Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14

DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984.

Þeir kalla ekki allt;.. •

Mönnum verður hugsað til jólasteikur-

innar. Hún fær sennilega að bíöa í

þetta skipti.

Snjór og sandbylur fyllir

augun

I Mýrdalnum eru víða stórir skaf lar

á veginum og bíllinn festist hvaö eftir

annað, þrátt fyrir mikið vélarafl og

keðjur á öllum hjólum. Þaö er ekki um

annaö að ræöa en moka og taka atrenn-

ur og moka svo meira. Það rétt grillir í

afturendann á mönnum undan bílnum

og snjógusurnar ganga í allar áttir. Að

áliðinni nóttu er komið til Víkur. Þar

eru komnar fréttir af hinum línu-

mönnunum sem fóru á Landeyjasand.

Þeir eru búnir að finna brunninn staur.

Það logar í honum enn þá þegar menn

koma á staðinn. Þar er illt til vinnu.

Snjó- og sandbylur fylhr augun' og þau

verða blóöhlaupin og háriö er eins og

gamall vírbursti. Það er erfitt að ná

andanumáköflum.

Þeir sem komnir eru til Víkur öf unda

ekki þá sem á sandinum eru. Þeir hafa

sjálfir prófað þetta nokkrum sinnum.

Sandararnir öfunda heldur ekki þá

sem komnir eru til Víkur. Þeir hafa

líka reynt hvernig er að koma efni upp

á Háfell til viðgerða í vitlausu veðri.

Astæöan í þetta sinn reynist einmitt

vera brunnin slá uppi undir brún á Há-

felli. Það er lagt á brattann svo langt

sem billinn kemst, svo er stritað og

kafað í sköflum, klofað yfir girðingar,

dottið um ójöfnur og brölt yfir

ímyndaðar holur sem eru bara dökkir

skuggar í myrku landslaginu.

Þessu lýkur von bráðar og nú kemst

rafmagn austur á Múlakvísl.

Sá gruhur að spennujafnarar austan

við Mýrdalssand séu bilaöir fæst nú

staðfestur. Þangaö verður að komast

til að hægt verði að halda jól í sveitun-

um þar fy rir austan.

Á snjóbíl í sprunginn

„regúlator"

Snjóbíll er fenginn hjá björgunar-

sveitinni og enn haldið í austur.

Utsýnið er nánast ekkert á sandinum.

Á góðviðrisdegi er einn kostur við startlínumannsins — hann getur oft

og einatt sóð vítt um sveitir af vinnustað sinum.

Tímarít f yrir alla

íA«W-

'    ,hW""

""¦                 ,M

,,l,M'SJ,r"

&M*-

v&s^

EtíÖ

gtíO^

S6&

ÖKUtfN*

<3^

nioW

%

Qp

'' ^fe

•?V^fe;

,«»«'"

öM<

„jft"

h'^,2 *tf.

frf'

itíp'"'

«*¦

biií.

ígSff'


öíd^

«",,í*.>"'""

Urval

ER SAFN STUTTRA, ADGENGILEGRA GREINA

UM ALLT MILLI HIMINS OG JARDAR,

SETTAR ERU FRAM Á ADGENGILEGAN

OG AUDSKILINN HÁTT.

Urval

ER SAMBLAND AF SKEMMTUN

OG FRÖDLEIK OG HENTAR

ÖLLUM ÞEIM SEM HAFA

LÍTINN TÍMA TIL LESTRAR

EN VILJA SAMT FYLGJAST MEÐ.

Úrval

ER EKKI SÍDUR KJÖRID

TÍMARIT FYRIR LESTRAR-

HESTINN, SEM FÆR

HVERGI EINS MIKID

AD LESA FYRIR

JAFN LÍTID VERÐ.

^&lss*

«&í

^

„)M'«

„fíl't""


, ,,f>'U"

ÍÍJÍB-

.**•

B^

K^

,iaOÐ*

Askriftarsíminn er

27022

ÞAD VIÐRAR

ALLTAF VEL

TIL AD LESA

þar er öskubylur. Það skröltir í belta-

búnaðinum og svæfandi niöurinn í vél-

inni gerir mönnum erfitt að halda

augunum opnum. Leiðin liggur í far-

vegi Kötluhlaupa. Menn gera sér til

dundurs að bollaleggja hvemig færi ef

gos hæfist einmitt núna. Það væri

svolítið hráslagalegt að mæta

mórauðum flaumnum og hafa ekki

einu sinni tíma til að snúa bílnum i

hálfhring áður en allt færi i kaf. Svo er

farið að ræða hvort yngri mennirnir

komist á ballið annan í jólum og

hvaöa dömur séu helst í sigtinu. Þessu

svara þeir engu en brosa út í annað og

hugsa sitt.

Feröin tekur enda við ána Skálm og í

stæðunni grillir í regúlatorana, einn

þeirra er sprunginn og oh'an út um allt.

Það er ekki um annað að ræða en

tengja fram hjá og frelsta þess að

halda spennunni uppi meö disilstööinni

að Kirk jubæjarklaustri.

Það næst ekki í talstöð svo ekki er

hægt að prófa hvað gerist fyrr en

komið er til Víkur.

Ljósin kvikna — jólahelgi

gengur í garð

1 bakaleiðinni eru allir orðnir

svangir og hrollur sækir að eins og allt-

af þegar vakað er sólarhringum

saman. Fatnaður er orðinn blautur og

kaldur og klakinn tekinn að bráðna úr

hári og skeggi og sækir niöur í háls-

málið. Það er farið að dimma þegar

komið er að Múlakvísl aftur. Raf-

magni er hleypt á linuna og í þetta sinn

er allt i lagi. Ljósin kvikna austan við

sandinn, allar götur að Núpsstað. Nú

er sem sagt i lagi með jólin hjá Skaft-

fellingum ef veðrið versnar ekki aftur,

segja menn.

I Víkurskála bíður rikuleg máltíö

sem er framreidd af mikilli hjarta-

hlýju. Stúlkurnar þar þekkja línu-

mennina og vita hvað þeim kemur.

Áfram er haldið í vestur. Það er búið

að moka út úr Mýrdal en það er farið

aðf enna aftur i slóðina.

Jólahelgin gengur í garð meðan bill-

inn þokast út Skógasand. Veðrið er aö

mestu gengið niöur við Skóga. Það er

gert við slitna heimtaug undir fjöllun-

um og komið i aöveitustöðina á Hvols-

velli um áttaleytið. Þar f réttist af þeim

sem fóru í vestursýsluna. Þeir eru bún-

ir að laga línuskemmdir víðs vegar og

eru núna ásamt þeim sem fóru á

Landeyjasand að gera við slit á linu á

Rangárvöllum. Þangað er stefnt og

þar lýkur þessu útkalli. Allir hjálpast

að við síðasta slitið. Komið er heim um

miðnætti aðfangadagskvölds. Yngri

kynslóðin er sofnuö. Það er nóg af

góðum mat og ilinur af jólaávöxtum og

greni. En matarlystin lætur á sér

standa og þaö gerir svefninn líka. Þaö

dunar fyrir eyrunum af næstum sólar-

hringslöngum vélarniönum. Hróp og

köll óma ennþá: ,JJífa betur, nei slaka,

slaka aðeins, setja fast." Og fyrir

augunum iða milljón snjókorn en eftir

margar byltur og ýmsar jógastell-

ingar, slaknar á taugunum og veröldin

hverfur í þungum draumlausum

svefhi.

Klukkan sjö fer síminn að hringja.

Nei, það er bannað. En hann hættir

ekki. Linumaðurinn sér sjálfan sig i

speglinum þegar hann tekur upp tólið.

Það eru dökkir baugar undir

augunum, húðin er grá, hárið er úfið.

Hann er eins og urðarköttur í framan.

„Það er aftur bilað á Rangárvöllum,"

segir röddin í símanum. Það er víst

best að athuga hvort gemsinn stendur

ennþá upp úr snjónum.

NOACK

RAFGEYMAR

FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI

rtota NOACK falgcyma vegna

{• mnausth.f

U».*.»... ............ ..—.''_____........

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24