Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL 1984.
Engilbert Jensen i dag. Trommu-
leikurínn aö mestu lagóur á hilluna
en gitarana handfjatlar hann dag-
lega við vinnu sína.
DV-mynd: EÓ.
Gömlu góðu Hl/ómar frá því á jólum 1964. Engilbert lengst til vinstri, þá
Rúnar, Gunnar og Erlingur. Myndin er i gömlum Bítlastíl, eiginhandar-
árítun hvers og eins prentuð á myndina.
ENGILBERTJENSEN:
, J2g fæst viö aö gera viö hljóðfæri,"
segir Engilbert Jensen, söngvarinn
góökunni, sem var heimsfrægur um
allt Lsland á árunum fyrir og eftir 1970.
Frægastur er Engilbert eflaust fyrir
söng sinn með Hljómum sálugu en frá
þeim árum þekkja flestir gullkorn eins
og Bláu augun þín og Þú og ég. Seinna
söng Engilbert meö Lonlí Blú Bojs og
siöast meö Geimsteini, 1980.
En í dag situr Engilbert hvunndags
niðri á Klapparstíg og gerir við hljóð-
færi, mestmegnis gítara, bæði raf-
magns og án rafmagns. Hann er sjálf-
lærður i iðninni og nýtur þar góðs af
gamla tóne yranu.
„Það er ómissandi i þessum
bransanum," segir Engilbert.
Frá því aö Engilbert hætti að syngja
með Geimsteini hefur hann ekkert
komið fram opinberlega ef frá eru
talin nokkur kvöld á Bitlaæðinu í
Broadway í vetur.
„Eg hafði nú engan sérstakan áhuga
á að taka þátt i þessu en lét tilleiöast á
endanum," segir hann.
Þar með er ljóst að það er ekkert á
döfinni hjá Engilbert að byrja að
syngja opinberlega aftur.
„Nei, þaö er ekki á dagskránni hjá
mér, ég læt mér nægja að grípa í söng-
inn við og við í hópi góðra kunningja og
gríp þá einnig i gítarinn," segir hann.
En hvað með trommurnar?
„Það kemur fyrir að ég djamma
með kunningjunum en annars er ég að
mestu hættur að spila á trommurnar,"
segir Engilbert.
Engilbert fylgist vel með öllu því
sem er að gerast í tónlistinni i dag og
lætur sér í léttu rúmi liggja þótt hann
og hans líkar séu kallaðir skalla-
popparar.
„Þeir sem eru að byrja í bransanum
halda allir að þeir séu að gera þetta af
einhverri hugsjón. En einn góðan
veðurdag vakna þeir upp við það að
þeir eru aö þessu fyrir peningana,"
segir Engilbert Jensen.
-SþS
STJÖRNUR
GÆRDAGSINS
HVAR
ERU
ÞÆR
NU?
Hverjir muna ekki eftir lögum ,i
borð við Bláu augun þin, O, hún
er svo sæt, I sól og sumaryl, Þin
innsta þrá? Og hverjir muna
ekki eftir söngvurum eins og
Berta Möller, Engilbert Jensen,
Porvaldi Halldórssyni, Þuriði
Sigurðardóttur,      Ingibjörgu
Guðmundsdóttur og Bjarka
Tryggvasyni? Allt eru þetta
þekkt nöfn i sógu íslenskrar
dægurtónlistar. En hvar er þetta
fólk i dag og hvað gerir það?
Þuriður Sigurðardóttir söng um alllangt skeið með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Vinstra megin við
Þuríði á myndinni eru Stefán Jóhannsson, Ragnar Bjamason og Jón Sigurðsson. Hœgra megin eru þeir
Andrés Ingólfsson fnú látinnl, Grímur Sigurðsson og Árni Scheving.
ÞURIÐUR SIGURÐARDOTTIR:
Þurlður Sigurðardóttir I dag.
Húsmóðir og auglysingateiknari
og syngur litillega enn.
DV-mynd Bj. Bj.
Sólóplatan er enn á döf inni
„Eg er húsmóöir og fæst þar að auki
við að teikna auglýsingar i fristundum
jafnframt því sem ég teikna fyrir
sjálfa mig," segir Þuríður Sigurðar-
dóttir sem söng um langt árabil með
hljómsveitum  eins  og  hljómsveit
Magnúsar Ingimarssonar, Islandíu og
síðast hljómsveit Ragnars Bjarnason-
ar.
Þuríður byrjaði kornung að syngja.
Aðeins 17 ára að aldrí söng hun að stað-
aldri í hinu gamalfræga öldurhúsi
Röðli. Aríð var 1965. Söngurinn var svo
aðalstarf hennar fram til 1978 er hun
tóksérhvíld.
„Eg byrjaði aftur að syngja opinber-
lega þegar Bítlaæöið var sett upp í
Broadway í fyrrahaust. Það var mjög
gaman að þessu, þetta var skemmti-
lega unniö, maður var kominn heim
um miðnætti þannig að þetta truflaði
lieimiLslífið litið," segir Þuríöur.
Og þó að Bitlaæðið sé fyrir bí í bili
syngur Þuríöur enn i Broadway, bak-
raddir og fleira. Og hún ætlar að halda
áfram aösyngja; til dæmis er sólóplat-
an enn á dagskránni.
„Það hefur oft veríö talað um sóló-
plötuna, en af einhverjum ástæðum
hefur ekki orðið af henni ennþá, en það
er aldrei að vita nema að það verði ein-
hvern tíma," segir Þuríður.
Hún hefur þó ekki hug á að leggja
sönginn fyrir sig sem aðalstarf að
nýju.
„Nei, ég fer seint út í dansbransann
aftur,"segirhún.
Þuríður reynir að fylgjast með því
sem er að gerast í tónlistinni í dag eftir
bestu getu en tíminn er oftast naumur.
„Yfirleitt set ég bara rás 2 á og læt
hana ganga, eins og hinar húsmæðurn-
ar,"segirhún.
Annars eru það rólegu ballöðumar
sem hðfða mest til Þuríðar þó svo hún
hlusti svo til á hvaða tónlist sem er.
Henni líst vel á þaö sem er að gerast í
tónlistarmalum hér á landi í dag og
finnst gaman að sjá hvað mikið af
góðu fólki hefur komið fram á sjónar-
sviðið á síðustu árum.
„Þó vil ég ekki ráðleggja neinum að
byrja eins ungum og ég gerði, ég
missti alveg af skemmtanalífi áranna
kringum tvítugt. Eg haföi engan tima
til að skemmta mér sjálf," segir Þuríð-
ur Sigurðardóttir.
Berti Móller i dag. Aðstoðarvarð-
stjóri i lögreglunni, en á þessu ári
eru 20 ár frá þvi Berti hóf störf
þar.
DV-myndS.
Falconsextettinn á gullaldarárunum. Berti Möller lengst til vinstri, þá Gissur Helgason, Arthur Ross
Moon, Geir Vilhjálmsson, Eyjólfur Melsted og Sigurjón Fjeldsted.
BERTIMÖLLER:
____
MH                  mu                      émm\                             wm ' '  WLAm* mm '                         %m\                        ¦mmm\
Fyrst og fremst Ibgreglumaður
„Eg er fyrst og fremst lögreglu-
inaður en auk þess eiginmaður og
faðir," segir Bertram Möller sem
flestir þekkja frekar undir nafninu
Berti Möller. Berti var upp á sitt besta
á rokktímabiiinu í kringum 1960 og
söng þá með ýmsum hljómsveitum
eins og Plúdó-sextettinum, síðar Lúdó-
sextettinum, og Falcon-sextettinum.
Rokkarar þeirra tima höfðu tónlist-
ina bara að hobbíi og aðalstarf Berta
var og hef ur verið lögreglan f rá 1964.
Hann hélt áfram að syngja alveg
fram til 1978 er hann hætti alfarið.
„Eg spilaði þá með Lúdó og Stefáni i
Atthagasalnum á Hótel Sögu en það
gekk æ erfiðlegar aö samræma spila-
mennskuna vaktavinnu hjá lögregl-
unni. Eg sá aö þetta gekk ekki til
lengdar og ákvað að hætta i spiliríinu,"
segir Berti.
Og svo harður var Berti á því að
hætta að hann seldi og gaf öll hljóð-
færin sem hann átti. Og þannig liðu
fimmár.
Síöastliðið haust þegar Rokkhátíðin
var sett upp í Broadway var að sjálf-
sögðu leitað til Berta og þá gat hann
ekkisagtnei.
„Það var ekki hægt, sérstaklega
þegar ætlunin var upphaflega að þetta
yrði bara eitt kvöld," segir Berti.
En þrátt fyrir að honum hafi þótt
þetta alveg sérstaklega gaman og mot-
tökurnar frábærar hefur hann ekki í
hyggju að byrja aftur.
„Nei, ætli ég láti þetta ekki nægja,
það er ekki séð fyrir endann á Rokk-
hátiðinni ennþá," segir Berti.
Hann segist vera alæta á tónlist þó
að stefnur eins og bárujárnsrokk og
tölvupopp höfði ekki til sín. Og honum
finnst að íslensku tónlistarlífi hafi
hrakaö f rá gullaldarárum rokksins.
„Það fer ekkert á milli mála. Popp-
arar í dag veröa að vera afkáralega
klæddir og haga sér afkáralega af
þeirri einföldu ástæðu að þeir verða að
fela lélaga tónlist með einhverju öðru.
Svona var þetta ekki í gamla daga. Þá
kom fólkið til aö hlusta á tónlistina en
ekki til að horfa á okkur," segir Berti
Möller.
-SþS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24