Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 19
.milAM ,0S HUOACIHAOUAJ .VU DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984. einu og öllu í sumar og þá raskast allt flug. Staöreyndin er nefnilega sú aö á undanfömum árum höfum við sýnt Flugleiöum ýmiss konar liölegheit til aö hægt hafi verið aö halda uppi eölilegu flugi og svo erum viö kallaöir skemmdarverkamenn ef við ætlum aö fara aö samningum, segir ónefndur flugmaöur. Flugdellan Eins og fram kom hér í upphafi eru þaö ekki launin sem draga menn aö fluginu. Þaö er fyrst og fremst flug- dellan sem dregur menn að og þeir sem fá flugdelluna eru tilbúnir aö fómamiklu til aö fá útrás fyrir hana. Yfirleitt byrja menn ungir aö fljúga, um 17 ára og fyrsta stigið er að taka sólópróf. Það tekur um 20 tíma sem kosta 1650 krónur hver eða um 33 þús- und í allt. Næsta skref er aö taka einkaflug- mannspróf og tekur það um 60—70 tíma sem kosta 1650 hver eða á bilinu 100—115 þúsund alls. Þessu fylgir auð- vitað bóklegt nám og hin ýmsu vottorð. Að loknu einkaflugmannsprófinu, sem menn taka á misjöfnum tima eftir fjárráðum aöallega, eitt ár er algengt, halda flestir sem enn hafa ekki læknast af flugdellunni áfram í atvinnuflug- mannsprófiö. Til að ná því þarf aö hafa 200 flugtima að baki, lágmark, og þar af þarf að hafa 200 flugtíma á f jögurra sæta vél eöa stærri. Flugtíminn á fjög- urra sæta vélina kostar 3300 og svo stighækkandi eftir því sem vélin er stærri. Kostnaður við aö taka atvinnuflug- mannspróf er því á aö giska einhvers staðar á bilinu frá 350 til 450 þúsund. Atvinnuflugmannsprófið krefst líka mikillar bóklegrar kunkunnáttu, til dæmis er krafist stúdentsprófs í eölis- fræöi, ensku og stærðfræöi en langbest er auðvitað aö hafa lokiö námi frá menntaskóla meö stúdentsprófi. Bara kjúklingur Margur mundi nú halda að nú væri björninn unninn og bara aö fara aö svipast um eftir vinnu. En þaö er nú eitthvaðannað. — Maöur er bara kjúklingur þegar þessu er lokið, segir einn f lugmaöur. Nú fer fyrst aö reyna á flugdelluna fyrir alvöru. Nú þarf aö fara að safna flugtímum til aö veröa gjaldgengur fyrir flugfélögin. Flestir fara út í flug- kennslu og taka til þess kennarapróf. Þá bætist enn viö námskostnaðinn og heildarkostnaðinn viö aö læra flug, þangaö til viðkomandi maöur er orðinn gjaldgengur fyrir flugfélag, er talinn vera á bilinu sex til átta hundruö þús- und. — Þetta er dýrasta nám á landinu og þaö fær sama og engan stuðning frá opinberum aöilum, segir einn viðmæl- enda blaösins. Verkamannalaun En þrátt fyrir aö flugnámiö sé dýrt er þaö ekki vel launað starf að vera flugkennari. — Maður vann stundum allt aö 30 daga á mánuöi og haföi upp úr því rétt rúmlega verkamannalaun, segir fyrr- ' verandi flugkennari. Þetta hefur í för meö sér aö flug- kennarar stoppa stutt viö í starfinu. Fleira kemur til, flugkennarar hafa ekkert stéttarfélag og hafa þar af leið- andi engan lífeyrissjóð. Flestir fara út í kennsluna af þeirri nauösyn einni saman aö þeir þurfa aö safna tímum og öölast meiri reynslu til aö eiga möguleika á aö fá ráöningu hjá stærri flugfélögum eins og Arnarflugi og Flugleiöum. Of gamlir 30 ára Þegar öUu þessu er lokið er eins gott fyrir menn að vera ckki orðnir 30 ára að aldri því ef svo er geta þeir farið aö leita sér aö öðru starfi. Flugfélögin ráða nefnilega ekki flugmenn sem hafa náö 30 ára aldri. Hvemig ráöningum hjá flugfélögun- um er annars háttaö er erfitt aö fá upplýsingar um. Flugleiöir hafa til dæmis ekki auglýst eftir flugmönnum um nokkurt skeiö en engu aö síður hafa þeir alltaf ráðiö menn viö og við. Þeir sem eru svo heppnir að fá ráöningu byrja sem aðstoðarflugmenn í innanlandsflugi. Þeirra staða er lang- ótryggust innan fyrirtækisins því ef þarf aö fækka flugmönnum af ein- hverjum ástæðum eru þaö þessir flug- menn sem fá að víkja. — Eg fæ alltaf sting í hjartað á haustin þegar flugiö dregst saman og einhverjum þarf aö segja upp, segir einn þessara flugmanna. Löng leið Eftir fimm til átta ár í starfi aöstoöarflugmanns i innanlandsflug- inu færast menn yfir í stöðu aöstoöar- flugmanns í millilandafluginu. Þar dvelja þeir í önnur fimm til átta ár og veröa því næst flugstjórar í innanlandsflugi. Lokaáfanginn er síöan flugstjórastaða í millilandaflugi og hann næst ekki fyrr en eftir um og yf ir 20 ára starf sem flugmaður. Það er ekki tekið út meö sældinni einni saman aö vera flugmaður. -SÞS. aðartekjur hans veriö samsvarandi tvö þúsund dollurum. — Þá var ég á fyrsta árs taxta og launin þaö há aö ég skammaðist mín fyrir aö segja þaö í kunningjahópi hvaö ég heföi í laun. I dag eru launin mín samsvarandi 1250 dollurum á mánuöi og nú er ég kominn á sjötta árs taxta. Og enn liggur viö aö ég skammist mín fýrir aö segja hvað ég hafi í laun, mun- urinn er bara sá aö núna er það vegna þess hvaö þau eru lág. Fara að samningum Hver framvindan verður í deilu flugmanna og Flugleiða er ekki gott að segja. Eitt er þó víst aö takist þeim ekki aö semja sín á milli bitnar þaö fyrst og fremst á viöskiptavinum Flug- leiöa.farþegunum. Og ef svo fer mun óánægja og reiði farþega að mestu leyti beinast að flug- mönnum en ekki eins mikiö að Flug- leiðum. — Vissulega hefur maöur orðið var viö slæmt augnatillit frá farþegum en hvað eigum við.að gera? Þaö nægir aö við förum eftir gildandi samningum í Eru flugmenn aurasjúkir hálauna- menn sem svífasf einskis til að fá kröfum sínum framgengt? Eða eru þeir að berjast fyrir réttmætum kjarabótum eins og hver önnur stétt í þjóðfélaginu? Og eru laun þeirra eins há og af er látið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.