber hún nafn hans og ártal
endurbyggingarinnar. Sú klukka er sú
stærri af tveimur en sú minni er frá
1735 og er ekki vitað hver gaf hana.
Arið 1782 eru endurbætur gerðar á
þeirri kirkju sem þá stendur. Líkur eru
á því að kirkja sú sem byggð var 1743
og endurbyggð 1782 sé sama kirkjan og
rifin var um aldamótin 1900. Sá sem
annaðist endurbæturnar 1782 var Olaf-
ur Björnsson, bíldskeri frá Munaðar-
hóli og er frá því sagt að hann hafi
gert mikið af útskurði í kirkjuna.
Kirkjan sem rifin var um aldamótin
var sögð prýdd miklum útskurði sem
öllum var því miöur fleygt, nema
tveimur postulamyndum sem nú eru
geymdar á Þjóðminjasafninu. Þessar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24