Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984.
LÁTTU
LÉTTAÞÉR
STÖRFIN.
ÁLEGGSVÉLAR.
ÞAÐ BESTA ER
HAGKVÆMAST.
UMBOÐSAOILI:
RÖKRÁS
RAFEMDAT/EKMÞJONUSTA
HAIiARSHÖFÐA t - SIMI39420
m
Héldum að ekki þyrfti að
spyrja um þá þarna niðri
— rætt við Sigtrygg Jósefsson, en vélsleðinn hans f laug f ram af á eftir þeím Ingvari og Sveini Rúnari
Frá Jóni Baldvin Halldórssyni,
fréttamanni DV í Báröardal, Þing-
eyjarsýsln:
„Bremsurnar voru frosnar og ég
gat engan veginn stoppaö sleöann.
Við brúnina tókst mér þó að velta
mér af sleöanum sem hélt áfram og
fór fram af hengif Iuginu. Hann hvarf
í sortann á eftir þeim Ingvari og
Sveini sem þegar höfðu hrapað niöur
á sinuin sleðum.
Við hinir i hópnum sem vorum uppi
á brúninni reyndum að kalla tO
þeirra. En það bar ekki árangur,
veðurofsinn var það mikiil. Við
vissum ekki hvernig þeim leið,
vissum ekki um örlög þeirra. En sú
hugsun kom upp hjá okkur að ekki
þyrfti að spyr ja um þá þarna niðri."
Þannig komst Sigtryggur Jósefs-
son, vélsleðamaður og starf smaður í
Laugaskóla, að orði er ég ræddi við
hann skömmu eftir að hann kom
ásamt fjórtán félögum sínum i
Bárðardal um hádegisbiJið í gær
eftir hrakningsför úr Nýjadal.
Það er ijóst að Sigtryggur hafði
heppnina með sér og litlu mátti
muna að hann færí á eftir féiögum
sinum tveimur niður hengif lugið sem
menn telja að hafi verið um 30 til 40
metra há 11.
Og Sigtryggur hélt áf ram frásögn
sinni af atburðum i Mjóadal: „Við
vissum aldrei nákvæmlega hvar við
vorum. Ágiskanir voru uppi i hópn-
um um að þetta værí þvergil syðst i
Mjóadalnum." .
„Tveir okkar reyndu að finna teið
niður í gilið. Þeir voru með ljós en
þéir ftmdu enga leið. Þei r komu aftur
og viö lögðumst í skjðl þar sem við
vorum búnir að graf a okkur niður.
Um tveimur khikkustundum eftir
að þeir Ingvar og Sveinn höfðu
hrapað niður lægði veðrið og þá sá
Þeir feögar Sigtryggur Jósefsson og Arnþór Sigtryggsson nýkomnir tfl
byggða í Bároardalinn í gærdag. Þeir voru hvor i sinum hópnum.
DV-mynd: JBH
Hurfu íburtu á nokkrum sekúndum
— sagð i Arnþór Sigtryggson um það þegar norðanhópurinn tvístraðist
Frá Jóni Baldvin Halldórssyni,
fréttamaimi DV í Bároardal, Þing-
eyjarsýslu:
„Við urðum viðskila við hina þegar
einn sleðinn bilaöi. Þetta varfimmti
sleðinn en við hofðum ekið í einfaldri
röð. Við f jórir sem á eftir komum
stoppuðum og á nokkrum sekúndum
voru binir horfnir. Þeir vissu ekkert
af okkuroghélduáfram."
Þannig varð fimm manna
hópurinn til, að sögn Arnþórs Sig-
tryggssonar vélstjóra við Laxár-
virk jun, eins úr hópnum. Þessi f imm
manna hópur kom hingað i Bárðar-
dalinn um eit tleytiö i gærdag.
Arnþór sagði að þeir hefðu tekið
þá ákvörðun að leita bina ekki strax
uppi. Ekki fyrr en þessi bilaði sleði
væriklár.
„Við hnýttum bilaða sleðann
aftan i annan sleða og lögðum þannig
Þrírsnjó-
bílarog
ri
— notaðir við ieitina að
vélsleðamönnunum
Þrír snjóbíiar og einn snjótroðarí
voru notaðir við leitina að vélsleða-
mönnum sem fundust viö Mjóadal í
gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum Hannes-
ar Hafstein voru bílarnir frá Húsa-
vik, Fnjóskadal og Reykjadal, en
snjótroðarinn var fenginn frá Húsa-
vík.
„Mér er ekki nákvæmlega
kunnugt um hve margir tóku þátt í
leitinni. En þær björgunarsveitir
sem leituðu voru frá Björgunar-
sveitinni Þingey, Björgunarsveitinni
á Húsavik og Flugbjörgunarsveit
Akureyrar," sagði Hannes.
Hann sagði ennfremur að
björgunarsveitin Tryggvi frá
Selfossi hefði að ósk þeirra vélsleða-
manna komið upp i Sigöldu á
sunnudag tii að taka á mðti hópnum,
sem lagði af stað þangað, frá skálan-
umíNýjadal.
-JGH.
á sunnudag
af stað. Við fylgdum strikunum á
Sprengisandsleið en við þurftum
alltaf að stoppa. Það var svo dimmt
afhríð.
Við höfum veriö búnir að eyða
sjárfsagt um klukkutima i að leita
uppi stikur. Þegar við sáum fram á
að við myndum ekki finna hina, á-
k vá ðum við að taka áttavitastefnu og
hætta að hugsa um veginn. Klukkan
varþáumþrju.
lengra og lengra í vesturátt. Þegar
við komum í Mjóadal, vestan að, varö
það fyrir mikla heppni að við fórum
ekki fram af hengiflugi. Við
stoppuðum einn metra frá brúninni,
ánþess þóaðvitaaf því.
Þaðvarekkifyrr enviðfórumað
fikra okkur niður dalinn sem við
uppgötvuðum hvers kyns væri.
Víð snerum því við og fundum
okkur djupan skafl sem við grófum
Þessi mynd er tektn nokkrnm mfnútnm eítir að fimm manna hópurinn kom til
byggða milli Halldórsstaða og Mýrar um hádeglsbilið i gærdag. Eins og sjá
má eru þcir félagar allir vel búnir.                   DV-mynd: JBH.
Eg ók á undan með áttavita.
Maður þurfti að krjúpa á sleðanum
tO að sjá fram fyrir og það endaði
með þvi að ég braut stýrið af
sleðanum, vegna þess hve þungt ég
lááþvL
Þegar við fundum Kiðagil
ætluðum við að leita uppi veginn og
stefna aðeins vestur á vóginn. Við
f undum hins vegar veginn aldrei.
Þess i stað hafði okkur borið
okkur svona einn og liálfan metra
niður. Þarna höfðumst við við um
nóttina. Um tíuleytið i morgun
lögðum við siöan af stað. Við kom-
umst fljótlega á slóðir og fylgdum
þeim í BáröardaL"
Þess má i lokin geta að ekki voru
nema nokkur hundruð metrar á milli
hópanna tveggja í Mjóadalnum.
Hóparnir vissu þó hvorugur af
öðrum.                 -JGH.
alveg í dalbotninn. Þaö var farið að
huga að þeim og Sveinn svaraði
strax og virtist hress. Hann var að
reyna að krafsa snjóinn ofan af Ingv-
arí sem lá undir sleðanum. Minn
sleði var þarna rétt hjá.
Þrír okkar fóru þá niður með rekur
til að grafa Ingvar upp. Þeir voru
siðan niðri hjá þeim til morguns.
Ingvar upp. Þeir voru síðan niðri hjá
þeim til morguns. Ingvar slapp
furðanlega vel. Hann meiddist litið,
það vantaði á hann tvær neglur og þá
var hann svolítið marinn á öðru
lærinu."
Sigtryggur sagði að feillinn hefði
verið sá að vera ekki búnir að grafa
sig í fönn löngu fyrr. „Við vorum
búnir að missa sleða niður gil áður.
Þar var snjóbakki, þrír til fjórir
metrar. Við náðum þeim sleða strax
upp.
Það má líka segja að það sé glóru-
laust að vera með svona stóran hóp,
fimm til átta menn er alveg nóg. Það
er vonlaust aö halda utan um þetta
þegar veðrið er svona vont."
-JGH
„Sáum lítið
tiljardar"
— sagði Bjarki Viðar
Hjaitason, flugmaður
hjá Flugf élagi
Norðurlands, sem
leitaðiaðvélsleða-
mönnum ígærmorgun
„Við vorum á lofti um tvær klukku-
stundir. En við sáum litið til jarðar á
stórum hluta leitarsvæðisins vegna
mikils snjóbyls," sagði Bjarki Viðar
Hjaltason, Qugmaður hjá Flugfélagi
Norðurlands, i samtali við DV í gær-
dag.
Bjarki fór i gærmorgun ásamt
tveimur félögum úr Flugbjörgunar-
sveit Akureyrar í leit að vélsleða-
mönnunum frá Nýjadal sem saknað
var í f yrrinótt og fram undir hádegi i
gær.
„Viö sáum tvo vélsleða rétt sunnan
við bæinn Mýri i Bárðardal. Þá flug-
um við yfir snjóbíl nokkru sunnar,
eða rétt vestan við Kiðagilsdrög. Við
höfðum samband við snjóbflinn og
gáfum honum upp staðsetningu."
Bjarki sagði ennfremur að flugið
hefði verið tilraun til aö finna menn-
ina, en ekki hefði verið nákvæmlega
vitað hvernig leitarskilyröin voru.
-JGH
Húsavík:
Fólkflykktist
ískýlibjörg-
unarsveitarinnar
Skýli björgunarsveitarinnar á
Húsavík fylltist af fólki i gærmorgun
er leitin aö vélsleðamönnunum stóð
sem hæst Leitinni var stjórnað úr
skýli björgunarsveitarinnar. Um leið
og spurst hafði út að mannanna væri
saknað fór fólk að koma í skýlið til að
fylgjastmeðgangimála.     _jgh
„Eru að fá sér mat og kaffi"
— sagði Guðrún Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja á Mýri í Bárðardal, en þangað
komu vélsleðamennirnir
„ Þei r eru alis ekki illa á sig komnir
og eru hér að f á sér mat og kaffi. Eru
svona að jafna sig," sagði Guðrún
Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja á
bænum Mýri i Báðardal, er DV haf ði
samband við hana skömmu eftir há-
degi í gær vegna vélsleðamannanna.
„Við áttum von á hópnum hingað i
gærkvökli og vorum að horfa  á
sjónvarpið er einn þeirra kom að
bænum um klukkan ellefu. Hann var
þurr og vel á sig korninn.
Er hann hafði sagt hvernig komið
væri fyrir hópnum var strax brugðiö
á það ráð að kalla út leitarflokka.
Þaö var siðan um t völeytið i nótt sem
fyrsti snjóbillinn fór héðan til
leitar."
Guörún sagði að annar snjóbíll
hefði farið frá bænum um klukkan
f jögur um nóttina og sá þriðji i gær-
morgun.
„Annars er hluti mannanna hér
hjá okkur. Nokkrir þeirra eru á
bænum Bólstöðum, hér skammt
frá."
-JGH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40