Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984. Elton John Tónskáldið og poppsöngvarinn Elton John gat ekki faiið tárin, þegar úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni milli Everton og Wat- ford var að hcfjast á Wembley-Ieikvanginum í Lundúnum á laugardag. Það voru þó gleðitár, tár stolts manns, þegar litla félagið hans, Wat- ford, var allt í einu í sviðsijósi heimsins. Félagið, sem hann hefur fylgt frá því bann var smádrengur og er nú aðaleigandi þess og stjórnarformaður, hefur lagt mikla peninga i félagíð cnda af nógu að taka. Elton er marg- faldur milljóna-mæringur í sterlingspundum og peningar streyma stöðugt inn fyrir lög hans. Watford var í 4. dcild í samnefndum bæ í norðurjaðri Lundúnaborgar þegar Elton tók þar við stjórnartaumunum. Eftir það lá leiðin beint upp í 1. deild. I fyrravor varð Watford í öðru sæti í 1. deild á eftlr meisturunum Liver- pool og nú i úrslitum bikarsins. Von að Elton John sé stoltur. Watford hóf keppni í 3. deild þegar bún var stofnuð 1920 og rokkaði milli 3. og 4. deildar þar til Elton breytti öllu. hsim. Irar hafa nú sigurmöguleika — f bresku meistarakeppn- inni eftir jafntef ii f Swansea Wales, mótherji Islands i heimsmeistara- keppninni, gerði jafntefli við Norður-Irland 1— 1 í bresku meistarakeppninni í Swansea i gærkvöld. Irar hafa nú möguleika á sigri í keppninni, hinni síðustu sem báð verður. Ef Skotland og England gera jafnteflí á Hamp- den Park á la ugardag verður sigurinn Ira. Mark Hughes, Man. Utd, skoraði mark Wales á 52. mín. og skömmu síðar fékk Ian Rush, Liverpool, tækifæri til að koma Wales t 2— 0. Spyrnti yfir maritiö af sex metra færi. Gerry Armstrong, Majorka, jafnaði fyrir Norður-lrland á 73. min. — skallaði i mark eft- ir góöa fyrirgjöf Norman Whiteside, Man. Utd. Fleiri uröu mörkin ekki. Pat Jennings, Arsenal, — markvörður Norður-Irlands, slasaöist í leiknum, rétt fyrir leikhléiö eftir samstuö við Rush. Lék ekki meira en allar likur eru á aö hinn 39 ára mark- vöröur teiki meö N-Iriandi í HM-leiknum viö Finnland á sunnudag. hsim. Di Stefano látinn hætta Alfredo di Stefano, einn snjallasti leikmað- ur í sögu knattspyrnunnar, hefur látið af störf- um sem þjálfari Real Madrid. Ekki rekínn en samningur bans verður ekki endurnýjaður að sögn formanns Real, Luis de Carlos. Di Stef- ano tók við stjórninni hjá Real Madrid 1982 og þetta fræga féiag hefur ekkert unnið á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn. Alfredo df Stefano er argentinskur og lék aðalhlutverk í iiði Real Madrid, þegar það var Evrópumeistari fimm sinnum í röð 1956—1960. Lék 35 leiki i Evrópubikarnum og skoraði 36 mörk. Skoraði í öllum úrslitaleíkjunum, þar á meðal þrcnnu, þegar Real slgraði Eintracht Frankfurt 7-3 á Hampden Park 1960. Ung- verjinn snjaUi, Ferene Puskas, skoraði hin fjögur mörk Real. hsim. Aftur dregið f riðla á OL Það verður að öUum likindum dregið aftur i riðla í handknatUeikskeppninni á OL í Los Angeles. Fimm af þjóðunum sem áttu að keppa á OL hafa hætt við þátttöku — Rússar, A-Þjóðverjar, Tékkar, Pólverjar og Ungverjar. Riölaskiptingin átti aö vera þannig: A-riðUl: Rússland, PóUand, Rúmenía, Tékkóslóvakía, Ameríka (Kúpa) og Afríka (Túnis). B-riðiU: Júgóslavía, Danmörk, A- Þýskaland, Bandaríkin, Ungverjaland og Asía (Japan). V-Þjóðverjar, Svíar og Islendingar taka sæti á OL og Spánverjar og Sviss- lendingar eiga rétt á sæti. Spánverjar veröa örugglega með en óvíst er um Svisslendinga, sem þurfa ekki aö berj- ast um rétt tU aö leika í A-keppninni 1986 í Sviss. Frakkar, sem eru nú þegar byrjaöir að undirbúa sig, taka þá sæti Svisslendinga. Sex efstu Evrópuþjóöir af átta sem keppa á OL komast beint í A-keppni HM í Sviss 1986 en tvær þær neðstu fara i B-keppnina í Noregi. Islendingar eiga góða möguleika á aö tryggja sér farseðUinn til Sviss á OL í Los Angeles. -sos Webster orðinn Eslendingur — Leikur með Haukum næsta vetur og er einnig löglegur í íslenska landsliðið — Einar Bollason hef ur skrifað undir eins árs samning við Hauka Dakarsta Webster körfuknattleiks- maður, sem dvaUð hefur hér á landi um árabU, mun leika með Haukum i úrvalsdeUdinni í körfuknattleik næsta vetur. Alþingi það sem nú hefur nýlokið störfum veitti Webster islenskan rikis- borgararétt i vikunni og þar með er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti Dakarsta Webst- Einar Bollason er. Mlkfll styrkur hefur skrifað und- | fyrir Hauka og is- ir eins árs samn- lenska landsliðið. ingviðHauka. tekið þátt i slagnum næsta vetur. Webster gat ekkert leikið með Haukum á sl. keppnistimabUi þar sem félögum var ekki heimUt að nota erlenda Ieik- menn. Þetta eru ekki aðeins gleðitíð- indi fyrir Hauka. Þetta þýðir það einnig að kappinn verður löglegur með íslenska landsUðinu og mun örugglega styrkja það mikiö. „Eg er auðvitaö í skýjunum yfir þessu og get sagt þér aö við stefnum að því aö vinna IslandsmeiStaratitilinn næsta vetur. Viö erum byrjaöir aö æfa og Webster veröur okkur mikill styrkur,” sagöi Einar Bollason, sem fyrir nokkrum dögum var endurráöinn þjálfari meistaraflokks félagsins fyrir næsta vetur. Einar þjálfaði Haukana sl. vetur sem kunnugt er og náði mjög góðum árangri meö liðið. „Fyrsta árið sem ég þjálfaði Haukana setti ég mér þaö takmark aö vinna 1. deUd. Þaö tókst. Annað árið, í fyrra settum viö okkur það takmark að halda okkur í Urvalsdeildinni. Það tókst. Næsta vetur ætlum við okkur aö vinna úrvals- deUdina,” sagöi Einar. -SK. Hvert ætlar boltinn? — Kristinn Guðmundsson, tU vinstri, en hann skoraði s auðvitað Valsmaður, í leiknum i gær. „Alltaf ganu skora fyrsta sagði Kristinn Guðmundsson sem skoraði s „Það er alltaf gaman að skora sitt fyrsta mark fyrir nýtt félag og sitt fyrsta í 1. deild,” sagði Kristinn Guðmundsson, Víkingur og áður Fylkismaður, en hann skoraði sigur- markið í Laugardal í gærkvöldi. „Skot mitt var ekki fast en nokkuð utarlega þannig að það var ekki mjög auðvelt að verja það. Það var yndislegt að ná í þrjú stig og alveg nauðsynlegt fyrir okkur að vinna,” sagði Kristinn. „Sanngjarn sigur hjá okkur" „Þetta er góö byrjun hjá liði sem spáö var 10. sæti fyrir mótið. Leikurinn var ekki góður en miðað við marktækifæri áttum við að vinna jafnvel stærri sigur. Eg er virkilega ánægður með þessi stig og sigurinn,” sagði Bjöm Amason, þjálfari Víkings. „Lögðum okkur ekki fram" „Við lögðum ekki nægilega hart að okkur í þessum leik. Það var alveg hrikalegt að tapa þessu. Við áttum að skora tvö mörk. Þetta kemur hjá okkur í næstu leikjum,” sagði Hilmar Sighvatsson, Val. „Áttum að skora fleiri mörk" „Það var gaman að sjá strákana ná í þrjú stig. Þetta var mikilvægur sigur og þeir sem spáðu Víkingi 10. sæti fyrir mótið geta farið að endurskoða þá afstöðu sína. Það em margir nýir leikmenn i Vikingsliðinu og þeir stóðu sig allir vel í þessum leik,” sagði Magnús Þor- valdsson, bakvörðurinn snjalli, sem nú hefur lagtskónaáhilluna. „Verður gaman að mæta í vinnuna" , JEg er sérlega ánægður með þennan sigur. Við áttum skilið að sigra. Það verður gaman ST Islenska óly mpíunefndin valdi fimm nýja keppendur í gær í einstaklinf Islenska ólympíunefndin valdi fimm nýja þátttakendur á ólympíuleikana í Los Angeles á fundi sínum í gær. Þeir eru Haraldur Olafsson, Iyftingamaður frá Akureyri, Ingi Þór Jónsson, sund- maður frá Akranesi, og þrír frjálsíþróttamenn, Kristján Harðar- son, langstökkvari í Armanni, Oskar Jakobsson, kúluvarpari i IR og Haraldur Olafsson, Akureyri. Sigurður Einarsson, spjótkastari í Armanni. Þar með hefur ólympíu- nefndin valið 13 keppendur í einstaklingsgreinar á leikunum. Aður hafði nefndin valið frjálsíþróttafólkið Einar Vilhjálmsson, Odd Sigurðsson, Véstein Hafsteinsson og Þórdísi Gísla- dóttur, júdómennina Bjarna Friðriks- son og Kolbein Gíslason og sundfólkið Ingi Þór Jónsson, Akranesi. Guðrúnu Femu Agústsdóttur og Tryggva Helgason. Nokkuð kemur á óvart að Iris Grön- feldt úr Borgarnesi hefur enn ekki fundið náð fyrir augum nefndarmanna islensku ólympíunefndarinnar. Hana vantar aðeins 20 sentimetra á lág- marksafrek alþjóða-ólympíunefndar- Kristján Harðarson, Armannl. innar í spjótkasti kvenna. Hefur tvibætt Islandsmet sitt í vor — iþrótta- kona í mikilli framför. Stundar nám í Aiabama. Ef austantjaidsþjóðirnar hætta við þátttöku á ólympíuleikunum, eins og fimm hafa þegar tilkynnt, aukast mjög möguleikar annarra að ná góðu sæti í spjótkasti kvenna þvi flestar bestu konurnar i þessari Oskar Jakobsson, tR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.