Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1984, Blaðsíða 1
41.200 EINTÖK PRENTUOÍ DAG, RITSTJÓRN SÍMI 8661J f^ÉJgyp jL DAGBLAÐIÐ — VISIR 79. TBL. — 74. og 10. ARG. —MANUDAGUR 2. APRIL 1984. Sagð i nokkur vel valin orð við mig og sló mig síðan —segirKarl Olsen, um samskipti sín við Ama Johnsen alþingismann á sýningu í Sjómanna- skólanum á laugardag mig síðan einu höggi í andlitiö,” sagði Karl Olsen yngri, hjó Vélsmiðjunni 01 Olsen, í samtali viö DV. Karl sagði að þetta hefði átt sér stað á kynningarsýningunni í Sjómanna- skólanum á laugardag. Honum og föður hans hefði verið boðið að vera með á sýningunni til að kynna sleppi- búnað fyrirtækisins sem settur hefur verið í mörg skip að undanfömu. „Það undarlega var að við Árni höföum verið aö ræða saman í mesta bróðerni fyrir utan skólann skömmu áður en þetta gerðist. Ámi fór síðan inn í skólann en ég byrjaði að tala við annan mann. Þegar ég svo kom inn í skólann eftir skamma stund var það sem þetta gerðist. Við höggið datt ég í gólfið og það blæddi bæði úr nefi og vör. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna hann gerði þetta. Eg hef bókstaflega enga hug- mynd um það. Á eftir baö hann mig af- sökunará þessu.” Karl sagði ennfremur aö um 30 til 40 manns hefðu fylgst meö því þegar þetta gerðist. -JGH „Þegar ég kem í hurðargætt skólans alþingisniaður víkur sér að mér, segir veit ég ekki fyrr en Arni Johnsen nokkur vel valin orð við mig og slær Hart deilt um sleppibúnað og gengið á milli manna í Sjómannaskólanum á laugardag: „Það er stundum best að svara að sjómannasið," sagði Árni Johnsen eftir ryskingarnar. Árni Johnsen um átökin við Sjómannaskólann: Ég svaraði að sjómannasið „Eg sló manninn ekki, hann stjakaði við mér og ég löðrungaði hann á móti. Stundum er best aö svara að sjó- mannasið,” sagði Ámi Johnsen al- þingismaöur aöspurður um átökin við Sjómannaskólann sl. laugardag. Sagðist Árni ekki fyrr hafa verið kominn á svæðið en svívirðingar þeirra Olsen-feöga heföu dunið á sér. „Sá eldri var iðinn við kolann og þegar sonurinn hélt svo ræðu og hafði öryggismál sjómanna í flimtingum var mér nóg boöiö. Eg sit ekki undir ásök- unum um aö hafa gert smámál að stór- máli þar sem Helliseyjarslysið er,” sagði Ámi. „Það er ekki smámál þegar f jórir menn farast. ” Að sögn Árna gætti Karl Olsen þess vandlega aö láta sem flesta vita um löðrunginn. „hann hljóp inn í skólann, settist þar á hækjur sér og virtist vera aö hugsa málin. Aftur á móti baðst ég afsökunar þó svo ekki hafi séð á manninum því hér er vitanlega um leiðindaatvik að ræða,” sagöi Árni. -EIR. Talsvert tjón varð í eldsvoöa á Hverfisgötu 34 laust eftir klukkan þrjú í nótt. Ibúar hússins voru ekki heima er eldurinn kom upp og sakaði því engan. Eldsupptök eru ókunn. Þegar slökkviliðiö kom á vettvang var mikill reykur á tveimur efri hæðum hússins. Eldurinn var þó mestur í íbúð á annarri hæðinni. Tal- ið er aö eldurinn hafi kviknað í eld- húsi á þeirri hæð. Fjórir reykkafarar fóru inn og gengu úr skugga um aö enginn væri heima. SlÖkkvistarfi var lokið um klukkan fimm. Skemmdimar era fyrst og fremst á annarri og þriðju hæð hússins. Þá eru nokkrar skemmdir af völdum vatns i versluninni Veggfóðraranum sem er á jarðhæðinni. Fjórir slökkviliðsmenn voru á vakt viðhúsiðímorgun. -JGH TALSVERT TJÓN í ELDSVOÐA Á HVERFISGÖTUNNI Frá slökkvistarfinu við Hverfisgötu 34 ð fjórða timanum i nótt. Talsvert tjón varð á íbúðum á annarri og þriðju hæð hússins. íbúarnir voru ekki heima og engan sakaði. DV-mynd S. /■ Telja sigfinna 1.600 milljónir upp ífjárlaga- gatið, 400 milljóna vanda frestað: Söluskattur lækkaður, undanþágum stóríækkað Eitt meginatriðið í aðgeröum ríkis- stjómarinnar til þess að ná endum saman á fjárlögum verður líklega kerfisbreyting á söluskatti. Undan- þágum verður stórfækkað en sölu- skatturinn lækkaður aöeins um leið. Þetta á að skapa grundvöll til miklu harðara eftirlits og þar með skila betur söluskattinum í ríkissjóð. Á fundum formanna stjórnarflokk- anna og fjármálaráðherra fyrir og um helgina skýröust viðhorf til fjár- lagagatsins talsvert. Það er nú metið um tveir milljarðar. Stefnt er að því að spara og fresta upp í 1.600 eða jafnvel 1.800 milljónir. Líklega verð- ur allt að 400 milljóna vanda frestaö um ár. Það er sama upphæð og er áætluð í halla á fjárlögunum, eins og þau voru afgreidd á Alþingi. Ekki eru allir stjómarliðar jafn- sáttir við sparnaöinn og uppi eru raddir um að einhver hluti upp í fjár- lagagatið verði fenginn með nýjum skatti eða sköttum. Aðallega er rætt um veggjaldið, krónu á kíló i öku- tækjum, sem gæfi 140 milljónir króna. En forsætisráðherra hefur meðal annarra verið hlynntur því, verði skattheimta yfirleitt fyrir val- inu. Fjármálaráðherra spymir við gegn öUum nýjum sköttum. Ekki er líklegt að þingflokkar stjórnarliösins fjalli um þetta mál í heild fyrr en á miðvikudag og ríkis- stjómin á fimmtudag. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.