Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						.miimMmomnAOUAd .vq
DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984.
"'"["¦
Eru flugmenn aurasjúkir hálauna-
menn sem svífasf einskis til að fá
kröfum sínum framgengt? Eða eru
þeir að berjast fyrir réttmætum
kjarabótum eins og hver önnur
stétt í þjóðfélaginu? Og eru laun
þeirra eins há og af er látið?
aöartekjur hans veriö samsvarandi
tvö þúsund dollurum.
—  Þá var ég á fyrsta árs taxta og
launin það há aö ég skammaðist mín
fyrir að segja það í kunningjahópi hvað
ég hefði í laun. I dag eru launin min
samsvarandi 1250 dollurum á mánuði
og nú er ég kominn á sjötta árs taxta.
Og enn liggur við aö ég skammist min
fyrir að segja hvað ég hafi í laun, mun-
Urinn er bara sá að núna er það vegna
þess hvað þau eru lág.
Fara að samningum
^Hver framvindan ye.rður í deilu
f lugmanna og Flugleiða er ekki gott að
segja. Eitt er þó vist aö takist þeim
ekki að semja sín á milli bitnar það
fyrst og fremst á viðskiptavinum Flug-
leiða,farþegunum.
Og ef svo fer mun óánægja og reiði
farþega að mestu leyti beinast að flug-
mönnum en ekki eins mikið aö Flug-
leiöum.
— Vissulega hefur maður orðiö var
við slæmt augnatillit frá farþegum en
hvað eigum við að gera? Það nægir að
við förum eftir gildandi samningum í
einu og öllu í sumar og þá raskast allt
flug. Staðreyndin er nefnilega sú að á
undanförnum árum höfum við sýnt
Flugleiðum ýmiss konar liðlegheit tO
að hægt hafi verið að halda uppi
eðlilegu flugi og svo erum við kallaðir
skemmdarverkamenn ef við ætlum að
fara að samningum, segir ónefndur
flugmaður.
Flugdellan
Eins og fram kom hér í upphafi eru
þaö ekki launin sem draga menn að
fluginu. Það er fyrst og fremst flug-
dellan sem dregur menn að og þeir
sem fá flugdelluna eru tilbúnir að
fórnamiklutilaðfá útrásfyrirhana.
Yfirleitt byrja menn ungir að fljúga,
um 17 ára og fyrsta stigiö er að taka
sólópróf. Það tekur um 20 tíma sem
kosta 1650 krónur hver eða um 33 þus-
und í allt.
Næsta skref er að taka einkaflug-
mannspróf og tekur það um 60—70
tíma sem kosta 1650 hver eða á bilinu
100—115 þúsund alls. Þessu fylgir auð-
vitað bóklegt nám og hin ýmsu vottorð.
Að loknu einkaflugmannsprófinu,
sem menn taka á misjöfnum tima eftir
fjárráðum aðallega, eitt ár er algengt,
halda f lestir sem enn hafa ekki læknast
af flugdellunni áfram í atvinnuflug-
mannsprófið. Til aö ná þvi þarf aö hafa
200 flugtima aö baki, lágmark, og þar
af þarf að hafa 200 flugtima á fjögurra
sæta vél eða stærri. Flugtiminn á fjög-
urra sæta vélina kostar 3300 og svo
stighækkandi eftir því sem vélin er
stærri.
Kostnaður við að taka atvinnuflug-
mannspróf er því á að giska einhvers
staðar á bilinu frá 350 til 450 þúsund.
Atvinnuflugmannsprófið krefst lika
mikillar bóklegrar kunkunnáttu, til
dæmis er krafist stúdentsprófs i eðlis-
fræöi, ensku og stærðfræði en langbest
er auðvitað að hafa lokið námi frá
menntaskóla með stúdentspróf i.
Bara kjúklingur
Margur mundi nú halda að nú væri
bjö'rninn unninn og bara að fara að
svipast um eftir vinnu. En það er nú
eitthvaðannað.
— Maður er bara kjúklingur þegar
þessu er lokið, segir einn flugmaður.
Nú fer fyrst að reyna á flugdelluna
fyrir alvöru. Nú þarf að fara að safna
flugtímum til að verða gjaldgengur
fyrir flugfélögin. Flestir fara út í flug-
kennslu og taka til þess kennarapróf.
Þá bætist enn við námskostnaðinn og
heildarkostnaðinn viö að læra flug,
þangað til viðkomandi maður er orðinn
gjaldgengur fyrir flugfélag, er talinn
vera á bilinu sex til átta hundrað þús-
und.
— Þetta er dýrasta nám á landinu og
það fær sama og engan stuðning frá
opinberum aöilum, segir einn viömæl-
enda blaðsins.
Verkamannalaun
En þrátt fyrir að flugnámið sé dýrt
er það ekki vel launaö starf aö vera
flugkennari.    •
—  Maður vann stundum allt að 30
daga á mánuði og hafði upp úr þvi rétt
rúmlega verkamannalaun, segir fyrr-
i verandi flugkennari.
Þetta hefur í för með sér að flug-
kennarar stoppa stutt við í starfinu.
Fleira kemur til, flugkennarar hafa
ekkert stéttarfélag og hafa þar af leið-
andi engan lífeyrissjóð. Flestir fara út
i kennsluna af þeirri nauðsyn einni
saman að þeir þurfa að safna tímum
og öðlast meiri reynslu til að eiga
möguleika á að fá ráðningu hjá stærri
flugfélögum eins og Arnarflugi og
Flugleiðum.
Of gamlir 30 ára
Þegar öllu þessu er lokið er eins gott
fyrir menn að vera ckki orðnir 30 ára
að aldri því ef svo er geta þeir f arið aö
leita sér að öðru starfi. Flugfélögin
ráða nefnilega ekki f lugmenn sem haf a
náð30áraaldri.
Hvernig ráðningum hjá flugfélögun-
um er annars háttað er erfitt að fá
upplýsingár um. Flugleiðir hafa til
dæmis ekki auglýst eftir flugmönnum
um nokkurt skeið en engu að síöur haf a
þeir alltaf ráðið menn við og við.
Þeir sem eru svo heppnir að fá
ráðningu byrja sem aðstoðarflugmenn
í innanlandsf lugi. Þeirra staða er lang-
ótryggust innan fyrirtækisins því ef
þarf að fækka flugmönnum af ein-
hverjum ástæðum eru það þessir flug-
menn sem f á að víkja.
— Eg fæ alltaf sting í hjartað á
haustin þegar flugið dregst saman og
einhverjum þarf að segja upp, segir
einn þessara flugmanna.
Löng leið
Eftir fimm til átta ár í starfi
aðstoðarflugmanns í innanlandsflug-
inu færast menn yfir í stöðu aðstoðar-
flugmannlTí millilandafluginu. Þar
dvelja þeir í önnur fimm til átta ár og
verða því næst flugstjórar í
innanlandsflugi. Lokaáfanginn er
síðan flugstjórastaða í millilandaflugi
og hann næst ekki fyrr' en eftir um og
yf ir 20 ára starf sem flugmaður.
Það er ekki tekið út með sældinni
einni saman að vera flugmaður.
-SÞS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48