Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 4
20 DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. LUBBURINN Dýrin í Hálsaskógí á Akranesi Skagaleikflokkurinn hefur að undanförnu sýnt bamaleikritið „Dýrin í Hálsaskógi” við góðar undirtektir. Leikstjóri er Guðrún Steffensen. Vegna voranna leikara og starfs- manna í sýningunni verða síðustu sýningar á leikritinu laugardaginn 12. maí og sunnudag- inn 13. mai kl. 15 báða dagana. Sýningar Þjóöleikhússins um helgina „Sveyk” í síðasta sinn, „Amma þó” í þriðja síðasta sinn og tvær uppseldar sýningar á „Gæjum og pium”. Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni eftir Bert- föstudagskvöldið og er það allra síöasta sýningin á þessum gamanleik um ævin- týri og raunir góða dátans í þriðja rik- inu hans Hitiers. Bessí Bjamason leikur Sveyk, en með önnur meginhlutverk fara Þóra Friöriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Gisli Rúnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson og Baldvin Halldórsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jóhannsson, hljómsveitarstjóri er Jón Hlööver Askelsspn og þýðinguna geröu Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn. Gæjar og píur, söngleikur Frank Loessers eftir sögu og sögupersónum Damon Runyons nýtur gífurlegra vinsælda. Tvær sýningar verða á stykkinu um helgina, á laugardag og sunnudag, og seldust þessar sýningar báðar upp á einum klukkutíma sl. þriðjudag, en upp- selt hefur verið á allar sýningar verksins til þessa. Amma þó!, bamaleikritið hennar Olgu Guðrúnar Arnadóttur verður sýnt kl. 15 á sunnudag og fer nú hver aö verða síðastur að sjá þá sýningu, því eftir þessa helgi verða að- eins tvær sýningar eftir á leikritinu. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson, Messíana Tómasdóttir geröi leikmynd og búninga og með helstu hlutverk fara Herdís Þorvalds- dóttir, Gisli Guðmundsson, Edda Björgvins- dóttir og Jón S. Gunnarsson. Allra síðustu sýningar á Rakaranum Hjá Islensku ópemnni era síðustu sýningar á gamanóperunni Rakaranum í SeviUa eftir Rossini í kvöld og á laugardagskvöld og hefj- ast báðar sýningarnar kl. 20. Operan er í tveim þáttum og gerist í SevUla á Spáni snemma á síðustu öld. Segir þar frá ungum Leiklist Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Unnið við vefnað i Skálatúni. Skálatún: Sölusýning á verk- um heimilisfólksins Næstkomandi laugardag, 12. maí, veröur haldin sölusýning á listvefnaöi og handunnum vegg- og gólfteppum og mottum. Allt eru þetta verk unnin af heimilisfólki Skálatúns, undir leiösögn þeirra Þóru Svanþórsdóttur handa- vinnukennara og MargrétarFinnboga- dóttur vefnaöarkennara. Sýningin stendur frá kl. 14—17 á laugardeginum í vinnu- og vefstofu Skálatúns í Hamrahlíð, þar á staðnum. Jafnframt heldur íþróttafélagiö Gáski kökusölu til fjáröflunar fyrir starf- semi f élagsins á sama staö. Einhleypir: Kynningar- og umræðuf undur Ef þú ert gift(ur) skaltu ekki lesa lengra. Ef þú ert einhleyp(ur) skaltu svara eftirfarandi spurningum: — Er ekki tímabært aö breyta þeim viöhorfum sem eru ríkjandi til ein- hleypra? — Eiga þeir að una því aö búa í leiguherbergi við þrengsli og bágar aðstæður? — Ber einhleypum ekki sami réttur á aöstoö til heimilisstofnunar og öörum, sbr. hjúskaparfrádrátt? — Finnst þér ekki eölilegt aö þeir njóti sömu réttinda og hjón til byggingasjóðslána og vaxtafrádrátt- ar? — Er ekki siölaust aö efnahagsleg og félagsleg viðurlög neyöi fólk í hjú- skap eða óvígöa sambúö? — Á ekki aö taka tillit til tvöfalds vinnuálags einhleypra? — Ber ekki aö taka tillit til hlutfalls- lega mikils framfærslukostnaðar ein- hleypra? — Er ekki tímabært að einhleypir hittist og jafnvel kynnist annars staðar en á hinum hefðbundna holdmarkaði? Ef þú hefur svarað 7 spumingum ját- andi, láttu þá sjá þig á kynningar- og umræöufundi, sem haidinn veröur í Félagsstofnun stúdenta næstkomandi laugardagskvöld, þ. 12. mai kl. 8.30. Árlegur hjólreiðadagur Styrktarfélags lamaðraog fatlaðra Arlegur hjólreiöadagur Styrktar- féiags lamaöra og fatlaðra verður 12. maínk. Takmarkiö meö deginum er aö safna fé til byggingar á Dvalar- og hvíldarheimili fatlaöra barna. Söfnunin fer þannig fram að grunnskólanemar munu ieita tii fólks um stuðning og munu þeir svo hjóla í þágu þeirra sem ekki geta hjólað, eins og segir í fréttatiikynningu frá SLF. Þjóðleikhúsið: Allra síðasta sýning á Sveyk Föstudaginn 11. maí kl. 20 verður í Þjóöleikhúsinu allra síðasta sýningin á leikritinu Sveyk í síðari heims- styrjöldinni, sem Bertolt Brecht samdi upp úr víöfrægri skáldsögu Jaroslav Haseks um ævintýri góða dát- ans Sveyk. Sá er munurinn á skáldsög- unni og leikritinu að Brecht flytur Sveyk úr fyrri heimsstyrjöldinni yfir í þá síðari og getur þannig látið Hitler og Sveyk hittast og kljást, enda beinist háöiö í verkinu nú aö Hitler og öllum hans gerðum. Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri verksins, Þorsteinn Þorsteinsson þýddi leikinn, söngvar eru eftir Hannes Eisler, leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jóhannsson, sem nýlega hlaut menningarverölaun Þjóöleik- hússins, hljómsveitarstjóri er Jón Hlööver Askelsson, en lýsinguna annast Páll Ragnarsson. Meö heistu hlutverkin fara Bessi Bjamason (Sveyk), Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Gisla Rúnar Jónsson, Baldvin Halldórsson og Sigurður Sigurjónsson (Hitler), en ails koma um 30 manns fram í sýningunni. Akureyri: Sýning á verkum Valgeirs Vésteins Dagana 12.-20. maí heldur Valgeir Vésteinn sýningu á málverkum -sínum. Veröur sýningin í vinnustofu Vaigeirs í Þórunnarstræti 93 á Akureyri og er hún öllum opin frá klukkan 15—21 alla daga vikunnar. Hjálpræðisherinn: Samkomur með alþjóðlegum blæ Nú um helgina eru leiðtogar Hjálpræðishersins í Bandaríkjunum, kommandör Will og Kathleen Pratt, og kommandör K.A. Solhaug frá Noregi stödd hér á landi. Munu þau tala á samkomum í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2, föstudagskvöldið kl. 20.30 og einnig á sunnudaginn kl. 11 og 20.30. 011 um er heimill aðgangur. greifa (Júlíus Vífill Ingvarsson) sem vill ná ástum yngismeyjarinnar Rósínu (Sigríður Ella Magnúsdóttir). Þaö gengur ekki fyrir- hafnarlaust því að hann keppir þar við annan vonbiðil, vemdara stúlkunnar (Kristinn Hallsson). Kemur þá rakarinn (Kristinn Sig- mundsson) greifanum til hjálpar og saman bragga þeú ýmis launráð. En sjón er sögu rikari og nú er síðasta tækifæri fyrir þá sem ekki vilja missa af þessari þekktustu og vin- sælustu óperu Rossinis er laðaö hefur að sér óperagesti um víða veröld frá því hún var frumflutt í Róm árið 1816. Burtfarartónleikar frá Tón- skóla Sigursveins Um helgina heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tvenna tónleika. Þetta era burt- farartónleika þeirra Sigurðar Sv. Þorbergs- sonar básúnuleikara og Ríkharðs H. Friðriks- sonargítarleikara. Sigurður Sv. Þorbergsson hóf tónlistamám i Tónskóla Neskaupstaðar hjá Haraldi Guðmundssynl Sl. 4 ár hefur hann lært við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem aöalkennari hans hefur verið Janine Hjaltason. Tónleikar Sigurðar verða laugar- daginn 12. maí kl. 17 í Félagsstofnun stúdenta. Undirleikari á tónleikunum er Anna Norman. Ríkharður H. Friðriksson hefur numið gít- arleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristúis- sonar frá árinu 1974. Kennarar hans hafa ver- iðKjartan Eggertsson, Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Tónleikar Ríkharðs verða sunnudaginn 13. maí kl. 17 í Félagsstofnun stúdenta. Hljómsveit Tónskólans mun aðstoða ungu hljóðfæraleikarana i Ballööu fyrir básúnu og hljómsveit eftú- Eugen Bozza og Gítarkonsert eftir Malcolm Amold. Allir era velkomnir á tónleikana. Frá Karlakór Akureyrar Næstkomandi laugardag og sunnudag þ. 12. og 13. maí verða húiir árlegu vortónleikar kórsins í Borgarbíói kl. 17.30 og kl. 21.00 á laugardaginn en kl. 17.30 á sunnudaginn. Söngskráúi að þessu súini er að mestu leyti af léttara taginu og sum lögin þekkt og vinsæl en önnur óþekkt. Söngstjóri er Guðmundur Jóhannsson og undirleikari Ingúnar EydaL Aöstoð við undir- leik veita þeir Kristján Guðmundsson og Sveinbjörn N. Adólfsson. Eúisöngvarar era Eiríkur Stefánsson, Helga Alfreðsdóttir, Bryngeú- Kristinsson og Felix Jósafatsson. I sönghléi hjá kórnum verður óvænt uppákoma, en þá kemur og syngur hin þekkta óperasöngkona Ingveldur Hjaltested. Aögöngumiðar era seldir í afgreiðslu Hótel Varðborg og þar er einnig hægt aö sidpta miðum dagana fram að samsöng meðan miðar endast. Miðar sem þá verða eftir verða seldir við úinganginn. Nú þegar er búiö að afgreiða til styrktar- félaga og annarra 670 miða á þessa þrenna tónleika. Tónleikar í IMorræna húsinu Krístján Elís Jónasson barítónsöngvari heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 12. maí kl. 16. Undirleikari er Vilhelmína Olafadóttir. Kammermúsíkklúbburinn Fúnmtu tónleikar starfsársms 1983—’84 verða í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. maí kl. 20.30. Bros úr djúpinu, Gísl og Fjöreggið I kvöld (föstudagskvöld) er 9. sýning hjá Leikfélagi Reykjavikur á Brosi úr djúpinu eft- ir Lars Norén, en höfundur þessi þykir nú eúin sá athyglisverðasti á Norðurlöndum og leikrit hans mikið leikin. Það fjallar um ballerínu, sem ekki vill annast nýfætt bam sitt; eigúi- mann hennar, móður og systur ásamt vúi- konu og þykir óvenjulega nærgöngult og áhrifamikið. Það er Kjartan Ragnarsson sem leikstýrir, leikmynd gerir Pekka Ojamaa frá Finnlandi en í hlutverkunum eru Hanna María Karlsdóttir, Sigurður Skúlason, Sig- ríöur Hagalúi, Guðrún S. Gísladóttir og Val- gerður Dan. Annaö kvöld er sýnúig á Gisl eftir Brendan Behan, en sýnúigar era nú orðnar yfir 40 og hefur verið uppselt á þær allar og er svo einnig um þessa sýnúigu. Gísli Halldórsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika Pat og Meg, Jóhann Sigurðarson er breski her- maöurinn, Guðbjörg Thoroddsen stúlkan Teresa og Hanna María Karlsdóttir Miss Gil- christ. Með stór hlutverk fara einnig Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Pálsson, Aðalsteinn Bergdal, Þorsteinn Gunnarsson og Karl Guð- mundsson. Sigurður Rúnar Jónsson stjórnar tónlistinni, en hún er öll flutt af leikurunum sjálfum. Leikstjóri er Stefán Baldursson. A sunnudagskvöldið er 3. sýnúig á hrnu nýja leikriti Sveins Einqrssonar, Fjöreggútu, sem frumsýnt var í vikunni. Leikritið er lýsing á nútúnafjölskyldu í Reykjavík, vel stæðri en kannski ekki hamingjusamri i réttu hlutfalli við það. Þama skiptast á gaman og alvara og alls koma 15 leikarar fram í sýnúigunni. I stærstu hlutverkum eru Guðrún Ásmunds- dóttir, Þorsteúin Gunnarsson, Pálmi Gests- son, Lilja Þérisdóttir, Gísli Halldórsson og Guðrún Gisladóttir. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. Tilkynningar Heimaeyjarkaffi Vesúnannaeymgar og aðrir gestir. Verið velkomnir á Hótel Sögu sunnudagúm 13. mai kl. 14.00. Borð hlaðin kræsingum. Agóðinn rennur til Hknarmála. Kvenfélagið Heimaey. Alþjóðlegi mæðradagurinn er sunnudagurinn 13. maí. Aðvenju býðurKvenfélagasambandKópa- vogs í mæðrakaf fi í Félagsheimilútu þann dag kl. 15-18. I salnum verður sýning á verkum Gerðar Helgadóttur er fjölskylda hennar gaf Kópa- vogsbæ. Happdrættismiði fylgir kaffinu ásamt öll- um góðu kökunum. Dregið veröur á staðnum um fjölda smávinninga á hálftíma fresti. Eúinig verða merki seld í bænum föstudag, laugardag og sunnudag . Allur ágóði rennur til hjálparstarfs Mæðrastyrksnefndar. Kópavogsbúar, styrkið gott málefni og fjöl- mennið í veislukaffið á sunnudaginn. Frá Kattavinafélaginu Kattavmafélagið hefur nú hafist handa um byggingu h'knar- og geymslustöðvar fyrú ketti við Stangarhyl 2 á Artúnsholti og era húsbyggjendur og aðrir sem eiga sökklatúnb- ur og vilja leggja félagúiu liö beðnir aö hringjais. 14594. Félagsvist í Hallgrímskirkju veröur spiluö í safnaöarheimili Hallgríms- kirkju laugardaginn 12. maí og ijefst kl, 15.00. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.