Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 26. MAI1984
Frá þingslitum. — Þingið hljóp heim án þess að samþykkja vilja fólksins i útvarpsmálum.
DV-mynd GVA.
Hfegum við ráða okk-
ar eigin íítvarpi?
Viljum við ekki ákveða sjálf, hvað
við hlustum á í útvarpi eða sjáum í
sjónvarpi?
Þeir stjórnmálamenn, sem ráða,
telja, að við eigum ekki að ráða sjálf,
jafnvel svo einföldum hlut.
Okkur sé ekki treystandi. Þess i
stað þurfi einhverjar nefndir og ráð
til að hafa f yrir okkur vit.
Þetta gerist enn, þótt videoleigur
séu á hverju strái og fjðlmargir
Islendingar eigi nú þegar videotæki.
Þetta gerist á Islandi vordaga
1984, þótt jafnvel forhertustu stjórn-
málamenn viðurkenni, að stjómvöld
hér geti ekki lengi staðið gegn þróun-
inni. Við getum brátt haft samband
við ' gervihnetti, sem senda
sjónvarpsefni frá öðrum löndum.
Viða um land liggja kapalkerfi.
Landsmenn haf a haft vit f yrir stjórn-
málamönnunum og reyna að fylgja
þróuninni þótt hið pólitiska afl sé
scmlíkílcstinni.
Varðhundarnir
svæfðu frumvarpið
Ungir sjálfstæðismenn boðuðu til
fundar i fyrradag og ræddu:
„Frjálst útvarp — hvert verður
framhaldið?"
Utvarpslagafrumvarp mennta-
málaráðherra var „svæft" i þinginu.
Það gekk þó aðeins skammt i átt til
frjálsræöis.
Varðhundum kerfisins á Alþingi
tókst samt að svæfa frumvarpið i
þettasinn.
Hér verður byggt á ummælum
fundarmanna í fyrradag og
hugleiðingum, sem vöknuðu við
áheyrn um frelsi f ólksins i landinu.
Fólk hef ur i mörg ár lyst i skoðana-
könnunum fylgi við frjálst útvarp.
Það þarf stefnufestu til að endur-
flytja frumvörp um slík mál ár eftir
ár eins og sumir þingmenn haf a gert.
Frumvörp þeirra hafa aldrei
komið til atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Alltaf hafa verið nógu margir á
þingi, sem vildu hneppa vilja fólks-
ins i þessu máli í spennitreyju.
Það þarf þvi árvekni til þess að slík
mál „deyi" ekki, einfaldlega.
A fundinum var skorað á frjáls-
lynda  stjórnmálamenn að standa
saman til að koma auknu frelsi í
þessu máli gegnum þingið fyrir ára-
mót.
Menn skyldu hafa hugfast, að i út-
varpslagafrumvarpi Ragnhildar
Helgadóttur felst að vísu aukið frelsi
en engan veginn nægilega aukið
frelsi. Að minum dómi gengur
frumvarpið alltof skammt i frláls-
ræðisátt. Frelsið, sem það boðar,
uugir neytendum ekki.
Hvert frumvarpið
af öðru
Guðmundur H. Garðarsson flutti i
april 1977 frumvarp um að hnekkja
einokun Ríkisútvarpsins. Hann
endurflutti frumvarpið á næsta
þingi. Þá sáu menn i verkfalli opin-
berra starfsmanna, hvernig var að
vera án útvarps og sjónvarps.
Páll Pétursson, sem nú er for-
maður þingflokks Framsóknar,
gerði gys að frumvarpi Guðmundar
og kallaöi frjálshyggjuna „orðlepp".
A þinginu 1978-79 flutU Ellert B.
Schram frumvarp um að heimila
landshlutasamtökum útvarpsrekst-
ur.
Guðmundur H. Garðarsson,
Friðrik Sophusson, Albert
Guðmundsson og Olafur G. Einars-
son cndurfluttu frumvarp
Guðmundar um frelsi i þessum
málum.
Friðrik Sophusson og fleiri fluttu
um þetta frumvarp á þinginu 1981—
82. Að stof ni til var það í ætt við fyrri
frumvörp Guðmundar H. Garðars-
sonar.
Þessi mál voru öll svæfð.
Síðan gerist það í september 1981,
að Ingvar Gislason, þáverandi
menntamálaráðherra, skipar nefnd,
útvarpslaganefnd, i málið. Frum-
varp um frelsi í útvarpsrekstri
var flutt á þinginu 1982—83 og svæft.
Nef ndin skilaði áliti i október 1982 og
lagði drog að frumvarpi, sem gerði
ráð fyrir afnámi einkaréttar Ríkisút-
varpsins en töluvert takmörkuðu
frelsi. Astæða er til að ætla, að
framsóknannenn hafi lagzt á málið
siðan. Það er ekki fyrr en nýlega, aö
Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra flytur frumvarp, sem
byggir á nefndarálitinu. Það frum-
varp hef ur nú enn verið stöðvað, sem
voru öriög svo margra fyrri frjáls-
ræðisfrumvarpa eins og hér hefur
verið rakið.
Jón Baldvin Hannibalsson flutti á
þinginu 1982-83 óbreyttan fyrsta
hluta af drögum útvarpslaganefndar
ifrumvarpsformi.
Laugarclags-
pislilliiui
Ilaukur Helgason
aðstoðarritstjóri
Hér hafa ýmsir merkir menn
komið við sögu. Engu að síður er það
enn ríkjandi sjónarmið á Alþingi, að
almenningur í landinu sé ekki nógu
viti borinn til að ráða sjálfur, hvaða
útvarps- og sjónvarpsefni hann
hefur.
Hið óhjákvœmilega
verður veruleiki
Þeir, sem vilja fr jálsræði í þessum
málum, benda á, að timinn hlýtur að
vinna með þeim. Hið óhjákvæmilega
verður vcruleiki, hvað sem stjórn-
málamennirnir segja. Hið
óhjákvæmilega hefur þegar orðið
veruleiki með kapalkerfum víða um
land og videokerfum i fjölbýlishús-
um, svo dæmi séu nefnd.
Frjálslyndir segja kannski, að í
þessari umferð komumst við ekki
lengra en sem nemur útvarpslaga-
frumvarpi Ragnhildar. Þó er bent á
breytingartillögur, sem f ram komu á
síðasta þingi, frá Friðriki Sophus-
syni og Guðmundi H. Garðarssyni ann-
ars vegar og ennf remur frá Kristínu
S. Kvaran og Guðmundi Einarssyni.
Þessar tillögur hnigu í átt til meira
frjálsræðis en f rumvarpiö gekk út á.
Frumvarp Ragnhildar ber okkur
ekki alla leið að fyrirheitna landinu.
Megum við ekki ráðstafa þessu sjálf
án afskipta misviturra stjórnmála-
manna? spurði Friðrik Friðriksson
1. varaformaður Sambands ungra
Sjálfstæðismanna á fyrrgreindum
fundi.
Þróunin hefur gengið í þá átt að
veita einstaklingum og frjálsum
samtökum þeirra meira frelsi. A
Islandi hefur á fáum árum orðið
gifurleg aukning i útgáfu ýmiss
konar sérrita, sagði Guðmundur
Einarsson þingmaður á fundinum.
Hópar gera vart við sig á markaðn-
um, og markaðurinn svarar. Þetta
mun gerast í f jölmiölun hér á landi,
en útvarpslögin hindra.
Við getum ekki byggt um okkur
girðingu. Guðmundur sagði, að i stað
þess að byrja með frumvarp, sem
takmarkar frelsi, ættum við að byrja
með lireint borð og hindranalaust.
Siðan gætum við spurt okkur, hvers
vegna ætti að setja einhverjar
hindranir hér og þar.
Hvers vegna má til dæmis ung-
mennafélag fyrir norðan ekki setja
upp útvarp, þótt sveitarst jórn þar sé
á móti þvi? Samkvæmt útvarpslaga-
frumvarpinu þyrf ti f élagið samþykki
sveitarstjórnar.
Blaðaróttamefnd?
Einhver stærsta hindrunin
samkvæmt frumvarpinu yrði póli-
tiskt skipuð útvarpsréttarnefnd, sem
á að hafa hönd i bagga með öllum
sköpuðum hlutum. Segjum sem svo,
sagði Guðmundur, að við værum
stödd fyrir 100—200 árum og veltum
fyrir okkur blaðaútgáfu, sem væri
tæknilega möguleg. Ættum við þá að
skipa „blaðaréttarnefnd", sem
ráðskaðist með, hvaða blöð væru
gefln út og hvaða auglýsingatekjur
þau hefðu? Ætti nefnd frá ríkinu að
ákveða, hvort gefa mætti út blað í
Svarfaðardal og ákveða auglýsinga-
taxtaþess?
Samkomulags-
grundvöllur?
Halldór Blöndal alþingismaður
sagði á áðurnefndum fundi, að
húverandi útvarpslagafrumvarp
væri samkomulagsgrundvöllur á
þinginu. Menn kæmust ekki lengra i
þessari umferð. Til dæmis óttaðist
Alþýðuflokkurinn „tök afturhalds-
ins", yrði fjölmiðlun frjálsari.
Fulltrúar Alþýðubandalags og
Kvennalista óttuðust, að grundvelli
yrði þá kippt undan rekstri Rikisút-
varpsins. Sjálfstæðisflokkur plus
Bandalag jafnaðarmanna væru í
minnihluta á þinginu, þótt þeir gætu
kannski náð saman, um að ganga
lengra.
Utvarpslögin yrðu áfram rædd nú
á sumarmánuðum fyrir forgöngu
Ragnhildar Helgadóttur. Mönnum
væri ljóst, að ógerningur væri annað
en að slaka á klónni með einkarétt
Ríkisútvarpsins.
Jón Baldvin Hannibalsson
alþingismaður sagði á fundinum, að
sumir óttuðust ofurvald „peninga-
fursta og gróðapunga" á markaðn-
um, yrði frelsi aukið mun meira.
Hins vegar væri tæknilegu rökin
fyrir auknu f relsi gild svo og þau rök,
að Ríkisútvarpið hefði gott af sam-
keppni. Takmarkað frelsi væri óhjá-
kvæmilegt. Utvarpslagafrumvarpið
gæti orðið samkomulagsgrundvöúur
í þinginu.
Þannig var niðurstaðan, að ekki
væri þingmeirihluti fyrir þvi að
ganga að ráði lengra en hið mjög svo
takmarkaða útvarpslagafrumvarp
gerir ráð fyrir. Illu heilli virðist svo
sem fólkið í landinu fái ekki nema í
litlu ráðið því, hvað þaö heyrir í út-
varpi eða sér í sjónvarpi. DV greindi
i vikunni frá kapalvæðingu í Evrópu.
I flestum ríkjum Vestur-Evrópu
ryðst nútíminn fram. Jafnvel
franskir sósialistar taka þátt i fram-
förunum. Islendingar virðast ætla að
dragast af tur úr, svo um munar, ráði
ríkj andi stj órnmálaviðhorf ferð.
Haukur Helgasim.
UUMHMinHHCHni
¦HHHMHMI
ii***i*.m* » r v. *:^ * ¦* * * x;* * m ¦».*;-f ;i-» *,s^^-^^ir*««»»w»aa»*5ia.-4.a;.»:i .* ;«3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48