Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN K. EYJÓLF.SSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstooarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSONogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjbrar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.                                 .,
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö2Skr.
iumbjórinn
Spurningin um bjór eða ekki bjór hef ur um langt árabil
verið mikilvæg í hugum landsmanna.
Nú síðustu daga hefur enn á ný komið fram frumvarp
um að leyfa sölu á áfengu öli hér á landi. Forráðamenn á
Alþingi tala um að „svæfa" þetta frumvarp. Það þýddi,
að f rumvarpið kæmi aldrei til af greiðslu í þinginu.
Eftir er að sjá, hvort þessum mönnum tekst að koma
fram þessari „hefðbundnu" afgreiðslu á bjórfrumvarpi.
Landsmenn skiptast mjög í tvo hópa um, hvort leyfa
skuli sölu á áfengu öli.
En margt hefur breyzt síðustu árin.
I bjórmálum, ef svo má kalla, er hræsnin ríkjandi.
Ástandið er nú þannig, að þeir, sem langar í bjór, geta
nokkuð auðveldlega fengið hann, ef þeir leggja í nógan
kostnað.
Hvort sem við erum á móti bjór eða með bjór, verðum
við aö viðurkenna, að löggjöfin er einber hræsni.
Ákveönir hópar mega færa bjór inn í landið. Margt af
því fer síðan á svartan markaö. Hinir áhugasömu, sem
vilja leggja í þann kostnað, geta auðveldlega fengið bjór.
Auk þess fá ferðamenn að flytja nokkurt magn af bjór
inn í landið. Ef valdhafar vilja ekki bjór, hvers vegna
mega þessir hópar flytja inn bjór?
Smygl á bjór er öllum þekkt. Þeir sem vilja leggja í
kostnaðinn, geta fengið erlendan bjór.
Ekki þarf langt að leita að heimabruggurum. Þeir eru
sem næst í hverju fjölbýlishúsi. Sumir þeirra blanda gott
öl.Aðrir geta verið hættulegir. Ekki má treysta á
kunnáttu þeirra. Einnig þarna má fá öl.
Lögreglan leitar ekki með alvöru að heimabruggurum.
Þeir komast upp með sitt, opinberlega, en eiga á hættu að
vera gripnir, ef þeir selja mjöðinn öðrum.
Þeim, sem langar í bjór, er vel kunnugt um þessa
kosti. Allir íslendingar geta mætavel fengið áfengt öl, ef
þeir hafa til þess langlundargeð og peninga.
Margir staðir bjóða nú upp á „bjórlíki". Þar er reynt
að blanda leyfilegum drykkjum saman, svo að út komi
eitthvað, sem líkist bjór.
Þessum stöðum fer sífellt f jölgandi.
Finnst okkur ekki í Ijósi þessa, að bann við bjór sé
fáranlegt? Sú skoðun hlýtur að gilda bæði hjá þeim sem
vilja bjór, og þeim sem eru á móti honum.
Hér er ekkert eftir nema hræsnin.
Sjálfsagt er að hlýða á rök þeirra, sem ekki vilja bjór í
landið. En eigum við að stemma stigu við bjórnum,
gengur núverandi skipulag auðvitað ekki. Allir sem vilja
geta fengið bjór. Það er aðeins spurning um kostnaðinn.
Alþingi fékk nú fyrir helgina til meðferðar enn eina
bjórtillöguna. Hin hefðbundna aðferð við bjórtillögur er
að „svæfa" þær, eins og úttekt DV í síðasta helgarblaði
gaftilkynna.
Fyrir Alþingi liggur einnig tillaga um þjóðaratkvæða-
greiðslu um bjórmálið. Þeirri tillögur ber að fagna. Vilji
þingmenn ekki samþykkja tillöguna um þjóðaratkvæði
um þetta umdeilda mál. Allavega er þinginu ekki stætt á
að reyna að svæfa báðar tillögurnar.
Eins og málin standa, er hræsni aö láta svo í löggjöf
sem landið sé bjórlaust. Það er jafnfáránlegt og „áfengis-
bannið" var í Bandaríkjunum á sínum tíma, meðan hver
gat fengið áfengi sem vildi pg yfirvöld létu að mestu af-
skiptalaust.
Haukur Helgason.
Fáf ræðin til sjós,
þekkingin í landi
Nú kemur sumarið í næstu viku,
en eins og horföi um helgina, mun
þaö líklega koma á jakahlaupi, því
enn er flug í stórfljótum og f jö'llin eru
hvít fyrir hærum.
Það var þannig sannariega vetr-
arlegt um að litast á Samlagssvæð-
inu á laugardag, og ekki var tíöin
betri fyrir norðan, þar sem var frost
á nokkrum stöðum yfir hábjartan
daginn.
Samt erum við ekki ein á báti með
vonda tíð. Nepjan faðmar London,
París og Kaupmannahöfn, að því út-
varpiö segir, en allar þessar annars
indælu borgir hafa eins og Reykja-
vík þá tegund af kulda, er smýgur öll
föt og líka holdiö. Og maður hefur
það eiginlega á tilfinningunni að
beinin í manni kólni fyrst, síðan hold-
iðogsvolokshúðin.
Þetta er hinn ómælanlegi hiti, eða
kuldi öllu heldur, sem á sér öngva
hliðstæðu, nema ef það væri í gegn-
umtrekki.
— Já, hann er svo sannarlega
vetrarlegur, sagði maðurinn í kaup-
félaginu og leit til hafsins, þar sem
stórbrimið baröi landið í andlitið.
Himinháar öldur hófu sig ógnvekj-
andi upp yfir ólgandi hafflötinn og
létu sig svo falla með miklum gný og
brothljóði á svört skerin. Og landið
skalf og það glamraði í leirtaui í liill-
um í húsunum fremst við ströndina.
Þetta 'var Stokkseyrarbrímið.
Frægasta brim landsins, komiö að
hluta til um heiminn hálfan, eða frá
Suðurskautslandinu, til þess eins að
brotna á Þjórsárhrauninu, sem
stirðnaöi þarna fyrir um það bil 6000
árum, að því er jarðfræðin segir. Og
hljóðið minnti á drunur frá þotu, er
býr sig til flugtaks. Var sumsé fag-
urt, stórbrotiö og gagnslaust, eins og
flest virðist vera í þessu bláa landi,
nema hvað doktor Páll Isólfsson
„búði til úr því lög", eins og börnin
sögðu.
— Kannski það sé páskahretið,
sagöi hann svo og leit á kofótt frysti-
husið og hefur líklega verið að hugsa
um paskahrotuna lika, sem var álika
sjálfsögð í náttúrunnar hegðan og
hretið, nema að páskahrotunni fylgdi
yfirleitt landburður af fiski, og þá
marghlóöu þeir skipin skammt und-
an landi og vetrarvertíðinni var
borgið.
Viö hafsbrún var fiskiskip á sigl-
ingu vestur með landi. Sjóborg, er
lyftist og hneig í vetrarsjónum, und-
iröldu og vindbáru og sjórinn f reyddi
við stefni og skut. Stundum hvarf
það sjónum okkar í ágjöfina. Þaö
var á leið vestur, því hér var hafn-
leysa, og maður fór að hugsa um hin
svörtu skip aftur, þegar hver róður
var í raun og veru lífróður líka, og
það í öllum skilningi. En það leiðir
svo hugann aftur að þeirri staö-
reynd, að þrátt fyrir stærri og öfl-
ugri skip, þá losnum við ekki við sjó-
slysin. Þau virðast aðeins hafa tekið
á sig aðra mynd. Eitthvað fer úr-
skeiðis og skipið f erst.
Sjóslys á dýrum skipum
Eitt af því versta sem unnt er að
skrifa um í blöð, eru sjóslysin, sem
er nánast það sama og að skrifa um
sorgina. En hjá því verður naumast
komist nú, þegar svo virðist, að með-
an þjóðin eignist dýrari skip, þá er
eins og siglingalist Islendinga hraki
aðsamaskapi.
Meö orðunum að skip sé dýrt, er
ekki átt við hið peningalega verð-
mæti, heldur er það hér lýsing á f eg-
urð þeirra og mætti.
Annars er oftrú á stór fiskiskip
ekki ný á Islandi. Til dæmis voru
þeir margir, sem töldu að togarar
gætu ekki sokkið, eða farist í vondu.
En svo kom Halaveðrið 1925 og menn
breyttu um skoðun. Kolakyntir tog-
arar leituðu eftir það í landvar í
storminum, ef það á annaö borð var
gerlegt.
Það sama tók sig þó upp aftur, að
manni virtist, þegar nýsköpunartog-
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
ararnir komu. Þeir voru allir stærri
og voldugri. En af þeim misstum við
þó marga menn, er ýmist tók út á
lensinu, eða þegar skipin fengu á sig
brot, er menn voru að vinnu á þil-
fari í vitlausum veðrum. Önnur fór-
ust. Ogþaðvarvístekkifyrren Júní
fórst viö Nýfundnaland fyrir 25 árum
sléttum, að við byrjuðum aö skilja
þessi nýju skip rétt, því önnur voru
hætt komin í hafrótí og yfirísingu á
sömu fiskislóð, en náðu þó landi. A
Þorkeli mána lét skipstjórinn skera
davíðurnar og björgunarbátnum
skolaði fyrir borð, og þar með fékk
skipið aftur þann stöðugleika er
þurfti, svo það mætti haldast á rétt-
um kili.
Þarna voru unnin mikil afrek, en
þetta varö til þess einnig að viöhorfin
breyttust, menn sáu að öllu mátti of-
b jóða, líka hinum dýru skipum.
Ef horft er til baka, án annars en
þeirra heimilda, er greypst hafa í
minnið, virðast þau furðu mörg skip-
in, sem farist hafa, vegna þess að
kjölfestu vantaði, eða að þau voru
illa lestuð. Þar kemur siglingalistin
við sögu, og við viljum ekki nefna
mörg nöfn, en þó virðast menn enn
ekki hafa losnað við oftrú á skipum
tilfulls.
I vetur hefur t.d. tveim bátum
hvolft, að því er best verður vitað.
Þeir voru sömu gerðar. Og hver
maður sér, að þegar togvírar hvolfa
fiskiskipum í festu, þá er stöðugleiki
skipanna ekki mikill og staösetning
togbúnaðarins á skipinu háskaleg.
„Gálgar" eru t.d. oft á stýrishúsinii
sjálfu, efst, og ekki er tekiö í blökk-
ina, eins og áöur var gert, en þá er
átakið annað í festu, hefur ekki vog-
araf liö með sér til að hvolf a skipinu.
Og þannig getum við rakið mörg
dæmi þess að fiskiskip og kaupför
hafa farist vegna mannlegra mis-
taka. Hönnun hefur þá ýmist veriö
ábótavant, kjölfestu hefur vantaö,
eða skipin hafa verið háskalega lest-
uðogsjóbúin.
Sleppibúnaður
Nokkur umræða hefur verið nú
undanfariðumöryggiskipa. Ogþað
vekur athygli, að hún virðist einkum
beinast að björgunarbúnaöi skip-
anna, eða sleppibúnaði björgunar-
báta (gúmbáta). Þung orð hafa fall-
ið í hita og þjáningu daganna, eins og
oft vill verða. Og víst er það, aö
sjaldan verða skip of vel búin, hvað
bjargtæki varðar.
Hinsvegar virðist mér, aö um of sé
horftframhjáfrumatriðunum; sum-
sé siglingalistinni sjálfri. Stjórnar-
ráðið mokar út undanþágum og hef-
ur gert það í áratugi, þar sem rétt-
indalausir menn fá að gegna trúnað-
arstööum um borð i skipum, bæði í
vél og á stjórnpalli. Skipum er
breytt án samráðs við skipaeftirlitið
og menn virðast koma veiðíbúnaði
fyrir eins og þeim hentar, án þess að
nokkurt eftirlit sé haft við. Meira að
segja þurfa skip ekki lengur — að því
er virðist — að hafa lögleg hafferða-
skírteini, til þess að stunda sjó: lífið
og dauðinn fá aöeins undanþágu og
auðnaræður. Þaðeralltogsumt.
Að verða vitur eftir á
Eitt af því auðveldasta sem til er,
er það að verða vitur eftir á. Reynd-
ar eru þessi orð gjarnan sögð í háð-
ungarskyni. Enhvaöumþaö. Þegar
þar varðar öryggi skipa okkar og
hrakandi siglingalist, þá verðum við
víst aö láta okkur hafa það að vitkast
of seint.
En við megum ekki láta þar við
sitja. Brýnast er nú um stundir að
ráðast þegar að vandanum. Undan-
þágur til yf irmanna á skipum veröur
að fella niður samstundis og opna þá
nýjar námsleiöir, ef þess er þörf.
Það hefur áður verið gjört, sbr. "öld-
ungadeild" Stýrimannaskólans.
Herða þarf eftirlit með hönnun,
stöðugleika og hleðslu skipa. Og
heist þyrfti að stöðugleikaprófa
hvert skip, er þaö tekur nýjan veiði-
búnað um borö. Ekki má heldur
gleyma bjargtækjunum.
Auðvitað vitum við, að þetta mun
fyrst í stað koma harkalega niður á
einstökum mönnum — og skipum.
En hvaö um það? Viö getum ekki
lengur unað' því að fáfræöin sé til
sjós, meöan sjómannaskólarnir eru
tómir. Að fáfræðin sé til sjós, meðan
þekkingin er í landi. Næg er sorgin
samt.
Jónas Guðmundsson, rithöfundur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40