Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. Spurningin Lestu kvikmyndagagn- rýni blaðanna? Kakcl Svansdóttir sælgætisframleiö- andi: Nei, ég geri þaö aldrei. Eg hef bara lítinn áhuga á því. Eg fer á þær myndir sem mér líst best á í það og þaö skiptið. Kristín Hilmarsdóttir: Já, ég geri þaö. Stundum fer ég eftir því hvaö þeir segja en ekki alltaf. Besta myndin í dag er Smoky and the Bandit 3. Guðrún Axelsdóttir húsmóðir: Já, ég geri þaö. Mér finnst þessi gagnrýni leiöbeinandi þó ég fari ekki endilega eftir henni. Eg hef lítiö séö af myndun- um sem eru í dag, en þó báöar þær ís- lensku. Guðbrandur Gíslason hjá Listahátíð: Já, ég les hana nú oftast. Mér finnst aö í heildina séu íslenskir kvikmynda- gagnrýnendur nokkuö glöggir. Ólafur Olafs viðskiptafræðingur: Eg geri nú litiö aö því. Maöur metur myndir út frá allt ööru sjónarhorni en þeir, kafar ekki eins djúpt í þær. Valdimar Sverrisson nemi: Já, ég les hana stundum og ef mynd fær sérstak- lega góða dóma þá fer ég á hana. Maraþonmaðurinn er besta myndin í dag og Hrafninn flýgur er góö. Lesendur Lesendur Af sjónvarpsmál- um Frónbúa Fjórir Akureyringar skrifa: Þegar viö vorum strákar kom þaö oft fyrir að jafnaldrar okkar, er fariö höföu meö jafnöldrum sinum „suöur”, komu heim uppfullir af sögum úr höfuöborginni. Þetta voru miklar lífs- reynslusögur um nýstárlega hluti sem við lítt sigldir þekktum ekki. Eitt var það sem alltaf var í þessum sögum, nefnilega „Kanasjónvarpið”. Viö fáfróöir vissum varla hvaö sjón- varp var og hvaö þá „Kanasjónvarp”. Eins konar bíó heima í stofu, skildist okkur. Ariö 1968 kom svo íslenska sjón- varpið og bæjarbúar sátu límdir viö þetta undur fyrstu dagana. En svo tóku þeir að velja og hafna eins og gert erídag. Haustiö 1974 birtust svo þær fregnir aö , Jíanasjónvarpiö” heföi verið tekiö af þeim sem því náðu. Astæðan var í raun og veru aö mennirnir sem aö þessu stóöu virtust ekki treysta fólkinu til aö velja á milli „góðs og ills”. Já, „Kanasjónvarpið” hvarf af sjónarsviöinu og meö því sú von aö viö fyrir noröan fengjum aö berja þaö aug- um. Þá var aöeins eftir einn fjölmiöUl af „sjónverpsku bergi brotinn”. En svo kom videoið og menn þeir sem þóttust vit hafa til aö velja og hafna fyrir fólk- iö fengu ekki rönd við reist. Nú fyrir stuttu var svo opinberuð enn ein nýjungin í sjónvarpsmálum er ráðherra menntamála tiUtynnti aö stefnt yröi aö viötöku á norsku sjón- varpi, sem ku innihalda verstu dag- skrá í heimi, en frelsi er nú alltaf td fagnaðar. Að undanförnu hefur eitthvað boriö á óskum um að „Kanasjónvarpið” verði tekið í notkun á ný og viljum viö lýsa heUshugar stuöningi viö þá ágætu hugmynd. Bréfrítarí er óánægður með hve stuttan tima salernið á Hlemmi er opið. Ósamræmi í þjónustu SVR á Hlemmi Leifur hringdi: Hann lýsti yfir óánægju sinni meö salernisaöstööuna í biðskýlinu á Hlemmi. Biðskýliö er opið fram eftir kvöldi en salerninu hins vegar lokaö klukkan níu á kvöldin. Þarna er á ferð óþolandi ósamræmi sem ráöa þarf bót á hiö fyrsta. Þetta er eina athvarf þurfandi manna á stóru svæöi. Fólk gæti hrein- lega „óhreinkað sig” af vonbrigöum er þaö tekur í húninn og ekkert gerist, allt læst. Þaö er kannski búiö aö hlaupa upp hálfan Laugaveginn. Þessu veröur aö kippa í lag. Lesendur Lesendur Ekki skulu þessi orð lögð i munn Akureyringunum er bréfið rita en þeir eru ekkihrifnir afnorska sjónvarpinu og vilja,,Kanann". I ljósi þess aö 54,5% þjóðarinnar eru málum hlýtur ákvörðun um að leyfa fylgjandi auknu frjálsræöi í útvarps- Islendingumaðnjóta þessaðverarétt. Móttaka erlends sjónvarpsefnis: Þremur þingmönn- um þakkað Kjósandi skrifar: Loksins hafa alþingismenn tekiö á sig rögg og lagt fram þings- ályktunartillögu sem fejur í sér á- skorun um aö sem fyrst veröi gerðar ráðstafanir af hálfu ríkisstjórn- arinnar til aö hefja móttöku sjón- varpsefnis frá f jarskiptahnöttum. Þaö vekur athygli að þing- mennirnir þrír, Gunnar G. Schram, Birgir Isl. Gunnarsson og Friöjón Þóröarson, viöhafa orðalagiö „sem fyrst” og sem þýöir þaö aö væntanlega er einhver alvara á bak viö orö þeirra og tillögu. Auövitað er brýn nauösyn aö haf- ist veröi handa sem fyrst úr því nú þegar eru skilyrði til þess aö ná sjón- varpssendingum hingaö til lands frá ýmsum gervihnöttum. Sendingum frá Eutelsat er t.d. hægt aö ná og er þaö alfariö ríkisút- varpsins að ákvaröa hvort EBU rásirnar, sem það er aðili að, veröi notaöar. Þaö er algjörlega borin von aö landsmenn sætti sig viö aö bíöa eftir hugsanlegum sendingum frá Nord- sat, Tele-X eöa Svalbarða- sendingum þeirra Norömanna, enda enginn áhugi fyrir því efni sem þessir möguleikar kynnu aö gefa. — Eg segi kynnu að gefa, því það er engin vissa fyrir neinum þessara möguleika. Jaröstöðin Skyggnir er fyrir hendi og tekur daglega á móti sjónvarps- efni frá Evrópu og eins fyrir varnar- liöiö á Keflavíkurflugvelli og er þetta aUt sjónvarpsefni sem viö Islending- ar höfum áhuga á. A möguleikann á aö fá afnot af sjónvarpsefni því sem jaröstööin miðlar Keflavikurflug- velh má ekki minnast og er fariö meö sem mannsmorö. Þaö er óskandi aö þingmennirnir þrír fái tillögu sína samþykkta nú HRINGIÐ í síma 86611 fyrir þingsUt, annars er borin voi um aö hún veröi tekin upp aftui síöar. Annars er auövitað aldrei aö viti hversu mikill hugur fylgir máli ; hinu háa Alþingi, þar er oft ekki all sem sýnist. DagL tillöguna upp munu kjósendur setja kúrsinn ; Keflavíkursjónvarpiö. Ekkert vatn í Sigtúni 8477—3429 skrifar: Mánudaginn 2. april fór ég á bingó hjá sjálfstæðismönnum í Sigtúni. Það var alveg troðfullt hús. Barirnir voru opnir eins og gengur og gerist. Eg brá mér því á næsta bar og baö um vatnsglas. Mér til mikiUar furðu var mér neitað um vatnið á þeim forsendum aö veitingastaðurinn bæri sig ekki ef aUir væru aö f á sér vatn. Var ég spurö hvort ég geröi mér grein fyrir því hvaö kostaði aö þvo upp glas. Þvílíka og aðra eins þjónustu hef ég aldrei vitaö og hef þó stundað veitingahúsin í nokkur ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.