Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LXUGÁKDAGUR'a: APRIL' 1984.''"

ÞORVALDUR HALLDORSSON:

Fæst mest

við trúar-

lega tónlist

„Eg er aö lesa guöfræði viö Há-

skólann og starfa aö auki sem

aöstoöarmaöur í safnaðarheimili

Grensássóknar," segir Þorvaldur

Halldórsson sem söng eitt allíf seigasta

lag sem um getur í útvarpsþáttum á Is-

landi, lagiö A sjó. Annaö lag sem

Þorvaldur er þekktur fyrir er 0 hún er

svo sæt, sem er reyndar eftir hann

sjálfan. Þorvaldur söng lengst af meö

hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri

en siöast söng hann meö Pónik áriö

1973.

„Eg var oröinn æöi þreyttur á þessu

enda búinn aö vera i þessu í tólf ár

samfleytt," segir Þorvaldur.

Um svipaö leyti flutti hann til Vest-

mannaeyja og fór þar aö vinna sem

rafvirki hjá Rafveitunni. Þar sem

hann var meö stóra fjölskyldu varð

vinnutíminn oft langur og Þorvaldur

sá fljótt að skemmtanaiðnaðurinn fór

ekki vel saman við þetta.

„A þessum tíma fór ég líka að leita

að nýju lifsmunstri og velta fyrir mér

ýmsum spurningum um lífið og tilver-

una," segir Þorvaldur.

Þessar vangaveltur enduðu með því

að Þorvaldur gekk á vit trúarinnar og

tók upp lífsstef nu kristins manns. Guð-

fræðin kom svo sem rökrétt framhald

af þessari nýju stefnu nokkrum árum

síðar.

En Þorvaldur hætti ekki alveg að

syngja.

„Nei, ég söng með kór í Vestmanna-

Þorvaldur Halldórsson. Fráérinu 1967.

eyjum sem Diddi fiðla stjórnaði og

siðar sneri ég mér að trúarlegri tónlist

og hef fengist við hana siðan," segir

Þorvaldur.

Hann hlustar þó á ýmsa aöra tónlist

svo sem klassiska tónlist og létt-

klassískan jass. Hann segist vera

harður andstæðingur þeirrar stefnu

innan nútimatónlistar sem að hans

mati grundvallast á ofbeldi og til-

finningakulda.

„Þessar tónlistarstefnur eru í and-

stöðu við manninn og lífið og boðskap-

ur þeirra er svo neikvæður. Mér finnst

að tónlist eigi að nota i jákvæðum til-

gangi og til að koma jákvæðum boð-

skap á framfæri," segir Þorvaldur

Halldórsson.

Þorvaldur Halldórsson i dag.

Leggur stund á guðfræðinám i Há-

skólanum og vinnur sem aðstoðar-

maður i safnaðarheimili Grensás-

sóknar í Reykjavík.

DV-mynd S.

INGIBJORG GUÐMUNDSDOTTIR:

Tonlist a að lata

fólki líða vel

WBSm

„Eg geri margt. Til dæmis vinn ég

hjá Arnarflugi og aö auki vinn ég að

hugarfarsbyltingu þjóðfélagsins með

félögum minum i Samhygð," segir

Ingibjörg G. Guðmundsdóttir sem

flestir landsmenn komnir til vits og

ára þekkja betur sem Ingibjörgu i BG

og Ingibjörgu frá Isafirði.

Ingibjörg byrjaði að syngja með BG

1967 þá 17 ára að aldri og hélt því

áfram til ársins 1978 er hún hætti aö

syngja opinberlega. Mörg laga BG

urðu landsfræg og má þar nefna Þín

innstaþrá og Góðaferð.

Allan tímann meðan Ingibjörg söng

með BG var hún í skóla á vetrum og

1977 lauk hún prófi sem félagsfræð-

ingur frá Háskóla Islands. Hún sneri

sér næst að blaðamennsku um tíma og

PMMH

Ingibjörg Guðmundsdóttir á árum

áður er hún skemmti landsmönn-

um með BG frá Ísafirði.

síðar starf aði hún á félagsmálastofnun

i Hafnarfirði. Eftir það lá leiðin til

Arnarflugs.

En hefur Ingibjörg í hyggju að byrja

að syngja aftur?

„Eg veit það ekki. Að minnsta kosti

ekki eins og áöur. I dag legg ég miklu

meira orðið upp úr boöskap tónlistar-

innar og vil nota hana til hvatningar og

til að auka á bjartsýni fólks gagnvart

framtíðinni. Eg vil koma einhverju

jákvæðu tilskilameðtónlist.tildæmis

einhverju um friðarboðskapinn," segir

Ingibjörg.

Hún reynir að fylgjast eitthvað með

því sem er að gerast í tónlistinni í dag

og segist verða þess vör að tónlistin

túlki sífellt meira sambandsleysi milli

Ingibjörg Guðmundsdóttir i dag. Vinnur við að afgreiða flugfarþega hjá

Arnarflugi sem aðalstarf, en í fristundum vinnur hún að betra mannlífi

og friði með samtökunum Samhygð.

DV-mynd Bj. Bj.

einstaklinga.

„Og sumt af þessari nýju tónlist,

sem mér finnst bara höföa til ofbeldis

og agressjónar, hlusta ég alls ekki á,"

segir Ingibjörg. „Eg hlusta á tónlist

mér til ánægjuauka en ekki til að láta

hanapirramig."

Annars  hlustar Ingibjörg  á  alls

konar tónlist, klassiska og jass, en um

þessar mundir er brasilisk tónlist í sér-

stöku uppáhaldi hjá henni.

„Eg fór til Brasilíu í vetur og heill-

aðist alveg af tónlist Brasiliumanna.

Hún geislar af gleði, lifi og f jöri," segir

Ingibjörg Guðmundsdóttir.

-SþS.

„Eg rek leiktækjastofu," segir

Bjarki Tryggvason sem gerði garðinn

frægan um langt árabil upp úr 1970.

Lengst af söng Bjarki með hljómsveit-

inni Póló og Bjarki og frá þeim tíma

má nefna lagið Glókollur sem náði

miklum vinsældum. Seinna söng

Bjarki sóló og söng sig þá inn i hug og

hjarta landsmanna í laginu I sól og

sumaryl. Síðast heyrðist frá Bjarka

opinberlega á sólóplötunni Einn á ferð.

semkomútl980.

— Enskyldihannverahættur?

„Nei, ég held að ég eigi hátindinn

eftir," segir Bjarki. „Eg hef lengi

verið volgur í að halda áfram, mér

finnst eins og að ég eigi eitthvað eftir.

Eg er enn í fínu f ormi."

Og forminu heldur Bjarki við með

því að lita inn hjá kunningjunum við og

við og taka lagið. Að öðru leyti hefur

Bjarki engin afskipti af tónlistariifinu

á Akureyri og hef ur ekki haft lengi.

Aðaláhugamál Bjarka síðustu árin

hefur verið að þeysast um í óbyggðum

á vélsleða.

„Það er hreint frábært að vera á vél-

sleða uppá hálendinu í góðu veðri,"

segir hann.

Og nú um daginn þegar vélsleða-

menn héldu mikið mót í Jökuldal var

Bjarki mættur á staöinn á sleðanum og

meðgítarinn.

„Já, ég var lengi í vandræðum með

að hafa gítarinn með á sleöanum. En

nú er ég búinn að útvega mér þræl-

sterka gítartösku, sem auðvelt er aö

BJARKITRYGGVASON:

Á hátindinn

ennþá eftir

Póló og BJarki fré þvi um 1967.

Bjarki er lengst til vinstri en hinir

eru frá vinstri: Pálmi Stefánsson

hljómborðsleikari, Steingrimur

Steingrimsson trommur, Ásmund-

ur Kjartansson gitar og Þorsteinn

Kjartansson saxófónn. Bjarki lók á

bassa og söng.

DV-mynd Páll A. Pálsson.

spenna á sleðann, svo hér eftir verður

gítarinn örugglega með í ferðum,"

segir Bjarki.

En Bjarki hef ur samt ekki alveg sagt

skilið við bassagítarinn, sem hann lék

álengstaf.

, ,Nei, ég er að dunda mér við að gera

upp elsta rafmagnsbassa á Islandi.

Þetta er Fender bassi árgerð 1954 og

var meðal annars notaður í KK-

sextettinum," segir Bjarki.

Um íslenskt tónlistarlíf í dag hefur

Bjarki ekkert nema gott að segja.

Honum finnst þróunin stefna í rétta átt

og telur að fleiri íslenskar hljómsveitir

en Mezzoforte eigi að geta gert það

gott erlendis.

— En hvernig tónlist hlustar hann á

sjálfur?

„Eg er alæta á tónlist og reyni að

fylgjast með því sem er að gerast

hverju sinni. Til dæmis finnst mér

tölvupoppið mjög skemmtilegt.

Uppáhaldstónlistin  mín  er  annars

B/arki Tryggvason í dag. Hér situr

hann með bassann góða, þann

elsta rafknúna á landinu, á eftir-

lætishesti sínum, vélsleðanum.

DV-mynd JBH/Akureyri.

mjúka rokkið. Bárujárnsrokkinu var

ég aldrei hrifinn af en þó er alltaf

gaman að skemmtilegu rokki, í hvaða

mynd sem það er," segir Bjarki

Tryggvason.               -SþS.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24