Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984.
Nýjasta plata Ikarus-hópsins hefiír
vakið svipaða athygli og sú fyrsta
þeirra fyrir gagnorða texta þar sem
ekkert er skafið utan af hlutuuum en
svona nokkuð getur hlaupið fyrir
brjóstið á viðkvæmum persónum eins
og t.d. plötusnúðunum á rás 2 sem ekk)
hafa ieikið nema eitt lag af þessari
plötu hingað til. Þeim til bóta er hins
vegar að lag það sem þeir leika, „Svo
skal böl bæta" er besta lag plötunnar
að dómi undirritaðs en gefur hins veg-
ar litla hugmynd um fjölbreytileika í
textum og tónlist á plötunni.
Rokkspildan náði tali af Braga
Olafssyni, einum Ikarusmannanna og
spurði hann um Ikarus-hópinn og þau
verk sem hann hefur fengist viö. Bragi
hefur áður verið í hljómsveitunum
Purrkur Pillnikk, Iss og nú síðast P.P.,
Djöf ulsins ég auk þess að hafa um tíma
séð um poppskrif í Nútímanum, þeim
eina sanna, ekki þeim gulbláa.
„Upphaf Ikarus-verkefnisins má
rekja til þess að Asmund i Gramminu
langaði til að gefa út efni frá Tolla sem
á þeim tíma, í fyrra, var orðið mis-
gamalt, mikiö af því frá farandverka-
timabilinu í lífi hans en þeir Tolli og
Megas töluðu sig síðan saman um að
Megas fengi að vera með honum á plöt-
unni. Síðan var hljómsveitin stofnuö,
ég, Bergþór og Kormákur vorum kall-
aðir til," sagði Bragi Olafsson í sam-
tali við Rokkspilduna en það að það
hafi verið einmitt þeir þrír sem leitað
var til taldi Bragi stafa af því aö pæl-
ingin hefði verið að fá 3 menn úr ólík-
um áttum.
„A fyrstu plötunni spilaði Tolli í
fyrsta sinn á rafmagnshljóðfæri og
varð hún nokkuö hráslagaleg fyrir
vikið enda gerð í flýti eins og rás 5—
20,"segirBragi.
I máli hans kemur fram aö strax
eftir gerð fyrstu plötunnar komu upp
hugmyndir um að hópurinn myndi
starfa áfram saman og þá sem hljóm-
sveit enda höfðu meölimir hópsins lagt
jafnmikið af mörkum og Tolli í gerð
rafmögnuðu laganna.
Leggur Tolli almennt línurnar fyrir
hópinn?
„Ekki á seinni plötunni en hann
gerði það á þeirri fyrstu. A seinni
plötunni var allt efnið unnið eins og
gengur í venjulegri hljómsveit, ef und-
an eru skilin tvö lög Megasar.
Við ákváðum hins vegar að vinna
þetta í sama anda og fyrri plötuna
hvað varðar textana og annað."
En Tolli á flesta textana, er ekki
svo?
„Jú, en viö tókum að vísu upp fleiri
lög Megasar. Þau féllu samt ekki alveg
að heildarmyndinni og var sleppt en
okkur fannst að fyrsta platan væri
nokkuð reikandi í heildarmyndinni, á
henni voru svo mörg ólík lög. Það er
mun betri heildarsvipur á þeirri síðari
að mínum dómi.
En er ekki hægt að segja að seinni
platan haldi flestum þeim megin-
punktum sem voru í textum og tónlist
þeirrarfyrri?
„Jú, hún er hrá en samt ekki eins los-
araleg og sú fyrri. Mig langar að koma
því hér að aö mér finnst fyndið hvernig
Bragi Olafsson, bassaleikari Ikarus.
„UNNINI
SAMA ANDA
OG FYRRI
PLATAN"
— segir Bragi Ólaf sson, bassaleikari Ikarus,
um nýju plötuna, Rás 5-20
Ikarus-hópurinn án Kormáks sein nú dvelur í Danmörku.
kynningu þessi plata fær. Það er bara
eitt lag hennar leikíð á rás 2 og er viö
vorum kallaðir þar i viðtal um daginn
voru það 4 spurningar, „Svo skal böl
bæta" og þakka ykkur fyrir strákar.
Svo við komum aftur aö spurning-
unni þá er þetta mjög hefðbundin tón-
list en textarnir grundvallaðir á pólitík
og svo hefur alltaf verið. Samt er það
leiöinlegt hvernig Þjóðviljinn hefur
eignað sér þetta „projeckt" og aðrir
fjölmiðlar því forðast aö taka á þvi."
En teljiö þið að textarnir í lögum á
borð við Berta blanka og MX-Geir
höfði mikið til almennings?
„Sumum finnst það orðið þreytt aö
gefa skít í þessa menn, Albert og Geir.
Persónulega finnst mér rétt að gera
það. Sumir gera það óbeint en Tolli
segir það beint.
Það má skjóta því hér inn í að það
vakti ægilegan styr í Háskólanum
þegar Stúdentablaðið birti mynd af
Albert ásamt textanum með Berta
blanka í heild sinni. Gott ef ekki átti aö
sparka ritstjóra Stúdentablaösins fyrir
vikiö."
Hafið þið lent í vandræðum vegna
textanna?
„Nei. Við höfum hins vegar heyrt
það aö Ikarus-hópurinn hafi þennan
stimpil á sér að vera harðlinuseggir.
Við höfum hins vegar Iítið komið fram
og vitum því ekki hvernig „víbrarnir"
eru. Þeir voru greinilegir í rás 2 þegar
við spurðum liðið þar af hverju það
léki ekki annað lag en „Bölið" og hvort
það væri bannað. Þeir sögðust ráða
lagavali sjálfir og vera sjálfstæðir. Ef
svo er þá hlýtur maður að lýsa van-
trausti á þá fyrir að vera alltaf að
hjakka í sama farinu. Eg virði þá þó
fyrir að leika okkur yfirleitt þótt ekki
sé nema um eitt lag að ræöa en vil
minna á að rásin var m.a. stofnuð með
það fyrir augum að kynna íslenska tón-
list. Tónlistin þar er hins vegar að
verða eins og hver önnur íþrótta-
keppni, allt vaðandi i vinsældavali og
listum."
Nafnið Ikarus átti fyrst við strætis-
vagnana margumtÖluðu en á nýju
plötunni er það dottið í goðsögnina
grísku. Hvað liggur að baki?
„Það er rétt að upphaflega var
nafnið fundið út með strætisvagnana í
huga og ég er á því að sú pæling sé enn
við lýði innan hópsins. Hins vegar dutt-
um við niður á þessa Ikarus-fígúru
sem er á albúminu og goðsögnina um
manninn sem smíðaði sér vængi en
flaug of nálægt sólu og fall til jarðar
fylgdi í kjölfarið. Megas kallar þetta
ferli „fall poppstjörnunnar" og það á
viðýmsa hérheima," segirBragi.
Hvað nafnið á seinni plötunni
varöar, Rás 5—20, segir Bragi að þeir
séu aö stríða Steinari sem nú verður að
kalla næstu safnplötu sina Rás 21 ef
hann ætlar að halda áfram að nota það
nafn á safnplötur sínar.. . „Það má
einnig segja að þetta sé safnplata af
okkar hendi, við gerum allir lög á
henni og þaö hefur alltaf verið
draumur Grammsins að gefa út safn-
plötu. Þessi dugar kannski til bráða-
birgða."
-FRI.
Clinic Q er ein af þeim nýbylgju-
hljómsveitum sem hafa gert það gott í
Englandi og Danmörku. Þær hafa
þegar haft nokkur áhrif á þessum
stööum á hefðbundna rokktónlist með
þeirri blöndu af rokk-, funk- og punktón-
list sem þær spila. Bandið á rætur
sínar að rekja til „underground" tón-
listarlífsins í Kaupmannahöfn. I upp-
hafi voru þær 4 en hafa nýlega bætt við
fimmta meðlimnum. Hæfni hljóm-
sveitarinnar og hugmyndir hafa hrifið
tónlistargagnrýnendur í Danmörku og
tónlistinni verður best lýst sem meló-
dískri, krefjandi rokktónlist með
nýjumtakti.
Meðlimir Clinic Q eru hluti af nýrri
kynslóð tónlistarmanna sem lætur að
Hallbjörn í
uppfökum
hjá Bimbó
Hallbjórn Hjartarson, kántrí-
stjarna Islands nr. 1, hefur að und-
anförnu veriö í upptökum i Stúdíó
Bimbó á Akureyri en þar er hann
að teggja síðustu hönd á þriðju
kántríplötusína.
Það er annars helst að frétta úr
íslenska „kántrf-heiminum" að
Hallbjörh hefur fengið samkeppni
frá Húsavík f rá manni er kallar sig
Johnny King og í Degi á Akureyri
var nýlega líkum að því leitt að
kapparnir báðir mundu heyja meö
sér einvígi í sumar, eýshvers staö-
ar fyrir norðan. Verður fróðlegt aö
fylgjastmeðþvímáli.
-FRI
P.P. Djöf uls-
inségíupp-
tökum
„P.P Djöfulsins ég", eitt af
hliðarsporura Einars Arnar
Benediktssonar með þeim Iss
og Kukl, félögum hans Sig-
tryggi, Braga og Kristni* hefur
nýlega lokið upptökum á 11
nýjum lögum og mun Gramm
útgáf an vera að íhuga útgáf u á
þessu efni.
Auk framangreindra mun
Völundur Oskarsson leika á
altó-saxófón í lögunum en
undirritaður heyrði eitt þeirra í
studíó Mjöt nýlega, lagið
Djöfulsins ég, iag sem er mjög
í stíl við margt af verkum „The
Residents" en af öðrum ófull-
gerðum bútum sem runnu um
hlustirnar virðist tónlistin vera
rajög fjölbreytt og margt
prófaðíhenni.                -FRI
sér kveða í tónlistarheiminum meö
snjöllum „underground" hugmyndum
ogsnjallri„lýrik".
Hefðbundin form í tónlist eins og þau
sem Bob Dylan, Lou Reed og Roxy
Music hafa haft sín áhrif á meðlimi
hljómsveitarinnar. En á sama tíma
finna þær til skyldleika með sams
konar nýjum hljómsveitum í
Danmörku.
Clinic Q er sjálfstætt starfandi
kvennaband, en umhverfið þar virðist
gera meira veður út af því en
stelpurnar sjálfar.
Stóra platan þeirra  „Aye"  hefur
eingöngu að geyma þeirra eigin tón-
smiöar ásamt textum nema ef um er
að ræða lagið „Down below", var á
sínum tíma skrifað af Irving Berlin
sáluga, þeim f ræga tónsmið sem samdi
ótal söngleiki. Textinn var á sínum
tíma ætlaöur í eina af Chaplin
myndunum en var ritskoðaður sökum
þess að hann þótti innihalda vafasama
hluti.
Clinic Q hefur á síðustu tveimur
árum haldið konserta á helstu konsert-
stööum Danmerkur og hefur hún
f engið orð fyrir að haf a líf lega og kraf t-
mikla sviðsframkomu.
Þær eru um þessar mundir að leggja
síðustu hönd á næstu breiðskifu sína.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48