Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						20
DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984.
Hótel island brennur. Stefán Nikulásson tók þessa mynd en hann fékk vit-
neskju um brunann er faðirhans sem vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur
var vakinn og beðinn um að taka rafmagniO af miObænum. Eins og sjá má
varO ekki við neitt ráöiO.
Svona leit Hótel Ísland út eftir breytingarnar sem gerOar voru á þvi 1901 og fram aO brunanum 1944. TakiO   eftir
þviaO húsin lengst til vinstri og lengst a'l hægri á myndinni standa enn, eins og sjá má á nýju myndinni (Myndin
fengin hjá Árbæjarsafni).
Hiísið brami
til kaldr a kola á
t veimur tímum
— 40 ár fra þ ví Hótel í sland brann
Þessi mynd er tekin norOur AOalstrætiO er bruninn var i algleymingi. Bkki
sóst ihiO brennandi hús fyrir eldhafi og reyk.
Aöfaranótt 3. febrúar 1944 eöa fyrir
réttum 40 árum, varö stórbruni i
miöborg Reykjavfkur. Þá brann Hótel
Island sem stóð á horni Austurstrætis
og Aðalstrætis þar sem nú er bílastæði,
aimenntkallaðHallærisplanið.            ,
Hótel Island var annað stærstaj
gistihús Reykjavíkur og stærstal
timburhús borgarinnar. Einn maður'
fórst i brunanum og þótti það vel
sloppið miðað við hve hótelið brann á:
skömmum tíma. Alls voru 48 manns i
húsinu er eldurinn kom upp.
Hótelinu ekki bjargað
Það var um klukkan 2.25 sem starfs-
stúlka á hótelinu, Rósa Sigfúsdóttir,
varð eldsins vör. Vaknaði hún við
eitthvert snark og sá að eldur var
kominn í veggi geymsluherbergis á
efstu hæð hússins þar sem hún bjó.
Vakti hún alla sem á hæðinni bjuggu
i snarheitum Meðal þeirra var Ester
Rosenberg dóttir eiganda hótelsins.
Saiiiaiitekt:
Sigurður Þör
Salvarsson
Myndir:
Stefán
Nikulásson
og Einar Ólason
Hun hljóp þegar niður á skrifstofu
hótelsins og lét slökkviliðið vita af
eldinum.
Þegar svo slökkviliðið kom á staöinn
skömmu síðar voru flestir komnir út úr
húsinu, margir hverjir fáklæddir.
Veður var mjög óhagstætt til slökkvi-
starfa, norðan stormur og 12—13 gráða
frost. Fljótlega varð ljóst að Hótel
Lslandi yrði ekki bjargað og beindist
slökkvistarfið fyrst og f remst að því að
bjarga nærliggjandi húsum i Austur-
stræti, Aðalstræti og Vallarstræti.
Tókst það giftusamlega og þótti mikið
afrek.
Hótel Island brann til kaldra kola á
tæpum tveimur tímum.
i
Efsta hæðin alelda
Slökkviliðsstjóri Reykjavíkur er
þetta gerðist var Pétur Ingimundarson
og í Vísi fimmtudaginn 3. febrúar 1944
er þessa frásögn hans að finna:
„Mér var fyrst tilkynnt um elds-
voðann klukkan 2.29 eftir miðnætti og
fór þá þegar á vettvang. Þegar ég kom
á Hótel Islandi virtist efsta hæð
hússins alelda og logatungur stóðu út
um glugga er sneru að Austurstræti og
Aðalstræti. Fólkið var flest komiö út,
fáklætt mjög. Sumir höfðu náð í hand-
Loðin Ansturstr æti 2:
Frá pakkhiísi til bflaplans
Sögu húsbygginga á lóðinni
Austurstræti 2 má rekja aftur til árs-
ins 1790 um það biL Þar mun þá haf a
verið pakkhús i eigu Sunckenbergs
kaupmanns, og er sagt hafa verið úr
timburstokkum, iíklega úr stokk-
verki. Hús þetta mun hafa veriö rif ið
skömmu eftir aldamótin 1800 og í
staðinn reisti þar Einar Jónsson
íbúðarhús og verslun. Ibúöarhúsið
var ur bindingi múruðum úr múr-
steiiri og borðaklætt, en verslunar-
húsið úr ómúruðum bindingi.
Kort frá 1836 sýnir þessi tvö hús á
lóðinni og snýr annað í norður og
suður á horni Austurstrætis og Aðal-
strætis, en hitt sunnar og snýr i
austur og vestur. Húsin voru þá
skráð eign Jafets Johnson (sonar
EinarsJónssonar).
Jafet seldí svo eignina áriö 1845
RJP. Tærgesen kaupmanni og tveimur
árum síðar byggði hann á lóðinni,
líklega vörugeymsluhús, á liorni
Veltusunds og Vallarstrætis.
Gildaskálinn
Um 1860 keypti Niels Jörgensen
lóðina og hóf veitingasölu i húsinu
sem stóð á horni Austurstrætis og
Aðalstrætis. Nefndi hann veitinga-
húsið Gildaskálann. Lengdi hann
húsið til s uðurs meðfram Aðalstræti.
Sagt er að Jörgensen hafi áformað
að reisa á lóðinni stórt hótel en hann
dó áður en af því yrði, árið 1875.
Ekkja hans gekk skömmu siðar
(fyrir 1879) að eiga Johan Hallberg
skipstjóra sem tók við veitinga-
mannsstarfinu.
Aríð 1882 lét HaUberg byggja tví-
lyft hús við Austurstræti, áfast
gamla húsinu á horni Aðalstrætis og
Austurstrætis. Austan við tvílyfta
húsið og áf ast því lét hann reisa ein-
lyft hus, sem sneri norður og suður, á
horni Austurstrætis og Veltusunds,
Hótel fsland
Eip.hverntíma á þessum árum
tekur Hallberg upp nafnið Hótel
Island á vcitingahúsinu. I lýsingu frá
því um 1888 segir að í Hótel Islandi
hafi verið þrjár veitingastofur, Al-
menningur, Svtoastían og Káetan.
Var Svínastían eins konar ö'lkrá, þar
sem menn drukku standandi, og var
nefnd svo til óvirðingar þeim er hana
sóttu. Húsið á homi Veltusunds og
Vallarstrætis var notað sem
geymsluhús. Þarvar einnig tappaðá
f löskur vin og öl til hótelsin s, en þessi
varningur var flullur inn í ámum.
Hesthús var í byggingu sem stóð
meðfram Valiarstrætí.
Arið 1894 reisti Hailberg hús á
horni Veltusunds og Vallarstríetls en
reif þá geymsluhús er þar var fyrir.
Arið eftir byggði hann viöbót meö-
fr am Vaflarstræti.
Næstu breyttngar á husunum á
tóðinni Austurstræti 2 voru gerðar
árið 1901 en þá hækkaði Hallberg
álmuna við Austurstræti um eina
hæö, lengdi og endurbætti en reif
elsta húsið sem sneri út að Aðal-
stræti og byggði þar upp aftur þrttyft
hús með turni á horni Austurstrætis
og AðaLstrætis.
Þannig hélst húsið óbreytt þangað
til það brann aðfaranótt 3. februar
1944.
Hallberg veitingamaður seldi eign-
ina 1906 og voru það 12 menn sem
keyptu af honum í sameiningu. Þeir
áttu húsið í eitt ár en seldu þaö þá
nokkrum góðtemplarastúkum. Þær
áttu húsið til ársins 1914 erþaðkomst
í eigu Isiandsbanka.
1912 hófust kvikmyndasýningar í
húsinu sem var áf ast Hótel IsLindi og
stóð á horni Veltusunds og Austur-
strætis. Var bíóið nefnt Nýja bíó en
bíó hafði þá verið rekið f sex ár í
Fjalaketttnum í húsinu við Aðal-
stræti 8. Nýja bíó starfaði i liúsinu til
1920 er það flutti í eigið hús við
Austurstræti.
Verslanlr
Islandsbanki var ekki lengi eig-
andi Hótel Islands því sama ár
og hann keypti húsið seldi hann það
hlutafélaginu „Borg". H/F „Borg"
átti húsið til ársins 1928 er það komst
i eigu Alfreds Rosenbergs, sem átti
það þangað til þaö brann.
Hótel var alltaf reMð í húsinu en
upp úr 1920 voru komnar verslanir á
neðstu hæð þess, bæði við Austur-
strætíogAðalstræti.
Hallærisplaniö
Allar götur frá því Hótei Island
brann hefur verið bifreiðastæði á
tóðinni þar sem það stóð. Plan þetta,
sem kallaö var Hótel Islandsplanið,
varö síðar samkomustaður unglinga
á síðkvöldum og fékk þá uppnefnið
Hallærisplanið.
Lengi hafa menn velt því fyrir sér
hvort byggja ætti á tóðinm' að nýju en
raunverulegar tillögur þess efnis
hafa verið fáar. Ein kom fram 1977
og gerði ráð fyrir bifreiðageymslu-
húsi á lóðinni en hugmynd þessi var
hluti af nýju heildarskipulagi fyrir
allt svæöiö frá Kirkjustræti til
Hafnarstrætis.
Nú þegar þetta er skrifað munu
vera komnar fram glænýjar tttlögur
um lóðina Ausfairstræti 2 og tilheyra
þær hugmyndum að heildarskipulagi
fyrir Kvosina svokölluðu eða stóran
hluta gamla miðbæjarins. Hug-
myndir þessar eru svo nýjar að ekki
fengust; aðrar upplýsingar um hvað
ætti að vera á lóðinni Austurstræti 2,
armaðeneinhverskonarhus.       -SþS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48