Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 1
Súkkuladigerdin Síríus hefur nú gert stœrsta páskaegg sem páska- eggjafródir menn á íslandi minnast. Eggið er vel á við meðalmann á hœð, nánar tiltekið tveir og hálfur metri og svo rúmt að innan að heilt barnaheimili gœti látið fara vel um sig inni íþví efþað vœri ekki fullt af góðgœti. Eggið mun eiga að fara l Miklagarð í sérstaka páskaeggjadeild þor. DV-mynd GVA. Irækju túr á Húna- flóa - sjá bls. 32 og 33 Islend- ingurá land- skikaá Southfork — sjá bls. 2 Flestirloönu- hátarnir hættir - sjá bls. 2 Svartidauði slærígegn -sjábls.4 Engin fyrirmæli um innheimtu aftur í tímann en: Hreintokurá ff kokomjólkinnl - „ærast svo yf ir lögskipaðri skattheimtu,” segir f jármálaráðherra „Eg held að þessir menn ættu að líta sér nær. Það er hreint okur á kókómjólkinni. Þeir selja lítrann á yfir 50 krónur, þótt þessi drykkur sé unninn úr afgangi af niðurgreiddri mjólk sem seld er á 18,70 hver lítri nú. Þeir ærast svo yfir lögskipaðri skattheimtu og hlaupa grenjandi í blöðin yfir innheimtunni, án þess að tala eitt orö við mig,” segir Albert Guðmundsson fjármálaráöherra. Fjármálaráðuneytið hefur kynnt skattstjórum að ákvæði um 17% vörugjald á 80% heildsöluverðs og 23,5% söluskattur á smásöluverð gildi um Svala frá Sól hf. og bland- aða mjólkurdrykki. Fyrir liggur að innheimta má gjöldin, að minnsta kosti vörugjaldið, sex ár aftur í tím- ann, samkvæmt skattalögum. „ Annars er okrið á mjólkurdrykkj- unum ekki aðalatriðið í þessu sam- bandi, þótt ég bendi á það aö gefnu tilefni,” sagði fjármálaráðherra í morgun. „Við erum hér að tala um framkvæmd gildandi laga. Og ég hef ekki gefið nein fyrirmæli um inn- heimtu aftur í tímann. Hafi mönnum orðið á mistök má ræða þaö. En það hefur enginn spurt mig neins. Viö skulum lita á það aö bæði framleiðendur og kaupmenn eiga að kunna að verðleggja og þekkja þau lög og þær reglur sem gilda í landinu. Þetta er þeirra atvinna. Það er hins vegar ekkert nýtt að ef lög eiga að ná til bændaklíkunnar þá verður allt vit- laust.” Landbúnaðarráðherra, Jón Helga- son, hefur bókað mótmæli sín vegna gjaldtökunnar á ríkisstjómarfundi. HERB Röskun á flugi — flugmenn segja áhafnirof fáar Ágreiningur Flugleiða og Félags íslenskra atvinnuflugmanna um fjölda áhafna á DC-8 þotum í Norð- ur-Atlandshafsfluginu varð til þess að innanlandsflug raskaðist í gær. Félag flugmanna neitaði Flug- leiðum um undanþágu frá samn- ingsákvæðum um hvíldartíma fiug- manna í gær. Flugleiðir fengu þvi ekki mannskap til að leysa af þrjá flugmenn sem voru veikir. Brugðist var viö með því aö fá vél frá Flugfélagi Noröurlands í Sauöárkróksflug. Húsavíkurflug var felit niður en farþegamir teknir í gegnum Akureyri. Aö sögn Frosta Bjarnasonar, for- manns FlA, telja fiugmenn að tveimur áhöfnum fleira þurfi á DC- 8 þotumar i sumar. Agreiningur hefur verið um þetta frá því sumar- áætlunin, sem er stærri en áöur, var kynnt í febrúar síðastliðnum. Flugraenn hafa frá þeim tima veitt fimm undanþágur en í gær neituðu þeir. -KMU. Stór f járdráttur hjá Vörubílastöð Vestmannaeyja hf.: NAM HÁLFRI MILUÓN KR. Á 8 MÁNUDUM Uppvist hefur orðið um stóran fjár- drátt hjá Vörubílastöð Vestmannaeyja hf. í Eyjum og nam hann liðlega hálfri milljón króna á síðustu 8 mánuðum. Að sögn Magnúsar Guðjónssonar, forstjóra stöðvarinnar, var um að ræða mann sem hóf störf hjá þeim í september sl. og annaðist sá bókhald stöðvarinnar og rekstur skrifstofu. „Við uppgötvuðum þetta er við- skiptaskuld við Olíufélagið hlóðst upp en við erum umboösmenn þess. Hann gætti ekki að sér og tékkaöi of ört út,” sagði Magnús i samtali viö DV. Ákveðið hefur verið að kæra ekki manninn enda hefur hann gefið kvittun fyrir fjárhæðinni og lofað að borga hana á næstu dögum. „Við vonum að það sé ljóst sem þama fór fram og vonandi verður þetta ekki lögreglumál en við erum með málið í endurskoðun,” sagði Magnús. Ástæður þess að maðurinn hóf fjár- drátt munu vera þær að hann stóð í húsbyggingu og lenti í erfiðleikum með greiðslur þar. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.