Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Stökkið er ein aðalgrein þeirra á Ólafsfirði enda eru heimamenn duglegir að notfæra sér hina góðu að- stöðu. En það er ekki bara stokkið á skiðum i Ólafsfirði. Ekki verður betur séð á þessari mynd en að vélsleðarnir taki stökk lika. Krakkarnir byrja ungir á skiðastökkinu og er góður stökkpallur i bæn- um fyrir þá og einnig þá eldri sem eru að byrja að æfa hina skemmtilegu íþrótt. i Ólafsfirði er margt gott skíðafólk og Ólafsfirðingar eiga einnig mikið af góðu keppnisfólki. ÓLAFSFJÖRÐUR: Þar er besti stökkpallur á landinu — enda Ólafsfirdingar gott skídafólk Olafsfjörður er einn af þeim skíða- bæjum á Islandi sem hefur orðiö fræg- ur fyrir að eiga góöa skíðamenn og býður staðurinn upp á alhliða skíöa- iðkun. I Olafsfirði er nýleg skíðalyfta meö mjög vel upplýstu skíöasvæði. Lyftan er opin virka daga frá kl. 15—19 og frá 13—17 um helgar. Fastur starfsmaður vinnur í skiðaskálanum og annast hann veitingasölu og viöhald á lyftu- svæðinu. Lyftugjöld eru mjög ódýr. Árskort fyrir 8 ára og yngri kosta 300 krónur, fyrir 9 —12 ára 700 krónur, fyrir 13—16 ára 1000 krónur og fyrir 16 ára og eldri 1500 krónur. Göngubrautir eru troðnar á hverjum degi, bæði keppnisbrautir og trimm- brautir. Þá er á staönum 5 km upplýst braut fyrir almenning og er hún mjög skemmtileg í kvöldskíðagöngu. Þá er stökkaðstaðan í Olafsfirði mjög góð. A staðnum er 20 metra upp- byggð stökkbraut í miðjum bænum fy rir þá sem y ngri eru og 50 metra upp- lýst stökkbraut með lyftu við hliöina handan við bæinn, þannig að stökkvar- arnir þurfa ekki að f ara af skíðunum. Snjótroðari er á staönum og eru brautir troönar á morgnana og tilbúnar um hádegi á daginn. Þjálfarar eru með fastar æfingar flesta daga vikunnar í alpagreinum, göngu og stökki. Flugfélag Noröurlands heldur uppi flugi alla daga vikunnar nema mið- vikudaga og sunnudaga á leiöinni Akureyri—Olafsfjörður—Reykjavík og Reykjavík—Olafsfjörður—Akur- eyri. Hóteliö á Olafsfirði býður upp á gistingu og kostar eins manns herbergi meö baði 650 kr., tveggja manna her- bergi með baði 850 kr., gisting í heima- vist 350 kr. og svefnpokapláss 200. Morgunveröur er á 100 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.