Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 30
38 DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. Stofnfundur Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF), veröur haldinn laugardaginn 31. mars kl. 14.00 í Domus Medica. UNDIRBUNINGSNEFNDIN. Skrifstofustarf Maöur óskast til starfa á afgreiðslu skattstofunnar í Reykja- vík. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist fyrir 5. apríl nk. SKATTSTJÓRINNI REYKJAVlK. VANDINN LEYSTUR Handhœg lausn til að varðveita blaðið. Hálfur árgangur í hverja möppu Fást á afgreiðslu Úrvals, Þverholti 11, sími (91) 27022 og hjá Bindagerðinni, Skemmuvegi 22, • símar (91) 77040 og (91) 35468 GERIST ÁSKRIFENDUR! ASKRIFTARSÍMINN A AKUREYRIER 25013. Afgreiðs/a okkar, SKIPAGÖTU 13, er opin virka daga ki. 13—19 og /augardaga kl. 11-13. ATHUG/Ð! Blmðamaður DV á Akur- •yri, Jón Baldvin Halldórs- $on, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusimi hans er 26613. hwmazimi26385. A fgreiðsla — ritstjórn, Skipagötu 13 — Akureyri. JanisCarol: Fær aðalhlut- verk í„Cats” „AUtaf þegar einhverjum gengur vel er sá hinn sami orðinn hálf- íslenskur,” sagöi söngkonan Janis Carol hlæjandi í samtali við DV í gær þegar blaðiö hafði samband viö hana til að óska henni til hamingju meö að hafa fengið titilhlutverkið í söng- leiknum „Cats” sem er eitt stærsta stykkið á fjölunum í London nú. Höfundur þess er Andrew Lloyd Webber og hann bauð Janis Carol að taka að sér þetta hlutverk. Janis Carol hefur verið búsett á- samt fjölskyldu sinni, eiginmanni og tveimur dætrum, í Englandi undan- farin fimm ár. Velgengni hennar undanfarið hefur verið með ólikindum þótt hún vilji ekki gera mikið úr því sjálf. Hún var til vara í söngleiknum „Song and Dance” þar sem Lulu fór með aðalhlutverkiö. Þegar Lulu veiktist og varamann- eskja hennar líka var Janis Carol boðið aö taka hlutverk hennar og var það á sl. hausti. Með því hlutverki fór lukkuhjól hennar verulega að snúast og henni stóð til boöa aö taka að sér hlutverk Evitu í samnefndum söngleik, þegar Webber og leikstjóri Cats, Trevor Nunn, fóru þess á leit við hana fyrir nokkrum vikum að hún tæki að sér hlutverk ,,Fancy cat” í Cats. ,,Þá sagði umboðs- maðurinn minn „first come first serve” og ég hætti við Evitu og tók hinu. Jú, þetta er óefað æðsta tak- mark þeirra sem á annaö borð eru í þessum bransa,” segir Janis Carol, sem notar sviðsnafnið Carol Nielsson á fjölunum, fööiu-nafn tengdaföður síns, síra Árelíusar Níelssonar. Eiginmaður Janis er Ingvar Arelíus- son hljóðfæraleikari sem nú er aö ljúka námi á kontrabassa í London. Dætur þeirra eru Fanný og Sandra, tíu og fimmtán ára gamlar. „Um þessar mundir syng ég líka með bresku sinfóníunni í þáttum sem BBC er að gera. Mín fyrsta sýning í Cats verður 2. apríl. Jú, ég kvíði ör- lítið fyrir því þaö hefur ekki gefist mikill tími til æfinga,” segir Janis. Aðspurö um dansinn i þessu stykki segir hún: „Eg skellti mér í dans- tíma fyrir einu ári og hef stundaö þá reglulega síöan. Því kemst ég alveg skammlaust frá þessu. Dansa meö hinum köttunum í opnunaratriðinu í tíu mínútur. Cats hefur þegar fengið um sjö verðlaun í London og eitthvað álíka í New York, þar sem söngleikurinn er á Broadway. „Það verða jú breyting- ar á högum okkar núna,” segir Janis. „Þetta eru ekki eins mikil laun og ég fengi á Broadway en samt þaö mikil að nú förum við að f jár- festa í húsi í fínna hverfi, svo þaö verði ekki allt hirt í skatta. Sem stendur búum við í sjö herbergja húsi í Kent í útjaðri London en langar til að flytja í vesturhluta borg- arinnar. Annars ætla ég að færa mig upp á skaftið og biðja um meira kaup seinna,” segir hún hlæjandi. Aðspurð hvort hún hagi sér sam- kvæmt einhverri forskrift ef til vill frá umboðsmönnum, segist hún ekki fara í lestir og strætó „upp á að fá ekki kvef” og sé hætt að vera á hjólaskautum, þvi hún má ekki fót- brjóta sig. „En ég er alltaf ég,” segir hún ákveðin og „ætla mér ekki að fara að taka upp einhverjar stjörnu- tiktúrur. Þetta dramatíska leikhús- fólk finnst mér svo tilgerðarlegt. Þótt ég sé ekki íslensk að uppruna er ég samt öðruvisi en ensku stelpumar. Opnari og jarðbundnari finnst fólki,” segir hún. „Eg ólst upp á Islandi frá sex ára aldri. Báðir for- eldrar mínir eru breskir en þau slitu samvistum. Þegar ég var sex ára giftist móðir mín, Doris, Bimi Þórðarsyni og fluttist með okkur þrjár dætur sínar til Islands. Hvað ég sé gömul? Það er leyndó. Jú, annars, svona rúmlega þrítug, að mér finnst. Maöur er eins gamall og manni finnst,” segir hún og hlær meira. Og hver er svo uppskriftin aö velgengninni? Að frátöldum söng- hæfileikunum, sem hún hefur minnst talað um, segir hún hógvær: „Þiö megiö ekki snúa út úr fyrir mér en ég held að ef maður kemur eins fram viö alla og sé laus viö frekju gangi mannialltíhaginn.” -HÞ. Orkuspamaðarátak: 250 hús tekin í gegn á árinu — húseigendum veitt aðstoð við einangrun ogskipti úrolíuhitun í rafmagnshitun Iðnaðarráöuneytið og félagsmála- ráðuneytið munu nú í sumar og á næsta ári beita sér fyrir sameiginlegu orkusparnaðarátaki sem fyrst um sinn skal ná til þeirra húsa sem liggja á svæðum þar sem orkuverð er hátt og hafa óeðlilega mikla orkunotkun. Er hér um tvenns konar aðgerðir að ræða, annars vegar aðstoö til húseigenda við að endumýja og lagfæra einangrun húsa sinna og hins vegar hvatning til húseigenda, sem kynda hús sín með olíu, til þess að skipta yfir í rafmagns- hitun. Hús þau sem koma til greina aö fá þessa aðstoð verða valin í samstarfi við orkuveitur og sveitarfélög á hverj- um stað og verður eigendum þeirra gefinn kostur á tæknilegri aöstoð við að meta þörf á endurbótum og hag- kvæmni þeirra og kom fram á blaða- mannafundi, sem Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra héldu í gær, að til framkvæmda við þessar endurbætur verði síðan veitt lán, sem nema allt aö 80% kostnaði viö endur- bætumar. Lánstími verður til 16 ára og verða lánin afborgunarlaus fyrstu tvötil þrjúárin. Einnig verða veitt lán til breytingar úr olíuhitun yfir í rafhitun, sem nemi allt að 50 þúsund krónum, sen heildar- kostnaður við slíka breytingu er talinn nema 60 til 90 þúsund krónum á hvert hús. Þau lán verða veitt til fimm ára og einnig afborgunarlaus fyrstu tvö ár- in. Skoðun húsanna verður að mestu framkvæmd af ráðgjafarfyrirtækjum á landsbyggðinni og verður sá þáttur að mestu styrktur af ríkissjóði. Hluti hinnar opinbem áætlunar um þetta efni gengur einmitt út á það að mennta skoðunarmenn víðs vegar um landiö til þess að meta þarfir fyrir slikar breyt- ingar og hagkvæmni þeirra. Áætlaö er að veita fé til endurbóta á Sverrír Hermannson iðnaðarráðherra og Alexander Stefánsson fólags- málaráðherra á blaðamannafundi ti! kynningar á orkusparnaði. um 250 húsum á þessu ári og við val á þeim verður farið eftir orkureikning- um, þannig að þeir sem hafa hæsta orkureikninga fá fyrstir kost á þessari aðstoð. Höfuðatriði í þessum hug- myndrnn er að lánið verður endur- greitt á fleiri árum en það tekur endur- bætur að skila sér í minnkaðri orku- notkun, þannig að greiöslubyrði við- komandi húseigenda minnki en aukist ekki af þessum framkvæmdum. óbg. Um það bil 10 erlend leiguskip ísiglingum hér: Útlendingar eru í störfum 160-170 íslenskra sjómanna Um það bil tíu erlend leiguskip eru að staðaldri í siglingum til og frá landinu á vegum íslenskra skipafé- laga og þar af eru sex þeirra á föst- um áætlanaleiöum, skv. athugun DV á þessum markaði. Sú þróun hefur orðið í íslenskri kaupskipaútgerö sl. nokkur ár að skipum hefur fækkað, stærri skip veriö keypt í staðinn og leiguskipum f jölgað verulega. Þetta hefur fækkaö atvinnutækifærum far- manna talsvert og segjast þeir hafa átt nóg með að kyngja fækkun og stækkun íslensku skipanna þótt fjölg- un leiguskipa bætist ekki við. Eftir því sem næst veröur komist er Hafskip með tvö leiguskip, Hvítá, skráða á Spáni, og Berit, skráöa í Finnlandi. Bæði eru skipin á áætlun- arleiðum og hafa verið það í um það biltvöár. Skipadeild Sambandsins er einnig með tvö leiguskip, Jan frá Þýska- landi, sem verið hefur í ferðum hér í liölega ár, og Francop, einnig frá Þýskalandi, sem kom hingað fyrir liðlega mánuöi. Þau eru bæði í áætl- unarsiglingum. Þá virðist Eimskip vera með fimm leiguskip og eru tvö þeirra í áætlunarferðum en þrjú í ýmsum stórverkefnum. City ofHartlepooler enskt og tók við af öðru leiguskipi fyrir liðlega ári. Ocean er þýskt og kom hingað fyrir áramót. Þessi skip eru í áætlun. Speciality frá Þýska- iandi kom hingaö fyrir röskum mán- uði, sömuleiðis Adeline frá sama landi og frá Þýskalandi kom einnig Elisabet Heeren sl. haust. Þessiþrjú skip eru í ýmsum stórverkefnum. Vægilega má áætla að stööugildi á þessum skipum nemi 160 til 180 manns, þar af liðlega 100 manns á áætlunarskipunum einum. -GS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.