Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984.
MLHÖGG !
l5fDEYFARj
HÁBERGHF.;
BILASYNING KVARTMILUKLÚBBSINS:
EVA TÖFRAÐISYNINGARGESTI
• Skeifunni sa — Sámi 8*47*88:
w~       .....__..____.                                                        ___
Útgerðarmenn
Get tekið aö mér bát á komandi humarvertíö. Er
vanur humarveiöum. Upplýsingar í síma 28961
eftirkl.19.
LJÓSRITUNARVÉL
TIL SÖLU
Ljósritunarvél, UBl XAS 300, til sölu.
Vélin veröur til sýnis á skrifstofu Rafmagnsveitnanna, Lauga-
vegi 118, frá kl. 10—12 næstu daga.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS,
innkaupadeild,
Laugavegi 118.
CITROEN EIGENDUR
AKIÐ ÁHYGGJULAUSIR UM í SKAF-
RENNINGI JAFNT SEM STÓRGRÝTI
Eigum fyrirliggjandi hlífðarpönnur
undir vél og gírkassa fyrir Citroen
GS Og GSA.     Ásetning á staðnum.
SÉRHÆFÐIRf FIATOG
CITROEN VIÐGERÐUM
BIFREIÐA
SKEMMUVEGI 4
KÓPAVOGI
SIMI7 7840
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stööur hjúkrunarfræöinga viö heilsu-
gæslustöðvar eru lausar til umsóknar:
1. Suðureyri, staðan er laus tíl umsóknar nú
þegar.
2. ísafjörður, staðan veitt frá 1. júní 1984.
3. Selfoss, staðan er veitt frá 1. júní 1984.
4. Kópavogur, 70% staða hjúkrunarfræöings veitt
frál.júníl984.
5. Egilsstaðir, 50% staða hjúkrunarfræðings veitt
f rá 1. júní 1984.
6. Þingeyri, staða hjúkrunarfræðings eða ljós-
móður veitt frá 1. september 1984.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu sendast ráðuneytinu fyrir 10. maí
1984.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
28. mars 1984.
„Hvaö er þetta rauða skrípi meö
krabbamein á bakinu aö gera hér,"
sagði ein fín frú, sem kom á bílasýn-
ingu Kvartmiluklúbbsins sem haldin
var um næst síöustu helgi. Atti hún þar
við einn glæsilegasta, dýrasta og kraf t-
mesta sportbíl landsins en ekki féll
hann i kramið hjá frúnni. Bílasýningin
var haldin í Kolaportinu, bílageymsl-
unni við Seölabankahúsiö nýja, og var
sýningin ágætlega sótt. A henni voru
allir flottustu og kraftmestu sport-
bilar, kaggar og keppnisbilar á suð-
vesturhorni landsins.
Eins og á fyrri sýningum Kvart-
miluklúbbsins var aögöngumiöinn að
sýningunni jafnframt atkvæðaseöill og
gátu sýningargestir valið fallegasta
bílinn, verklegasta kvartmílubílinn,
athyglisveröasta bilinn og verklegasta
mótorhjólið. Ekki voru sýningar-
gestirnir jafnhrifnir af öllum bilunum
á sýningunni og sumir nutu sérstakrar
hylli þeirra. Má þar sérstaklega nefna
Evu n en Eva er sérsmíðaður keppnis-
bíll sem kom fyrst fyrir almennings-
sjónir á þessari bilasýningu. Eigandi
Evu, Valur Vífilsson, hóf smiði bilsins
fyrir tæpum tveimur árum eftir að
hann hafði velt Evu I út í hraunið við
kvartmilubrautina viö Straumsvik.
Eva I var Plymouth Barracuda, sem
Valur haföi byggt upp fyrir keppnir í
Street Altered flokki, og var það í
fyrstu kvartmílukeppni bílsins sem
hann valt og eyðilagðist. Valur hirti
allt nýtilegt úr Evu I og notaði í nýja
keppnisbílinn sinn, Evu II, sem er
Plymouth Duster og kemur nú fram á
sjónarsviðið.
Sem fyrr sagði hrif ust sýningargest-
ir mjög af Evu og kusu hana verkleg-
asta kvartmílubílinn og athyglisverð-
asta bilinn á sýningunni. Valur hyggst
teppa á Evu í kvartmílu og sand-
.pyrnu og biöa áhugamenn um
akstursíþróttir spenntir eftir að sjá
Evu í keppni. Ekki voru þó allir eins
hrifnir af Evu n og sagði einn sýning-
argestanna að h ún lítí út eins og risaf ill
hefði stigiö ofan á hana en billinn er
smiðaður á keppnisgrind og er mjög
lágur til að minnka loftmótstöðuna og
auka     kvartmUuaksturseiginleika
hans.
Corvetta fallegasti bíllinn
Það voru fleiri bílar sem féllu vel í
kramið hjá áhorfendum. A sýningunni
var önnur tveggja Corvetta Islendinga
og var hún kosin fallegasti bíllinn á
sýningunni. Er það þriðjá árið í röð
sem Vettan er kosin fallegasti bíllinn á
bílasýningu Kvartmíluklúbbsins. Cor-
vetta þessi var smíðuð upphaflega 1969
en endursmíðuö eftir umferðaróhapp
hér á landi og lauk þeirri smiði um vor-
Ahorfendur á bilasýningu Kvartmíluklúbbsins féllu greinilega alveg fyrir '69
Corvettunni því þeir kusu hana f allegasta bílinn á sýniiiguiini, þriðja árið í röð, og
í annað sstið, bæði sem verklegasta kvartmflubílinn og a thy glis verðasta bflinn.
VW Scorpion mótorhjólið hans Oiaí s Gislasonar var kostið verklegasta mótorhjól-
ið á sýningunni og er það aunað árið i röð sem það slær í gegn.
ið '82. Corvettan hefur veriö framleidd
með plastboddíi frá upphafi en árið
1969 var hægt að velja um átta vélar í
Vettunni og var sú kraftmesta þeirra
650 hestöfl, en meðal standard-
útbúnaöar í Corvettunni eru diska-
bremsur við öll hjól, sjálfstæð f jöðrun
á öllum hjólum, aflbremsur og afl-
stýri. 1 dag er öldin önnur því að kaup-
endur nýrra bíla fá í mesta lagi að
velja um það hvort þeir hafi útvarp í
bilnum eða ekki og fæstir nýir bílar
hafa vélar sem ná hundrað hestöflum.
Vilhjálmur Astráðsson sýndi '55
Fordinn sinn og naut hann vinsælda,
svo sem hann hefur ávallt gert á öllum
þeim bílasýningum sem hann hefur
verið á. Sjálfsagt rifjast upp ljúfar
endurminningar um sílsabeygjur í
Austurstrætinu, spyrnur á Kanavegin-
um og Austurstrætisdætur á rúntinum
hjá mörgum þegar þeir virða "55
Fordinn fyrir sér, gamlan og virðu-
legan. Ekki skemmir það fyrir aö vita
að i húddinu á honum hvilir 460 kúbika
Ford vél, nógu kraftmikil til að kveikja
í báöum afturdekkjunum undir Fordin-
um og skilja liðið eftir á búkkum, eins
og gæjarnir segja. Á sýningunni var
annar Ford sem hreif áhorfendur. Var
það'62 Ford Galaxie, sem Guðmundur
Guðmundsson sýndi. Var Guömundur
greinilega búinn aö leggja óhemju-
vinnu í aö gera bilinn upp. Var búið aö
slípa hverja einustu skrúfu og hvert
stykki í bílnum upp og annaðhvort
Kristjánssona.
Mörg mótorhjól voru á sýningunni
en mesta athygli þeirra vakti þríhjól
sem Olafur Þ. Gíslason frá Akranesi
smiðaði sér úr gömlum VW og vara-
hlutum sem hann keypti frá Banda-
ríkjunum. Var VW Scorpion hjóliö
hans kosið verklegasta mótorhjólið á
sýningunni og er það í annað sinn sem
hjólið og Olafur hljóta þann titil. Þá
vakti Kawazaki GPZ 1100 mótorhjóUð
hans Lúðvíks Vilhelmssonar einnig
mikla athygli en Lúðvík á Islands-
metið í mótorhjólaflokki í kvartmílu.
Setti hann það á Kawanum siðastliðið
haust on þá fór hann kvartmíluna á
10,75sek.
Úrslit atkvæðagreiðslnanna
Fallegasti billinn:
1. sæti Chevrolet Corvette Stingray L-
36, eig. Jóhann Krístjánsson og Lilja
Oddsdóttir.
2. sæti Ford Galaxie árg. '62, eig. Guð-
mundur Guðmundsson.
3. sæti Ford árg. '55, eig. Vilhjálmur
Ástráðsson.
Verklegasti kvartmílubíllinn:
1. sæti „Eva II" Plymouth Duster, eig.
Valur Vífilsson.
2. sæti Chevrolet Corvette Stingray L-
36, eig. Jóhann og Lilja.
3. sætí Ford Pinto 351 cid., eig. Gylfi
Pálsson.
Tilboösverö
D
Ö
Sfl
D
Svalahuröir úr oregonpine meö
lœsingu, húnum og þéttilistum.
Veró írá kr. 5.654-
Útihuröir úr oregonpine.
Veró frá kr. 6.39Q,-
Bílskúrshuróir,
gluggar og gluggaíög.
Gildir til 1.05.84
TRESMIDJAN MOSFELL H.F
HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06
Eva II hreppti tvo titla á sýningunni en hún var kostin verklegasti og athyglis-
verðasti bílliuii. Eva II er sérsmiðaður kvartmilu- og sandspyrnubíll sem á án efa
eftir að gera garðinn f rægan i keppnum í siunar.
króma það eða mála. Var bíllinn
óvenju snyrtilegur.
Margir Chrysler-bilar
Sérstaklega var skemmtilegt að sjá
hversu íslenskir Chrysleráhugamenn
stóðu sig vel á sýningunni, því á henni
voru sýnishorn af flestum merkileg-
ustu tegundum Chryslerverksmiðj-
anna. Og ekki voru Plymmarnir og
Dodgarnir með neinar saumavélar í
húddinu. Jöfnuðust flestar þeirra á við
10 vélar í meðal japönsku hrísgrjóna-
fati. Meðal Chrysleranna á sýningunni
voru bílar sem vöktu sérstaka athygli.
Má þar t.d. nefna Dodge Chargerana
þeirra Gunnlaugs Emilssonar og
Jónasar Harðarsonar, Plymouth Road
Runnerinn hans Sigurjóns Andersens,
bráðfallegan Dodge Super Bee og 440
kúbika Dodge ChaUangerinn bræðr-
anna   ÞórhaUs   og   Aðalbjörrís
Athyglisverðasti bíUinn:
1. sæti „Eva II" Plymouth Duster, eig.
Valur Vífilsson.
2. sæti Chevrolet Corvette Stingray L-
36.
3.  sæti  Ford  Galaxie  '62,  eig.
Guðmundur Guðmundsson.
Verklegasta mótorhjóUð:
1. sæti VW Scorpion, eig. Olafur Þ.
Gislason.
2. sæti Kawazaki GPZ1100, eig. Lúðvík
Vilhelmsson.
3. sæti Honda 250 ATC, eig. Honda um-
boöiö.
Sigurvegararnir í hverjum flokki fá
til varðveislu veglega farandbikara
sem verslunin Or og klukkur við
Laugaveginn gaf KvartmUuklúbbnum
fyrir nokkrum árum.
Jóhann A. Kristjánsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40