Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 6
6 DV. L'ÁUGARbAGl}R'28. AÍ>RÍL Í984. ' færður upp að þeim þræði sem merktur var þeim bókstaf sem senda átti hverju sinni. Á hinum endanum voru svo 26 litlir bréfmiðar sem hoppuðu upp tfl skiptis eftir því hvaða endi togaði í þá. Á árunum 1770—1830 voru reist allmörg svona „elektróstatísk” rit- símakerfi, sum nokkurra kílómetra löng. Þótt þau næðu aldrei mikilli út- breiöslu vegna ýmissa praktískra erfiöleika ruddu þau samt brautina þeirri hugmynd að senda skeyti eftir línum. Upphafið Þegar ný tækni brýtur sér braut er erfitt að sjá í hita og þunga dagsins hvert þróunin stefnir. Þetta á ekki síður viö í dag en áður fyrr. Sunnlenzk- ir bændur riðu hundruðum saman til Reykjavíkur árið 1905 til aö mótmæla ritsímasamningi þeim sem ráöherra Islands gerði við stóra norræna rit- símafélagiö. I dag spyrjum við okkur: Hvers vegna allur þessi hávaði? En um leið látum við eftir okkur að vera vitur eftir á og segjum: Þeir sem sigr- uðu höfðu rétt fyrir sér, hinir rangt. Togbáturinn Goliath setur niður fyrsta sæsimastrenginn í Ermarsund, milli Frakklands og Englands. Snemma 1791 sýndi Claude Chappe hvernig fyrsti ritsími hans virkaði. Hann sýndi hann íbúum í franska þorpinu Parcé. IJr sögu fjarsklptanna Segja má að þaö hafi veriö draum- ur mannkynsins frá öiófi aldaaðgeta sent skilaboð langar vegalengdir. Nú- tímamanninum gleymist oft að þetta hafi nokkurn tíma veriö vandamál. Áöur fyrr var það sendibréfiö sem gegndi þessu hlutverki auk ýmissa annarra aðferöa þegar mikið þótti við liggja. Sendiboöar þeystu ríöandi um héruð meö skilaboð eða þau voru flutt með seglskipum fyrir veðrum og vind- um. Gjarnan var hlaupið með áríðandi skilaboö. Hver kannast ekki við söguna af fyrstu maraþonhlauparanum. Þá voru eldar kveiktir á hæöum, sólarljósi endurvarpað með speglum, bumbur barðar, reykmerki send, fánar reistir eöa veifur notaðar. Vonandi hefur öðrum tekist betur til með notkun vasaklúta tii þessara hluta en Rómeó og Júlíu. Kallfæri gat verið nokkur hundruð metrar ef skilyröi voru góö og stundum hjálpaöi bergmálið upp á sakirnar í fjalllendi. AUar þessar aö- ferðir höfðu sínar takmarkanir. Það var ekki fyrr en farið var að nota raf- magnið í þessum tilgangi að málin fóru að þróast í þá átt sem við þekk jum ídag. Svipað er uppi á teningnum í þróun tækninnar. Eitt er að fá góöa hugmynd og annað að koma henni á framfæri. Otal einstakUngar hafa komiö við sögu og þótt nefnt sé gjarnan eitt manns- nafn við hvert skref í þróuninni er oft- ast langt frá því að einhver einn maður eigi aUan heiðurinn. Flestir byggja á eldri niðurstöðum og hugmyndum, jafnframt því aö leggja sinn skerf af mörkum. Forngrikkir þekktu núnings- rafmagn og rafdrif, þetta fyrirbæri sem helst gerir ekki annaö en að hrella nútímamanninn þegar hann gengur um á gerviefnagólfteppum nútímans. Eiginlega má rekja upphaf nútíma fjarskipta tU gamals manns á eftir- launum, Stephen Gray 63 ára, sem dvaldist á góðgerðarstofnun fyrir aldraða árið 1729. Gray fann það út að rafhrif gátu borist eftir löngu röku bandi. Hann komst að því að ef þurrir sUkiþræðir héldu blautu bandinu uppi þá bárust rafhrifin eftir því en ekki ef málmvírar voru notaðir. Þetta var í fyrsta sinn að talið er að munurinn á leiðurum og einöngrurum hafi komið í ljós. 24 árum seinna, árið 1753, var stung- ið upp á því í „Scots Magazine” í Edin- borg að meö því að leiða 26 þræði mUU staöa, einn þráð fyrir hvem bókstaf mætti senda skilaboö eftir þráðunum. A sendiendanum var rafhlaðinn hlutur Fyrsti sæsímastrengurinn ItaUnn Volta uppgötvaði rafhlööuna árið 1800 og Daninn örsted uppgötvaöi seguláhrif rafstraums árið 1820. ör- sted rakst á þaö nánast fyrir tUviljun aö rafstraumur frá rahlöðu hafði áhrif á nálægar áttavitanálar. Frakkinn Baudot kom þá fram með endurbót á 26 línukerfinu. Meðaöeinsfúnmlínum gat hann sent allt stafrófið. Með því aö senda straum eða ekki straum eftir lín- unum fimm bárust áhrifin til fimm áttavita á hinum endanum og hver stafur átti sinn fimm bita kóda. Sams konar kódi er notaður viö telex sendingar í dag. Englendingurinn Faraday og Bandaríkjamaðurinn Henry uppgötvuðu spaniö um og eftir árið 1830. Span er þaö kallaö þegar breytUegt segulsviö framkallar raf- straum. Þetta er nokkurs konar and- hverfa þeirrar uppgötvunar sem ör- sted gerði.Með þessu var hringnum lok- aö og grundvöUui- lagður aö hinni víð- tæku notkun rafmagns til orkuflutn- ings og fjarskipta sem við þekkjum í dag. Meö Morse starfrófinu, sem kennt er við Samuel F.B. Morse, var unnt aö senda aUa stafina eftir aðeins tveimur vírum og komu brátt fram á sjónar- sviðið ritsímakerfi byggö á þessu og rekin á viöskiptalegum grundveUi. Fyrir þeim fyrstu stóðu Wheatstone og Cook í Englandi áriö 1839 og Morse í Bandaríkjunum árið 1844. Um 1850 voru ritsímaUnur orðnar talsvert út- breiddar um Evrópu og Ameríku og brátt vaknaði þörfin fyrir neðan- sjávarstrengi. Fyrsti sæstrengurinn yfir Atlantshafið var lagður árið 1858, en hann bUaði eftir nokkurra vikna notkun. Eftir 1866 voru lagöir margir strengir yfir Atlantshafið. Sumir þeirra hafa verið í notkun fyrir ritsíma framá síðustuár. Maxvelljöfnurnar Það var Skotinn James Clerk Max- weU sem bjó niðurstöður uppgötvana þeirra örsted og Faraday í stærðfræði- legan búning árið 1864. Hann ritaði fyrstur hinar frægu jöfnur sem við hann eru kenndar og kaUaðar Max- wellsjöfnur. Þær eru ekki fyrirferðar- meiri en svo að þær komast fyrir á einu Utlu frímerki. Samt sem áður eru þær enn þann dag í dag homsteinn raf- magns- og radíófræðinnar sem alltaf er leitaö tU þegar svara er leitað við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.