Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 14
W TÆKNIFRÆÐINGUR: i Sauöárkrókskaupstaður óskar eftir að ráða tæknifræðing til starfa frá 1. maí nk. Nánari upplýsingar veitir bæjartækni- fræðingur í síma 95-5133. Umsóknir sendist undirrituöum fyrir 20. apríl nk. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. HÖFUM FLUTT SKRIFSTOFUR okkar úr Hafnarhúsinu i Ánanaust 15, Reykjavik. Simanúmer okkar verður óbreytt 11570. BERNH. PETERSEN. FYLKIR -FRÚARLEIKFIMI Fimleikadeild Fylkis býður upp á leikfimi og gufu í Árseli á mánudögum kl. 20.00 og miðvikudögum kl. 20.00. 6 vikna námskeið á kr. 600.00. Gott fyrir þær sem vilja losna viö páskagrömmin og þær sem vilja verða enn glæsilegri í sumar. Innritun í síma 75130 og 21190, Vilborg. Fimleikadeild Fylkis. HAPPDRÆTTI BLINDRAFÉLAGSINS Dregið var 11. apríl. Vinningsnúmer eru þessi: 34976, 396, 27830. Blindrafélagið, Samtök blindra og sjónskertra - Hamrahlíð 17. Smáaugiýsingadeiid Ánægfu/ega páskahe/gi Miðvikudag 18. apríl kl. 9—18. Skírdag til páskadags LOKAÐ. Mánudag 23. apríl (2 . í páskum) kl. 18-22. Auglýsingin birtist þá í fyrsta blaði eftir páska — þriðjudaginn 24. apríl. verður opin um páskana sem hér segir: SMÁ -aug/ýsingadei/d, Þverholti 11 - Sími 91-27022. v W KJÖRINN FÉLAGI ■n Urval ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Menning .1-861 JlHIA ,Vt HUOAOUt.QIHH ,VG DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRIL1984. Menning Menning LANDSLAG OG HUNDALÍF — um sýningu Baltasars Nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum málverkasýning á myndum eftir Baltasar. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 fram til 23. apríl. Fiff og flinkheit Baltasar er spænsk-íslenskur list- málari sem verið hefur búsettur hér á landi i fjöldamörg ár. Hann hefur þó auðsýnilega hlotið listmennt sína í hin- um spænska listheimi. Býr listamaður- inn yfir þokkalegri tæknikunnáttu og virkar oft flinkur í meðferð lita. En fiff og flinkheit eru langt frá því að vera nægileg til að skapa megi raunveru- lega list. Skipta má málverkunum að Kjarvalsstöðum í einar þrjár mynd- gerðir. Fyrst er um að ræða afbrigði af landslagsabstraktion þar sem lista- maðurinn dregur upp frumdrætti náttúrufyrirbrigða og snýr síðan út úr teikningunni með, aö er virðist, tilvilj- unarkenndri pensilskrift. En í raun er listamaðurinn aðeins aö sýsla með list- sögulega skráðan stíl sem hann nær ekki að gæða persónulegu inntaki. Árangurinn er því afar yfirborðslegt landslagsmálverk í abstraktbúningi. I hinni raunverulegu landslagsabstrakt- ion virkar málverkið hins vegar þannig að landslagiö virðist vaxa út úr abstraktmyndgerðinni meövitaö sem ómeövitaö. Og aö áhorfandinn skynjar samruna fyrirmyndarinnar og mynd- skriftar listamannsins. Listaverkið verður syntesa (samtenging) á náttúrufyrirbærinu og upplifun lista- mannsins. Nektarmyndir Onnur myndgeröin eru nektarmynd- ir listamannsins sem minna óneitan- lega á þann götuiðnaö sem er vel þekktur meðal málara í Evrópu. Modelið er dregið upp á léreftið eftir settum reglum en fær að ööru leyti enga umfjöllun hjá listamanninum. Náskyld myndgerð eru svo hunda- myndirnar, natúralískar myndir af hinum viðkunnanlegustu seppum. Góöar eftirhermur sem hafa þó ekkert að gera með list. Þetta myndmál, eins og það kemur okkur fyrir sjónir hér á sýningunni, var búið að vinna til hlítar um miöja 19. öld og er nú gjaman notað í iðnaði, t.d. til aö skreyta konfektkassa! Þriðju myndgerðina hefur lista- maöurinn svo fengið að láni hjá Goya. Og er þaö vel til fundið að taka þann merka listamann til fyrirmyndar en því miður standast málverk Baltasars á engan hátt nokkum samanburð við málverk meistara Goya. Þessi tileink- un vitnar fyrst og fremst um hug- myndalega fátækt listamannsins. Og Myndlist GunnarB. Kvaran þar erum við komin aö kjarna málsins. Það sem listamanninn virðist skorta er umfram allt hugmyndalegur grunnur, einskonar gangverk í málverkiö sem gæfi því um leið dýpri merkingu. Hér er ekki tekist á við neinar list- og myndrænar spumingar, hér gerist allt á yfirborðinu, strigafletinum sem málarinn verður að fylla út! Hærri lágmarkskröfur á Kjarvalsstaði Það er langt um liðið síðan listunn- endur hafa orðið vitni að jafnmikilli lágkúru og meðalmennsku í sýningar- sölum Kjarvalsstaöa. Myndverk Baltasars falla á engan hátt undir listræna sköpun, heldur fremur undir faglega handmennt, fiff og flinkheit. Hér skortir fullkomlega alla sjálfs- gagnrýni og persónulega undirstööu til að standa á í málverkinu. Það viröist svo sannarlega vera kominn tími til að aðstandendur Kjarvalsstaða taki upp lágmarkskröfur um listrænt gildi þeirra verka sem fara inn í sýningar- salina. GBK VARUÐ! Steypuframleiðendurbera engaábyrgð Það gladdi mig mjög þegar ég sá kjallaragrein í DV miðvikudaginn 4. apríl sl., skrifaða af Gísla Jónssyni prófessor. Greinin var um bótarétt steypukaupanda og þar fjallaði um dóm sem kveöinn var upp í Hæstarétti hinn 27. júní sl. Greinin gladdi mig fyrst og fremst vegna þess að ég var annar aðili þeirrar deilu. Hinn aðilinn var Steypustööin hf. í Reykjavík. Það urðu sem sagt öriög mín aö mestöll steypa sú sem ég keypti frá þessu fyrirtæki á árinu 1962 til aö steypa upp hús mitt reyndist vera orðin gjörónýt 14 árum seinna, þ.e.a.s. galli steyp- unnarkom ekki í ljós fyrr en þá. Eins og allir lslendingar vita og þekkja til, þá er húseign eða íbúö oftast afrakstur heillar starfsævi hverrar meöalfjölskyldu. Oftast er íbúöarhús- næði fjölskyldunnar hennar eina eign og haldreipi í tilverunni. Það er hlut- skipti flestra Islendinga að basla árum og áratugum saman til þess aö koma yfir sig húsnæði. Menn geta því ímyndað sér þá stööu mína og hvers sem er þegar í ljós kemur aö sjálft undirstööuefniö í húsinu, steinsteypan sjálf, sem á að endast nokkra manns- aldra í það minnsta, grotnar niður á nokkrumárum. Sannfærður um bótaskyldu Eg var svo sannfærður um bóta- skyldu Steypustöðvarinnar hf. í þessu máli aö ég var staöráðinn í því frá upp- hafi að krefjast bóta, með aöstoö dóm- stóla ef ekki vildi betur. Þess vegna var frá upphafi lögð gífurleg vinna í athuganir og rannsóknir á ástandi steypunnar. Steypan var send til efna- greiningar erlendis. Hún var skoðuð og metin af dómkvöddum sérfræðingum og Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins rannsakaöi hana eftir bestu getu. Niðurstaða allra þessara aðila var sú að umrædd steypa væri stórlega gölluð frá hendi seljanda og framleið- anda steypunnar, Steypustöðinni hf. Mál þetta vannst fyrir undirrétti. Þar var Steypustöðin hf. dæmd til að greiða mér háar skaðabætur byggðar á mati hinna dómkvöddu matsmanna. En málinu var áfrýjað og Hæstiréttur Is- lands komst að annarri niðurstöðu. Niðurstöðu sem þýddi fyrir mig sjálfan að ég yrði að bera hið gífurlega tjón sjálfur en fyrir alla aðra húsbyggj- endur þýddi hún þann boðskap aö steypuframleiðendur á Islandi þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því hvað þeir settu í steypuna. Hæstiréttur Islands komst sem sagt að þeirri niðurstöðu að steypan væri stóriega gölluð frá hendi framleiðanda hennar og seljanda en vegna ákvæðis 54. gr. kauplaganna bæri steypuframleiöandi ekki ábyrgð lengureníeitt ár. Þessi niðurstaða er auðvitað alger- lega óviðunandi. Hún er að minu áliti röng. Hún er háskaleg og hún er ekki í nokkru samræmi viö eðli máls og þá gíf urlegu hagsmuni sem hér eru í spili. Eins og þeir þekkja sem nálægt hús- byggingum hafa komið, þá er alger- lega útilokað að steypugalli komi fram innan árs. Steypa er jafnvel ekki þorn- uð almennilega á þeim tíma og þess vegna útilokaö að hægt sé að koma við kvörtun eða veröa galla yfirleitt var á þeim tíma. En það er einmitt uppistaö- an í lausafjárkaupalögunum, eins og mér telst til að lögfræöingar skilji þau almennt, að gera þá kröfu til kaupanda JÓN SIGVALDASON BIFREIÐASMIÐUR lausafjár að hann skoði vöruna sem hann er að kaupa og beri fram kvörtun án ástæðulausrar tafar, verði hann þess var að vörunni er áfátt. I síöasta lagi ber honum að kvarta innan árs. Þetta getur átt viö um flestallt lausafé og er eðlileg og sjálfsögð regla. En þetta getur ekki átt viö um steypu. Hverjar eru afleiðingar hæstaréttardómsins? Eg átti satt að segja von á því að Hæstiréttur Islands tæki tillit til þessa sérstaka eðlis steypu og hengdi sig ekki í afgamlar og augljóslega rangar lagareglur. Eg átti satt aö segja von á því aö sanngimin og réttlætið sigraði í þessu máli. Eg trúöi því að svo augljós- lega gölluð steypa og hið vítaverða kæruleysi sem fram kom við gerð hennar af hálfu steypusalans yrði mér nægjanlegt til að koma ábyrgðinni á hendur Steypustöðinni hf. Aðeins einn af dómendum Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að ársfresturinn í kaupalögunum gæti ekki átt viö I steypukaupum. Allir aörir hengdu sig í umrædda lagagrein. Afleiðingamar eru hrikalegar. Þær eru svo alvarlegar fyrir alla íslenska húsbyggjendur sem á annað borð treysta sér eftir þetta til þess aö nota steinsteypu að ég reiknaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.