Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. ÞRIDJUDAGUR10. APRlL 1984.
13
Fáf róðir eiga ekki að spyrja
Utsala á svínakjöti gengur vel. Hjá
einum kaupmanni hér í bæ lágu fyrir
200 stórpantanir eínn daginn. Enda
er verö á til dæmis svínalundum,
óniöurgreiddum, komiö niöur fyrir
verö á lambalundum, niðurgreidd-
um. Spá ársins, sem gott er fyrir
neytendur aö fá að heyra, er að
þegar svínakjötsútsölunni lýkur taki
við útsala á kjúklingakjöti. Reyndar
hefur verð á kjúklingum verið hið
sama í um það bil eitt ár, sem telst
útsala.ekkisatt?
Þá kemur röðin að nautakjötinu.
Utsala verður á því að lokinni
kjúklingaútsölunni. Og þá kemur
stærsta útsalan af öllum, dilkakjöts-
útsalan. Og samkvæmt útliti og
niðurstööum spámanna verður það
kjöt einlitt. Það er gott fyrir
neytendur að vita hvaö framtíöin ber.
í skauti sínu og hvernig á að raða í
frystikisturnar. Og hvaö á að borða á
hverjumtíma.
Raunvirði
diikakjötsins
Kjötbirgðir í landinu eru taldar
vera í dag um 5 þúsund tonn, mest af
kindakjöti. En þegar kemur að útsöl-
unni stóru á dilkakjötinu er ekki víst
að viö getum torgað þvi öllu. En þaö
er í lagi því til er nokkuð sem heitir
útflutningsbætur á fjárlögum. Ef út-
lendingar vilja kaupa dálítinn
skammt af kjöti frá okkur greiðum
við fúslega með kjötinu til þeirra
einar litlar 280 milljónir króna á
þessu ári. En áður en að útflutnings-
bótunum kemur greiðum við fyrst
niðurgreiðslur, 25,06 kr. á hvert
einasta dilkakjötskíló. Tekið skal
f ram að framleiðsluverð til heildsala
á 1. flokks dilkakjöti er 110,18 kr. pr.
kg, þar af fær bóndinn 102,04 kr. Eitt
kiló af dilkakjöti kostar þvi 135,24
,Þá getur útflytjandigreitt hópi fólks laun, byggt geymslur yfir kjötið,
pakkað því inn i umbúðir sem
auka hráður okkar islendinga
„En þegar kemur að útsölunni stóru á    I á «>«*»/ annarra þ/óða.
^  dilkakjötinu er ekki víst að við getum
torgaðþvíöllu."
krónur. Það er raunvirði á óniður-
greiddu kjöti. Með smátalnaleik er
fast verð á kjötinu í heilum
skrokkum til kaupmannsins 121,45
krónur, niðursagað fer kjötið í 123,05
krónur. Kilóverð af lambalæri út úr
verslun er um 185 krónur, nokkuð
breytilegt verð reyndar á kílóverði á
læri eftir' að frjáls álagning var
heimiluð á kjötinu. Á meðan fast
verð var á dilkakjöti var sama veröá
til dæmis lærum og hryggjum en nú
fer verðið eftir framboði og eftir-
spurn. Meiri eftirspurn er eftir
lærum og því eru þau dýrari en
hryggir í sumum verslunum. Þetta
snýr að okkur neytendum hér.
Neytendur annarra
landa komast
á bragðið
Viö skulum snúa okkur að
neytendum í öðrum löndum sem eru
svo elskulegir að vilja losa okkur við
umframframleiösluna á dilkakjöti.
Þeir í Ameríkunni eru að komast á
bragðið, fengu nýlega dágóðan slatta
af kjöti frá okkur á 52 krónur kílóið.
Mjög gott verö, segja útflytjendur,
enda voru bitarnir valdir ofan í þá,
bara læri, hryggir og frampartar.
Slögin getum við notað í rúllupylsu,
enda þjóðlegur matur.
Nú hugsar einhver fáfróður. Hvers
vegna greiða skattgreiðendur rúmar
80 krónur úr sínum vasa til að fylla
maga þeirra í Ameríkunni eða ann-
arra sem vilja borða kjötið okkar?
Þarna kemur sá hinn sami illa upp
um sig og sína fáfræði. Þetta er
þjóðhagslega hagkvæmt.
Það er hagkvæmt að greiða 2
prósent af óniöurgreiddu dilkakjöt-
inu til útflytjenda af skattpeningun-
um. Þá getur útflytjandi greitt hópi
fólks laun, byggt geymslur yfir kjöt-
iö, pakkað því inn í umbúðir sem
auka hróður okkar Islendinga á
meöal annarra þjóða. Byggt
geymslur, já, og fengiö geymslu-
gjald fyrir að geyma kjötiö. Nú, svo
er auövitað sláturkostnaöurinn sem
er um 30 krónur af hverju kílói.
Vinna fyrir þá í sláturhúsinu;
auðvitað.     Flutningskostnaöur,
tryggingar og allt sem fylgir útflutn-
ingi er tekjuaukandi fyrir þjóðarbú-
ið.
Gat í stjórnkerfinu?
Þetta skýrir sig allt sjálft og óþarf i
fyrir fáfróða að spyrja meira.
Nokkrar krónur fara í að reikna
dæmið endanlega upp. Og ekki
spyrja hvers vegna Norðmenn
hagnast af því að kaupa niðurgreitt
útflutningsbótakjötiö okkar og selja
það til Japana.
Við gefum ekki upp fávisku okkar
með þvi aö spyrja. Viö vitum að
niðurgreiðslur landbúnaðarafurða
eru hagstjórnartæki stjórnvalda.
Þeir hugsa um hag okkar, stýra
neyslunni á þennan hátt og annan.
Og þó. Svínakjöt og kjúklingakjöt
eru ekki niðurgreiddar framleiðslu-
vörur. Við þurfum sem sagt ekki aö
greiða undir borðið úr skattabaukn-
um áður en við kaupum svína- og
kjúklingakjöt í búöinni. Þetta hlýtur
að vera gat í stjórnkerfinu.
Áhrif nýju húsnæðislaganna síðasta ár sem ríkissí jórn dr. Gunnars sat að völdum
18,5% aukning íbúðabygginga
Sl. sumar skrifaði ég grein í þetta
dagblað þar sem ég gerði grein fyrir
þróun húsnæðismála á árinu 1981
Þar kom fram hvernig húsnæöismál
þróuðust á fyrsta ári hinnar nýju
húsnæðislaga. Hér var um að ræða
yfirlitsgrein sem byggðist á skýrslu
Húsnæðisstofnunarinnar frá sl.
sumri. Nú hefur komið út frá
Húsnæðisstofnun skýrsla um þróun
mála frá árinu 1982, en það er annaö
áriö sem nýju lögin voru í gildi, og í
þeirri skýrslu kemur því enn betur
fram hvernig þau lög reyndust og
hvernig þau voru framkvæmd undir
forystu þáverandi stjórnar Hus-
næðisstofnunar rikisins en formaður
hennar var Olafur Jónsson. Hér
verða rakin nokkur meginatriði
þessarar nýju skýrslu.
Tilgangur þessara greina er sá að
ljóst megi verða hvernig húsnæðis-
málum var stjórnað í tíð ríkisstjórn-
ar Gunnars Thoroddsen. Nauðsyn
greinanna er augljós því að í raun
málaflokkum hefur verið þyrlað upp
eins miklu magni ósanninda og i hús-i
næðismálum og er þá langt til jafnaðj
að því núverandi ríkisstjórn hefur'
í raun lifað á því einu að dreifal
óhróðri um ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen á ölluni sviðum. Verður
f róölegt að sjá hversu lengi ein ríkis-
stjórn getur lifaö á því einu að neyta
yfirburða í áróðursaðstöðu á þennan
hátt án þess í rauninni að leggja neitt
tíl sjálf nema að láta alþýðuheimiUn
borga niður verðbólguna með kaup-
lækkun.
Var samdráttur 1982?
Því er haldið fram að samdráttur
hafi orðið í húsbyggingum og íbúöa-
framleiðslu 1982. Hvað er hæft í því?
Um það segir skýrslan: „Heildar-
fjöldi veittra íbúðalána Byggingar-
sjóðs ríkisins árið 1982 var 4215. Veitt
lán sjóðins 1981 voru 3949 þannig
að fjöldi veittra lána jókst um
6,7%." Hér liggja staðreyndirnar
fyrir, en var þá samdráttur í lánum
út á nýjar íbúðir? Svar skýrslunnar
er: „Nýbyggingarlánum f jölgaði um
10,3% (eftir 35,6% samdrátt 1980-
1981), úr 1072 láiium árið 1981 í 1182
lán árið" 1982." Einnig hér er vitnis-
burðurinn skýr í hinni opinberu
skýrslu, þ.e. að nýju lögin réttu við
þróun á íbúðamarkaönum i landinu
eftir að raunvaxtastefnan, sem Al-
þýðuflokkurinn knúði fram 1979,
hafði veitt högg sem haföi orsakað
. stórfelldan samdrátt.
„Jókst veruiega"
Samkvæmt skýrslunni  var það
þetta sem geröist: „Lánastarfsemi
SvavarGestsson
tík „Verður fróðlegt að sjá hversu lengi ein
ríkisstjórn getur lifað á því einu að neyta
yfirburða í áróðursaðstöðu á þennan hátt án
þess í rauninni að leggja neitt til sjálf nema að
láta alþýðuheimilin borga niður verðbólguna
með kauplækkun."
Byggingasjóðs verkamanna jókst
verulega á árinu 1982. Samþykktum
nýbyggingarlánum til bygginga á
vegum stjórna verkamannabústaða
viðsvegar um landið fjölgaði um
12,2%, úr 336 lánum árið 1982 í 377 lán
árið 1983. Samþykkt lán vegna
endursölu eldri íbúða í verkamanna-
bústöðum voru 177 árið 1982 (176
1981). 1 árslok 1982 voru 423 íbúðir í
verkamannabústöðum i byggingu,
samanborið við 269 ibúðir í árslok
1981."
Hvaða
samdráttur?
Iskýrslunnikemurfram: ,,Áárinu
voru nýbyggðar íbúðir 18,5% fleiri
en árið 1981." Og ennfremur: „1 yfir-
liti Seðlabanka Lslands (Ársskýrsla
1982, bls. 45) kemur fram að af nýj-
um útlánum fjárfestingarlána-
sjóðanna hækka íbúðarlán mest
1982 eða um 71% ... Viðvikjandi
heildarfjármögnun húsnæðismála á
árinu 1982 virðist lánsfjármagn hafa
dregist saman sé miðað við 1981, en
þá voru útlán miklu meiri en áður.
Þessi samdráttur á fyrst og fremst
rætur að rekja til minni útlána hjá
lífeyrissjóðum og inniánsstofnunum.
Samamogð útlán Byggingarsjóðs
ríkisins og Byggingarsjóös verka-
manna á árinu 1982 voru 59% meiri
en árið áður. Samsvarandi aukning á
áætluðum lánum h'feyrissjóða til
sjóðfélaga var 32% og hjá innláns-
stofnunum nam aukningin 28%."
Samdráttur varð þvi aunars staðar
en hjá opinberu sjóðunum. Sér-
' staklega kemur samdrátturinn fram
hjá bönkunum. Astæðan fyrir sam-
drætti í húsbyggingum f elst því ekki í
• skertri starfsemi byggingar-
sjóðanna heldur í minnkandi eftir-
spurn eftir lánum og í því að fjár-
magnskostnaður haföi hækkað
stórum. Verkamannabústaðirnir og
efling þeirra var því brýn nauðsyn og
eina leiðin til að vega upp á móti
samdrætti.
Minni eftirspurn — lægri
lán
Ibúðalán lifeyrissjóðanna hækk-
uðu ekki í hlutfalli við verðlags-
þróun milli áranna 1981 og 1982, en
ráöstöfunarfé sjóðanna hækkaði
heldur ekki um nema 40% milli ár-
anna. I skýrslunni segir: „Miðað við
þær tölur sem hér er stuðst við má
ætla aö sjóðfélagalán á árinu 1982
hafi dregist saman um 20% aö
raungildi samanborið 1981." Þá
segir í skýrslunni að skuldabréfa-
kaup lífeyrissjóðanna sem hlutf all af
ráðstöfunarfé hafi dregist saman
milli áranna, því hlutfallið var
aðeins 35% 1982 en 36% árið áður.
Telur skýrsluhöfundur að raungildi
skuldabréfanna hafi dregist saman
um 7,7% inilli áranna.
Sami samdráttur er í lánum
bankanna, eða eins og segir:
„Athyglisvcrt er, að hlutfall íbúða-
lána af heildarútlánum innláns-
stofnana var aðeins 7,8% árið 1982,
en næstu 3 árin á undan var hlutf allið
að meðaltali 14%." Það var því út-
lánastefna banka og lífeyrissjóða
sem olli samdrætti lána auk minni
eftirspurnar en áður.
Aukning eftir samdráttar-
skeið
Það er athyglisvert sem fram
kemur að 51% alls húsnæöis á Islandi
hefur risið eftir 1960. Árin 1972 til
1980 bættust við nær 10 ibúðir fyrir
hverja  1000  Islendinga.  Eftir að
raunvaxtastefnan fór að hafa áhrif
varð samdráttur í íbúðabyggingum,
en árið 1982 snerist þetta við þegar
áhrifa nýju húsnæðislánalaganna f ór
aö gæta: ,,Árið 1982 áttisér stað viss
aukning nýbygginga eftir þriggja
ára samdráttarskeið í fjö'lda þeirra
íbúöa, sem lokið var viö. Milli ár-
anna 1978 og 1981 varð 27,6% sam-
dráttur í fjölda hafinna nýsmiöa.
Fjöldi nýsmíða sem byrjað var á
árið 1982 nam 1829 íbúðum, sem er
11% aukning frá 1981.  Samkvæmt
bráðabirgðatölum var lokið við 1924
íbúðir  árið  1982  sem  er  18,5%
aukning í samanburði við árið 1981."
Með  öðrum  orðum:  Samdráttur
áranna á undan vannst upp á árinu
1982. Það var einmitt aöfaraár kosn-
inganna þegar því var haldið fram
að húsnæðislánakerfiö væri í rústum.
I seinni grein minni um húsnæðis-
mál, sem birtist síðar, segir frá
þeirri þróun aö íbúðir hafa farið
stækkandi og hvernig staða Bygging-
arsjóðs  verkamanna  gerbreyttist
1980 til hins betra. Utlán sjóðsins
margfölduðust  á  stjórnartímabili
síðustu ríkisstjórnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40