Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV, LAUGARDAGTjff, 2^MM Uffijt
Meðan Sovétmenn og aöstoöar-
menn þeirra í Afganistan beittu
eiturgasi og þungvopnuöum vél-
tækjum gegn léttvopnuðum
Afgönum í Pansjír-dal gekk íslenskt
launafólk um götur í bæjum landsins
og hélt upp á sinn dag. Og meðan
heitar stuðningskveðjur til þjóð-
frelsisafla í Mið-Ameríku bárust út í
loft af Lækjartorgi í höfuðborginni
undraðist væntanlega einn áheyr-
andi þá staðreynd að lítið fór fyrir
stuðningi við fallbyssumat Sovét-
manna í Afganistan. Ennfremur
virðist honum skrýtið að allir vinstri-
sinnarnir skuli halda uppi stuðnings-
starfi við alþýðu El Salvador en nán-
ast þegja um þá sem eins er ástatt
fyrir til hinnar handar á hnettinum.
Þessi maöur skrifar pistil til Velvak-
anda Moggans 16. mai. Er það
furða?
Þögnin þungvæga
Það kann vel að vera að Velvak-
andaskrifandinn sé sáttur við fram-
ferði Bandarikjanna í Mið-Ameríku.
Þannig eru flestir þeir hægri menn
sem fella tár yfir Afganistan og
blása í lúðra (en vinna reyndar ekki
stuðningsstarf). En ábendingar hans
eru réttmætar. Þorri vinstri
manna hagarsér eins og stjórnmála-
andstæöingarnir í alþjóðamálum:
Þeir velja sér viðhlæjendur og and-
stæðinga eftir pólitiskri hentisemi og
eigin hagsmunum hér heima. Sjálf-
stæðismenn fengu hingað vel valinn
Afgana (fyrverandi lögreglustjóra í
Kabúl), ekki til þess að koma á
stuðningsstarfi við þá sem berjast,
svelta og hrekjast um, heldur til að
upplýsa um eðli kommúnismans.
Astandið í Afganistan á að vera full-
komið dæmi um það en er í raun
öfugmæli. Vinstri menn gera minna
en þetta; þeir þegja nánast alveg og
skipta sér ekki af gangi mála i
Afganistan. Yfirlýstir vinstri
flokkar; hvað gera þeir? Verkalýðs-
Aö vera vaninn
á þiáningar
hreyfingin? Friðarhópar? Baráttu-
glaðar konur, sem eiga kynsystur
með vopn í hönd? Ekkert, sem tekið
verður eftir. En auövitaö er sjálf-
stæðisbarátta og andóf gegn kúgun
málefni verkalýðshreyf ingar og stríð
eins risaveldis gegn smáþjóð
málefni þeirra sem eru að reyna að
koma í veg fyrir stórátök risaveld-
anna.  -
Vantar ástæður?
Ef til vill vantar vel etandi, heil-
(hvar eru aftur samsvarandi tölur —
hlutfallslegar auðvitað — í El Salva-
dor))? Eru andstæðingar Kabúl-
stjórnarinnar (80% þjóðarinnar?) of
íslamskir, menningarlega óskyldir
eða ihaldssamir fyrir smekk hinna
áhugalausu?
Þannig mætti spyrja lengi.
Einhverjir fordómar eða hug-
myndir umaöhægtséaögeraójarð-
bundnar kröf ur til sundurleitra afla í
fjarlægu landi kunna aö vera til en
meginatriðið   er   þó   annaö.   Það
• „Ef til vill vantar vel etandi, heilbrigða,
friðsama og „þjóðfélagslega meðvitaða"
Evrópubúa ástæður til að aðstoða Afgani við að
ráða málum eigin þjóðar."
brigða, friðsama og „þjóðfélagslega
meðvitaða" Evrópubúa ástæður til
aö aðstoða Af gani viö að ráða rnálurn
eigin þjóðar. Er landið kannski
lengra í burtu en Vietnam? Er ná-
lægöin við olíulindir og hernaðarlega
mikilvægar slóðir ekki nógu mikil-
væg atriði i heimspólitikinni? Er
ekki nóg að horfa upp á 2—3 milljónir
flóttamanna og yfir 500 þús. látna
vantar ekki ástæöur. Yfirgnæfandi
meirihluti vinstri manna tekur
ákveðna pólitiska afstöðu. Og hún
ræður. Hún er eitthvaö á þessa leið:
Bandaríkin eru langmikilvægasti
andstæðingur alþýðu heimsins en
Sovétríkin eru í megindráttum
hvorki ófriöarafl né andsnúin alþýðu
heimsins.
Þetta er þung ásökun en það á þá
ARITRAUSTI
GUÐMUNDSSON
KENNARI.
eftir að afsanna hana ef hún er órétt-
mæt. Með í spilinu er líka sá litli
skilningur sem er á mikilvægi 3.
heimsins í allri framvindu heims-
mála. Islenskir sósialistar einblína á
sig og skeriö í gömlum stíl.
Pansjír í hjörtum okkar
Flestar þjóðir hafa átt og munu um
langt skeið eiga sér sína Pans jírdali.
S jálf sákvörðun er réttur þjóða í heild
en stéttabarátta í hverju landi ræð-
ur því hvernig þjóðmálum farnast
þegar allt kemur til alls. Reynslan
sýnir að auðdrottnun (undir hana
flokkast athafnir Sovétforystunnar)
veldur árásum á sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða. Samhyggja og stéttar-
hagsmunir launamanna gera það
ekki heldur stuöla fremur að
varðveislu þessa réttar nú á tímum.
Fyrrum gegndi nýfædd borgarastétt
skylduhlutverki.
I El Salvador hefur alþýða manna
ekki misst sinn Pansjír-dal. 'Hún
vinnur á. Hún fær líka stuðning. I
Afganistan fer fram þjóðarmorð og
staða þeirra, sem fjölmiðlar voga
sér að kalla uppreisnarmenn, ef
mjög tvísýn. Þeirra Pansjír-dalur
stendur ekki hjörtum framsækinna
manna nærri. Þarna berjast ólíkir
hópar saman, allt frá kommúnískum
skoðanabræðrum mínum til isl-
amskra strangtrúarmanna; gegn
erfiðum andstæðingi. Við eigum aö
skipta okkur af baráttunni og stuðla
að því að Afganir geti ráðið sinum
málum sjálfir. Fyrsta skrefið er að
koma Sovétmönnum burt frá
Afganistan. Opinberir sovéskir f jöl-
miölar segja Pakistani, Bandaríkja-
menn og Kínverja valda ófriðnum.
Það geta þeir sannað með því að
leyfa afgönskum almenningi að
segja vilja sinn. Reyndar trúir þeim
enginn efahyggjumaður, fremur en
Reagan þegar hann útvarpar sam-
særiskenningunum um Mið-Amer-
íku.
Fyrsta maí að ári ættu fleiri en
einn Pansjír-dalur að vera í hjörtum
margra og raunverulegur stuðning-
ur að berast1 þeim sem i þjást.
Fyrr er h'tið mark takandi á vinstri
mönnum í alþjóðamálum. Fram til
þess er samhyggja íslensks alþýðu-
fólks falin á bak við heimóttarskap.
GODU STJORNAR-
ÁR! LOKIÐ
Þegar kjallaragreinar Ara Trausta Guðmundssonar og Har-
alds Blöndal birtust í f östudagsblaði DV urðu þau mistök í vinnslu
blaðsins að myndir og nöfn höfunda víxluðust svo að bæði Ari og
Haraldur voru gerðir ábyrgir fyrir greinum sem þeir ekki voru
höfundar að. Um leið og DV endurbirtir greinar þessar biðst blaö-
ið afsökunar á þessum mistökum.
Orðræður þeirra Þorsteins Páls-
sonar og Svavars Gestssonar sl.
þriðjudag sýndu glögglega að
stjórnarandstaðan er vopnlaus gegn
stefnu stjórnarinnar. Rök Svavars
voru flest innantóm slagorð og
raunar kom hann ekki að einum
einasta punkti sem Þorsteinn gat
ekki þegar þurrkað út ef frá eru
skildir þeir sem fjölluöu um aukn-
ingu erlendra lána og um aukna miö-
stýringu í sjávarútvegi og landbún-
aði.
Það var eftirtektarvert að Svavar
reyndi að nota enn einu sinni gömlu
sams konar byrgi undir Þyrli og
trúðu margir því þá. Nú trúir enginn
Svavari og þeim f élögum.
Of há erlend lán
Það er út af fyrir sig rétt hjá Svav-
ari að Islendingar hafa komist á ystu
nöf í erlendum lántökum. En eins og
Þorsteinn benti á var þessi leið sú
eina sem talin var ná nauðsynlegum
markmiðum í efnahagsmálum án
þess aö stofnað yrði til átaka innan-
lands. Menn verða að hafa í huga að
skattahækkanir komu ekki undir
nokkrum kringumstæðum til greina.
•   „Stjómin hefur náð upphafsmarkmiðum
sínum. Þá er eðlilegt, að menn setjist
niður og kanni leiðirnar framundan."
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆÐINGUR
„Hins vegar eru leiðtogar sjálfstæðismanna vonandi ekki búnir að kokgleypa
kenningarnar um kvótakerfi og samtryggingu í sjávarútvegi a la
landbúnaður."
lummuna um að gera ætti Island að
sóknarvirki gegn Sovétríkjunum í
kjarnorkustríði. Þetta er orðin held-
ur gömul og ókræsileg lumma en
væntanlega sett f ram með hliösjón af
röksemdareglu Göbbelsar um lyg-
ina.
Svavar ætti hins vegar að velta þyí
fyrir sér að frá því að hann fæddist
hefur flokkur hans haldið því fram
að Islendingar hafi selt land sitt
a.m.k. fimm sinnum og í öll skiptin
er það sami aðili, þ.e. Bandaríkja-
menn, sem kaupir. Er það með ein-
dæmum að svo oft sé hægt að selja
sama hlut sama manni og alltaf fyrir
nýtt og hærra verð. Merkilegt er það
einnig að landið virðist alltaf vera
jafnfrjálst til nýrrar sölu.
Síðasta kenning Svavars um kjarn-
orkubyrgi á Keflavíkurflugvelli er
t.d. ekki ný kenning. Fyrir 20 árum
var því haldið fram að gera ætti
Gjaldþol almennings er spennt til
hins ýtrasta og skattaálögur hefðu
vitanlega orðið til þess að verkalýðs-
félögin hefðu orðið að fara af stað. Sú
leið sem farin var mun hins vegar
tryggja vinnufríð út þetta ár hvernig
svo sem Svavar Gestsson ólniast og
reynir að stof na til verkf alla.
En hin erlendu lán eru of há. Það
verður að vinna að því að lækka
skuldabyrðina og þaö er hægt þegar
búið er aö treysta undirstööur efna-
hagslífsins og laga það sem Svavar
og samráðherrar hans eyðilögðu í
fyrristjórn.
Of mikil miðstýring
Það er eiruiig rétt hjá Svavari að
búið er að koma á of mikilli miðstýr-
ingu í sjávarútvegi. Er skemmtilegt
aö helsti talsmaður miðstýringar í
atvinnulífi skuli kvarta undan þessu.
Hjá Svavari er miðstýring hins veg-
ar kölluð heildarstjórnun. Viö höfum
kynnst þeirri stjórnun í orkumálum
og miðstýringin þar og verðlags-
ákvarðanir að ofan voru nær búnar
að setja orkufyrirtæki landsins á
hausinn. Gagnrýni Svavars verður
þess vegna léttvæg. Hins vegar eru
leiðtogar sjálfstæðismanna vonandi
ekki búnir að kokgleypa kenningarn-
ar um kvótakerfi og samtryggingu í
sjávarútvegi a la landbúnaðar.
Margir eru að sjá þaö nú að ástæðan
fyrir vandamálum sjávarútvegs eru
ekki hvað síst þau að markaðslög-
málunum hefur verið vikið til hliöar
og skussar taldir jafnbærir og
athafnamenn að vera í útgerö ef þeir
bjuggu á réttum stað.
Gagnrýni til hægri
Því nefni ég þessi gagnrýniatriði
Svavars Gestssonar að þau sýna aö
þessi snjalli áróðursmeistari sósíal-
ista sér að nú er einungis hægt aö
gagnrýna ríkisstjórnina frá hægri.
Hann veit sém er að fólk trúir ekki
á gömlu sósíölsku slagorðin og það er
ekki búið að gleyma stjórnardögum
hans. Hann veit að fólk vill allt til
vinna að verðbólgan byrji ekki aftur.
Hann veit að fólk sættir sig við verri
kjör vegna þess að það treystir
stjórhinni.
En hann veit jafnframt að f ólk ótt-
ast tvennt: Hann veit að f ólk er hrætt
við eriendar Mntökur því að það sá
hvernig lánin voru tekin í hugsunar-
leysi á valdatíma hans. Hann veit að
fólk er hrætt við miðstýringu vegna
þess aö það yeit afleiðingar mið-
stýringar atvinnuveganna á valda-
tíma hans. Og hann veit að fólk vill
ekki lengur hlíta forsjá „mis'Viturra
manna um innflutning. Fólk trúir
ekki á skipulegan og skynsaman inn-
flutning ríkisheildsölu Alþýðubanda-
lags sem flokkurinn berst fyrir. Þess
vegna afneitar hann þessari stefnu
opinberlega til þess að vekja
óánægju hægrisinnaðra kjósenda
stjórnarflokkanna.
Vatnaskil framundan
Eins og Þorsteinn benti á í umræð-
um þessum eru vatnaskil framund-
an. Stjórnin hefur náð upphafsmark-
miöum sínum. Þá er eðlilegt að
menn setjist niður og kanni leiðirnar
framundan.
Ný framtíðarmarkmið hljóta að
byggjast á auknu frjálsræði í at-
vinnu- og menntalíf i landsins. Það er
ekki nóg að auka frjálsræði í
peningamálum og verslunarmálum.
Það verður einnig að auka mögu-
leika almennings til þess að ráöa sér
og menntun barna sinna án afskipta
hins opinbera.
A þá leiö hlýtur hinn nýi stjórnar-
sáttmáliaðhljóða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48