Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984.
11
VIÐTALIÐ:
Fyrsti Lionessu-klúbburinn í Reyk javík stof naður:
„Ltknar- og mann-
úðarmál efst á baugi"
— segir Þórunn Gestsdóttir, formaður klúbbsins
Fyrsti Lionessu-klúbburinn í
Reykjavík var stofnaður 8. mars
síðastliöinn, á alþjóðlegum baráttu-
degi kvenna. Lions-hreyfinguna
þekkja sennilega flestir og hér á landi
eru starfandi í henni 2800 karlmenn.
En þar til á seinni árum hefur hreyf-
ingin eingöngu verið bundin við karla.
Breyting varð á þessu áriö 1975, á
kvennaárinu, er fyrsti Lionessuklúbb-
urinn var stof naður ytra.
Fyrsti Lionessu-klúbburinn hér-
lendis var svo stofnaður á Siglufirði
1979, að tilstuölan þáverandi formanns
Lions-klúbbs Siglufjarðar, Egils Gr.
Thorarensen.
Síða'n hafa verið stofnaöir klúbbar á
Akranesi, Keflavík, í Reykjavík og nú í
síðustu viku var stofnaður Lionessu-
klúbburíKópavogi.
Formaður Lionessu-klúbbsins í
Reykjavík var kjörinn Þórunn Gests-
dóttir blaðamaður.
„Þessi hreyfing hefur smátt og
smátt verið að breiðast út og nú eru
starfandi einir fjögur þúsund og fjögur
hundruö Lionessu-klúbbar um allan
heim, með starfandi Lionessur hátt á
annað hundrað þúsund innan sinna vé-
banda," sagði Þórunn Gestsdóttir í
samtaliviðDV.
„Tilgangur og markmið klúbba
okkar eru þau sömu og hjá karl-
mönnunum, liknar- og mannúðarmál
eru efst á baugi. Nafnið sem við
völdum á klúbb okkar er EIR en hún
var ein af ásynjum. Eir var gyöja
lækninga og nafnið þýðir hlífð, friður
og náð og finnst okkur nafniö mjög i
anda þeirrar starfsemi sem við mun-
um rækj a," sagði hún.
I máli Þórunnar kom fram að starf-
semi Lionessuklúbbanna væri rekin á
jafnréttisgrundvelli við i hlið Lions-
klúbbanna. Frá upphafi Lions-
hreyfingarinnar hafa eiginkonur
Lionsmanna, ljónynjur, starfað meö
þeim. En það væri ekki skilyrði fyrir
þátttöku í Lionessu-klúbbum að vera
eiginkona Lionsmanns.
Konur sem ekki eiga maka í Lions
eru til dæmis í meirihluta í Eir.
Yngstí Lions-klúbburinn í Reykja-
vík heitir Víðarr og er hann móður-
klúbbur fyrsta Lionessu-klúbbsins í
Reykjavík.
Hjá Þórunni kom enrifremur fram
að á döfinni hjá Lionessu-klúbbnum
EIR væri stofnskrárhátíð í næsta
manuði, en þá fá þær viðurkenningu
Alþjóöaskrifstofu LIONS. Eiginlegt
starf hefst síðan í haust og ekki er enn
ljóst hver fy rstu verkefnih verða.
-FRI.
!?
Þórunn    Gestsdóttir,    formaður
Lionessu-klúbbsins EIR.
Vínarferð DV-áskrifenda:
Þrír mismunandi f eröamöguleikar
Þrír kostir standa áskrifendum DV
til boða í Vínarferðinni sem blaðið
ef nir til 6. til 12. maí næstkomandi.
Hægt er að velja gistingu á fyrsta
flokks hóteli, öll herbergi með baði,
síma og finustu þægindum. Þessi
möguleiki kostar 18.400 krónur en
innifalið í því verði er miði á
Operuna og skoðunarferð um Vínar-
borg.
Annar kosturinn er sá að velja
ódýrara hótel af öðrum toga en ofan-
greint hótel. Hér er um að ræða
frekar lítið og vinalegt hótel sem
rekið er af einni fjölskyldu en
aðbúnaður allur til fyrirmyndar eins
og menn þekkja af slíkum fjöl-
skylduhótelum.
Þessi möguleiki kostar 15.900
krónur en óperumiðinn og skoðunar-
f erðin eru líka innifalin í því verði.
Loks gefst áskrifendum DV kostur á
að sleppa hótelinu en velja í þess stað
bílaleigubil og vera þannig meira á
eigin vegum. Flug og bíll kostar frá
9.850 krónum.
Býður upp
á margt
Vínarborg hefur upp á margt aö
bjóöa. Borgin er löngu kunn sem há-
borg menningar og lista en auk þess
býr borgin yfir fjölbreyttu skemmt-
analifi eins og aðrar stórborgir svo
engum ætti að leiðast og létt er að
blanda þessu tvennu saman.
Vínarborg er gömul borg svo
margt er að skoða frá fyrri tíma en í
sömu andrá er hún ung borg með
alþjóölegan svip. Borgin sameinar
þetta tvennt á skemmtilegan hátt.
Tónlistin
Ef einhver borg getur kallast
höfuðborg tónlistarinnar þá er þaö
Vín. Fjölmö'rg tónskáld hafa kosið að
dvelja þar í lengri eða skemmri tima
þótt ekki hafi mörg þeirra fæðst þar.
Á meðal þeirra sem  bjuggu  og
Hagnýtar
upplýsingar
Aðalverslunarhverfið í Vinarborg
er i miðborginni, Kártner Strasse.
Gatan er með mörgum hliðargötum
milli óperuhússins og Stock-Im-
Eisen-Platz. Graben er milli Stoek-
Svipmyndir    úr   fjörugu    og
skemmtilegu næturlíf i Vinarborgar.
Hópur DV-áskrifenda í Vtaarferð í
fyrra fyrir framan kirkju heilags
Stefáns eða „Stefánsdóm" eins og
kirkjan er nefnd af f erðamönnum.
DV-myndGVA.
störfuðu í Vínarborg má nefna
Haydn, Mozart, Beethoven, Schu-
bert, Gluck, Brahrhs, Hugo Wolf,
Bruckner og Mahler. Þá er enn ótal-
inn sjálfur valsakóngurinn, Johann
Strauss.
Ef litið er til síðari tíma og nútím-
ans má geta þess, aö tónskáldið
Róbert Stolz skrifaði mörg verka
sinna í Vínarborg, Karl Böhm,
Claudio Abbado og Zubin Metha
stunduðu þar nám og iöulega má sjá
þar Kara jan og Bernstein.
Im-Eisen-Platz og Kohlmark og
þriöja verslunargatan heitir Maria-
hilfer Strasse og liggur á milli
Messepalast og Westbahnhof. Þá má
nefna Favoritenstrasse og Land-
starasser Haupstrasse.
Verslanir eru opnar mánudaga til
föstudaga frá kl. 9 til 18 og á laugar-
dögumfrákl.9U112.
Ferðaskrifstofan Atlantik, Iðn-
aöarhúsinu Hallveigarstig 1, sími
28388, tekur við pöntunum í þessa
ferð DV áskrifenda.
__.,_._ m
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40