Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 26. MAI1984.
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgrtfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjórí ogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONog INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritsfjórn: SÍÐUMSULA 12—14. SÍMI 84411. Auglýsingar: SfÐUMÚLA 33. SfMI 27022.
Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SfMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86411.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
Ofbeldiíeðlinu
Ofsóknir haröstjórnarinnar í Sovétríkjunum á hendur
dauðveikum Sakarof-hjónunum eru eðlilegur þáttur hins
ofbeldishneigða stjórnkerfis, sem þar hefur ríkt í rúm-
lega hálfa öld. Þessar ofsóknir eru ekkert sérstakt tilvik.
Hið illa veldi tjáir sig jáfnan með slíkum hætti.
Tsjernenko heldur áfram stefnu Andropofs og Brésnefs
við að brjóta á bak aftur sérvitra einstaklinga, ekki sízt ef
þeir mynda samtök um að mæla með því, að Sovétríkin
fari eftir mannréttindaákvæðum Helsinki-samkomulags-
ins frá 1975. Sá hópur er nú senn úr sögunni.
Ofbeldi hins illa veldis er hið sama út á viö og inn á við.
Harðstjórnin í Kreml hefur áratugum saman stefnt að
heimsyfirráöum. I hugmyndafræði ráðamanna Sovétríkj-
anna er slökun í samskiptum austurs og vesturs ekki
annað en hlé á milli skrefa í útþenslunni.
Vaxandi viðgangur friðarhreyfinga á Vesturlöndum
hvatti um tíma hið illa veldi til að fara glannalegar í út-
þenslustefnunni. Tveir vestrænir sjúkdómar, hollenzka
veikin og kirkjulega veikin, eru meöal þess, sem mest
hefur freistað stjórnar Sovétríkjanna á undanförnum
árum.
Ofbeldisliðið er í fýlu um þessar mundir, af því að
Vesturlöndum hefur tekizt að hrista af sér mók friðar-
hreyfinga og eru farin að taka höndum saman um að gæta
lífshagsmuna sinna gegn útþenslustefnu hins illa veldis.
Danmörk og Holland eru einu veiku hlekkir vestursins.
Fýlan kemur meðal annars fram í, að Sovétríkin hafa
horfið frá þátttöku í ólympíuleikunum. Ráðamennirnir
eru að hefna fyrir f jarveru Bandaríkjamanna og Breta á
síðustu ólympíuleikum, þegar hin svívirðilega styrjöld
Sovétríkjanna gegn Afganistan var fólki enn í fersku
minni.
Fýlan kemur líka fram í, að Sovétstjórnin hættir að
senda aðstoðarforsætisráðherra í sáttaferð til Kína til að
hefna fyrir góðar móttökur, sem Reagan Bandaríkjafor-
seti fékk þar fyrir skömmu. Ofbeldisliðið hagar sér eins
og börn, sem fá skyndilega ekki allt, sem þau vilja.
Harðstjórarnir í Kreml neita nú staðfastlega að taka
þátt í að koma á viðræðum um bann við efnavopnum og
eftirlit með slíku banni. Þeir neita líka að taka á ný þátt í
afvopnunarviðræðum af ýmsu tagi, sem þeir hlupu frá í
fyrra. Og þeir neita nýjum toppfundi stórveldanna.
I öryggismálum móður jarðar flaggar hið illa veldi til-
lögum um marklausar viljayfirlýsingar á borð við loforð
um að verða ekki fyrri til að beita kjarnorkuvopnum. En
það má ekki heyra minnzt á raunhæft eftirlit með því, að
staðið sé við áþreif anlegan samdrátt í vígbúnaði.
Enginn vafi er á, að stjórnkerfið í Sovétríkjunum hefur
í hálfa öld ræktað ráðamenn, sem hafa klifið valdastig-
ann á tvíþættum hæfileika grimmdar og sleikjuskapar.
Stalinstíminn var hin mikla þolraun þeirra allra. Þess
vegna er Kreml illt veldi, stórhættulegt umhverfi sínu.
Friðardúfur Vesturlanda magna ofbeldíshneígð þess-
ara ráðamanna, sem munu halda áfram uppteknum
hætti, nema almenningur á Vesturlöndum fylki sér
eindregið og um langan aldur að baki þeirri festu, sem
felst í stefnu vestrænna leiðtoga á borð við Mitterrand
Frakklandsf orseta.
Ustinof stríðsráðherra hafði ekki mikið fyrir fjölda-
morðinu, þegar hann lét í fyrra skjóta niður farþegaþotu
frá Suður-Kóreu. Ofbeldisfélagar hans í Kreml munu ekki
heldur hafa mikið fyrir að koma fyrir kattarnef einum
nóbelsverðlaunamanni og konu hans. Þetta er í eðlinu.
:IU..^..,n,-.-l...-..-..M.^........J^^^Í^4iAi^áU,.
ONKEL
JÓAKIMS
SYZV-
OICÓIIIVV
— Leiöréttu mig ef ég fer meö
rangt mál, sagöi hann, um leið og
hann hristi sígarettu fram úr
böggluöum pakkanum, — en mér
finnst eins og enginn tali um annað
en peninga þessa dagana.
Eg leiðrétti hann ekki enda hafði
hann rétt fyrir sér, en meðan ég var
að kveikja í sígarettunni fyrir hann
velti ég því fyrir mér hvernig ég
gæti, kurteislega og án formlegra
vinslita, rukkað hann um hundrað-
kallinn, sem ég lánaði honum í fyrra,
skömmu áður en visitölubindingin
varafnumin.
Hann blés reyknum snögglega út
um hægri nös(sú vinstri var stífluð)
og bað gengilbeinuna að færa sér
kaffi. Hún leit á mig og mér var það
fuliljóst að annaðhvort yrði ég að
rukka hann nú eða slíta þessu sam-
tali. — Kaffi, takk, sagði ég kurteis-
lega, eins og blásnauðum millistétt-
armanni sæmir og frestaði rukkun-
inni. Koma tímar og svo framvegis.
Sá sem pantar kaffi hefur aldrei
minna en hálftima til að redda f jár-
magni fyrir borguninni.
Eg, eins og fleiri, er blankur. Það
sem mig vantar nú er hundraðþús-
undkall, vaxtaiaust, til eilifðar. (Ef
þú, lesandi góður, átt hundraöþús-
undkall aflögu og værir tilbúinn að
lána hann á þessum kjörum þætti
mér vænt um að heyra frá þér. Við
gætum hist á hentugu kaffihúsi og
gengið frá þessu. Engir vottar, engin
trygging, engir stimplar, engir
pappírar aö fylla út í þríriti. I stuttu
máli sagt; ekkert vesen. Bara leggja
fram peningana, ég sting þeim í vas-
ann, og svo gleymum við þessu og
fáum okkur kaffi og rjómatertu, ég
borga.)
— Kannski hefur þetta alltaf verið
svona, sagði hann. Kannski hef ég
bara aldrei tekið eftir þessu fyrr.
Hvaðheldurþú?
Eg sá mér færi á aö beina samræö-
unum hægt og rólega að hundraðkall-
inum og þvertók fyrir að þetta hefði
alltaf verið svona, heldur væri þetta
nýtilkomið.
Úr ritvélinni
Ólafur B. Guðnason
—  Blessaður vertu, maður, sagði
ég. — Það er nú svo komið fyrir mér
til dæmis að ég er farinn að rif ja upp
gömul lán sem ég jós út á dýrðardög-
unum. Eg er meira að segja farinn
að rukka menn um hundraðkalla,
sem ég lánaöi þeim fyrir löngu.
Hann kinkaöi kolli annars hugar og
lék Breka galdradreka aftur. I þetta
_sinn fnæsti hann greinilega um leið
og reykjarbólstrarnir þeyttust út um
hægri nösina. Eg velti því fyrir mér
hvort þetta væri reiðimerki, hvort ég
hefði snert einhverja viðkvæma
taug, hvort óljós minning ylli honum
óþægindum. Eg ákvað halda áfram
og gefa honuin ekki færi á aö skipta
um umræðuefni.
— Eg meina, ég er svo blankur að
ég verðlegg allt sem ég sé. Væri ég
Jóhannes hefði ég þakkað hugulsem-
ina en spurt hvort þeim væri ekki
sama þótt ég fengi andvirði málverk-
anna í beinhörðum peningum. Þetta
er auðvitað ekkert mál fyrir þig! Þú
hefurþaðgott....
Nú tók hann við sér, eins og ég
hefðistungiöhann.
— Eg hef það sko ekkert gott skal
ég segja þér. Þetta eru bara þjóö-
sögur um okkur. Viö höfum ekkert
mmmmmmmmmmmmmmmmmm
há laun og við verðum að vinna alveg
eins og þrælar til þess að hafa eitt-
hvað upp úr okkur! Og svo er starfs-
ævin stutt og ef heilsan bilar eitthvað
missum við vinnuna eins og skot.
Það er sko ekkert sældarlíf að vera
flugmaður, góði. Fjarri því!
Eg fann það að þetta var ekki að-
ferðin til þess að innheimta hundrað-
kallinn og samsinnti honum nú af
öllu hjarta. — Já, það er alltof lítið
gert úr því, bæði hvað álagið er mikið
og ábyrgðin hjá ykkur.
Hann kinkaði kolli og nú rétt grillti
ég í andlit hans handan við reyk-
mökkinn. Það varð stutt þögn, því
hugarflugiö brást mér, og mér datt
ekkert í hug sem mætti vorkenna
flugmannastéttinni fyrir.
—  Annars er ég farinn að hafa
áhyggjur af heilsunni.
Það hafði rofaö eilítið til og ég sá
hann var áhyggjuf ullur á svipinn.
— Þaðvarslæmt!
Eg lagöi mig allan fram um að
sýna einlæga hluttekningu og meö
því að einblína á kaffið sem ég hafði
pantað og hugsa um þá staðreynd að
ég hafði ekki efni á að borga fyrir
það tókst mér að f ramkalla áhyggju-
svip.
— Eg á að vera að vinna. En þegar
ég vaknaði í morgun leið mér svo
skringilega að ég þorði ekki annað en
aðmelda mig veikan.
-Nú?
—   Meðan ég var að drekka
morgunkaffið opnaöi ég bréfið frá
bankanum og sá hvað mánaðarlaun-
inmínvorulítil!
Hann þagnaði og saup á kaffi-
bollanum sínum og beið eftir því að
ég ræki á eftir honum og sýndi
spennu og óþolinmæði. Eg beit á
jaxlinn og gerði það, honum til geðs.
— Og hvað svo?
—   Eg fékk bara svimakast og
hjartslátt þegar ég sá þessa smánar-
upphæð. Fimmtíuþusund! Það er
ekki neitt fyrir alla þessa vinnu, á-
byrgðogerfiði!
— Svo þú tilkynntir veikindi?
—  Já! Það hefði verið ábyrgðar-
hluti aö fara í loftið með farþega og
fokdýra vél þegar maður er nýbúinn
aö fá svimakast og hjartslátt! Og
þaö eru ansi margir kollegar farnir
að finna fyrir þessu skal ég segja
þér.
Meðan hann sagði þetta kom þjón-
ustustúlkan með reikninginn og hann
borgaði án þess að blikna.
A leiðinni heim velti ég því fyrir
mér hvað læknirinn myndi skrifa á
vottorðið. Líklega að sjúklingurinn
hefði orðið fyrir tíðum svimaköst-
um og blóðþrýstingssveiflum vegna
hysterískrarpeningagræðgi, eðaþað
sem áhugasálf ræðingar kalla „Onkel
Jóakims-syndróm".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48