Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						- DV.LAUGARÐAQUR-28:APRIL1984.
Með því verra sem fyrir fólk getur
komið er án efa að vera statt í flugvéi
og flugmaðurinn meðvitundarlaus af
einhverjum ástæöum. Hætt er við að
margir teldu sig ekki eiga mikið lengri
lifdaga fyrir höndum við þær
aöstæður. En ekki verður ófeigum í hel
komiö eins og margoft hefur sannast
og það á svo sannarlega við um hana
EdithuMerrill.
Hún og vinkonur hennar þrjár tóku
litla flugvél á leigu til aö fljúga frá
Lake Pleasant Mobile Home Estates í
Arizonafylki í Bandaríkjunum til
Sedonaflugvallar, norður af borginni
Phoenix í sama fylki.
Flugvélin var af gerðinni Piper
Cherokee og flugmaðurinn, Bruce
Turner, gamalreyndur kappi úr síöari
heimsstyrjöldinni.
Skyndilega fékk hann hjartakast og
féll meövitundarlaus fram á stýri flug-
vélarinnar. Kona flugmannsins sem
einnig var með í förinni hóf þegar að
kalla á hjálp í talstöö f lugvélarinnar en
hin 78 ára gamla Editha Merrill tók við
stjórn flugvélarinnar.
Hún vissi ekki hvað sneri fram og
aftur á stjórntækjum flugvélar en þaö
var ekki um neitt að ræða, einhver
varð að reyna að stjórna vélinni.
— Eg hef aldrei á ævinni verið jafn-
hrædd, segir Editha Merrill.
— Mér leið einsog ég get ímyndað
mér að fólki liði þegar byssu er miðað
að því. Eg var skrælþurr í munninum
og titraði öll.
Fljótlega tókst að ná sambandi við
Við sku/fum ihnjáliðunum þegar við stígum  út úr flugvólinni, cn við komumst tíl Jarðar heilu og höldnu.
Sedonaflugvöll þar sem Jack Seeley
flugmaöur tók að sér aö leiðbeina
Edithu við stjórn flugvélarinnar.
— Það hef ur komiö fyrir áður að við
höfum þurft að leiðbeina óvönu fólki
við stjórn flugvélar en aðeins einu
sinni hefur þaö tekist svo vel að allir i
flugvélinni komust heilu og höldnu til
jarðar, segir Jack Seeley.
En það tókst ifka i þetta sinn. Með
aðstoð Jacks tókst hinni 78 ára gömlu
konu að lenda flugvélinni á herflugvelli
í næsta nágrenni við Sedonaflugvöll.
Og svo vel tókst til hjá Edithu aö
enginn í flugvélinni hlaut hina minnstu
skrámu.
— Hún sýndi aðdáunarverða rósemi
og stillingu, það bjargaði þeim öllum,
segir JackSeeley.
— Þetta var allt Jack að þakka.
Hann útskýrði allt fyrir mér svo listi-
lega vel að mér fannst eins og hann
sæti við hliðina á mér, segir Editha.
Sá eini sem ekki lifði flugferðina af
var flugmaðurinn, Bruce Turner.
Hann reyndist látinn þegar komið var
með hann á sj úkrahus.
Strax eftir þessa einstöku líf sreynslu
fór Editha til New York til að koma
fram í sjónvarpi og að sjálfsögðu fór
hún þangaö með flugvél og það meira
aðsegjaþremur.
— Eg hitti flugstjórana að máli í
öllum f lugvélunum og allir spurðu þeir
mig hvort ég vildi ekki lenda vélinni
fyrir þá. En ég afþakkaði öll boðin, ég
er búin að fá nóg af því að lenda flug-
vélum, segir Editha Merrill.
3
KRISTJÁTC
DAVÍÐSSON
á Feneyja-
biennalnum 1984
Kristján Davíðsson fæddist árið
1917. Hann hóf ungur að mála og telst
vera sjálfmenntaður listamaöur ef
undan er skilið tveggja vetra nám viö
háskólann í Pennsylvaníu sem fór að
mestu leyti fram í fyrirlestrum.
Kristján hafði snemma mikla sér-
stöðu í íslensku málverki. Hann
hafnaöi alfarið hinni hefðbundnu aka-
demísku skólasýn og tók fremur mið af
frjálsari myndgerð. Fljótlega á list-
ferli sínum kynntist Kristján evrópska
formleysismálverkinu og sá í því and-
stæðu hins menningarlega málverks
sem einkennt hafði evrópska listasögu
í aldaraðir. Hann skynjaði að form-
leysismálverkið stæði nær náttúrunni
og eðli mannsins.  Þessi beina og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24