Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18

DV. IíAUGABDAGUR 26, MAl 1984.
. ¦
...... -;¦
>
FERÍ
FLUGNÁM
VEGNA
HÁRRA LAUNA
—  Það fer enginn út í atvinnuflug-
mannsnáro vegna þeirra launa sem
starfið gefur. Flestir fara út í þetta
vegna flugdellunnar en ekki vegna
launanna. Það tekur um og yfir 20 ár
að komast i sæmilega há laun. Og ég
myndi ekki ráðleggja neinum að fara
út í atvinnuflugmannsnám nema að
hafa einhverja aöra menntun í bak-
höndinni. Atvinnuöryggi meöal flug-
manna er með því lélegasta sem gerist
hjánokkurristétt hérlendis.
Þetta segir maður sem lagði á sig
allan þann kostnað og tíma sem það
tekur að taka atvinnuflugmannspróf
og starfaöi sem atvinnuflugmaður um
skéið en hefur nú snúiö sér að öðru.
— Launalega séð gat ég ekki haldið
áfram í fluginu, segir hann. Og ég
myndi ekki vilja vinna fyrir þessi laun
sem þeir haf a í dag.
Dæmi um laun
En hver eru laun flugmanna eigin-
lega?
Samkvœmt þeim upplýsingum sem
DV hefur aflað sér eru þau á bilinu 33
til 81 þúsund á mánuði eftir starf saldri.
Ef við lökum sem dæmi f lugmann sem
unnið hefur i sex ár hjá Flugleiðum þá
hefur hann 37.500 í mánaðarlaun. Þetta
eru engin grunnlaun, þetta eru heildar-
mánaðarlaun með öllu. Af þessu borg-
ar hann um fimm þúsund krónur mán-
aðarlega í lifeyrissjóð (þessar háu
greiðslur í lífeyrissjóð stafa af því að
flugmenn hætta störfum fyrr en aðrar
stéttir). Flugmaðurinn i okkar dæmi
borgar svo tæpar tíu þúsund krónur í
skatta mánaöarlega svo af raksturinn í
peningum verður rúm 23 þusund. Við
þessa upphæð bætast siöar rúmar sex
þúsund krónur sem hann fær i dagpen-
inga mánaðarlega.
Það skal skýrt tekið fram að hér er
einungis um eitt dæmi að ræða og það
aö öllum líkindum i neöri skalanum.
Flugmaöur í millilandaflugi hefur
hærra kaup, bæði hefur hann lengri
starfsaldur og hærri upphæð í dagpen-
inga.
Ymis fríöindi hafa líka verið talin
flugmönnum til tekna svo sem toll-
frjáls varningur, frír vinnuf atnaður og
friar ferðir eða roikill afsláttur á flug-
ferðum. Þetta er vissulega hægt að
meta til óbeinna tekna en þess ber
einnig að gæta að f jöldinn allur af öðr-
um starfsmönnum Flugleiða nýtur
þessara hlunninda lika.
Vinnutíminn
En hver er vinnutími flugmanna?
Flugmenn segjast selja Flugleiðum
175 klukkustundir á mánuði og þar af
séu innifaldar 85 flugstundir að sumri
og 75 að vetri. Flugleiöamenn segja
hins vegar að vinnutími flugmanna sé
ekki nema um 100 tímar á mánuði.
Mismunurinn mun þannig vera tilkom-
inn aö Flugleiöamenn telja það til frí-
tima þegar þeir eru á nokkurs konar
bakvakt, það er verða að vera viðbúnir
því að hríngt sé i þá og þeir boðaðir i
flug.
Þetta er að sjálfsögðu ekki beinn
vinnutíini en flugroenn segja að þessir
timar nýtist afar illa því þeir séu
bundnir við simann og megi ekki fara
neitt. Þeir benda ennfrerour á að þess-
ar 175 klukkustundir séu sá timi sem
Flugleiðir hafi rétt til að ráðstafa flug-
mönnuro á og það sé ekki mál flug-
manna hvort Flugleiðir nýti hann allan
eða ekki.
Algjör samstaða
Varöandi þau samningsmál sem
mest hafa verið-til umræðu upp á síð-
kastið ber að geta þess að flugmenn
haf a ekki fengið neinar launahækkanir
til jafns við aðra launþega í landinu á
þessu ári. Eftir þvi sem næst verður
komist munu fyrstu kröfur flugmanna
hafa verið nokkuð háar en eins og einn
viðmælenda blaðsins segir:
— Setja ekki allir fram mun hærri
kröfur í f yrstu en síðan er samið um?
Allir þeir flugmenn sem talað var
viö voru sammála um aö lagasetningin
á dögunum, er bannaði flugmönnum
að berjast fyrir kjörum sinum, hafi
haft illt eitt í för með sér og minnkað
líkurnar á samningum ef eitthvað er.
Hins vegar hafi hún þjappaö flugroönn-
um saman og „önnur eins samstaöa
aldrei sést," eins og einn flugmanna
segir.
Forysta Flugleiða virðist líka vera
samþjöppuð þvi haft var eftir gömlum
samninganefndarformanni flugmanna
að aldrei hafi þeir rekist á annan eins
gr jótvegg og i þessum samningum.
Dregist aftur úr
Flugmenn halda því fram að þeir
hafi drcgisl aftur úr i launuro miöað
við aðrar stéttir í landinu undanfarin
ár. Sem dæmi um þetta segir flugroað-
urinn sem nefndur er i dæminu hér að
framan að fyrir fimm árum hafi mán-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48