Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1984, Blaðsíða 1
Öldruö hjón í Smálöndum ofan við Reykjavík: Við erum gjörsamlega varnarlaus þegar svona kemur fyrir, segir Guðjón Teódórsson, þar sem hann og kona hans, Lydia Guðjónsdóttir, standa í dyrum húss síns sem þau hafa ekki komist út úr í eina viku. DV-mynd GVA. LOKUÐINNI í EINA VIKU „Þaö er sifellt veriö aö tala um ástandið úti á landi en svona getur þaö nú veriö hér í Reykjavík”, segja þau hjónin Guðjón Theódórsson og Lydia Guðjónsdóttir, sem hafa veriö innilokuö í eina viku í húsi sínu að Hitaveitutorgi 1 í Smálöndum, vegna fannfergis. Mannhæöar hár skafl er fyrir — vegna fannfergis dyrum hússins og því gjörsamlega ómögulegt aö komast út eöa inn. Þau hjón, sem bæöi eru á sjötugs- aldri hafa þó ekki þurft að líða neinn skort þessa viku, sem þau hafa verið innilokuð, ættingjar hafa komið meö mat og aðrar nauösynjar, en heldur er þeim farin aö leiöast vistin. Og nú þarf Lydía aö komast til læknis, en hún er sjúklingur, sem verður að fara til læknis meö reglu- legu millibili. Hvemig hún fer að er ekki gott að segja, þau hjónin hafa reynt að fá borgarstarfsmenn til aö aðstoöa sig en þaö hefur ekki boriö árangurenn. Þau hjón muna ekki eftir jafn miklum snjó þarna í Smálöndunum í þau sex ár sem þau hafa búiö þar. -SþS. Sóttirá vélsleðum íÞórsmörk Félagar í slysavamasveitinni Dag- renningu á Hvolsvelli komu í nótt innan úr Þórsmörk með sex menn sem þar voru í vanda staddir. Mennimir höföu farið inn í Þórsmörk á þrem bílum og þegar ekkert haföi heyrst í þeim í gærkvöldi fóru aðstand- endur þeirra aö óttast um þá og höföu samband viö SVFI. Voru menn úr sveitinni á Hvolsvelli fengnir til aö fara inn í Þórsmörk aö leita aö þeim og héldu þeir af stað í gærkvöldi á sex vél- sleöum. Fundu þeir bílana og mennina um miönætti skammt innan viö Stóm- Mörk. Var ákveðið aö skilja bílana þar eftir og vom mennirnir fluttir á sleðun-i' um niður á Hvolsvöll. -klp. um Flug- leiðabréf — nokkur tilboð í 20% eignarhlut ríkisins Nokkur tilboö í 20% hlutabréfaeign ríkisins í Flugleiðum hf. bárust fjár- málaráðuneytinu fyrir síöustu mán- aöamót. Nafnverð bréfa ríkisins er 7 milljónir króna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um bjóöendur en samtök starfsmanna eru á meöal þeirra. -HERB. Snjókoma — bjart annars staðar Norðan strekkingur veröur um allt land í dag og kvikasilfursúlan á hita- mælum nær hvergi upp fyrir núll gráðna. Snjókoma verður um aUt noröanvert landið aö meðtöldum noröanverðum Austfjörðum og Vest- fjöröum. Annars staöar veröur bjart veöur. Hvaö færöina varöar er stórum bílum og jeppum fært eftir suöur- ströndinni frá Reykjavík austur að, Höfn í Hornafirði en Almannaskarð mun vera ófært. Fært er frá Reykjavík í Borgames en um færö annars staöar á landinu var ekki gjörla vitað á skrifstofu vega- mála í morgun. -SþS. 1.—.——~~ ■ Cininsgesamt8i«rfcefV(Bm(t7w©ÍQléníen<Jen 1 ■ aS4'jrJk,Mmn',«e,t.nr,le(Whe,m(o.^(tewte'er l(^Sí»Si8i“foppte 1 wieerwollte vts Srune.'t - trc *.IM,.|W(WT( ».t(j«) Í5 Nóaflóðið GlæsimarkÁs- — SigíW geirsekkidæmt hépsins — sjá íþróttir — sjá bls.4 bls. 19-26 ' Listflug hrafnsins — sjá bls. 2 og39 Ölvaðirilla staddireftir Saugardagsböllisi - sjá bls. 5 Tímahrakog spenningur ískákinni — sjá bls. 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.