Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10

DV. LAUGARDÁGUR 28'. APRtL 1984.

HVFR Mlfi VIl\n\T A

RITHÖFUNDARNIR?

Hvernig vinna rithöfundar? Það

er áreiðanlega ákaflega misjai'nt.

Þessir menn vinna allir hjá sjálf-

um sér og til þess að eitthvað komi

út úr vinnu þeirra þurfa þeir að

sýna sjálfum sér talsverða hörku.

Liklega er líka varasamt að bíða

eftir innblæstrinum. Hann getur

látið á sér standa ef menn sitja

bara aðgerðalausir og bíða.

Við þekkjum það sjálf, bara til

dæmis þegar við þurfum að skrifa

bréf, að það getur verið crfitt að

manna sig upp, útvega nauðsyn-

leg ritgögn og næði til þess að

skrifa ómerkilegar fréttir að

heiman, svo maöur tali nú ekki

um þegar á að fara að knýja

Pegasus á léttu tólti eftir síðunum.

Við rákumst á lýsingu á vinnu-

brögðum nokkurra ólíkra skálda.

Vonandi hafa einhverjir gaman

af að skoða hvernig þau fóru að.

BARBARA C ARTLAND:

Lesfyrir

íírsófa

Barbara Cartland var á þriðja ára-

tugnum meölimur í félagsskap í

London sem kallaöur var „Gáfaöa

unga fólkið". Hún reit lika í slúður-

dálka Daily Express.

„Beaverbrook lávarður kenndi mér

að skrifa eins og blaöamaöur: aö koma

beint að efninu og láta öll óþarfa orð

hverfa." Rætur hennar í blaða-

mennsku og meðfædd atvinnu-

mennska, auk að því er virðist tak-

markalaus hæfileiki hennar til að

segja sögu, hefur skapað henni næst-

um einstæðan feril sem söluhöfundur.

Hún var tvítug þegar hún skrifaöi

fyrstu rómantisku skáldsöguna sina

(þótt hún hefði skrifað, myndskreytt

og bundið inn bók þegar hún var fimm

ára). Hún var hvött til aðklára hana af

vinum sinum sem efuðust um að ung

stúlka, sem oft og einatt dansaöi alla

nóttina, gæti kláraö skáldsögu i fullri

lengd. Faðir hennar hafði verið drep-

inn í Flanders 1918 og fjöLskylda

hennar var ekki rik svo hún skrifaði

peninganna vegna. En: „Eg varð háð

skriftunum. Eg hef gaman af þeim.

Skriftir eru allt mitt líf."

Vinnuaðferðir

Barbara Cartland svarar bréfum á

morgnana, les fyrir sögur sínar milli

eitt og hálffjögur síödegis og veitir

viðtöl að kvöldi. Hún stefnir að því að

skrif a kafla dag hvern og getur skrifað

sex til átta þúsund orð.

Afköst

Það tekur hana um tvær til þrjár

vikur að ljúka bók og hún hefur þrisvar

sett heimsmet í ársafköstum: 20 skáld-

sögur 1975, 21 skáldsaga 1976 og 24

' 1977. Arið 1978 skrifaði hún einungis

tuttugu þvi hún eyddi talsverðum tima

í að taka upp hljómplötu með ástar-

söngvum ásamt Royal Philharmonic

Orchestra. (Þá var hún 77 ára.) I júh'

1979 vann hún að 277. skáldsögu sinni

og sala hennar um allan heim er yfir

lOOmilljónir.

Vinnustaður

Hún býr í Camfield Place í Hertfors-

hire. Hún les fyrir úr sófa á bókasafni

sínu meö hvita skinnábreiöu yfir fótun-

um ásarnt hitapoka, með tvo hunda við

hlio sér og hraðritara tilbúna fyrir

aftansig.

Barbara Cartiand les einkaritara sín um, Ruth Walles, fyrir.

Aðferöir

Það var Godfrey Winn sem stakk

upp á þvi að hún læsi bækur sinar f yrir.

„Góöa ensku, sem ég nota í alvar-

legum bókum minum, skrifa ég með

eigin hendi." Dægurenskan, sem hún

notar í bókum sinum („fólk býst við að

lesa þá gerð samræðna sem það er

vant úr útvarpi og sjónvarpi"), rennur

betur, þegar hún er mælt fram. Bækur

hennar eru að mestu byggðar upp á

samræðum. Aðrir hlutar frásagnar-

innar eru viljandi brotnir upp í stuttar

máLsgreinar til þess að líkjast samræö-

umfljóttálitið.

Hugmyndir að sögum spretta af

geysilegum lestri hennar í sögu. Hún

rannsakar tímabilið og þar sem hún er

ákveðin í að vera meö allar staðreynd-

ir les hún tuttugu til þrjátíu bækur.

Uppsláttarbækurnar sækir bílstjóri

hennar í bókasafnið í London, sýslu-

bókasafnið eða í bókabúð. Hún skrifar

niður athugasemdir og skipuleggur

fyrirfram hve mikið pláss hver kafli

eigi að taka. Þegar að því kemur að

skrifa söguna lifir hún frásögnina, sér

hana gerast fyrir framan sig og leyfir

henni einfaldlega að streyma fram.

Einkaritari hennar gripur hana síðan

og skráir. Leiðréttingar og endur-

skoðanir eru takmarkaðar eins og

hægter.

Uppsprettur

Saga er hennar eina uppspretta.

Skrif í Years of Victory eftir Sir Arthur

Bryant um hvernig Napoleon króaöi af

10.000 Bretóna í Frakklandi 1803 hefur

oröið henni uppspretta aö sex skáld-

sögum. Heimsókn til Senegal leiddi af

sér það sem virtist afraksturslaust

tímabil þar sem hún sökkti sér niður í

sögu Vestur-Afriku: „mjög leiðinlegt"

þar til hún datt niður á þunna bók sem

sagði frá innflutningi á hvítum stúlk-

um sem konum f yrir nýlendubúa.

Sagnfræðin ljær þó einungis

rammann að sögum hennar sem stans-

laust tjá trú hennar á fullkomna ást

sem er bæði likamleg og andleg. „Það

er hið hæsta andlega ástand sem

maöur getur náð gagnvart guði. Ungar

stúlkur áttu að trúa á fullkomna ást og

láta það næstbesta ekki nægja sér. Það

að viö endum meö þvi að þurfa að

sætta okkur við það næstbesta þýðir

ekki endilega það að viö eigum að

stefna að því. ,,Allar hetjur minar eru

hreinar meyjar. Stúlkurnar, sem sofa

hjá, taka blómann af kvenleikanum;

alveg sama hvað þú notar mörg falleg

orð um það," segir hún.

ERIM EST HEMINGWAY:

Skrifaði

standandi

Þegar Hemingway framdi sjálfs-

morð eins og faðir hans haföi gert á

undan honum með því aö skjóta sig í

Ketchum í Idaho, 63 ára aö aldri, var

hann ef til vill aö horfast í augu viö það

á svakalegan hátt að hækkandi aldur

gerði honum ókleift að halda áfram því

ævintýralífi sem hann hafði lii'að fram

að því. Slíku lifi haföi hann lifað frá

barnæsku, hann lofsöng það og varpaði

fram efasemdum um það í mörgum

bókum sinum. Líf hans haföi leitt hann

til nautaats á Spáni, stórgripaveiða í

Afríku og atburða og f jörs í hálfri tylft

landa um hálf an heiminn.

Þrír atburðir á litríkum f erli virðast

hafa mótað Hemingway mjög sem

mann eða rithöfund. Það fyrsta eru

æskuárin sem hann eyddi viö vötnin

miklu og gerðu hann hrifinn af útilífi.

Næst voru það árin er hann starfaði

sem blaðamaður smáblaðs. A því

tímabili skóp hann sér sinn stutta,

staöreyndahlaðna stil. Að lokum var

það alvarlegt sár á höfði sem hann

hlaut þegar hann var sjálfboðaliði á

sjúkrabíl í fyrri heimsstyrjöld. Sú

reynsla olli þvi aö hann horfðist í augu

við dauðann, tema sem gengur í gegn-

um um öll hans skrif.

Vinnuaðferðir

Stóran hluta rithöfundarferiis síns

átti Hemingway á Kúbu. Þar hafði

hann fremur nákvæma dagskrá. Hann

fór upp við fyrstu skímu og skrifaði

standandi og flutti þungann af öörum

fætinum á hinn öðru hverju. Hann

færði sig einungis yfir í stól og ritvél

þegar skriftir gengu vel og engin ljón

voru á veginum. Hann fylgdist með

framvindunni hjá sér með því að skrá

hana á stóra töflu sem hann haföi.

(„Til þess að blekkja ekki sjálfan

mig") Hann skráði það hjá sér að hann

þyrfti að vinna það upp daginn eftir ef

hann hafði einhverra hluta vegna tekið

sér frí frá störfum. Hann hætti venju-

lega um hádegisbil dag hvern og aldrei

öðruvísi en hann væri alveg viss um

hvernig hann vildi halda áfram.

Afköst

Hemingway reyndi að skrifa milli

450 og 575 orð á dag en hann fór upp i

1250orðtilaðvinnaupptapaðan  dag.

Vinnustaður

Hemingway hafði sérstakt vinnu-

Þessimynd var tekin afHemingway 1944.

herbergi í turni í húsi sínu í Havana en

honum f annst best að vinna í svefnher-

bergi á jarðhæð. Þar var smápláss

fyrir ritvélina hans uppi á bókaskáp.

Snemma á ferli sínum vandi Heming-

way sig á að vinna undir næstum því

hvaða kringumstæðum sem var.

Aðferðir

Oft, en þó ekki alltaf, byrjaði

Hemingway að vinna út frá óljósum út-

linum sögu. Hann vissi til dæmis i

Hverjum klukkan glymur hvað ætti að

gerast í stórum dráttum en fann upp

atburði hvers dags jafnóðum og hann

skrifaði. Hann sagðist einu sinni reyna

að skrifa út frá sömu lögmálum og

giltu um ísjakann, það er að fullbúið

verkið gæfi í skyn reynslu sem ekki

væri í skáldsögunni sjálfri en spennan

af henni fyndist óafvitað. Gamli mað-

urinn og hafið, sem er lítil saga er afl-

aði honum ásamt öðru nóbelsverð-

launa, hefði samkvæmt því sem hann

sagði getað veriö þúsund blaðsíður aö

lengd. A hinn bóginn voru tvær skáld-

sögur hans, To Have and Have Not og

Across the River and into the Trees,

upphaflega smásögur.

Hemingway skrifaði með blýanti.

Hann endurskoðaði skrifin þegar hann

vélritaði þau upp og aftur þegar hann

las próf örk að þeim.

Uppsprettur

Meirihluti skrifa Hemingways er

greinilega byggður á eigin reynslu.

Ofbeklisfull ytri atburðarás er í mið-

punkti í öllum verkum hans hvort sem

er í stríði eða friði. Vopnin kvödd og

Across the River and into the Trees eru

byggð á reynslu hans í fyrri og seinni

heimsstyrjöld á meðan Hverjum

klukkan glymur byggir á reynslu hans

i borgarastyrjöldinni á Spáni. llann

hefur sjálfur lýst The Green Hills of

Africa sem tilraun til að skrifa alger-

lega sanna bók — til að athuga hvort

lögun lands og atburðarás eins mán-

aðar, ef sagt væri sannferðuglega frá,

gætu keppt við verk imyndunaraflsins

Sumar persónur hans voru teknar

úr raunveruleikanum þó yfirleitt væru

þær fundnar upp á grundvelli reynslu

hans af fólki eða dregnar af mynd hans

af s jálf um sér.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24